Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 8
Framhald af bls. 7 ur upp ef menn hugsa sér aö and- stæðingur hafi sent heilan flota af eldflaugum af stað og noti ýmis ráð til að trufla leitareld- flaugamar sem eiga að granda þeim. í grein í breska blaðinu Sunday Times er eftirfarandi dæmi tekið. Ef eldflaugaflota andstæðingsins er skotið upp, er best að reyna að eyða honum á fyrstu mínútunum - áður en kjarnorkuskeytin yfir- gefa sína burðareldflaug og halda áfram hvert í sína áttina. En til að gera það þyrfti helst að skjóta þær niður með lasergeislum úr gervihnöttum - og til þess að gervihnettirnir geti brugðist svo fljótt við, verða þeir að vera til- tölulega skammt frá jörðu. Og til að gervihnettir búnir laservopn- um verði verulega virk vörn gegn eldflaugum á uppleið, þurfa þeir að vera feiknarlega margir. Annar og þriðji áfangi eld- flauganna, þegar þær skjótast yfir hálfan hnöttinn á leið sinni til skotmarka, er sýnu lengri eða meira en tuttugu mínútur. Á þeim tíma mætti bæði nota geisla- vopn úr gervihnattavirkjum og svo, á síðasta skeiði, senda eld- flaugar af jörðu niðri upp á móti eldflaugum. En enn er úr vöndu að ráða: kjarnorkuskeytin eru nú margfalt fleiri en eldflaugarnar sem settu þær á loft, og það sem enn erfiðara er: það má grípa til ýmissa ráða til að trufla geisla- vopnin og „and“eldflaugarnar. Það er því afar ólíklegt, að nokkru sinni megi takast að smíða þann „skjöld" sem Reagan lét sig dreyma um í fyrra. Og kostnaðurinn er gífurlegur. Á einum stað er talað um að til að setja saman um 50 „fljúgandi virki“ úti í geimnum og gera þau virk þurfi að senda geimskutlur á loft hundrað þúsund sinnum. Og hvert slíkt ferðalag kostar 90 miljónir dollara. Sterk freisting Það er því ekki að undra þótt margir séu hikandi við að halda áfram á þeirri braut sem Reagan boðaði í fyrra. Bandaríska þingið fékkst ekki til að gefa leyfi fyrir skemmstu fyrir meiru en að til- raunir væru gerðar með ASAT, nýja elflaug sem Pentagon er að koma sér upp gegn gervihnöttum og á að geta skotið niður ýmsa þá sovésku njósnahnetti sem lágt fara. En austan og vestan hafsins fjölgar þeim, sem vildu helst ganga til samninga um að stöðva frekari tilraunir með vígbúnað til notkunar úti í geimnum. En vegna þess að Reagan og hans menn vita, að Bandaríkjamenn hafa töluvert tæknilegt forskot í þessum efnum og að Rússar hafa miklu síður efni á slíku kapp- hlaupi en þeir, þá er sú freisting bersýnilega sterk að veifa stjörn- ustríðsógnuninni yfir keppinaut- um. -áb tók saman. HEIMURINN Hundrað daga dvali Hin pólitíska forysta Sovétríkjanna virðist engin svör eiga hvorki við skömmum né brosum Reagans Hvar í þessum heimi á maður á hættu að verða sagt upp störfum sakir þess að ættingi syngi í kirkjukór? í Sovétríkjunum - reyndar, og það hefur einmitt hent aðalritarann í Kírov iðnað- armiðstöðinni, norðaustan við Moskvu. í sambandi viö barátt- una „til að styrkja guðleysis- menntun verkamanna" er Kírov- flokksleiðtoginn „leystur frá skyldum sínum", vegna þess að tengdasonurinn tónlistarmennt- aði notar krafta sína i kirkjukórn- um. Saga sem þessi, hin grófa með- ferð á Ljúbímov, Sakharov og fleirum, hið almenna vonleysi er lagðist yfir Moskvu þegarTsjérn- énko var valinn eftirmaður Ánd- ropvs - verður ástandið e.t.v. aldrei öðruvísi í „föðurlandi sósí- alismans“? Það er freistandi