Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fólkiö hefur fengið nðg kúguninni og auðmýkingunni sem felst í því að fá ekki andvirði fjölskylduframfærslu fyrir vinnu sína. Forstöðumenn fyrirtækjanna eru nú orðnir ó- feimnir við að viðurkenna að fyrirtækin beri vel hærri launakostnað. Þannig segir t.d. fram- kvæmdastjóri fataiðnaðardeiidar SIS á Akureyri í viðtali við Fjóðviljann á fimmtudaginn: „Kaupið þyrfti að batna mikið. Það er allt of lágt. Ég held að það myndi ekki hrinda af stað nýrri verðbólguskriðu þótt laun yrðu hækkuð". Ársreikningar iðnaðar-, verslunar, og þjónustu- fyrirtækja sýna ómældan gróða þeirra, sem og kauphækkanir forstjóra og yfirmanna fyrirtækjanna sem hafa hækkað margfalt í launum á við venjulegt launafólk. Fólkið er búið að fá nóg, það á heimtingu og rétt á því að kaupið hækki verulega. Til baráttu Almennt launafólk á íslandi hefur ekki lifað við eins bág kjör og nú um stundir. Ríkisstjórnin hefur á því eina ári sem hún hefur ríkt, farið slíku offari gegn launafólki, að engu er líkara en tilgangur hennar hafi verið að sprengja almenn laun niðurá Asíustig, eins og einn ráðherrann reyndar gortaði af. Nú er það svo, að síðustu samningar hljóða uppá svo lág laun, að tæpast getur nokkur fjölskylda lifað af uppgefnum mánaðartöxtum þeirra. Það þarf því engan að undra að síðustu vikur og mánuði hafi fréttir borist af því að fyrirtækjaeigendur og for- svarsmenn fyrirtækja hafi hækkað laun einhliða. Þrátt fyrir töluverðar launahækkanir með þessu lagi, er langt í frá að almenn laun nægi til fram- færslu. Víðast hvar á landinu heyrist margradda kór launafólks sem segir: Við getum ekki lifað lengur af vinnulaununum. Staðreyndin er einnig sú, að fjöldi fólks safnar skuldum og er njörvað niður í fjárhagslegar skuld- bindingar til margra mánaða. Þessir átthagafjötrar peninganna eru ekki viðurkenndir af hinu fjand- samlega ríkisvaldi, hvað þá atvinnurekendum. Hins vegar er almennt launafólk búið að fá nóg af Stjórnarandstaðan hefur boðaö til útifundar næstkomandi mánudag kl. 17.30 á Lækjartorgi undir kjörorðunum Hrindum árásinni á kjörin - Til baráttu í haust. í dreifiriti frá fundarboðendum er bent á að kjör launafólks séu orðin slík, að leita þurfi aftur um áratug til að finna hliðstæður. „Þeir ríku verða ríkari en þeir fátæku fátækari. Baráttan fyrir brauðinu verður harðari með degi hverjum. Augljóst er orðið að án frumkvæðis launa- fólks verður láglaunastefnunni ekki hrundið. Við krefjumst eðlilegrar hlutdeildar í eigin verðmæta- sköpun. Við krefjumst eðlilegrar hlutdeildar í eigin verðmætasköpun. Við krefjumst afnáms launamis- réttis karla og kvenna. Við neitum að vera ódýrt vinnuafl í einu ríkasta landi heims. Við verðum að hefja baráttu í haust til að bæta kjörin. Til þess að kjarabaráttan verði árangursrík verðum við að treysta á okkar eigin samtakamátt. Fjölmennum á útifundinn á Lækjartorgi mánudaginn 2. júlí kl. 17.30“. Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Sfcrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Pökfcun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir. UðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Kari Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guömundsson. Valþór Hlöðversson. Btaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guöjón Friöriks- son, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphóðinsson, Víöir Sigurösson (íþróttir). Ljóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglysingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guöjónsdóttir. AfgreiÖ8lustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltstjórn: Síðumúia 6, Roykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. Stjórnarandstöðuflokkarnir og -hóparnir hafa reynt mjög á þolrif áhangenda sinna síð- ustu misseri með því að hafa ekki meira samstarf um harð- ari stjórnarandstöðu en verið hefur. Ástæðan er sú, að Al- jjýðubandalagið, Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokk- urinn og Kvennalisti/Kvenna- framboð eiga að stofni til áhangendur sem fylgja meg- inlínum félagshyggjunnar. Þegar önnur eins katastrófu- stjórn situr og ríkisstjc.n Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ráðist hefur á allt það sem er sjálfstæðum einstaklingum dýrmætast: menninguna, sjálfstæðið, kjörin og sjálfsá- kvörðunarréttinn, verður sundrung félagshyggjua- flanna átakanlegri en stund- um áður. Samvaxnir þingbekkjum Sundruð eða samein an við aðra félagshyggjuflokka, þá mega þeir sín lítils um næstu framtíð. Óttinn við kosningar er þó mestur meðal þingmanna Alþýð- uflokksins. Astæður þess eru margar. í fyrsta lagi óttast þeir afhroð Alþýðuflokksins við næstu kosningar; fylgið fari yfir á Bandaiag Jafnaðarmanna, Kvennalista og Alþýðubandalag. í öðru lagi standa þingmennirnir sjálfír