Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 3
Öryrkjabandalagið Húsaleiguhækkunin ólögleg Óskað eftir að Öryrkjabandalagið taki til baka 30% hækkun húsaleigu frá 1. júnísl. Hagstofan tilkynnti aðeins 2% hækkun. eim tilmælum hefur vcrið beint til stjórnar Öryrkja- bandaiagsins að það dragi til baka tilkynnta hækkun á leigu- gjöldum á íbúðum bandaiagsins í Reykjavík og Kópavogi. Sú hækkun var að meðaltali 30% á hverja íbúð og tók gildi 1. júní sl. Framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í síðustu viku að þessi mikla hækkun væri tilkomin vegna slæmrar rekstrarstöðu bandalagsins sem sjáifseignar- stofnun og leyfilegar hækkanir síðustu ára hefðu ekki verið að fullu nýttar. Þessi hækkun þýðir að í mörg- um tilfellum þurfa íbúar í þessum íbúðum að greiða allt að 60% af heildarráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og hússjóðsgjöld í hverjum mánuði. Hagstofan hefur nýlega til- kynnt að leyfilegt sé að hækka húsaleigu um 2% frá og með 1. júlí. 30% hækkun Öryrkjaband- alagsins tók hins vegar gildi 1. júní og er með öllu ólögleg því samkvæmt lögum er óheimilt að bæta á hækkanir húsaleigu ónýtt- um fyrri hækkunum. Þá virðist einnig ljóst samkvæmt athugun Þjóðviljans að Öryrkjabanda- lagið hefur 3 sl. ár nýtt sér að fullu allar hækkanir á húsaleigu sam- kvæmt hækkun húsnæðisvísitölu á hverjum tíma. Bragi Guðmundson félags- málafulltrúi í Kópavogi, en þar leigir Öryrkjabandalagið út 43 fbúðir, sagði aðspurður um þessa miklu hækkun húsaleigu Öryr- kjabandalagsins að sér sýndist ótvírætt að hún bryti í bága við lög um húsaleigu sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Samkvæmt þeim lögum er óheimilt að hækka húsaleigu meira en sem nemur al- mennum launahækkunum sam- kvæmt tilkynningu Hagstofunnar hverju sinni. „Hagstofan hefur tilkynnt 2% hækkun 1. júlí þannig að 30% meðalhækkun 1. júní getur ekki staðist. Ég hef óskað eftir því við Öryrkjabandalagið að umrædd hækkun á húsaleigu verði tekin til baka og ég þykist þess fullviss að þessi mistök verði leiðrétt“, sagði Bragi. Mér er ljóst að tilefni þessarar miklu hækkunar eru rekstrarerf- iðleikar, enda hefur Öryrkja- bandalagið enga sjálfstæða tekj- ustofna og vafalaust verður að finna lausn á þeim vanda. Ég er sannfærður um að aðrar og betri lausnir séu færar í þeim efnum en sú að hækka húsaleigu hjá öldr- uðum og öryrkjum sem sjaldan hafa búið við jafn þröngan kost' og nú. Ég er þess fullviss að Ör- yrkjabandalagið mun nú sem endranær taka mið af þörfum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu", sagði Bragi Guð- brandsson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst blaðinu ekki að ná tali af Önnu Ingvarsdóttur fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandal- agsins í gær vegna þessa máls. -*g- Danir borga Sendiherra Danmerkur hefur afhent Einari Hákonarsyni listmálara tékka til fullrar greiðslu á bótum vegna skemmda á bát hans sem danskur sjóliði var valdur að í Reykjavíkurhöfn fyrir skömmu. Það var 12. júní sl. sem drukk- inn danskur sjóliði af eftirlits- skipinu Beskytteren tók nýjan bát Einars Hákonarsonar, Manga RE 160 traustataki í höfn- inni og sigldi honum í næstu landsteina með þeim afleiðingum að hann strandaði og skemmdist mikið Utanríkisráðuneytið fór þess á leit við danska sendiráðið að danska ríkið bætti eiganda báts- ins tjónið og var Arnljóti Björns- syni prófessor falið að meta tjónakröfu eiganda. í stað gömlu flokkanna fjögurra finnst mér að ættu að koma fjórir nýir, Fiokkur mannsins, Flokkur konunnar, Flokkur barnsins og Flokkur heilbrigðrar skynsemi. Samfélagsfrœðihópur Stuðningur frá Kennarasambandinu íályktunfrá KÍerfarið lofsamlegum orðum um námsefni