að segja nei þegar litið er á 100 daga valdaferil Konstantíns Ústínovitsj Tsjérn- énkos sem aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Forysta Tsjérnénkos eru þrjú skref aftur- ábak eftir þau fjögur skref sem tekin voru fram á við er Androp- ov hóf agaherferð sína og tilraun- ir til að gera efnahagskerfið virk- ara. Reyndar munu margar tilraun- ir sem settar voru af stað áður en Tsjérnénko kom til valda, halda áfram. En þær vantar þann kraft sem miðstýrt frumkvæði getur gefið. Þetta á meðal annars við um tilraunir með annars konar stjórn í iðnaði og þetta á einnig við um hið nýja launakerfi sem á að umbuna hinum eljusama en refsa hinum lata. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvers konar breytinga er að vænta þegar forystan virðist ger- samlega áhugalaus þrátt fyrir hin alvarlegu vandamál í efna- hagsmálum. Greinilegt er að stjórnvöld skimast nú meir eftir gagnrýnis- röddum en verið hefur til margra ára. En ekki heldur stór- hreingerningar eru í gangi í flokks- og ríkisapparatinu. í rauninni er ekkert. Vetrardvali Sovétríkin virðast hafa lagst í dvala og það á gersamlega röngu augnabliki bæði hvað varðar árs- tíð og gang stjórnmála. Ef yfir höfuð eitthvert kennimark væri hægt að setja á Tsjérnénko yrði það að hann er erkirússi, þungur og leiðinlegur. Aldur hans er í sjálfu sér vandamál. Hann var 72 ára er hann var valinn aðalritari flokksins, elstur karla. Og eftir að hafa séð á eftir tveimur flokks- leiðtogum í gröfina á 18 mánuð- um hljóta allir Sovét-borgarar að líta á þetta sem vandamál. Ef til vill er verið að bera í bætifláka fyrir þetta þegar Tsjérnénko hvað eftir annað er sýndur með sérstaklega manneskjulegt and- lit. í ofanálag hefur hann oft sést opinberlega með fjölskyldu sinni, nokkuð sem er óvenjulegt með sovéska leiðtoga. Stundum er talað um Tsjém- énko sem Brézjnévs mann. En hann hefur í raun meiri erki- rússneska tilhneigingu til að ein- angra sig og nöldra bara í heimin- um um slæma meðferð. Utanríkisstefna Tsjérnénkos hefur að því er virðist verið inni- haldsríkari en innanríkisstefnan. Og tónninn er kaldranalegri en verið hefur til langs tíma. Sprengjuárásirnar í Afganistan í apríl eru hrottafengnasta sovéska stríðsaðgerðin síðan innrásin átti sér stað í desember 1979. í fyrri- hluta maí-mánaðar kom svo til- kynningin um að Sovétmenn tækju ekki þátt í sumarólympíu- leikunum, ákvörðun um að aflýsa heimsókn varaforsætisráðherr- ans til Peking og yfirlýsing um að komið yrði fyrir fleiri kjarnorku- eldflaugum í Austur-Evrópu. sína til að reka fleyg í Vestur- blokkina. Tsjérnénko hefur tekið á móti nokkrum vestrænum leið- togum, þar á meðal utanrfkisráð- herra Ítalíu, Andreotti, og Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. Allir hafa þeir komið aftur, snúið heim skapillir vegna þess hve árangur- inn hefur verið rýr. Kremlverjar minntust ekki einu sinni á tillögu Craxis, forsætisráðherra Ítalíu, um að NATO hætti að koma fyrir venjulega. Sovétríkin hafa aftur á móti öll bestu skilyrði til að beita séná alþjóðavettvangi. Þess í stað virðast allar yfirlýsingar frá Kreml aðeins styrkja Reagan í kosningabaráttunni. Vera kann að sovésku leiðtogarnir álíti að þeir séu að gera demókrötum gagn. Líklegra er þó að þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera. Ef til vill hefur bara ein einasta ákvörðun verið