afar tæpt hver í sínu kjör- dæmi, - og óttast þeir því beinlín- is að þurfa að leita sér persónu- lega að nýjum starfa. Þetta getur nefnilega iíka verið spurning um atvinnuöryggi. Kratarnir eru því eins og samvaxnir þingbekkjun- um og leita ýmissa örþrifaráða til að halda sér þar. Engu er líkara en ýmsir þing- flokkar eins og t.d. Bandalag Jafnaðarmanna og Kvennalisti óttist nýjar kosningar. Væntan- iega óttast slíkir flokkar sam- keppnína um iausafylgið og til- vistarkreppu eftir næstu kosning- ar. Ef þeim tekst ekki að ná sam- ur þrátt fyrir áköf blíðuhót krat- anna - ekki lengra ennþá. Ýmsum sósíaldemókrötum finnst sinn gamli flokkur hafa gert lítið úr sjálfum sér með þessu háttarlagi og öðru ámóta kjána- legu á liðnum misserum. Það fannst til að mynda fáum sniðugt, að Alþýöuflokkurinn skuli hafa verið reiðubúinn inní núverandi ríkisstjórn í upphafi hennar fyrir það eitt að fá stól forsætisráð- herra. Sögulegu hlut- verki lokið? Þeir eru því eðlilega smeykir við upphlaupið og klofninginn meðal Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. í örvænt- ingu sinni hafa nokkrir þing- manna ámálgað það við þing- menn Bandaiags Jafnaðarmanna að ganga í eina sæng í þeim til- gangi að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum út kjörtíma- bilið. Þetta yrði þá einhvers kon- ar „viðreisnartilbrigði", eða -bastarður eftir því hvernig á væri iitið. Alþýðuflokkurinn virðist því vera eini flokkurinn í stjórn- arandstöðu sem vill að mynduð verði ný ríkisstjórn án þess að komi til kosninga. Bandalag Jafnaðarmanna hefur ekki lyft pilsfaldi sínum upp fyrir knésbæt- Þetta leiðir hugann að því hvar dagar gamla góða kratismans í Alþýðuflokknum hafi lit sínum glatað. Margir telja að sú langæja viðreisnarstjóm hafi murkað lífið úr kratismanum, þannig að til- viljun réði hvorum megin hryggj- ar flokkurinn lenti eftir þá stjórn. Fjörkippur hljóp í flokkinn með Vilmundi Gylfasyni 1978, en á því ári spanderuðu Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið dýr- mætu tækifæri með því að mynda ekki saman stjórn og efna síðar til kosninga um valkostinn. Sú ríkis- stjórn hefði verið sú fyrsta síðan féiagshyggjustjórn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á öndverð- uní fjórða áratugnum ríkti, sem hefði getað boðið uppá það sem íslenska kjósendur munar og þyrstir í: vinstri stjórn félags- hyggjuflokka með strúktúr- breytingu á þjóðfélaginu í anda sósíaldemókratíunnar. Alþýðubanda- lagið tekur við? Áður en lengra er haldið í þáskildagatíð er rétt að velta því fyrir sér hvort Alþýðubandalagið hafi ekki fyrir löngu yfirtekið sögulegt hlutverk Alþýðuflokks- ins. Stefna Alþýðubandalagsins er mjög í anda þess lýðræðislega sósíalisma sem sett hefur svip sinn á grasrótarhreyfingar í Evr- ópu á liðnum áratug, stefnan skarast þannig inná svið flokka sem hafa kennt sig við sósíaiisma, umhverfisvernd og jafnvel evróp- ukommúnisma. Þessir flokkar standa til vinstri yfirleitt við sósí- aldemókrataflokka Evrópu- landa. En um leið hefur Alþýðu- bandalagið á umliðnum ára- tugum fyrir löngu yfirtekið hlut- verk hinna hefðbundnu sósíal- demókrataflokka hér á landi að margra mati, - og í starfsháttum skilur Alþýðubandalagið sig í litlu frá vinnubrögðum slíkra flokka. Því miður verður að segja sem er, að stundum er sá munur vinnubragða alltof lítill. Stað- reyndin er nefnilega sú, að sósí- aldemókratiskir flokkar eru á köflum afskaplega forræðissinn- aðir („autoritertro“ eins og danskurinn segir). Slíkt ber auðvitað öllum lýðræðissinnum að varast. Auðvitað verður lýð- ræði innan bandalags sósíalista aldrei raungert öðruvísi en svo, að féíagar standi fyrir virku að- haldi. Auðvitað gerast oft_ mannleg mistök í pólitík eins og lífinu gjörvöllu, en þá skiptir miklu að reyna að bæta fyrir mis- tök sín - og læra af þeim. Alþýð- uflokknum hefur ekki auðnast þetta í áratuganna rás - og fors- enda þess að Alþýðubandalaginu takist að vera kjölfesta og brim- brjótur lýðræðisins í landinu er sú, að feimulaust verði hægt að fjalla um mistökin. Lofsverð viðleitni Alþýðubandalagið hefur sýnt þann kjark undanfarin misseri að hafa forgöngu um endurnýjun og breytingu á starfsháttum sínum í þeim tilgangi að spoma við skrif- ræðinu, verða lýðræðislegra og opna fyrir skyldum pólitískum straumum. Með skipulags- breytingum hefur Alþýðubanda- lagið opnað möguleikann fyrir stórri lýðræðislegri samfylkingu félagshyggjufólksins í landinu. Og nú stendur yfir opin stefnu- skrárumræða innan Alþýðu- bandalagsins, þar sem aiiir geta haft áhrif á þróun mála. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort þessi viðleitni skilar ár- angri á næstu misserum. Lýðrœðið í fjölda- hreyfingum Fótfesta stjórnmálflokka í fjöldahreyfingum eins og verk; 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.