Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
í síðasta helgarblaði Þjóðviljans birtist réttri fyrirsögn. Viðtalið birtist hér í heild
rangur viðtalstexti með mynd af sr. Agnesi sinni, og Þjóðviljinn biðst velvirðingar á
M. Sigurðardóttur, en hins Vegar undir mistökunum.
Nauðsynlegt að næra
sálina einsog líkamann
Biblíuna á ekki bara að geyma ífallegu bandi uppíhillu. Hún er
sálarfœða trúaðra, segirsr. AgnesM. Sigurðardóttir.
„Þaö sem áreiðanlegaverður
mér minnistæðast af þessari
prestastefnu er
sameiginlegur bíblíulestur
okkarprestanna. Það hefur
ekki átt sér stað á þeim
tveimurprestastefnum öðrum
sem ég hef verið á, og fyrir
mér er þetta nýr og ferskur
viðburður". Þetta sagði sr.
Agnes M. Sigurðardóttir, sem
er vígð sem æskulýðsfulltrúi
Þjóðkirkjunnar, þegar
Þjóðviljinn hitti hana á
prestastefnunni fyrir helgi.
„í tilefni af því að 400 ár er liðin
frá prentun Guðbrandsbiblíunn-
ar þá hefur 1984 verið gert að Ári
Biblíunnar og Bíblíufélagið
stendur því fyrir fræðslu og
hvatningu um aukinn biblíulestur
í landinu. En til að svo verði
þurfa náttúrlega prestarnir að
taka þátt í því, bjóða söfnuðun-
um uppá samlestur á Biblíunni,
þar sem farið er í ritningarstaði
og þeir ræddir og skýrðir, ef til
vill út frá nýjum sjónarhornum. í
því sambandi má geta þess að
stjórn Biblíufélagsins hefur gefið
út biblíulestrarskrá, þar sem gef-
inn er upp einn ritningarstaður
fyrir sérhvern dag“.
- Heldurðu að fólk lesi gjarnan
Biblíuna?
„Það er erfitt að segja. Ef ég
segi nei, þá er ég í rauninni að
dæma fólk sem ég þekki ekki og
hef ekki leyfi til. Ef ég á hins veg-
ar að vera hreinskilin, þá óttast
ég að það sé allt of títt að Biblían
sé bara höfð í fallegu bandi uppi í
skáp. Því viljum við hins vegar
breyta. Ég veit að það er talsvert
um að jafnvel trúað fólk lesi ekki
Biblíuna að staðaldri. Hinu má
ekki gleyma að fyrir okkur sem
erum trúuð, þá er Biblían sálar-
fæða, og alveg eins og líkamann
þarf að næra með fæðu, þá þarf
líka að næra sálina. Og í Bib-
líunni finnum við allt það sem kir-
kjan byggir á, og þess vegna þarf
að auka þennan þátt kirkjustarfs-
ins“.
- En hvað gefur það fólki, sem
hvort eð er trúir?
„Mín reynsla er sú, að þeir sem
á annað borð hafa kjark til að
fara og taka þátt í biblíuleshóp -
og við skulum ekkert fela að til
þess þarf oft nokkurn kjark í upp-
hafi - þeir verða bæði ánægðir og
þakklátir eftir þá reynslu. Þeim
finnst það efla trúarlíf sitt og trú-
arskilning. Og við skulum ekki
gleyma að í Biblíuna er ævinlega
hægt að sækja eitthvað nýtt, - þó
hún sé gömul er hún alltaf eins og
ný“. ÖS
Fermingarsystkini frá lýðveldisárinu
Fermingarbörn frá árinu 1944. Pessi fermingarsystkini komu saman í Keflavík nýverið til að halda uppá
fermingarafmœlið. Af því tilefni stofnuðu þau sjóð sem renna skal til byggingar langlegudeildar við Sjúkra-
húsið í Keflavík.