tekin í Moskvu Tsjérnénkos: ákvörðun- Möguleikarnir eyðilagðir Þetta kann að líta út sem vel hugsuð ráðagerð til að setja heiminn í réttar skorður. En engu að síður - efinn gerir vart við sig þegar litið er á áhrifin af tillögum á alþjóðavettvangi. Ef ráðagerð- in finnst, er hún í öllu falli póli- tískt heimskuleg. Nú þegar Mos- kva, með nokkrum rétti, telur sig undir þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum, því í ósköpunum var þá ekki notað tækifærið til að ræða við Kínverja um hvað Reagan hafði að segja þegar hann heim- sótti Peking á dögunum? Það get- ur ekki kallast pólitískt snjallt að snúa móðgandi bakinu í Kína með barnalegum fullyrðingum um að Kínverjar taki þátt í anti- sovétískum áróðri Reagans. Og hvað varðar Vestur- Evrópu þá virðist Moskva stöðugt eyðileggja möguleika kjarnorkueldflaugum ef Genfar- viðræðurnar haldi áfram. Sovét- ríkin hafa aðeins endurtekið sín skilyrði: fyrst verða allar nyjar amerískar eldflaugar að hverfa. Bandarísku forseta- kosningarnar Að öllum líkindum fær Franco- is Mitterrand Frakklandsforseti einnig að hlusta á ræðurnar um að Sovétríkin séu ævinlega hinn kvaldi aðili. (Svo reyndist vera.) Og á eftir honum munu fleiri leið- togar ferðast til Moskvu til einsk- is á meðan Tsjérnénko er við völd - eða a.m.k. fram yfir forsetak- osningarnar bandarísku. Það er útilokað að Moskva haldi að hægt sé að koma Reagan á kné með þessum hætti. f kosningabaráttunni verður Reagan að haga sér ögn skár en in um að taka ekki ákvarðanir yfir höfuð. Það lítur heldur ekki út fyrir að Sovétforystan viti hvernig hún á að leika leiknum ef Reagan verð- ur áfram húsbóndi í Hvíta húsinu eftir kosningar. Það hefði e.t.v. verið klókt af Sovétmönnum að athuga möguleikana á að gefa Bandaríkin upp á bátinn sem ei- líflega miðju sovéskrar utanríkis- stefnu - ef Reagan skyldi vinna kosningarnar. Langa nefið sem þeir gáfu Kína og aðgerðarleysið gagnvart ólgunni í NATO benda þó eindregið í aðra átt. í raun bendir þetta ekki á neitt annað en dvala. Ætli það væri ekki öðruvísi ef við völd væri heilbrigður And- ropov. Eða ef þeir hefðu tekið afleiðingunum af því að erkirúss- arnir í stjórnmálaráðinu eru ann- aðhvort dauðir eða of gamlir til annars en að rymja til heimsins úr dvala sínum. Pýtt úr Ny tid Árni Pór Sigurðsson. Átján mánaða fæðingarorlof Foreldrar geta verið í launuðu leyfi frá störfum í eitt og hálft ár vegna barnsfæð- ingar og hvert barn sem orðið er átján mánaða á rétt til dagvistunar. Þetta eru markmið sem sænskir sósíaldemókratar eru að setja sér í félgsmálum og ætla þeir að reyna að koma þessum breyting- um á um 1990 og á næstu árum. Hér er annarsvegar um útfærslu á sósíaldemókratískri velferðar- stefnu að ræða og hins vegar má þess geta, að Svíar munu, eins og ýmsar velferðarþjóðir aðrar, hafa af því nokkrar áhyggjur hve ört barnsfæðingum fækkar í landinu. Þessvegna sé nauðsyn- legt að gera betur fyrir þá sem enn vilja börn eignast. Svíar hafa þegar komið á tólf mánaða fæðingarorlofi. Fyrstu níu mánuðina er greitt eftir sömu reglum og til þeirra sem njóta sjúkratrygginga - til þess foreldr- is sem heim er og passar barnið. Síðustu þrjá mánuðina er greitt eftir svonefndri lágmarkstrygg- ingu, sem nú nemur 37 krónum sænskum á dag en á að fara upp í 48 krónur á næstunni. -áb 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.