Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
3. júlí 1984 145. tölublað 49. örgangur
DiðmnuiNN
Landsins forni
Samfelldur ís
frá Kögri að
Kolbeinsey
Kyrrstöðuhœð sunnan landsins sökudólgur,
- en jafnframt góðviðrisvaldur
Það er tæpur áratugur síðan
hafís hefur verið nær landi í
júlímánuði en nú, - árið 1975 var
ís norðan Vestfjarða og náði inn
Húnaflóa. Hafísinn nú er sam-
felldur dreifður ís og á eftir aðeins
um tíu sjómflur að Kolbeinsey að
austan og um 8 sjómflur að Kögri
að vestan.
15 stig
á Horni og
í Lissabon
Hornbjarg var einn hlý-
jasti staður í Evrópu í gær-
morgun klukkan sex, 15
stig, og í Vestur-Evrópu
var ekki heitara fyrren fór
að nálgast Miðjarðarhaf,-
íSuður-Frakklandi. Hit-
inn í Lissabon var jafn
Horni.
Hæg suðvestan átt yfir
fjöllin skapar þarna eins-
konar fönvind sagði okkur
Bragi Jónsson veðurfræð-
ingur, mikill raki í lofti
heldur hitanum, og að
auki var glaðasólskin á
Horni í gærmorgun.
í norðanverðri Evrópu
var hinsvegar norðlæg átt
ogsvaltskúraloft. -m
ísinn er misdreifður en þekur
að jafnaði um einn til þrjá tíundu
af yfirborði sjávar. Sumstaðar er
hann þó þéttari, til dæmis á Hala-
miðum.
ísinn virðist vera úr Vestur-
Grænlandsstraumnum, sagði Þór
Jakobsson á Veðurstofu, og
ástæða þess að hann guðar hér á
glugga er sennilega kyrrstöðu-
hæð fyrir sunnan land sem veldur
vestan og suðvestan átt fyrir
norðan og vestan. Þessi langvar-
andi suðvestanátt blæs beint á
venjulega rekstefnu íssins og
hrekur hann austur til okkar.
Kyrrstöðuhæðir munu á allri
jarðkringlunni algengastar hér
fyrir sunnan ísland, frá Græn-
landi til írlands. Margt er ókunn-
ugt í veðurfræðinni um þessar
hæðir, er meðal annars giskað á
að þær verði til í skjóli mikilla
fjallgarða og standi í tengslum við
mishæðir á yfirborði jarðar. Sé
því hafsvæði austan Grænlands-
jökuls og mikils meginlands í
Vesturheimi kjörland slíkra fyrir-
brigða.
Þessi hæð hefur að líkindum
fært okkur hafísinn, - en einnig
undanfarið góðviðri um land allt.
Landsins forni fjandi fer ekki
einsamall; á laugardag sáu skip-
verjar á Snorra Sturlusyni tvo
hvítabirni í ísjaðrinum útaf
Kögri, sennilega birnu með hún
sinn.
Horn
Jóhann hættir
Vitavörður í aldarfjórðung
Andstæðurnar hér eru
skemmtilegar, sagði Jóhann
vitavörður Pétursson á Horni í
gær, - þessi hlýindi og hafísinn í
sjónmáii hér utanvið. Hér er oft
blíðviðri á þessum tíma árs en
þessi hiti er óvanalegur.
Veður hefur verið mjög gott
alla síðustu viku á Horni og í gær-
morgun brá svo við að þar var
hæst hitastig allra veðurathugun-
arstöðva í norðanverðri Evrópu.
- Ferðamenn? Já, sagði Jó-
hann, í júní komu tveir dýrðlegir
hópar. I öðrum voru meðal ann-
arra klerkarnir á ísafirði og í Bol-
ungarvík, - það er í eina skiptið í
mín 24 ár að prestur hefur komið
hingað að vísitera, - hefur senni-
lega hugsað með sér að mannin-
um veitti ekki af guðs blessun
áður en hann fer í siðmenning-
una.
- Já, ég er að fara í ársfrí, og
hef enga trú á að ég komi aftur.
Tuttugu og fjögur ár eru langur
tími á þessum stað, það er mikil
einangrun. Nei, ég veit ekkert
hvað tekur við, ég ætla bara að
halda áfram að lifa þangað til ég
drepst. Maður er auðvitað fullur
af hugmyndum eingsog allir. Mig
hefur til dæmis alltaf langað til að
sjá betur þennan litla hnött sem
við svífum á í geimnum, - það má
vel vera að ég láti það rætast.
- Hann heitir Ragnar, sá sem
tekur við, sonur Gróu og Hall-
dórs sem hér var vitavörður, Víg-
Jóhann á Horni: ég ætla bara að
halda áfram að lifa þangað til ég
drepst.
lundssonar, hann var síðan á
Dalatanga. Ég held að skipið fari
frá Reykjavík um tvöleytið í dag
og verður þá komið á morgun, -
ég verð svo hér í þrjá eða fjóra
daga meðan hann er að komast
inní þetta.
