Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Blaðsíða 19
Helgin 9. - 10. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Halldór B. Runólfsson skrifar um myndlist Málari tilvistarinnar. Milli expressionismans og tilvist- arhyggjunnar eru náin tengsl. Reyndar er expressionisminn ex- istensialismi í listrænum búningi. Málverk Appels eru því í senn, ex- pressionísk og tilvistarkennd. Þau spretta fram nær undirbúningslaust undan pensli manns sem daglega málar sig frá áföllum hrunadans- ins. Rótin að kraftinum í verkum hans, hnausþykkri málningunni og rustalegu útliti er sálræn og tilfinn- ingaleg. Málunin er með öðrum orðum meðal, nokkurs konar spritt fyrir sálina. Verk Karels Appels hafa þó tekið miklum breytingum frá því hann hóf feril sinn sem málari. Sjá má á sýningunni hvernig hann beitir slettikenndum eða tatsískum vinnubrögðum í byrjun 7. áratug- arins, hvernig stórir og hreinir litaf- letir fæðast undir áhrifum popplist- arinnar, þar sem listamaðurinn bætir alls konar hlutum inn í verk sín. Um miðjan 8. áratuginn eru málverk hans orðin mjög tær, en upp úr því fer aftur að örla á þeim hrjúfleika sem einkenndi 6. áratug- inn. Þróun hans er því synþetísk í hæsta máta, regluleg í óreglu sinni, þótt krafturinn leynist ávallt bak við öll þessi stflbrigði. Sem grafíklistamaður er Karel Appel stakur snillingur og sýnir það umyrðalaust í sáldþrykks- og steinþrykksmyndum sínum sem hanga á ganginum framan við Listasafnið. Má segja að hann leggi persónuleika sinn í hvaða miðil sem hann fer höndum um. Það er einmitt þessi umbúða- lausa tjáning sem heldur verkum Appels svona ferskum. Ekkert bendir til stöðnunar, eins og títt er um listamenn sem komnir eru á sjötugsaldurinn og vegnar vel fjár- hagslega. Svo virðist sem sama innri spennan haldi listamanninum frá því að hröma eða „setjast í helgan stein". Því er það svo merkilegt að fá tækifæri til að sjá þessi verk á þeim tíma sem ný hol- skefla expressionísks málverks skellur yfir hinn vestræna heim. Með þessum síunga málara skapast tengsl sem brúa kynslóðabil milli bama okkar tíma og bama eftir- stríðsáranna. Kvöldverður klukkan átta, fró 1963: Áhrif frá poppllst. Karel Appel er einn þeirra mál- ara sem spratt fram úr öskustó styrjaldarinnar. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1946 í Groningen í Hollandi og frá þeim tíma tók stjarna hans að hækka á lofti. Appel er fæddur í Amster- dam árið 1921 og þar nam hann myndlist við Akademíuna á stríðs- ámnum. Eftir því sem hann segir sjálfur (og sjá má í vandaðri sýn- ingarskrá Listasafns íslands), var upphefð hans ekki mikil í heima- landinu, a.m.k. ekki fyrst í stað. Sannast hið fomkveðna, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Enda er það svo, þegar öllu er á botninn hvolft, að Karel Appel er afar sérstæður meðal samlanda sinna. Hann er barbarinn meðal hinna siðfáguðu og þeirri sérstöðu deilir hann með forvera sínum Van Gogh, enda hösluðu báðir sér völl á erlendri gmnd. Það er frábært að fá þessa yfir- litssýningu á verkum Appels hing- að til lands. Listasafn íslands á hrós skilið fyrir þetta framtak. Þó hefði svona sýning mátt vera fyrr á ferð- inni, a.m.k. tveim áratugum fyrr. Það er þó ágætt að hún skuli vera haldin nú þegar málverkið er aftur í deiglunni. Þessi sýning samanstendur af 48 verkum eftir listamanninn. Þau em gerð frá 1959 og fram á daginn í dag. Hér er því í vissum skilningi um yfirlitssýningu að ræða, ef undan er skilið fyrsta tímabilið, Cobraskeiðið og eftirmáli þess. Af þessum 48 verkum eru rúmlega 30 málaðar myndir, en afgangurinn eru þrykk. Hér er því um áhugaverða sýn- ingu að ræða á einum