Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 8
KVIKMYNDfR Líf í gegnum linsu Framhald af bls. 16. standa“, segir hinn lífsreyndi blaðamaður Alex Grazier, og það er afstaða sem mótar margan blaðamanninn í Bandaríkjunum sem betur fer. Undir hinum hrjúfa skráp eru manneskjur af holdi og blóði, sem hafa tilfinningar og eru mótaðar af hefðum sinnar stétt- ar. Þótt samkeppnin milli þeirra sé skefjalítil þá á hún sér takmörk og siðferðiskenndin lætur á sér kræla fyrr en varir. Ljósmyndar- inn Price og Claire Stryder hætta að taka bara myndir og viðtöl og taka afstöðu með Sandinistabylt- ingunni. Þau misnota aðstöðu sína í hinum alþjóðlega fjölmiðl- aheimi til þess að hjálpa henni á leiðarenda. „Ég er búin að sjá einum of mörg lfk... “ segir Price í réttlætingarskyni og í myndarlok kveðst hann ekki sjá eftir neinu. í störfum hans í Chad og Nicarag- ua kemur í ljós vandi blaða- mannsins hvort sem hann tekur beina afstöðu í orðum eða mynd, eða óbeina með sjónarhorni sínu á sannleikann. Frábœr eftirlíking Hér er ekki ætlunin að fjalla um kvikmyndina sem slíka. En úr því verið er að ræða um ljós- myndara verður ekki hjá því komist að hrósa Roger Spottisw- oode fyrir frábæra eftirmynd af uppreisninni í Nicaragua. Vegna hins langa regntíma í Nicaragua var ekki hægt að taka myndina þar, heldur var hún tekin í smábænum Oxaca í suður- hluta Mexico, ekki fjarri landa- mærunum við Guatemala. Til gamans bar ég saman myndabók Susan Meiselas úr byltingunni í Nicaragua við þær myndir sem brugðið er upp í kvikmyndinni. Það er hreint ótrúlegt hve vel að- standendum „í eldlínunni" hefur tekist að endurskapa byltingar- lífið í Nicaragua. Myndirnar úr bók Meiselas gætu verið úr kvik- myndinni og öfugt. Þetta ber fag- mennsku bandarískra kvikmynd- aframleiðenda fagurt vitni. Þeir eru meistarar í nákvæmu mynd- máli. Sér til ráðuneytis höfðu þeir Spottiswoode og Shelton ljós- myndara að nafni Matthew Nayt- hens, sem festi atburðina í Nicar- agua 1979 á filmu fyrir bandarísk tímarit. Leikstjórinn og handritahöf- undurinn fara ekki í launkofa með að þeir hafa sterka samúð með málstað Sandínista. f mynd- inni er þó engin einstefna og ýmis varnaðarorð falla. CIA maður- inn Marcel Jazy segir m.a. áður en hann fær kúluna í höfuðið: „Við sjáum eftir 20 ár hvor hafði rétt fyrir sér“. Góðar meiningar geta snúist upp í andhverfu sína og gott stjórnarfar í vont. Fréttamanna- skytterí Mörg atriði myndarinnar eiga við raunverulega atburði að styðjast. Blaðamaðurinn Alex Grazier er skotinn af Somoza- þjóðvarðliðum í Managua, Price ljósmyndar atburðinn og honum er sjónvarpað um öll Bandaríkin. Eftir það er úti um allan stuðning við Somoza-einræðið í Banda- ríkjunum. „Kannski hefðum við átt að skjóta bandarískan blaða- mann 50 árum fyrr“, segir hjúkr- unarkona við blaðamanninn Claire Stryder af því tilefni. Þessi atriði myndarinnar eru ekki fjarri raunveruleikanum því 20. júní 1979, tæpum mánuði áður en byltingin vann endanlegan sigur, var bandaríski ABC-sjónvarps- fréttamaðurinn Bill Stewart myrtur af Þjóðvarðliðum í Man- agua fyrir framan myndavélarn- ar. Morðið vakti geysilega reiði- öldu í Bandaríkjunum. Notkun leyniþjónustumanna á ljósmynd- um sem þeir stela frá hlutlausum ljósmyndurum er einnig þekkt fyrirbæri og sögur eru sagðar um slíka atburði þegar maður ferðast um Nicaragua. Minnis- stœðasta atriðið Minnisstæðasta atriðið í mynd- inni verður mér þó viðureign Þjóðvarðliða og skæruliða í Dómkirkjunni í Leon. Þar fylgj- ast þau Price og Stryder með því er baseball-hetja bæjarins varpar handsprengjum inn í klukkuturn- inn með meistarahittni, en er síð- an skotinn til bana af bandarísk- um málaliða. Pedro þessi er dæmigerður unglingur í Nicarag- ua og biður þau um að koma árit- uðum bolta til helstu hetju sinnar í bandaríska hornaboltanum. Hann hafði fyrirmyndir sínar á hreinu: „Ég dáist að Sandínistum og ég dáist að Baltimore Orio- les“. Þannig er það í Nicaragua. Bandarískur forseti sagði eitt sinn um Somoza: „Það getur ver- ið að hann sé hórusonur, en hann er að minnsta kosti okkar hóru- sonur.