Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Samfélagsfræði og ráðherra Fyrir skömmu var haldiö hér í Reykjavík endurmenntunarnámskeiö fyrir sögukennara í framhaldsskólum landsins. Aðalkennari var bandarískur prófessor, Edwin Fenton, sem er einn þeirra sem í heimalandi sínu hefur unniö aö mótun nýrra kennsluaðferða og gerö nýs kennsluefnis í sögu og öðrum greinum samfé- lagsfræöa. Nú um helgina birtist viðtal viö Fenton hér \ ' Þjóöviljanum. Þar kenndi margra grasa, og fyrir þá sem tortryggnir eru á nýjungar í sögu- kennslu ætti aö vera nokkur hughreysting aö sjá, hvílíka áherslu nýjungamenn leggja bæði á mikilvægi þjóðararfsins og svo á þaö, að þekkingaratriði þurfa ekki aö glatast í námi, þótt áherslur beinist einnig aö því að skilja og spyrja. Það er og athyglisvert, hve mikla hrif- ingu gesturinn lætur í Ijós á starfi því sem hér hefur að undanförnu verið unniö á sviði kennslu í samfélagsfræðum, hve vel sá hópur manna sem þar var að verki hefur starfað saman og hve vönduö vinnubrögð hann hefur tamiö sér. Þessi ummæli eru einkar fróöleg í Ijósi þess sem hefur veriö aö gerast í menntamálaráöu- neytinu aö undanförnu. Eftir að misjafnlega vel innrættir lýöskrumarar höföu haldiö uppi margvíslegum ómaklegum ásökunum á hend- ur þeirra, sem á undanförnum árum hafa unn- ið að gerð nýs námsefnis í samfélagsfræðum fyrir íslenska skóla, fara nokkur þau tíðindi sem leiöa til þess, að það fólk sem hér á hlut aö máli, lýsir því yfir aö þaö treysti sér ekki til þess að vinna aö þessum verkefnum lengur fyrir ráöuneytið. í bréfi frá tólf mönnum sem yfirlýsinguna undirrita kemur ýmislegt fram um fjandskap ársgamals menntamálaráöherra, Ragnhildar Helgadóttur, við það starf sem unnið hefur veriö að á undanförnum árum meö þeim ágætum sem m.a. hinn bandaríski sagnfræö- ingur gat um. Menntamálaráðherra hefur ekki andmælt í neinu þeim ásökunum, sem yfir hafa duniö samfélagsfræöina á undanförnum mánuðum og þá einkum í Morgunblaðinu. Nema síður væri: hún hefur í reynd tekið af- stöðu gegn því fólki sem aö þessum málum hefur unnið, komiö í veg fyrir árlegan vinnuf- und námsefnishöfunda, ráðiö nýjan náms- stjóra í þessum fræöum sem ekki hefur nauðsynlega þekkingu á því þróunarstarfi sem unnið hefur veriö. Þar aö auki hefur ráöherra boöað „endurskoðun á stööu samfélagsfræði á efri stigum grunnskóla" án minnsta samráðs viö það fólk sem aö þessum málum hefur starfað árum saman. Það er ekki gott að átta sig á því hvers konar stefna þaö er sem ráöherra vili reka. Sögu- þekking og þjóöernislegur arfur þurfa ekki aö víkja þótt reynt sé aö efla forvitni og skilning nemenda á samtíð og sögu - nema síöur væri. Enda er því ekki haldið fram beinlínis af hálfu oddvita menntamálaráðuneytisins. Það eina sem stendur eftir er einskonar lágkúruleg hægrikergja, allsherjar tortryggni út í þá sem hafa aðrar skoöanir á uppeldis- og þjóöfélags- málum, valdsmennska sem vill losna við alla nema jábræður. Og svo sú leit að sökudólgum sem er svo algeng á krepputímum. Yfirvöld hafa tilhneigingu til að skella skuldinni á skóla- kerfið þegar þau telja eitthvað að, sagði fyrr- greindur Edwin Fenton í viðtalinu hér í blaðinu. Það er líka miklu þægilegra en að reyna að svara því, hvaða afleiðingar vaxandi vald harðsvíraðs vitundariðnaðar yfir lífsstundum barna og unglinga hefur - ekki síst fyrir þekk- ingu þeirra, skilning og þjóðernisvitund. KLIPPT OG SKORIÐ Tvíburanaut Einsog tvíburanaut í votu flagi bölsótuðust Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn í samein- ingu allan síðasta vetur gegn því sem þessi tvö forneskjutröll töldu grímulausa ásýnd heimskomm- únismans í íslenskum skólamál- um, samfélagsfræðinni. Allt það fólk sem á einhvern hátt tengist þessari námsgrein og kennslu hennar í grunnskólum landsins var umsvifalaust gert að boðberum marxismans, hávær- um ásökunum um innrætingu og spillingu saklausra barnshuga var brugðið á loft, og mjög var í efa dregið að starfsmenn vildu sina starfi sínu af dugnaði og ein- Iægni. Svo hatrammur var áróð- urinn og beiskt gallið sem vall af leiðarasíðum Morgunblaðsins að á stundum var einna frekast af þeim að sjá að gervallur grunn- skóli íslands væri í gíslingu marx- ismans. Persónulegar árásir Harkalegar árásir voru skipu- lagðar á hendur einstaklingum sem höfðu afskipti af samfélags- fræðinni. Þannig varð til dæmis Erla Kristjánsdóttir, námsstjóri greinarinnar, fyrir mjög þungum árásum í Morgunblaðinu, þrátt fyrir þá staðreynd að Erla hafði einungis verið í forsvari fyrir námsstjórn greinarinnar um skamma hríð, en námsefni henn- ar og kennslustefna hins vegar verið í mótun allar götur frá því Gylfi Þ. Gíslason sat á þeim sess sem Ragnhildur Helgadóttir velgir nú. Þetta hefur nú valdið þvf að höfundar námsefnis í samfélags- fræði, sem fram til þessa hafa tekið að sér samningsbundin verkefni í námsefnisgerð fyrir menntamálaráðuneytið, hafa til- kynnt ráðuneytinu að þeir sjái sér ekki fært að annast námsefnis- gerðina lengur. í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum kemur mjög skýrt fram, að framkoma Ragn- hildar Helgadóttur, menntamálaráðherra, meðan árásirnar stóðu yfir í Morgun- blaðinu, eiga ríkan þátt í ákvörð- un höfundanna. