Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 11
D.ÆGURMÁL Ágœt Bylgja Á markaðinn er nú komin enn ein safnplatan og Steinar hf. gefa út. Breska bylgjan kallast skífan og er á henni að finna sittaf- hverjutagi sem á sér stað í popp/- rokktónlist á Englandi í dag. Verður að vottast hér að platan er hin skemmtilegasta og lagaval vænt, sé miðað við þessar venju- legu safnplötur sem á einn eða annan hátt reynast oft snauðar af lífi og sál. Það kæmi ekki á óvart að Jónatan nokkur Garðarsson ætti hér einhvem hlut að máli... Fjölbreytni þessarar Bresku bylgju er góð og sem betur fer lítið um hrein diskó áhrif, sem gerir plötuna minna heimskulegri en aðrar safnplötur. Fyrir fólk sem fylgjast vill með því sem er að gerast í breskum popp/rokktónlistarheimi þá veit- ir Breska bylgjan ágæta innsýn í þann heim á þægilegan hátt. Ef ég á að nefnan einhver þau lög á plötu þessari sem ég hef svolítið gaman af, þá fæ ég óstöðvandi fíðring í fætuma í taktfastri afr- ískættaðri ballöðu þeirra í Special Aka um baráttumanninn og frels- ishetju Afríkubúa um þessar mundir, sem nú situr í fangelsi vegna skoðana sinna; Nelson Mandela. Mikil gustuk er að geta bæði dansað og sungið vitiborinn texta um leið! Hugljúf og djössuð nokk syngur eðalfögur Sade mel- ódíuna Your Love is King, og er hér á ferð athyglisverð söngkona með yndislega rödd. Hin blúsaða Carmel, sem vakið hefur mikla athygli fyrir söng sinn í Bretlandi, syngur hér einnig eitt lag sem er í nokkurskonar gospel stfl þeirra blökku, More, More, More, kall- ast það og er einkar einfalt en skemmtilegt í fábreytileikanum. Meðal annarra hljómsveita sem lög eiga á Bresku bylgjunni em t.d. Smiths, Fiction Factory, Al- arm, General Puplic, Wang Chung, Simple Minds o.fl.. I heild má segja að safnarar þyrftu ekki að skammast sín fyrir að bæta henni þessari í plötusafnið. ? i Gömul Firring Firring nefnist nýútkomin hljómplata sem Grammið sér um dreifíngu á og mun þar eiga að finnast eitthvað af „tónlistar- legum þreifíngum" eins og að- standendur (Kristrún Sæva og Þorleifur) vilja kalla uppátæki sín. Þau eru að prófa eitthvað nýtt vilja þau meina og það er í sjálfu sér ágæt viðleitni. Hinsveg- ar, einhversstaðar í rauninni, átti æfíntýramennska í músík á borð við þessa uppá pallborðið hjá tónlistarþreifurum um veröld víða á tímabilinu uppúr sjötíu (’74-’78) og gerðu þeir einmitt svipaðar fingraæfingar og er að finna á Firringu. Þreifingar á þessari plötu em samt hinar ágæt- ustu fyrir þá sem ekki hafa áður heyrt þennan stfl í tónlist. $ I Atli tók þessar myndir af 50% gömlumGrýlumá Steinaplötuhátíö í Broadway fyrir rúmri viku. Ragnhildur Gísladóttir söng eigin lög og texta vlð eigin hljóðgerf la- og trommuheilaundirleik af segulbandi og Linda barði raf- bumbur. Þessi þáttur skemmtunarinnar var sá f rumlegasti og gaman að fá að heyra hvað Ragnhildurer a ð fást við eftir að Grýlur (hálf-) sneru upptánum, jafnvel þótt hún hafi ekki verið búin að leggja síðustu heilasellu í verkin. Dúkkulísur Vilja þœr vera Pamela Pewing? Kvennahljómsveitin Dúkk- ulísurnar hafa nú sent frá sér sína fyrstu hljómplötu og ber hún heiti sveitarinnar. Sex lög prýða plötuna og er blessun- arlega aðeins eitt þeirra sung- ið á ensku. Á annars ágætri skífu, miðað við að hér er um að ræða frumburð þeirra ungkvinna í hljómplötubrans- anum, er það augljóst að hún hefur verið unnin í tímahraki og lítill gaumur gefinn að úr- vinnslu grunnhljóðfæra s.s. tromma aðllega þó bassans. Upptökustjórn hefði ekki þurft að láta slíkt frá sér fara, því að Dúkkulísur hafa sannað á hljómieikum að þær eru fær- ari en platan gefur til kynna. Flest lög á plötunni eru eftir Karl nokkurn Erlingsson og verður það að skoðast sem visst óöryggi þeirra stúlkna, að semja lögin ekki sjálfar. En