“ Atriðið með Pedro í Leon sýndi vel að Bandaríkin eiga ítök í Nicaragua víðar en hjá Somoza-ættinni og hennar líkum, einnig í hugarheimi barna og ung- linga. En vegna framkomu bandarískra stjómvalda hefur þar nú sest að hatur og andúð í garð Bandaríkjanna. En svona í lokin, það hljóta að vera léttklikkaðir menn sem leggja fyrir sig blaðamennsku... Einar Karl Haraldsson. Á leiðinni til höfuðborgarinnar Managua í sigurvímu. Myndin er úr bók Susan Meiselas, Nicaragua. Hvernig Óskar Guðmundsson fréttastjóri, Þjóðviljanum: Áreiðanlega hefur mikið af peningum farið í þessa kvik- mynd. Þess vegna kemur manni einnig á óvart hvar samúðin liggur milli stríðandi aðilja í Nic- aragua - af hálfu kvikmynda- gerðarmanna er hún ótvírætt með fólkinu gegn harðstjóran- um. Annars held ég að hún sé yfirborðskennd lýsing á atburð- arásinni í borgarastyrjöldinni og síður en svo trúverðug. Ætli hún fjalli ekki um annað? Ég held að hún sé um tilvistarspurningu blaðamanna yfirleitt; hver er ég, hvað geri ég og til hvers? Þess vegna er myndin líka áleitin, svona fyrir þennan sjálfumglaða starfshóp og mig prívat. Ég held nefnilega að spumingar af þeim toga sem söguhetjur kvikmynd- arinnar standa frammi fyrir, eigi erindi til allra. Sérstaklega þó blaðamanna uppá íslandi, sem fyrir allan mun forðast áður- greindar spurningar. Auk þess er samúð þeirra oft með Somozun- um hinum megin víglínunnar. fannst þér myndin? Jón Ormur Halldórsson. Hjálparstofnun kirkjunnar: Þessi mynd birtir margt það besta í bandarískri kvikmynda- gerð og má margt gott um ytri hliðar hennar segja. Það er þó einkum sjálft innihaldið sem ég vildi nefna. Þegar ég horfði á myndina brást ég hinn reiðasti við einu meginatriði hennar. 20 eða 30 þúsund Nicaraguabúar létu lífíð þegar þjóðin reis upp gegn einhverri myrkustu tegund af stjórnarfari sem um getur. Um þetta var þó nánast fjallað í fram- hjáhlaupi; áhorfendum var ætlað að hrærast af örlögum nokkurra Bandaríkjamanna. Eftir á að hyggja þykir mér þetta þó eitt af því sanna við myndina. Þetta hvíta fólk var eitthvað sem menn skildu. En þjáningu heillar þjóð- ar er ekki hægt að pakka saman í seljanlegt efni. Myndin birtir í senn það fyrirlitlegasta við frelsi Vesturlanda, hvatningu markað- arins til kúgunar fátækra þjóða svo við megum njóta ódyrra afurða á meðan framleiðendur þeirra svelta. Um leið birtir hún sjálfa réttlætingu vestræns skipu- lags, frelsi til að gagnrýna og leita einhvers sannleika. Árni Þ. Jónsson, stjórn- málafræðingur, blm.á NT: Mér þótti myndin að mörgu leyti mjög athyglisverð. Það er þó galli að hún er talsvert „amerik- aniseruð" og leggur of mikið upp úr morðinu á bandaríska blaða- manninum en minna upp úr bak- grunni byltingarinnar og þeim átökum og óréttlæti sem fyrst og fremst orsakaði hana. Manni fannst næstum af því að sjá mynd- ina að byltingin hefði aldrei orð- ið, hefði hann ekki verið skotinn. Að því leyti fannst mér t.d. „Mis- sing“ betri mynd því hún sýndi betur það sem var að gerast í þjóðfélaginu bakvið einstaka og persónulega viðburði. Þessi mynd er þó athyglisverð eins og ég sagði og sýnir vel líf frétta- manna, bæði hvað getur beðið þeirra og einnig hversu ónæmir þeir geta orðið fyrir þeim við- burðum sem þeir eiga að fjaila um í máli eða mynd. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.