Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 14
______________TÓNLIST _____________ Raf- og tölvutónlist ó Kjarvalsstöðum „Við þurfum aö berjast við ýmsar hugmyndir og fordóma almennings gegn raf- og tölvutónlist, sem lengi vel þótti bara garg. Þetta er nú samt mjög að breytast og almenningur er miklu móttækilegri og jákvæðari gagnvarttónlistinni, sem einnig hefur þróast í átttil meiri rómantíkur. Nú heyrast jafvel laglínur og klassísk tilþrif í þessari tónlist", sagði Þorsteinn Hauksson einn tónskáldannasem nú kynna verk sín á Kjarvalsstöðum undirsamheitinu „íslensk hljóðlist". Síðustu tónleikamir eru í dag, en undanfama fjóra daga hefur verið flutt daglega íslensk raf- og tölvuhljómlist. Er þetta í fyrsta skipti sem eingöngu íslensk tölvu- og rafverk em flutt og jafn- framt sögulegt yfirlit yfir þessa tónlist frá því byrjað var að semja hana hér á landi. Elsta verkið er eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son og er það frá 1960, en nokkur verkanna sem þarna em flutt Listahátíð, en svo varð þó ekki. Þorsteinn sagði að menn hefðu haft mikinn áhuga á að koma þessari hljóðlist á framfæri enda væri hún nú mjög að ryðja sér til rúms og áhugi almennings færi greinilega mjög vaxandi. „Við skólann sem ég var við í Kaliforníu héldum við svona hljómleika af og til og áhuginn óx gífurlega á nokkmm ámm, eða úr 600 áheyrendum upp í 4000 síðasta árið“, sagði Þorsteinn. Verk Þorsteins, „Sónata“, verður flutt í dag, „Two Etudes“ var flutt s.l. miðvikudag. Þor- steinn hefur lokið framhaldsnámi í tónsmíðum í Bandaríkjunum, unnið við tónsmíðar og rann- sóknir við IRCAM, Pompidou- safninu í París og síðastliðin fjögur ár við Standford Univers- ity í Kalifomiu. Auk verks Þorsteins verður flutt í dag verk Þorkels Sigur- bjömssonar „Fípur“ og verk eftir Magnús Blöndal, „Samstirni“, eitt af „elstu“ verkunum sem samin em hérlendis og falla undir þessa tegund tónlistar. Tónleikar verða kl. 15.00 og aftur kl. 17.00. þs „Verkin œ rómantískari11 - segir eitt tónskáldanna, Porsteinn Hauksson Þorsteinn Hauksson á Kjan/alsstöðum. Ljósm. Atli. hafa ekki heyrst áður. „Verkin anna em tekin upp í fullkomnum að taka upp tæknitónlist hér á eru flutt af segulbandi í litlum sal, hljóðstúdíóum erlendis, en nokk- landi“. en einnig er hægt að hlusta á þau í ur hérlendis þrátt fyrir mjög erf- Hugmyndin var upphaflega að stærri sal samtímis. Flest verk- iða aðstöðu íslenskra tónsmiða tii þessir hljómleikar yrðu hluti af STIÖRNU ‘reikningaí Æskusparnaður / Lífeyrissparnaður Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætláður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gott vegarnesti út í lífið. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman. * Verðtryggö innistæða og 5% vextir að auki! Við gerum vel við okkar fölk Alþýðubankinn hf. Smávörur í bílaútgerðina og ferðalagið! -sækjum við í bensfnstððvar ESSO Olíufelagið hf Suöurlandsbraut 18 Auglýsið í Þjóðviljanum Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. Lúðvík Ágúst Nordgúlen fyrrv. símaverkstjóri Brávallagötu 8 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. júlí kl 15. Þórunn Nordgulen Lúðvík Sigurður Nordgulen Sigríður Einarsdóttir Ásta Lúðvíksdóttir Nordgulen Ásgeir Karlsson Barnabörn og barnabarnabörn. Laugardagur 30. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.