Þjóðviljinn - 30.06.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Síða 13
MENNING Námskeið í Kramhúsinu: Dans, leikur, íþróttir í næstu viku hefst í Kramhús- inu við Bergstaðastræti 5 daga námskeið í dans- og líkamsþjálf- un ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér nýjungar í þjálfun dansara, leikara, íþrótta- og fím- leikafólks. Námskeiðið hefst fimmtudag- inn 5. júlí og stendur til þriðudags 10. júlí. Allar upplýsingar gefur Hafdís Árnadóttir, Kramhúsinu við Bergstaðastræti, en hún hefur tekið þátt í námskeiðum fjórm- enninganna undanfarin þrjú ár. Kennarar námskeiðisins eru: Betty Toman, prófessor og stjórnandi dansa við ríkishá- skólann í Iowa og fyrrverandi forseti Sambands bandarískra dansara og danskennara. Hún hefur sjálf háskólamenntun á sviði danslistar (ms) og hefur starfað í leikhúsi sem dansahöf- undur og leikari, auk þess sem hún hefur verið fengin til að skipuleggja þjálfun dansara, við ýmsa fræga dansskóla og lagt grundvöllinn að starfi dansflokka víða uji Bandaríkin. Thomas Malling er leikstjóri að mennt, frá Ríkisleiklistarskól- anum í Kaupmannahöfn og hefur leikstýrt margskonar sýningum. Þá hefur hann starfað sem leiklistarkennari við Leiklistar- skólann í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Fögin sem hann hef- ur lagt áherslu á eru: tækni leika- rans, comedia dellarte og trúð- leikur. Olav Ballisager starfar sem kennari við íþróttakennaradeild kennaraháskólans í Árósum. Hann hefur sjálfur stundað fram- haldsnám í Bandaríkjunum og þjálfað íþróttamenn og fimleika- fólk út frá sínum eigin hugmynd- um, sem fela í sér ný sjónarmið varðandi þjálfun íþróttafólks. Þóra Óskarsdóttir kennir við sjúkraþjálfaraskólann í Árósum. Hún er íþróttakennari að mennt og hefur ásamt manni sínum, Olaf Ballisager, stundað fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Þau hafa sfðan starfað mikið saman við þjálfun fimleikafólks í Árós- 'im. Tveir sem kunna handbragðið. Hleðslumenn halda ndmskeið og gefa út tímarit Endurvekum bessa fornu „Áhugi á hleðslulist hefur blundað í mönnum og nú ætlum við að snúa vörn í sókn og halda námskeið með öllum bestu hleðslumönnum á landinu. Við höfumfulla ástæðu til að ætla að margir muni sækja námskeiðið, því þegar við vorum með námskeið fyrir nokkrum árum uppi við Esju komu fleiri hundruðmanns. Námskeiðið nú verður í tengsl- um og beinu framhaldi af útgáfu nýs tímarits, þar sem fjallað verð- ur um hleðslu og bæjargerð úr torfi, viði og grjóti. Blaðið sem kemur út einu sinni á ári nefnist „Endurfæðing hleðslulistar“.“ Það er ritstjóri þessa sérstaka tfmarits, Tryggvi Hansen, sem segir frá þessari fornu og næstum gleymdu byggingarhefð á íslandi. Tímaritið mun koma út 15. júlí, verður 40-50 síður og kemur út einu sinni á ári sem fyrr segir. Tryggvi sagðist hafa fengið hug- myndina að blaðinu nú í sumar og með ritinu á að stuðla að endur- vakningu þessarar vinnuaðferð- ar, kenna mönnum hana og kynna helstu listamenn landsins á þessu sviði, svo að aðferðirnar gleymist ekki að þessum mönnum gengnum. Þjóðminja- vörður hefur bent á bestu hleðslumenn á landinu, en þeir hafa unnið við endurbyggingu ýmissa sögulegra minja og bæja um landið, t.d. í Þjórsárdal. Nú á seinni árum hefur vaknað áhugi á að nýta þessar aðferðir í görðum, við gerð skúlptúra og sem ytri veggja í íbúðarhús. „Við viljum tengja þessar að- ferðir nútímanum og kenna yngra fólki þær. Það eru aðeins „Þessir menn eru svo hógværir' örfáir menn sem kunna þetta til hlítar og þeir eru svo hógværir að þeir koma þessu ekki á framfæri nema með þrýstingi og aðstoð. Námskeiðið hefst um verslun- armannahelgina og verður við Leirvogsvatn. Við erum sannfærðir um að margir munu leggja leið sína þangað" sagði Tryggvi að lokum. A væntanlegu námskeiði verða kenndar ýmsar hleðsluaðferöir. Kennarar verða allir núlifandi hleðslumenn á landinu, eftir því sem best er vitað. Þeir eru: Gunnar Tómasson Laugum, Jó- hann Arason úr Gufudalssveit, Jóhann Auðunsson Vatnahjá- leigu, Magnús Snæbjörnsson frá Grund Eyjaf, Stefán Stefánsson Brennigerði Skagafirði, Sveinn Einarsson frá Hrjót Hjaitastaða- þinghá, Tryggvi Hansen Elliða, og hugsanlega Sigþór Skærings- son frá Þorlákshöfn. Gallery Lcekjartorg: ítalskur málari og umhverfisverndarmaður sýnir dal sem vakið hefur mikla athygli umhverfisverndarmanna víða um heim. Þá kynnir hann einnig „umhverfisstafróf“ sitt, sem sett er saman úr táknum frumefna jarðefnanna. Þetta er nokkurs konar náttúru- verndarstafróf og vinnur hann allar myndir sínar út frá forsendum jafnvægis í náttúrunni. í haust ætlar Giovanni að sýna 50 grafíkmyndir hjá Gallerý Lækjartorgi og kynnir hann nokkur þeirra verka nú, auk verka í silki og postulíni. Samhliða þeirri sýningu verður sýning 14 ítalskra grafikera, þeirra þekktustu á Ítalíu í dag. Giovanni Leombianchi nefnist ítali sem undanfarin 7 ár hefur koniið til íslands til náttúruskoðunar og lax- og silungsveiða og tekið miklu ástfóstri við land og þjóð. Hann er menntaður í listaháskólanum í Mflanó en hefur unnið mjög að umhverfísmálum auk listsköpunar og tengt það saman. I gær opnaði hann sýningu í Gallerý Lækjartorg þar sem hann sýnir myndir málaðar hér á landi, myndamöppu frá Grímsá í Lundareykja- VERSLUNARTIMAR I SUMAR: í Ármúla: Mánud.— miðvikud. kl. 09.00—18.00. Fimmtud. kl. 09.00—20.00. Ffistud, kl. 09.00—22.00. Lokaö laugardaga. ■V* M Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A, s. 686111, Eiðistorgi 11, s. 29366. Á Eiðistorgi: Mánud.— miövikud. kl. 09.00—19.00. * Fimmtud. kl. 09.00—20.00. Föstud. kl. 09.00—22.00. Lokaölaugardaga. 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júni 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.