fremsta full- trúa hins frjálsa og sjálfsprottna ex- pressionisma, sem þróaðist í lok styrjaldarinnar og eftir hana. Fólk er hér með hvatt til að sjá hana, því ekki gefast of mörg tækifæri til að kynnast þekktum erlendum lista- mönnum hér heima. Gó&an daginn hestur, frá 1974: Fáránlelkl tllverunnar. Karel Appel í Listasafni Islands Glæsilegt framlag til Listanátíðar Það er söguleg staðreynd að upphafs Cobrahópsins er að leita til fundar danskra og hollenskra listamanna í París, árið 1946. Aðal- tengiliðimir vom Daninn Asger Jom og Hollendingurinn Con- stant. Var haldin sýning þar sem listamenn frá báðum löndum sýndu saman. Ásamt Constant, vom þeir Appel og Corneille, en frá Danmörku komu mun fleiri listamenn til liðs við hópinn. Má þar nefna C. H. Pedersen, Else Alfelt, Ejler Bille, Henry Heerup og Erik Thomesen. Seinna bættust þeir Egill Jakobsen og Svavar Guðnason við samtökin og Belginn Pierre Alechinsky. Þannig varð Cobra-hreyfingin til í árslok 1948, en nafn sitt dregur hún af höfuð- borgunum COpenhague (Kaup- mannahöfn), BRuxelles og Am- sterdam. Afkvæmi eftir- striðsáranna Það væri of langt mál að rekja hér merkilega en skammlífa sögu þessara samtaka. Hitt er staðreynd að Cobra er einhver merkilegasti kapítuli evrópskrar listar eftir stríð og aldrei hefur jafn stór og breiður hópur norrænna Iistamanna (skandinavískra) haft svo mikil á- hrif á alþjóðlegar listir. Það sem sett var á oddinn og ein- kennir flesta meðlimi, þar með tal- inn Karel Appel, var óheftari og beinni tjáning, ásamt höfðun til norrænnar alþýðulistar að fornu og nýju. í þessu sambandi má benda á hve skyld list Cobra-manna er að tilfinningu íslenskum forn- og þjóðsögum. Ef expressionisminn var í eðli sínu þýskur um og eftir aldamótin, þá var hann um fram allt norrænn eftir stríð. Það sem tengdi Appel við áður- nefnda þætti, var sálræn hófðun þessarar listar. Þótt dönsku málar- arnir í hópnum væru yfirleitt um 10-15 árum eldri en hollenskir og belgískir kollegar þeirra og reyndari sem málarar, sá styrjöldin og hemámið um að jafna þennan aldursmun út. Það er einmitt eftir- tektarvert að borgimar þrjár, það- an sem listamennirnir komu, höfðu allar verið gamalgrónar og vina- legar nýlenduborgir gamalla kon- ungdæma. öll höfðu þessi ríki byggt velmegun sína á nýlendu- verslun. í stríðinu brá svo við að þeir sem vanist höfðu því að herska og vera húsbændur, vom sjálfir hemumdir. Þar með hlutu borgirn- ar náðarstunguna sem nýlendu- borgir. Allt gamalgróið öryggi var fyrir bí. Ef dæma má af viðtali Ischa Meijer við Appel fyrr á árinu og birt er í sýningarskránni á íslensku og ensku, þá hafði þessi breyting á stöðu Amsterdam gmndvallandi áhrif á listamanninn. Ringulreiðin og rótleysið sem fylgdi í kjölfar hemáms Þjóðverja, breyttu lífi hans og kipptu fótunum undan honum, efnahagslega jafnt sem hugarfarslega. Eftir því sem hann segir sjálfur, varð hann uppflosn- aður anarkisti sem ekki tókst að endurheimta öryggi æskuáranna. Þrátt fyrir norræna legu Hol- lands, hefur expressionisminn aldrei fest þar djúpar rætur. Til þess em Hollendingar of yfirveg- aðir. Þrátt fyrir skyldleika sinn við Þjóðverja og hinn þýskumælandi heim, er list þessara tveggja þjóða afar ólík. Enda má færa rök fyrir því að stefna sú sem Karel Appel aðhyllist í stríðslok hafi fremur átt rætur að rekja til skandinavískrar listkenndar en hollenskrar. Hér vom m.ö.o. á ferðinni áhrif frá dönskum listamönnum, þeim hópi sem nefndi sig Helhesten og Svavar Guðnason var partur af. Þrjú af verkum Appels í Listasafnl fslands: Þróun frá 6. áratugnum tll hlns 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.