- Heyrðu, er hún ekki þarna
hjá ykkur ennþá á Þjóðviljanum,
hún Guðrún Guðvarðardóttir?
Kysstu hana á ennið frá mér og
það vel!
Helgi
vann
Flateyjar
mótið
Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson troða svefnplássi sínu í poka
útí Flatey. (Mynd Alfí)
Helgi Ólafsson vann helgar-
mótið sem haldið var í Flatey.
Helgi fékk 6 1/2 vinning af 7
mögulegum. Hann vann alla sína
keppinauta nema Jón L. Árna-
son sem var í öðru sæti með 6
vinninga. Teflt var í frystihúsinu
og voru keppendurnir 32 hæst-
ánægðir með aðstöðuna og mót-
töku heimamanna. Gist var í
tjöldum og setti einmuna veður-
blíða svip sinn á mótshaldið.
Eysteinn Gíslason bóndi í Skál-
eyjum var meðal keppenda og fór
hann og í skoðunarferð með hóp-
inn.
Fjölmenni var í eyjunni um
helgina og á laugardagskveld var
slegið upp balli og dansað fram á
nótt.
Skúlagötusvœðið
Engin samkeppni!
Sjálfstœðisflokkurinn vill ekki samkeppni um skipulag
svœðisins til að fría lóðaeigendur við gatnagerðargjöldum.
r
Istað þess að bjóða til opinnar
samkeppni um skipulag Skúla-
götusvæðisins, einsog lofað var
þegar deilurnar um svæðið stóðu
sem hæst, hefur meirihluti skipu-
lagsnefndar Reykjavíkur nú lagt
til að Teiknistofu Guðmundar
Kr. Guðmundssonar og Ólafs
Sigurðssonar verði falið, í sam-
ráði við Björn Hallsson arkitekt,
að skipuleggja svæðið.
Sigurður Harðarson, sem er
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni, kvað skýringu meiri-
hlutamanna þá, að ekki væri tími
til samkeppninnar, því innan eins
og hálfs árs mun taka gildi
breyting sem veldur því að af
eignarlóðum þarf að greiða
gatnagerðargjöld. Skúlagötulóð-
irnar svokölluðu eru allar
eignarlóðir og yrði samkeppni
höfð um hönd er ljóst að ekki
ynnist tími til að samþykkja
teikningar af húsum þar áður en
fyrrnefnd breyting gengur í garð.
Ákvörðun meirihluta Skipu-
lagsnefndar, sem er skipaður
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins,
ræðst því ekki af umhyggju fyrir
hagsmunum borgarbúa og tilvon-
andi íbúa á svæðinu heldur af því
hvort hægt sé að fría eigendur
lóða þar við að greiða gatnagerð-
argjöld!
-ÖS
Eskifjörður
Líkfundur
í gærmorgun fannst lík í höfn-
inni á Eskifirði. Talið er víst að
það sé lík af skipverja af Hilmi II
en maðurinn týndist í janúar sl.
Lflcið hefur verið sent til Reykja-
víkur til krufningar.
Öryrkjabandalagið
Húsaleigan endurgreidd
ígœr var byrjað að endurgreiða íbúum
íhúsnœði Oryrkjabandalagsins 30% hœkkun á húsaleigu
sem sett var á í heimildarleysi.
Húsnæðisstjórn
Öryrkjabandalagsins hefur
ákveðið að taka til baka 30%
hækkun á húsaleigu í íbúðum sín-
um frá 1. júní sl. Eins og skýrt var
frá í helgarblaði Þjóðviljans var
þessi hækkun á húsalegu óheimil
þar sem Hagstofan hafði gefíð út
tilkynningu um 2% hækkun frá
og með þessum mánaðamótum.
Samkvæmt lögum sem Alþingi
samþykkti í vor er óheimilt að
hækka húsaleigu hverju sinni um-
fram það sem Hagstofan tilkynn-
ir.
„Við erum búin að vera að
endurgreiða fólki þessa hækkun
núna í dag og menn eru alveg
himinlifandi", sagði Anna Ing-
varsdóttir framkvæmdastjóri Ör-
yrkjabandalagsins í samtali í gær.
Hún sagði að hússtjóm banda-
lagsins hefði ekki verið kunnugt
um hin nýsamþykktu lög Alþing-
is þegar hækkun húsaleigunnar
var ákveðin. „2% hækkunin
tekur því gildi núna en við endur-
greiðum fólki þá leigu sem tekin
var í leyfisleysi í síðasta mánuði.
Við héldum að við værum að gera
það sem við mættum gera en fyrst
svo er ekki þá kemur ekki annað
til greina en að endurgreiða þessa
hækkun. Jafnframt verðum við
að leita nýrra leiða til að rétta af
rekstrarstöðu Öryrkjabandalags-
ins“, sagði Anna Ingvarsdóttir.
-•g-
(