Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 5
„Þú mátt ekki fara úr landi fúleggið þitt!“ uð stjórnarandstaða lýðshréyfingunni og samvinnu- hreyfingunni skiptir oft sköpum um þann styrk sem stjórnmála- flokkar hafa til að knýja stefnu- mál sín í gegn. Að vísu mætti orð- henglast á þessu atriði og segja sem svo, að stjórnmálaflokkur sem ekki er fjöldahreyfing - eigi vísan dauðann. En þegar fjöldahreyfingin er orðin að stofnun, andlýðræðisleg miðstýrð stofnun þá sækir enginn stjórnmálaflokkur sér líf í hana. Þannig er farið um samvinnu- hreyfinguna og Framsóknar- flokkinn. Eftir því sem SÍS hefur trénað upp sem stofnun - þanist út sem slíkt - sækir Framsóknar- flokkurinn enga félagslega nær- ing þaðan og samvinnumennirnir í hreyfingu sinni snúa frekar en áður fyrr baki við SÍS- forstjóraveldinu og þar með Framsóknarflokknum. Á aðal- fundi Sambandsins á dögunum þóttust margir greina þessa tii- hneigingu samvinnumanna sem bera hugsjónir félagshyggjunnar frekar fyrir brjósti heldur en sér- hagsmuni hins miðstýrða SÍS- veldis. Þar sem FramsÓkn héfur hyllst til að taka hagsmuni for- stjóranna og stórauðvaidsins fram yfir hagsmuni almenna launamannsins, samvinnu- mannsins, fá félagshyggjuflokkar eins og Alþýðubandalagið meiri hljómgrunn innan samvinnu- hreyfingarinnar. Það er vandalaust að halda iífi í stofnunum - en ekki verður sama sagt um hreyfingar. Upp á síð- kastið höfum við orðið vitni að því hvernig lýðræðiskynslóðin hefur gert hverja uppreisnina á fætur annarri gegn stofnunum sem áður voru eins og helg vé. Og til að vinna gegn þeirri til- hneigingu hreyfinga að trénast upp í stofnanir hafa þær fengið vítamínsprautur frá nýjum hrevf- ingum sem skarast inní þær gömlu eins og friðarhreyfingin í verkiýðshreyfinguna í Evrópu. Reglubundnar vítamín- sprautur Margir hafa hyllst til að eigna Alþýðubandalaginu verklýðs- hreyfinguna með sama hætti og Framsóknarflokknum er eignuö samvinnuhreyfingin. Aðrir telja að með sama hætti og greina eigi á milli samvinnuhreyfingarinnar og Sambandsins eigi að greina á milli verklýðshreyfingarinnar og verklýðsforystunnar. Hvaða skoðun sem fólk hefur annars á því, hlýtur hitt að vera ljóst að íslensk verklýðshreyfing er ekki einflokka - ekki heldur verklýðs- forystan. Að þessu leyti skilur ís- lensk verklýðshreyfing sig frá verklýðshreyfingum nágranna- landanna, - og má bæði sjá ótví- ræða kosti þess fyrirkomulags og galla. Samstaðan Sagt er að Alþýðubandalagið sem stjómmálaflokkur hafi átt mikinn hlut að því „stjórnar- munstri" sem nú er við lýði í ASÍ. Sé það rétt eins og Ólafur Ragnar hélt fram í biaðaviðtali í vetur, þá hefur Alþýðubandalagið átt vissa sök á línunni sem varð ofan á í samningunum 21. febrúar í vetur. Auðvitað getur enginn flokkur, ekki hcldur Alþýðubandalagið, gert kröfur um ákveðna línu frá verklýðsforystu innan launa- mannasamtakanná, - þó ekki væri nema vegna þess að innan verklýðsforystunnar eru margra flokka menn með oft á tíðum ólíka hagsmuni. Það er í senn tragedía íslenskra verklýðshreyf- ingar og skýring á afstöðu fjölda- samtakanna sl. vetur, hve borg- araflokkarnir eru sterkir innan heildarsamtaka launafólks. Á hinn bóginn er Ijóst að