Virkjanaframkvœmdir
Áhugi á samstarfi
Sovésk viðskiptasendinefnd í Reykjavík
Hafnar eru í Reykjavík við-
ræður sovéskrar og íslenskrar
nefndar um viðskipti milli þjóð-
anna. Formaður sovésku sendi-
nefndarinnar er Vladimír Simak-
ov, yfirmaður deildar þeirrar
sem annast viðskipti við vestræn
lönd í sovéska utanríkisráðuneyt-
inu. í viðtali við APN lætur hann í
Ijós sérstakan áhuga á sovéskri
þátttöku í uppbyggingu raforku-
vera.
Viðræðurnar eru liður í reglu-
bundnum fundum um viðskipti
landanna sem haldnir eru til
skiptis í Moskvu og Reykjavík.
I viðtalinu lætur Simakov í ljós
ánægju með viðskiptin, en í fyrra
nam útflutningur fslendinga til
Sovétríkjanna 44,6 miljónum
rúblna. Spurningu um það,
hvaða vandamál séu helst fyrir
hendi á sviði viðskipta landanna,
svarar hann á þessa leið:
„Þegar þessari spurningu er
svarað er við hæfi að tala ekki um
vandamálin, heldur um leiðir til
að þróa áfram gagnkvæm við-
skipti. Að okkar mati eru fyrir
hendi ásamt verslunarviðskipt-
unum, sem eru hefðbundið og
helsta form þessara tengsla milli
Sovétríkjanna og fslands, mögu-
leikar á að þróa frekar þessi
tengsl, sem eru fólgnir í sam-
komulagi, sem undirritað var
þann 2. júlí 1982 um efna-
hagssamstarf milli Sovétríkjanna
og íslands. Grundvöllur þessa
samkomulags er stöðug og hag-
stæð þróun viðskiptatengsla milli
Sovétríkjanna og íslands, vax-
andi þörf á þróun efnahagssam-
starfs á breiðari grundvelli. f dag
er framtíðin fólgin í samstarfi á
sviði byggingar raforkuvera, þar
sem þegar er fyrir hendi góð
reynsla, er „Sigalda" var reist.
Sovéska utanríkisviðskiptafyrir-
tækið „Energomashexport" býr
sig undir í félagi við fyrirtæki í
Austurríki og Vestur-Þýskalandi
að taka þátt í viðskiptum varð-
andi byggingu raforkuvers við
Blöndu. Sovéskir aðilar eru
reiðubúnir til margþætts sam-
starfs, þ.m.t. verkfræðiþjónustu,
sölu einkaleyfa o.s.frv.“
Jökulhlaup
Megn brenni-
steinsfýla
Sterk brennisteinsfýla, jökla- og orsök þess. Ekki væri óalgengt
fýla, fylgir jökulhlaupi í Emstru að smá gusur kæmu úr Emstru,
sem rennur úr Mýrdalsjökli um en mikil brennisteinsfýla fylgdi
Þórsmörk í Markarfljót. Jökui- þessu hlaupi. I tímans rás hafa
hlaupið hófst í gær og sagði Sigur- Kötluhlaup verið í ýmsar áttir,
jón Rist vatnamælingamaður í þannig að ekki er heldur hægt að
spjalli við Þjóðviljann í gær, að útiloka að sú gamla sé komin á
ómögulegt væri að segja á þessu kreik.
stigi um stærðargráðu hlaupsins -óg
í\i Stærsta frímerkja- sýning á íslandi
NORDIA 84
í Laugar- dalshöll 3.7-8.7 Opið í dag frá kl. 16.00 til 21.00. Sérstimpill fyrir DAG ÍSLANDS. Skemmtileg og fjölbreytileg sýning. Sýningarnefnd.
Svo skal böl boeta
MEGAS
grammt)
BRAGI
grammi
Laug^vegur 17 Simi 12040
MJJNIÐ
FERÐJ
VASA
BOKINA
Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar
upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika
innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók.
Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur,
upplýsingar um gististaði og aðra
ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn
erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og
margt fleira. Fæst í bókabúðum og
söluturnumumallt land.
Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi!
FJÖLVÍS
Síðumúla 6 Reykjavík
Sími 91-81290
Þriðjudagur 3. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19