í samfélagsfrœði og harmað að það hafi verið gert tortryggilegt í umræðu. Eins og Þjóðviljinn hefur greint frá hafa höfundar námsefnis í samfélagsfræði lýst yfir að þeir telji sér ekki lengur fært að vinna samningsbundin verkefni fyrir menntamálaráðuncytið. Kenn- arasamband íslands hefur nú fjallað um málið og stjórn þess samþykkti nýlega ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst yfir þróun þessara mála. I ályktuninni er bent á, að samning námsefnis taki langan tíma sem þurfi að byggja upp markvisst með kerfisbundinni áætlanagerð og tilraunakennslu. Jafnframt segir að námsstjórar og annað starfsfólk skólarannsókna- deildar hafi á undanförnum árum unnið ómetanlegt starf í þágu skólanna. Síðan segir: Stjóm KÍ lýsir áhyggjum sín- um yfir því að ekki hefur tekist að tryggja áframhaldandi uppbygg- ingarstarf þess hóps sem unnið hefur af áhuga, alúð og kostgæfni að samningu nýs námsefnis í samfélagsfræði. Stjórnin harmar einnig að sú umræða og umfjöll- un um starf hópsins sem átt hefur sér stað á undanförnum mánuð- um hefur ómaklega gert verk hans tortryggilegt,.. Verslunarmenn Árnessýslu Stuðningur við Búseta Fundurinn gerir þá kröfu til stjórnvalda að Búseta séu tryggð lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins á sambærilegum kjörum og tíðkast í nágrannalöndum okk- ar, til þess að markmið þeirra nái fram að ganga. Þannig hljóðar niðurlag álykt- unar félagsfundar í Verslunar- mannafélagi Árnessýslu, sem haldinn var í lok síðasta mánað- ar. Lýsti fundurinn yfir ánægju sinni með stofnun Húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta og vonar að þar muni opnast leið fyrir tekjulágt fólk til að komast í var- anlegt húsnæði, sem uppfyllir kröfur nútímans án þess að færast of mikið í fang. -V. Vinningarnir í hinu glæsilega Ólympiuhappdrætti: 11 Ford Escort og 3 Ford Sierra. Kolmunna- rannsóknir við írland Sovéska vísindarannsókna- skipið „Persej 111“ leit við í Reykjavíkurhöfn í gær á heimleið til Murmansk. Skiðið hefur und- anfarnar 6 vikur stundað rann- sóknir á kolmunnastofninum um 200 mílur út frá írlandsströndum í samvinnu við þarlend fiskimála- yfirvöld. Að sögn rannsóknar- manna tókust athuganir og til- raunaveiðar með ágætum en nokkur lægð er nú yfir kolmunn- astofninum. Yfir 80 skipverjar eru á Persej III þar af 13 vísindamenn og áttu fulltrúar þeirra viðræður við starfsbræður sína hjá Hafrann- sóknastofnun meðan skipið lá í höfn. -lg/-mynd -eik. Söfnuðu áður en skulda nú Ríkisstofnanir í B-hluta fjár- laga hafa tekið út um 285 miljónir af innistæðum sínum í bankanum í ár, en á sama tíma í fyrra höfðu þær lagt inn 485 miljónir. í mál- gagni Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins, segir að þessar hreyfingar ráðist að verulegu leyti af því hvernig erlendum lán- tökum vegna opinberra fram- kvæmda er háttað. -6g 14 bílar í vinninga í því skyni að afla fjár vegna þátttöku Islands í Ólympíuleik- unum í Los Angeles í sumar hefur Ólympíunefnd Islands hrundið af stað happdrætti og eru 14 Ford- bflar í vinninga. í frétt frá Ólympíunefndinni segir að mun fleiri íþróttamenn fari á leikana í Los Angeles en upphaflega hafi staðið til og að þar muni mest um landsliðið í handknattleik. 30 íþróttamenn fara til leikanna og auk hand- knattleiksmannanna eru það 8 frjálsíþróttamenn, 4 sundmenn, 2 júdómenn og 1 lyftingamaður. Standa vonir til að fulltrúi íslands komist á verðlaunapall á leikun- um nú, en eins og kunnugt er hef- ur Einar Vilhjálmsson sýnt undra góðan árangur í spjótkastinu að undanförnu. Dregið verður í happdrættinu 14. ágúst, tveimur dögum eftir að Ólympíuleikunum lýkur. -v. Laugardagur 23. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.