verk- lýðsforystan, eða sá hluti hennar sem lítur á Alþýðubandalagið sem sinn flokk, getur ekki gert þá kröfu til sósíalískrar hreyfingar að hún taki gagnrýnislaust við þeirri Iínu sem við einhverjar máiamiðlanir á milli borgara- flokka og verklýðsflokka hefur orðið ofaná í forystu verklýðs- hreyfingarinnar í svartasta skammdeginu í vetur leið. Pólitískur tvískinningur Segja má að verklýðsforystan að hluta, Alþýðubandaiagið, Bandalag Jafnaðarmanna, jafn- réttishreyfing kvenna og Alþýð- uflokkurinn séu verkfæri og part- ar sömu hreyfingar, sem í síðasta Innsýnarpistli var nefnd hreyfing lýðræðiskynslóðarinnar. Þessi hreyfing á í höggi við andfélags- legar stofnanir og forræði mark- aðskreddumanna, hér og nú. Nú má segja að það hljóti að vera hernaðalega röng taktik að berj- ast í svo mörgum aðskiljanlegum hlutum gegn heilsteyptri fylkingu andstæðinganna í Sjálfstæðis- flokki, samtökum atvinnurek- enda og flokkseigendafélagi Framsóknarflokksins. Það verð- ur hver og einn hópur að gera upp við sig, og stórar samfylkingar innan vinstri hreyfingarinnar eins og Alþýðubandalagið vinna leynt og ljóst að því að samhæfa þessa krafta. Hitt er einnig Ijóst að meðal þessara hópa verður að ríkja gagnkvæm virðing fyrir sjálf- stjórnarrétti. Þannig getur Al- þýðubandalagið ekki skipað verk- lýðsforystunni fyrir verkum né- hún valdastofnunum Alþýðu- bandalagsins. Innan verkalýðshreyfingarinn- ar og forystu hennar lítur dæmið máske þannig út að samstarfið við borgaralegu flokkana standi baráttu hennar fyrir þrifum ein- mitt nú. Kjölfesta þessarar ríkis- stjómar sem nú situr er að skerða kaupið og kjör launafóiks. Það þarf meiriháttar tvískinnug til að styðja þessa ríkisstjórn og vera síðan í forystu verklýðshreyfing- ar sem hlýtur að hafa það sem sitt stærsta hagsmunamál að hrinda árásum ríkisstjómar og atvinnu- rekenda á kaupið og samneysl- una. Það verður spennandi að fylgjast með málflutningi Fram- sóknarflokksmanna og Sjálfstæð- isflokksmanna innan verklýðs- forystunnar á ASÍ-þinginu í haust. Og afdrifum þeirra. Stjórnar- andstaðan að nó saman? Nú telja margir vinstri menn hvar í flokki sem þeir annars standa, að ekki verði gerð sú nauðsynlega strúktúrbreyting á íslenska þjóðféiaginu, sem flestir þeirra eru sammála um, nema núverandi ríkisstjómarflokkar verði ekki í næstu ríkisstjóm. í hálfa öld hefur ekki verið ríkis- stjórn í landinu sem annar hvor eða báðir þessara valdþreyttu flokka hafa ekki verið í. I lýðræð- isríki er ekki nema eðlilegt að slíkum valdaflokkum sé gefið langt orlof frá ríkisstjórnarþátt- töku. Ef félagshyggjuöflin eiga að ná saman um ríkisstjómarmyndun og sterkari baráttustöðu er ljóst að hinir ýmsu hópar, flokkar og flokksbrot verða að freista þess að ná víðar saman en nú er. Ein- hverjir þeirra hljóta að vilja leggja meira uppúr markmiðun- um en tímafreku sjálfhverfu starfi. Ýmis merki slíks sam- starfsvilja hefur mátt sjá síðustu misseri. Þannig er t.d. um ráð- stefnuna í Gerðubergi í vetur leið - og svo útifundinn á mánudag- inn, svo dæmi séu tekin af handa- hófi um samstarfsvilja stjómar- andstöðunnar. Óskar Guðmundsson. Laugardagur 30. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.