Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Nordia 84 Oheyrileg verðmæti Frímerkjasýningin hefst í dag Mikill öryggisbúnaður var á Laugardalshöll í gær er blaðamönnum var boðið að kynna sér norrænu frímerkjasýn- inguna Nordia 84 er hefst þar í dag. Við dyrnar voru lögreglu- þjónar með labbrabbtæki og hver einasti maður sem inn í húsið kom var skráður í bók og síðan merkt við er hann fór út aftur. Ástæðan er sú að verðmæti frímerkjanna á sýningunni eru óheyrileg þó að engar tölur hafi verið nefndar. Þetta er langstærsta frímerkja- sýning sem haldin hefur verið hér á landi og sem dæmi um verð- mæta hluti má nefna að af 57 svo- kölluðum skildingabréfum sem vitað er um í heiminum eru yfir 40 á sýningunni. Þeir Jón Aðalsteinn Jónsson, Þór Þorsteins og Páll Ásgeirsson gengu með blaðamenn um sýn- ingarsvæðið og sýndu nokkra af dýrgripum sem þar eru. Á sýn- ingunni er 781 rammi og kennir þar margra grasa þó að mest beri á norrænum frímerkjum. Keppt er til verðlauna á Nordia en enn- fremur er nokkrum frægum söfnurum boðið að sýna perlurn- ar sínar. Eitt af því sem vekur mesta forvitni safnara íslenskra merkja er safn sem sett hefur verið upp af bréfum í eigu Þjóðskjalasafnsins og annarra opinberra safna. Þarna eru t.d. fyrstu póstbréfin allt frá því um 1780, þau sem á máli safnara kallast forfrí- merkjabréf. -GFr Verkfalli lýkur Samið í Eyjum Ármann Bjarnfreðsson: Að vonum ánœgðir Það má ciginlega segja að við á fundi verkalýðsfélagsins á höfum fengin það sem við sótt- sunnudag. ró/óg umst eftir sagði Ármann Bjarn- _.__________ freðsson varaformaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja í við- tali við Þjóðviljann í gær, en sam- ið var um helgina í eyjum. Páll Ásgeirsson og Jón Aðalsteinn Jónsson sýna skildingabréf úr Þjóðskjala- safni með 16 skildingamerkjum. Þeir sögðu að verðmæti þess væri álíka og svokallaðs Biblíubréfs sem frægt er meðal safnara. Ljósm: Atli. Við erum að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu, sagði Ár- mann ennfremur. Ármannkvað mestu kjarabótina vera fólgna í miklum starfsaldurshækkunum og nefndi sem dæmi, að sá sem unnið hefur í 6 ár eða lengur hækkar um 27.5% miðað við það sem var. Hins vegar hefði 40% álagning á eftirvinnu og 80% á næturvinnu miðað við 12660 kr. mánaðarlaun ekki náð fram að ganga í þessari lotu, - það lægi þó í loftinu að sú álagningarprósenta yrði ofaná í haust. „Þetta náðist vegna góðrar samstöðu verka- fólksins þrátt fyrir að verið væri að reyna að reka fleyg í okkar raðir“, sagði Ármann Bjarn- freðsson að lokum, en samning- urinn var samþykktur samhljóða Banaslys Ungur piltur fórst og annar ’ liggur meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild Borgarspítalans eftir að bifreið fór út af veginum við Hnútu í Eyvindardal á Héraði. Bifreiðarstjórinn mun hafa misst stjórn á bifreiðinni sem var fólksbifreið af Skodagerð þar sem hann var á leið niður á firði. Fór bifreiðin fram af háum vegar- kanti og köstuðust báðir piltarnir út. Talið er að ökumaðurinn hafi látist samstundis en félagi hans er enn meðvitundarlaus. Sá látni hét Hjalti Dan Krist- mannsson fæddur 31/10 1966. Hann var frá Fáskrúðsfirði. -Ig. f Allt á sínum staö meö fhmmn skjalaskáp % ___AUSTURSTRÆTV 1 £RLEND V/ÐSKWW í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar erlendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alla gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. VÍSA greiðslukort. ÓIAFIJR OÍSIASON ii CO. JIF. l^SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Þrlðjudagur 3. júli 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.