Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
27. júní 1984 140. tölublað 49. örgangur
Stigahlíðarlóðirnar
„Leyndin kemur ser vel“
Fyrsta lóðin seld á ný ígœr. Fasteignasalar ánægðir með
lóðasöluaðferð borgarstjóra. Davíð frestaði fundi í borgarráði.
Leynd borgarstjóra yfir
kaupverði einstakra ióða í
Stigahlíðinni kemur sér vel fyrir
fasteignasala sem hafa þar lóðir
til sölu. Sölumaður hjá Húsafelli
sem hefur fyrstu endursölulóðina
á söluskrá sagði í samtali í gær að
að sjálfsögðu kæmi þessi leynd
sér vel en það færi eftir hverjum
og einum lóðarhafa hvort hann
ætlaði að braska með þessar lóðir
eða ekki.
„Það er springáhugi fyrir þess-
ari lóð og ég geri ráð fyrir að hún
verði seld núna síðar í dag“, sagði
sölumaðurinn. Eigandi lóðarinn-
ar keypti tvær af borginni þar sem
hann gat ekki gert upp við sig
hvora lóðina hann vildi en hefur
ákveðið að selja aðra þeirra.
„Það hafa fjölmargir spurst fyrir
um þessa lóð en enginn braskari
úr borginni og það er ekki verið
að braska með lóðina“, sagði
sölumaðurinn. Tilboðsverð í lóð-
ina vildi hann ekki gefa upp, en
lýsti yfir ánægju með framtak
borgarstjóra í lóðasölumálum.
Sagðist sölumaðurinn ekki eiga
von á því að fleiri lóðir í Stigahlíð-
inni kæmu til endursölu.
Engar frekari upplýsingar hafa
verið lagðar fram um kaupendur
og kaupverð Stigahlíðarlóðanna,
þar sem borgarstjóri brá sér burt
úr borgarlandinu og boðuðum
borgarráðsfundi sem átti að vera í
gærmorgun hefur verið frestað
fram á föstudag.
-•g-
Sjómœlingabátur
Suður-Mjódd
IR gegn
bensínstöð
Sökkt
Stjórn íþróttafélags Reykja-
víkur hefur á fundi sínum lýst óá-
nægju sinni með þá ákvörðun
meirihluta borgarstjórnar
Reykjavíkur að staðsetja bensín-
stöð á íþrótta- og útivistarsvæði í
Suður-Mjódd í Breiðholti. Hefur
Þjóðviljinn greint frá því máli.
Stjórn félagsins beinir þeim til-
mælum til borgarráðs að það falli
frá þessari ætlun sinni og finni
stöðinni heppilegri staðsetningu.
Ætlunin var að taka þetta mál
fyrir á fundi borgarráðs í gær en
vegna fjarvista borgarstjóra varð
ekki af fundi.
-v.
r
a
Faxaflóa
Sjómælingabátnum TÝ var ný-
verið sökkt í Faxaflóa. Gunnar
Bergsteinsson forstjóri Landhelg-
isgæslunnar kvað hann hvergi
vera fyrir og hann reiknaði með
að lítið væri eftir af flakinu.
Landhelgisgæslan fékk Tý lán-
aðan frá bandaríska sjóhernum
fyrir nokkrum árum til sjómæl-
inga á sumrin. Þegar kom að því
að skila bátnum vildi herinn ekk-
ert með hann hafa, enda skipið
gamalt tréskip smíðað 1956. ís-
lensk lög leyfa ekki innflutning á
svo gömlum skipum og því brá
Landhelgisgæslan á það ráð að
sökkva skipinu, samkvæmt upp-
lýsingum forstjóra Landhelgis-
gæslunnar. _óg
Hvalvertíð
Mikil
Hvalveiði hefur gengið mun
betur í ár en í fyrra. Pétur And-
résson hjá Hval hf tjáði Þjóðvilj-
anum að búið væri að veiða fjórar
sandreyðar og 56 langreyði, auk
þess sem tvær langreyðar voru á
leið í land. Á sama tíma í fyrra var
ekki búið að veiða nema 33 lang-
reyðar og eina sandreyði.
