Þjóðviljinn - 27.06.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Qupperneq 6
MENNING freistingar kynslóðar. Hún sjálf 'er ein á sviðinu, þeir eldri eru þar ekki, þeir sem aldrei létu freistast eru þar ekki heldur. Reyndar óþarft að biðja um að fjölgað sé á sviðinu, þar er þegar her manns. Og þessi hópur heldur í fáum orð- um sagt uppi ágætri skemmtun. Það er margt vel spaugilegt í til- svörum höfundanna og söngtext- amir leyna mjög á sér og músík- in hæfir þeim vel. Þórhildur leik- stjóri hefur virkjað lið sitt vel. Það sækir á áhorfendur úr öllum áttum með góðu fjöri. Stíllinn er ærslaleiksins svo sem hæfir bæði texta og þeirri blöndu reyndra og lítt reyndra krafta sem Stúdenta- leikhúsið er. Það gat líka komið fyrir að leikarar yrðu of duglegir, eins og Hilmar Jónsson í hlut- verki Dags Snæs Guðmundar- sonar. Kjartan Bjargmundsson var Guðmundur, sá sem „mænir eingöngu á það sem er ekki hér“ eins og segir í ágætum texta Þór- arins Eldjárns - og er þar með orðinn á laun stærri fígúra en ís- lenskur vingull á stormasömum tímum. Gengu hans dæmi ágæt- lega upp í sýningunni. Hér skal nefnt til dæmis samspil þeirra Höllu, fyrstu kærustunnar (Ása Svavarsdóttir), og blautrar gólf- tusku, þegar að því kemur að æskurómantíkin í kjallaraíbúð- inni hrynur. Leikarar eru annars fleiri en upp verði taldir, en oft tókst þeim og leikstjóra að bregða upp vel virkum týpum- til dæmis panelklæddri og orgí - astískri jafnréttismenntakonu (Edda Arnljótsdóttir) eða hóp - eflandi grasætu og eilífðarskólafé- laga (Helgj Bjömsson). Var fmmsýningu að vonum vel fagnað. ÁB Einar G. Sveinbjörnsson strýkur boga um strengi í Norræna húsinu í kvöld. Á >/# FRAD Athugi Fresturinnrennuru íþessariviku! Norrœna húsiö ruR AF SKATrSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir Einar og Þorkell í kvöld, miðvikudaginn 27. júní, verða tónleikar í Norræna húsinu, og hefjast þeir kl. 20.30. Einar G. Sveinbjörnsson fiðlu- leikari, sem árum saman hefur verið konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Malmö í Sví- þjóð, er kominn heim gagngert vegna þessara tónleika. Með honum leikur á píanóið Þorkell Sigurbjörnson tónskáld. Þessa ágætu listamenn er óþarfi að kynna íslenskum tónlistarunn- endum, svo þekktir sem þeir eru hérlendis og víðar. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum „sænska tónlistardagsins“ sem haldinn var í Svíþjóð hinn 26. maí sl. og sænska sendiráðsins á íslandi. Á efnisskrá þeirra félaga er sónata í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach, són- ata í g-moll eftir Emil Sjörgren, sónata eftir Jón Nordal, Rom- ansa eftir Wilhelm Stenhammar og sónata eftir Bo Linde. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kjarvalsstaðir Raf- og tölvu- tónlist í dag hefst á Kjarvalsstöðum kynning á raf- og tölvutónlist undir heitinu íslensk hljóðlist. Þar verður kynning og sögulegt yfirlit yfir íslenska tæknitónlist. Flutt verða verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Péturs- son, Kjartan Ólafsson, Lárus Grímsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Snorra Sigfús Birgis- son, Þorkel Sigurbjörnsson, og Þorstein Hauksson. Tónleikarnir verða haldnir á tveimur stöðum í húsinu, annars vegar í málverka- salnum, þar sem fólki gefst kost- ur á að hlusta um leið og málverk eru skoðuð, og hinsvegar fyrir þá sem vilja einbeita sér að tónlist- inni verður lítill salur tekinn frá þar sem hlustandinn getur ein- beitt sér í ró og næði án truflana. Tónleikarnir verða haldnir mið- vikudaginn 27. júní, fimmtudag- inn 28. júní, föstudaginn 29. júní kl. 17.00 og endurteknir kl. 20.30, og síðan á laugardaginn 30. júní kl. 15 og 17. Ný efnisskrá verður á hverjum degi. Þorsteinn Haukssson tónskáld hefur undir- búið tónlistardagskrána. Sími 37485/37700. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 27. júní

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.