þeim til hvatningar þá er einmitt besta lag plötunnar, Biðin, eftir gítarleikarann Grétu Sigurjóns- dóttur, og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu hjá þeim að rækta með sér músíkina sem í þeim býr og efla bæði kjark og þor tilað semja eigið efni. Fyrir vikið yrði óumræðilega um meiri frumleika að ræða en nú svífur yfir vötnum hjá þeim Dúkkulísum. >• A þessari plötu spila Dúkkulís- ur drífandi popprokk án veru- legra skemmtilegra uppákoma í leik sínum, hvergi óvæntir tónar né heldur örlar á nauðsynlegum átökum í samspili sem oftlega lyftir popplögum í vinsældir dæg- urfluga. An áleitni verður tónlist- in ópersónuleg og elur af sér flatneskju. Fyrirfinnst einnig fátt bitastætt í textum þeirra til að japla á en það er hægt að afsaka sökum ungdóms (Dúkkulísur eru . 16-19 ára). Og sé tekið tillit til þess að þetta er stelpnanna fyrsta plata, þá ber vissulega að óska til lukku með þennan vísi að ein- hverju betra og meira, sem von- andi verður að veruleika í fram- tíðinni. Þær stöllur í Dúkkulísum stofnuðu hljómsveitina á Egils- stöðum fyrir giska einu og hálfu ári síðan, og unnu stuttu seinna til fyrstu verðlauna í SATT keppni fyrir góða frammistöðu. Flestar hafa þær eitthvað til síns ágætis sem hljóðfæraleikarar, þó mis- mikið einsog eðlilegt er allajafna, og sú sem að mínu áliti rís hæst hvað snertir hæfileika er áður- nefndur gítarleikari, Gréta Sigur- jónsdóttir. Hún ein þykir mér sýna einhver tilþrif í leik sínum. Söngkonan, Erla Ragnarsdótt- ir, er ekki þjálfuð sem slík (engin þeirra hefur að vísu fengið form- lega skólun í tónlistinni) en ekki með vonda rödd, ræður samt yfir fáum tóntegundum enn sem komið er, og spannar eigi breitt svið. Þetta væri hægt að laga með góðri þjálfun og tilsögn. Það sama mætti segja um trommu- leikarann, Guðbjörgu Pálsdótt- ur. Hún ber húðir taktvisst en einhæft og þyrfti sannarlega að komast í læri hjá vænum „húð- strýkjara“ sem fyrst. Erla Ingadóttir, bassaleikari er efnileg á nljóðfænð, en auðheyrt er hve illa er gengið frá bassans hlut á plötunni. Hildur Viggós-- dóttir stendur sig einnig ágætlega á hljómborð. í minningu Grýla Það er freistandi að minnast á gömlu Grýlurnar i framhaldi af Dúkkulísum, þó svo samanburð- ur væri ekki alveg sanngjarn, en eins og allir ættu að vita riðu þær fyrstar kvennahljómsveitaá vað- ið í rokkbransanum. Frá því að Ragnhildur Gísla- dóttir stofnaði Grýlurnar (ásamt þremur áhugasömum og lítt æfð- um stúlkum) og til fyrstu opin- beru uppákomu þeirra í Austur- bæjarbíói forðum daga leið mjög skammur tími, og því segin saga að lítil var hrifning áheyrenda (einkum karldýra) vegna óörygg- is og æfingarleysis þeirra. Fengu Grýlur vægast sagt hræðilega dóma og vildu margir afgreiða framlag Röggu á einn veg: „Flopp! En þær valkyrjur voru ekki á þeim buxum að gefast upp svo auðveldlega, þær voru jú rétt að byrja, og á örskömmum tíma náðu þær undraverðum framför- um undir dyggri leiðsögn aðal- grýlunnar sem blés í hinar ó- reyndari kraft en umfram allt húmor. Grýlurnar skipuðu sér snemma á bekk með skemmtilegustu og frumlegustu hljómsveitum sem ísland hefur alið á þessum oftar en ekki hug- myndasnauða markaði. Aðals- merki þeirra var frjósemi og geislandi kímnigáfa, hvort heldur sem var í tali, tónum eða fram- komu, og tókst þeim að gera það sem fáum hljómsveitum tekst, og það afar sjaldan, að skapa per- sónulega ímynd og aðlaðandi. Dúkkulísur eru „efnilegar, en skortir sjarmann sem svo ein- kenndi Grýlumar. $ Loftur smelltí þessari mynd af Dúkkulísunum Erlu söngvara og Grétu gítarleikaranum snjalla í Safarí í gœr- kvöldl, þar sem þær ásamt hlnum Lísunum þrem sýndu vlðstöddum að Dúkkulísuleikur er ekkert dútl. Áfram með smjerið... 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.