Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 16
ÞJOÐVILJINN KVIKMYNDIR /g gegnum eldlínunni" leiðir vel í Ijós mátt myndarinnar í alþjóðlegri fjölmiðl- un og veltir fyrir sér hvort Ijósmynd- arinn eigi að láta sér nœgja að taka myndir eða hvort hann leiðist eða neyðist líka til að taka afstöðu. Tvö stríð sem eru okkur enn í fersku minni, Falklands- eyjastríðið og innrásin á Grenada, eiga fyrir utan ann- að eitt sameiginlegt. Þar var aðgangur bannaður fyrir blað- amenn og Ijósmyndara. Hversvegna? Máttur Ijós- myndarinnar og kvikmynda- EINAR KARL HARALDSSON vélarinnar er mikill og blaða- menn og Ijósmyndarar hafa oft gefið aðra mynd af stríðsrekstri en styrjaldaraðil- um hefur líkað. „Sannleikur- inn fellur fyrstur í styrjöld", sagði Hiram Johnson öldu- ngadeildarþingmaður árið 1917. Víetnamstríðið er ef til vill skýrasta dæmið um þetta. Enda þótt blaðamenn frá Vestur- löndum sæju stríðið gegnum lins- ur sínar Bandaríkjamegin þá miðluðu þeir smámsaman mynd af stríðsrekstrinum sem varð bandarískum almenningi um megn og hann reis upp gegn hon- um. Hefðu Hvíta húsið og Pen- tagon ráðið því og stjórnað hvað fjölmiðlar birtu má búast við því að öðruvísi hefði farið í Víetnam. Herstjórar og valdhafar hafa því mikinn ímugust á hinu alþjóðlega blaðamannaliði þegar þeir fara út að stríða, enda þótt þeir geti illa án þeirra verið og vilji gjaman beita því fyrir sinn vagn. Mynd um blaðamenn fjallar um breytingar á fólki og þjóðfélagi, uppreisn alþýðu manna gegn harðstjórn og spill- ingu. Uppreisn sem auðveit er að hrífast af. Að vissu leyti má einn- ig líta á hana sem umræðu um tilvistarvanda þriggja blaða- manna, lausamennskuljósmynd- ara, gamalreynds stjörnufrétta- manns og útvarpsfréttaritara, sem báðir hinir fyrrnefndu elska eins og gengur í bandarískum spennumyndum. Upphafssenur myndarinnar í Chad eru frábærar. Þar er Russell Price ljósmyndari á vettvangi að mynda vopnaviðskipti stjórnar- hers og skæruliða og mynd hans af skæruliðum á fflum með eld- spúandi þyrlu yfír höfði sér kemst á forsíðu Tme í Bandaríkjunum. „Ég tek myndir, ekki afstöðu" segir Price og skrápurinn á reyndum blaðamönnum er hrjúf- ur eins og vel kemur fram í orð- ræðum þeirra og lýsingum á hót- ellífinu. „Og það er huggulegt lítið stríð í gangi í Nicaragua“ sem hugsanlega er forsíðuefni og ögr- andi verkefni fyrir þá sem vilja leggja sig í lífshættu. Þangað þjóta blaðamennirnir í sam- keppnisanda hinnar kapítalísku pressu og leitin að Rafael, hug- arsmíð handritahöfundanna Ron Shelton og Clay Frohman, hefst, en hann er byltingarforinginn, ímynd andstöðunnar, og ekki vit- að hvort hann er lífs eða liðinn. Afstaða eða afstöðuleysi Þó að myndin af fflríðandi skæruliðum og þyrlunni í Chad hafi verið hlutlæg lýsing á atburð- um er hún engu að síður skoðana- mótandi. Hún gefur lesendum þá ímynd að annarsvegar eru skær- uliðar með málstað og hinsvegar eru hin ráðandi öfl með pening- ana og nýtísku drápstól. „Ríkis- stjórnir hafa alltaf á röngu áð Price mundar vopn sín við hlið Marcel Jazy, franska CIA-njósnarans sem leikinn er af Jean-Louis Trintingnant. í eldlínunni, myndin sem Há- „ . . , , skólabíó sýnir um þessar mundir, tramnald l opnu Sandínisti við sandpokavegg hjá höfuðstaðnum. Þjóðvarðliðar í borginni Esteli þar sem háð var harðvítugt návfgi margsinnis 1979. Myndin er úr bók Susan Meiselas. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.