Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 15
Rósa ekki meira með ÍBÍ? Að sögn Vestfirska Frétta- blaðsins er óvíst hvort Rósa Vald- imarsdóttir, landsliðskona og þjálfari 1. deildarliðs ÍBÍ í knatt- spyrnu kvenna, getur leikið meira með liðinu í sumar. Hún meiddist í leik gegn Val í síðustu viku og óttast er að liðbönd hafi slitnað. Það yrði mikið áfall fyrir ísafjarðarstúlkurnar, en allt stefnir í einvígi milli þeirra og Víkings um áframhaldandi sæti í 1. deild. IÞROTTIR Prýðilegur sóknarleikur ísland sigraði Noreg 27-22 í Tékkóslóvakíu ígær eftir að hafa komist í 21-14. Nýtt lið í Hafnarfirði Nýtt lið úr Hafnarfirðinum, ÍH (íþróttafélag Hafnarfjarðar), mun taka þátt í 3. deild karla í handknattleik næsta vetur. Tvö önnur lið bætast við deildakeppn- ina, Njarðvíkingar og Sindri frá Hornafirði þannig að útlit er fyrir 12-liða 3. deild næsta vetur. Þá hafa tvö félög ákveðið að senda lið að nýju í 2. deild kvenna, Ár- mann og Afturelding. —VS Sigurjón sigraði Sigurjón Arnarsson, GR, sig- raði í keppni án forgjafar á Dunlop-unglingamótinu í golfi sem fram fór á vegum Golfklú- bbsins Keilis um helgina. Sigur- jón lék á 149 höggum. Jón H. Karlsson.GR, varð annar á 153 höggum og þriðji varð Gunnar Sigurðsson, GR, sem lék á 155 höggum. Björgvin Sigurbergsson, GK, sigraði í keppni með forgjöf á 120 höggum netto. Kristján Orn Sig- urðsson, NK, varð annar á 124 höggum og Páll Erlingsson, GK, þriðji á 126 höggum. Sigurður Sigurðsson, GR, fór holu í höggi á mótinu. Þá fór fram fyrir stuttu Bílaborg-open hjá Keili. Sigur- jón R. Gíslason, GK, sigraði í A-flokki (forgjöf 0-12) og Sigur- þór Svavarsson, GS, í B-flokki (forgjöf 13-23). „Strákarnir léku þennan leik prýðilega, sérstaklega sóknar- leikinn sem var mjög góður. Vörnin var veiki punkturinn en það á eftir að lagast. Liðið spilaði af festu og fór eftir því sem fyrir það var lagt og uppskeran var því góð. Mér fannst norska liðið heldur sterkara en þegar við lék- um gegn því heima sl. vetur“, sagði Karl Harry Sigurðsson far- arstjóri íslenska landsliðsins í handknattieik í samtali við Þjóð- viljann í gær. Island sigraði Noreg 27-22 í fyrsta leiknum af þremur sem það leikur í keppnisförinni til Tékk- óslóvakíu. Leikurinn var jafn framan af en ísland komst í 13-10 fyrir hlé. Norsarar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks en þá tók íslenska liðið mikinn sprett og gerði útum leikinn með því að komast í 21-14. „Eftir það var mikið skipt inná og allir fengu að leika og það varð til þess að Norðmenn náðu að laga stöð- una“, sagði Karl. Atli Hilmarsson var bestur í ís- lenska liðinu en sem heild vann liðið vel saman. Þorbjörn Jens- son hvarf af leikvelli um miðjan síðari hálfleik, hafði þá hlotið þrjár brottvikningar. Atli skoraði 8 mörk, Sigurður Sveinsson 7 (4 víti), Þorbergur Aðalsteinsson 4, Bjarni Guð- mundsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Kristján Arason 2 og Jakob Sigurðsson eitt. Auk þeirra léku leikinn Einar og Jens markverðir, Steinar, Sigurður G. og Þorbjörn. Alfreð, Guðmund- ur, Brynjar, Geir og Kristján S. hvíldu. íslenska liðið mætir B-liði Tékka í dag. -VS Atli Hilmarsson skoraðf átta mörk í gær. Loks heimasigur Góður lA-sigur Skagastelpurnar bættu þrem stig- um í safnið