Þess má geta að veiðitími sand-
reyðar hefst yfirleitt ekki fyrr en
uppúr miðjum ágúst, en lang-
reyður veiðast mest í júní og júlí.
-ÖS
ÖJÓÐVIUINN
Margeir Pétursson er ósigrandi fótbrotinn og vann útiskákmótið á' Lækjartorgi í gær. Hér er hann að taf li við Hilmar Karlsson. Margeir
keppti fyrir Morgunblaðið, sem er dagblað í Reykjavík. (eik).
____________________12660 kr._______________
Verkfall í Eyjum
Um 60 manns eru nú í verkfalli í
Vestmannaeyjum vegna á-
greinings um álagsgreiðslur
vegna eftir- og næturvinnu. Verk-
fallið byrjaði í fyrrinótt og nær til
starfsmanna bæjarins, sem jafn-
framt eru í Verkalýðsfélagi
Vestmannaeyja.
Verkalýðsfélagið telur sjálf-
sagt að túlka samninga sem svo,
að lágmarkslaunin 12660 krónur
séu viðmiðun til álags fyrir eftir-
og næturvinnu. Bæjaryfirvöld
halda því hins vegar fram, að
þeim beri að greiða eftir- og
næturvinnu ofan á lágu taxtana,
sem eru fyrir neðan 12660 króna
lágmarkslaunin.
Ármann Bjarnfreðsson tals-
maður verkafólksins sagði við
tíðindamann Þjóðviljans, að
hann væri hissa á viðbrögðum
bæjarins, þarsem hér væri nú
ekki um há laun að ræða. Hann
kvaðst einnig vera vonsvikinn
þarsem bæjaryfirvöldin vildu
ekki í nokkurn máta koma til
móts við verkafólkið. Ármann
vísaði til samninga annars staðar
á landinu, þarsem bæjaryfirvöld
væru nægilega stór í sér til að
greiða álag ofan á hin lögbundnu
lágmarkslaun. Það er mikill sam-
hugur hjá launafólkinu í þessari
baráttu og enginn vill láta undan
yfirvöldunum, sagði Ármann
Bjarnfreðsson sem einnig er
stjórnarmaður í Verkalýðsfé-
laginu.
Sigurður Jónsson, forseti
bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks-
maður og skrifstofustjóri bæjar-
ins, sagði við tíðindamann Þjóð-
viljans, að 12660 krónur væru
greiddar í lágmarkslaun. Bilið á
milli lágu taxtanna fyrir neðan
lágmarkslaun og þeirra sjálfra
væri eiginlega uppbót. Við viður-
kennum ekki að það eigi að
greiða eftirvinnu og næturvinnu
ofan á 12660 krónur heldur á
taxtana sjálfa, séu þeir þar fyrir
neðan. Slitnað hefur uppúr við-
ræðum og ekki enn verið boðað
til nýrra.
ró/óg
Arnarflug
Stóraukning hlutafjár
Astjórnarfundi Arnarflugs
fyrir skömmu var ákveðið að
leggja til á aðalfundi félagsins 11.
júlí nk. að hlutafé verði aukið um
40.5 miljónir króna. Verðgildi
eldri hlutabréfa verður óbreytt
þannig að eftir aukninguna verð-
ur heildarhlutafé í Arnarflugi
48.3 miljónir króna. Núverandi
hluthafar í Arnarflugi eru 730
talsins og verða þeir að neyta
forkaupsréttar á nýjum hlutum
fyrir 15. ágúst.
Nú er ljóst að talsverður halli
varð á rekstri Arnarflugs á síð-
asta ári eða sem nam 54.4 miljón-
um króna. Var þá búið að af-
skrifa fyrir 20.6 miljónir.
Stjórn Arnarflugs skipa nú
Haukur Björnsson formaður,
Arngrímur Jóhannsson, Axel
Gíslason, Björn Theódórsson og
Grétar Br. Kristjánsson. Fram-
kvæmdastjóri er Agnar Friðriks-
son.