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „í ljósi þess sem hér hefur verið raírið vekur það furðu að menntamálaráðherra skuli ekki hafa talið sér skylt að bregðast við þeim árásum og ómaklegu ásökunum sem dunið hafa yfir í fjölmiðlum mánuðum saman og stefna að því að gera hið nýja námsefni tortryggilegt í augum almennings sem og þá einstak- linga sem að því hafa unnið. Hér er ekki beðist undan gangrýni: hins vegar hefði mátt vænta þess að æðstu yfirmenn menntamála- ráðuneytisins sinntu þeirri skyldu sinni að verja starfsmenn sína andspænis persónulegum áhróðri vegna verka sem unnin voru á vegum þess“. Brotið í blað Ákvörðun höfundanna réðst þó af fleiru en einungis því að Ragnhildur horfði aðgerðalaus á undirmenn sína sæta ómaklegu aðkasti. Sú stefna sem er við lýði í kennslu og þarmeð námsefnis- gerð í samfélagsfræði hefur verið í mótun langa hríð, nánar tiltekið frá því að Gylfi Þ. Gíslason, þá- verandi menntamálaráðherra, skipaði sérstaka nefnd árið 1970 til að fjalla um þessi mál. Skömmu áður hafði heimsþek- ktur sérfræðingur frá Berlín, dr. Wolfgang Edelstein, verið feng- inn til ráðuneytis um þessi mál. Frá því er skemmst að segja, að undir hans leiðsögn hefur verið mótuð stefna í kennslu samfe- lagsfræði sem hefur vakið athygli langt út yfir landsteina vors gamla Fróns. Mikilvægi starfsins sem nýbreytni á þessu sviði má meðal annars marka af því að er- lendar stofnanir hafa styrkt þessa starfsemi með fjármunum. Eitt af því sem brotið var upp á í hinni nýju samfélagsfræði var að virkja nemendur sjálfa, reyna að taka mið af reynslu þeirra sjálfra og brjóta þannig upp einstefnu- kerfið sem alltof lengi hefur verið burðarásinn í kennslu í íslenskum skólum, - þar sem kennarinn tyggur og nemendur gleypa. Einhliða endurskoðun Svona kennsluhættir eru hins vegar ekki hátt skrifaðir með þeim sem nú aka seglum menntamálaráðuneytisins, og án þess að hafa nokkurt samráð við námsstjóra í samfélagsfræðum gaf Ragnhildur Helgadóttir út yfirlýsingu fyrir skömmu, þar sem hún kvaðst hafa í hyggju að láta endurskoða „stöðu samfé- lagsfræða á efri stigum grunn- skóla“. Eitt af því sem hefur heyrst frá andstæðingum hinnar nýju samfélagsfræði er, að fremur en líta til Þýskalands um fyrirmyndir ættu hérlendir að snúa sjónum sínum til Bandaríkjanna. Af þeim sökum er fróðlegur sá dóm- ur sem Edwin Fenton, bandarísk- ur prófessor sem vinnur að mótun sögukennslu sem þáttar í samfélagsfræði, kvað uppi í Helg- arblaði Þjóðviljans yfír starfí landa vorra aðsóttra: Viðurkenning „Ég var hér á ferð einnig í fyrr- asumar og vann tvær vikur með starfsfólki Skólarannsóknar- deildar, m.a. Erlu Krisjánsdótt- ur, námsstjóra í samfélagsf- ræðum. Þau voru og eru að vinna að námsþætti um landnám Banda- ríkjanna og ég varð mjög hrifinn af þeirra starfí. Áhugi þeirra beinist að því að athuga hvað haldi þjóðfélagi saman, þrátt fyrir los og átök, eins og var á landnámstímanum í Bandaríkj- unum og því er það tilvalið efni. Ég var hrifinn af því að sjá hversu vel hópurinn vinnur sam- an. Þau virða skoðanir hvers ann- ars og sömuleiðis sjálfstæði. Þá kom mér einnig á óvart að sjá hversu miklu efni námsstjórinn og Loftur Guttormsson hafa við- að að sér um samfélagsfræði- kennslu á ýmsum skólastigum í ýmsum löndum. Ég persónulega þekki enga manneskju, sem hef- ur eins mikla yfirsýn yfir þessa hluti og Erla Kristjándsóttir. Mér virðist fólkið í stjórn sam- félagsfræðanna vinna við mjög nauman fjárhag og því er það þeim mun eftirtektarverðara sem það er að gera. Það leggur allt sitt fram og vinnur jafnvel kauplaust og ég virði það mikils“. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Lió8mvndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Augiýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiöslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsia: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Bergljót Guðjónsdóttir. Bíistjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrala, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.