í gærkvöldi þegar þær sigruðu KR 3-1 í ágætis leik á grasvelli KR-inga. Þær eru þar með efstar í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var jafn og fékk Sigurbjörg Sigþórsdóttir þá tvö tæki- færi til að skora fyrir KR. í fyrra skiptið skaut hún í stöng en nokkrum mínútum síðar tókst henni betur upp og kom þá KR yfir 1-0. Rétt fyrir leikslok jafnaði Asa Pálsdóttir fyrir í A er hún fékk boltann óvölduð í víta- teig KR. Snemma í síðari hálfleik skoraði Laufey Sigurðardóttir annað mark ÍA eftir góðan samleik hennar og Ragnhildar Jónasdóttur. Hins og svo oft áður hjá KR-stelpunum, minnkaði mótspyrna þeirra þegar mótherjarnir náðu forystunni og voru Skagastúlkurnar mun betri aðilinn það sem eftir var leiksins. Laufey bætti þriðja marki ÍA við, með skoti langt utan af kanti. Á síðustu mínútu Guðmundur til GUIF? Guðmundur Albcrtsson lands- liðsmaður í handknattlcik er að líkindum á förum til Svíþjóðar í haust, og hann hefur beðið um félagaskipti úr KR. Sennilega gengur hann þá til liðs við GUIF en með því liði leikur annar ís- lendingur, Andrés Kristjánsson. -VS leiksins munaði litlu að Oddný Sig- steinsdóttur tækist að skora fyrir KR, en Ragna Lóa bjargaði góðu skoti hennar á markh'nu. -BV Sverrir til KR-inga Sverrir Sverrisson, sem undan- farin ár hefur verið mesti marka- skoraði Gróttunnar í handboltan- um, mun leika með KR í 1. deildinni næsta vetur. Hann hef- ur þegar gengið frá félaga- skiptum sínum og KR-ingar vænta sér góðs, enda vantaði þá tilfinnanlega öfiuga skyttu sl. vet- ur. -VS ÍBV vann sinn fyrsta heima- sigur í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, sigraöi þá KS 2-0 í slökum rokleik á Helgafellsvelli. Bergur Ágústsson skoraði með skalla eftir aukspyrnu á 10. mín- útu, 1-0. Snemma í seinni hálfleik fengu Eyjamenn víti er Kára Þorleifssyni var skellt en Hlynur Stefánsson skaut í stöng. Þegar korter var til leiksloka komst svo Kári á auðan sjó og skoraði ann- að mark ÍBV. -JR/Eyjum Leikbönn stytt í gær ákvað belgíska knatt- spyrnusambandið að milda dóma yfir 11 af 12 leikmönnum Stand- ard Liege og Waterschei sem dæmir voru í mislöng keppnis- bönn þegar mútumálið fræga komst upp í byrjun mars sl. Eric Gerets, landsliðsfyrirliði Belga, fékk sitt bann stytt úr tveimur árum niður í 15 mánuði og Waterschei-leikmaðurinn Jensen úr 18 mánuðum niður í 12. Hjá flestum öðrum var refsitím- inn styttur úr einu ári niður í níu mánuði. -VS Austrasigur Austri frá Eskifirði vann sætan sigur, 3-0, á Þrótti er liðin mætt- ust í Neskaupstað í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 3. umferð bikarkeppni KSÍ og Austramenn eru komnir í 16-liða úrslit þar sem þeir fá Þór frá Akureyri í heimsókn. Sófus Hákonarson skoraði úr vítaspyrnu á 3. mínútu og Sigurjón Kristjánsson og Kristján Svavarson bættu mörk- um við í seinni hálfleik. -VS Jafntefli á Egilsstöðum Höttur og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu jafntefli, 1-1, í uppgjöri efstu iiða F-riðils 4. deildarinnar í knatt- spyrnu á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hattarmenn náðu forystunni í fyrri hálfleik þegar Jón Kristinsson skoraði með miklu þrumuskoti. Leiknis- mönnum tókst síðan að jafna eftir hlé, markvörður Hattar misreiknaði þá háa sendingu Óskars Tómassonar inn {vítateiginn, knötturinn hrökk í hann og í netið, 1-1. Höttur var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Leiknir í þeim síðari. -VS Hætta Þórsstúlk- ur í 1. deildinni? Svo gæti farið að Þór frá Akur- eyri drægi kvcnnalið sitt í hand- knattleik útúr 1. deildarkeppn- inni næsta vetur. Þór vann sér sæti í 1. deild sl. vetur en óvíst mun um þátttöku í ár, baéði vegna mikils kostnaðar og sökum þess að liðið missir frá sér leikmenn. „Það eru engar reglur til um hvað gera skuli í svona tilfelli, mótanefnd verður að taka sjálf um það ákvörðun. Líklega fengi Fylkir, sem varð í næstneðsta sæti 1. deildar, rétt til að leika við lið- ið sem varð í þriðja sæti, 2. deildar (Hauka) um 1. deildarlið- ið. Einnig kæmi til greina að láta aðeins 7 lið leika í 1. deild næsta vetur, eitt myndi þá falla en tvö kæmu upp úr 2. deild“, sagði Þor- steinn Jóhannesson mótanefnd- armaður hjá HSÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. En það er ekki einu sinni ör- úggt að Fylkir verði með lið næsta vetur. Burðarásar liðsins eru að hverfa á braut, Eva og Rut Bald- ursdætur útfyrir landsteinana og Halla Geirsdóttir landsliðsmark- vörður er gengin til liðs við FH. Þá kæmi það sennilega í hlut Vík- inga að leika gegn Haukum um lausa sætið í 1. deild. -VS Evrópuleikur í Eyjum? Eyjamenn vinna að því að geta í fyrsta skipti leikið Evrópuleik á heimavelli í haust. Miklar líkur eru á að Evrópu- leikur í knattspyrnu verði háður í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum í haust. Lið ÍBV, sem þó leikur í 2. deild, er fulltrúi íslands í Evrópu- keppni bikarhafa, en hingað til hafa Eyjamenn þurft að leika heimaleiki sína í Evrópukeppni á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hefur búningsað- staða við Hásteinsvöllinn x' Eyjum komið í veg fyrir Evrópu- leiki á honum. Nú er verið að reisa félagsheimili Týs við völlinn og í því verða búningsklefar. Að sögn Ólafs Jónssonar formanns knattspyrnuráðs ÍBV á þeirri Eyjamenn hafa alltaf þurft að leika heimaleiki sína á höfuðborgarsvæð- inu. Hér á Sveinn Sveinsson í höggi við varnarmenn Jena frá A.Þýska- landi á Kópavogsvelli í fyrrahaust. vinnu að ljúka um mánaðamótin ágúst/september í haust, hálfum mánuði áður en Evrópukeppnin hefst. „Auk klefanna þarf göngu- leiðin frá þeim að vellinum sjálf- um að uppfylla viss skilyrði og í því er einnig unnið núna. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, er trúnaðarmaður UEFA hér á landi og hann þarf að koma hing- að og taka völlinn út til að allt sé löglegt. Þetta ætti að stórlækka kostnaðinn við þátttökuna í Evr- ópukeppninni, við spörum uppi- hald í Reykjavík og ættum að fá margfalt fleiri á völlinn. Þegar Feyenoord lék hér vináttuleik, komu 1900 manns og svipað ætti að geta orðið nú, það fer þó eftir því hverjir andstæðingarnir verða“, sagði Ólafur Jónsson í samtali við Þjóðviljann í gær. Ólafur var spurður hvert væri óskalið ÍBV í Evrópukeppninni. „Það lið sem kemur verður bara óskaliðið - annars reikna ég með því að lenda gegn liði frá Rúss- landi eða Albaníu, það eru orðið einu Austur-Evrópuþjóðirnar sem við höfum ekki mætt í Evr- ópukeppni!“ sagði Ólafur. -JR/VS Miövikudagur 27. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.