Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 5
„Ég held að hljóðið sé betra hjá fólkinu en forystunni“ Verkalýðshreyfingin verður sjálf að leggja fram svörin við verðbólguvandamálinu segir Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Vöku á Siglufirði í viðtali viðAra Trausta Guðmundsson Norðan við verslun Verslunar- félagsins á Siglufirði er háreist steinhús. Þar á jarðhæðinni býr hann Kolbeinn; lágvaxinn og dökkur yfirlitum, alvarlegur í bragði alla jafna og titlaður for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku, með um 700-800 skráða félags- menn, bæði til sjós og lands. Að honum settist ég snemmsumars, reykti Camel manninum til sam- lætis og drakk sterkt kaffi í eld- húskróknum. Það er þægilegt að hafa blaða- viðtal við mann eins og Kolbein Friðbjarnarson. Hann talar hægt og mótar setningar af nákvæmni, stuttorður og vafningalaus. Auk verkalýðsmálastarfanna hefur Kolbeinn setið í bæjarstjórn Sigl- ufjarðar fyrir Alþýðubandalagið. Ekki beindust viðræður okkar þó að bæjarmálum, heldur verka- lýðsmálum. Allt slíkt er rangt Minnugur margra yfirlýsinga um versnandi launakjör alþýðu- fólks, ákvað ég að spyrja fyrst um lífskjör verkafólks á Siglufirði. „Samanburður á kaupmætti nú og fyrir einu ári er einfaldur. Kaupmátturinn fjórðungi lakari, kannski meira. Þar á undan hafði kaupmátturinn dalað, en öngvan veginn mikið. Taki maður kaupmáttartölur frá árunum 1981 og ’82 og ber saman við tölur frá næstu árum á undan, sést að ekki er um umtalsvert hrap að ræða. Kaupmáttartölur og línu- rit, sem við fáum frá Kjara- rannsóknarnefnd, sýna þetta, og hvað sem líður forsendunum, sko, ætti samanburður milli ára að vera nærri lagi; hvað sem upp- runalegu forsendunum líður. Á fyrri hluta ársins ’83 verður tölu- vert sig, sem er þó lítið saman- borið við afleiðingar efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinn- ar í maí sama ár. Ég hef orðið var við ef menn vilja draga úr þeim með því að vísa til þess að þama sé svipað að farið og áður, en allt slíkt er rangt, því þarna eru ekki sambærilegar aðgerðir á ferðinni, fjarri því, ekki að magni til, þótt eðlið sé það sama.“ Hversvegna veik viðbrögð? Og álit Kolbeins Friðbjarnar- sonar á viðbrögðum verkalýðs- hreyfingarinnar? „Ja, viðbrögðin voru ákaflega veik. Spurningin er hvers vegna. Líklegasta svarið er að fólk er orðið svo ótrúlega værukært. Á 8. áratugnum varð töluverð kaupmáttaraukning og næg atvinna, lífskjörin fóru batnandi. Á þessum ámm kemur nær aldrei til verulegra stéttaátaka, helst mætti minna á 1978, mótmæla- verkfall í 2 daga í mars, og síðan útflutnings- og eftirvinnubann. Einhver smáátök vom 1976. Fólk verður bara þetta værukært; fólki virðist það heyra sögunni til að menn þurfi að berjast fyrir því að hafa það gott. Kannski er þetta ekki rétt, en ég held þó að þarna fari veigamesta atriðið varðandi þessi slöku viðbrögð. Einhvern tíma kemur svo að því að aðförin að kaupmættinum gengur ekki lengur og það sem af okkur var tekið, verður endurheimt aftur, jafnvel strax á næsta ári. En af reynslunni mætti svo ætla að dýr- tíðin yrði þá skrúfuð upp aftur; það er að segja ef ekkert skeður samhliða kaupmáttaraukning- unni, sem heldur verði niðri.“ Kolbeinn Friðbjarnarson: Það hetur verið fjandi mikil deyfð yfir öllu en nú finnst mér hljóðið vera að breytast hjá fólki. Eitt veit ég þó Meðan Kolbeinn talar, tek ég eftir því að hárið er farið að grána, drættir í andlitinu hafa dýpkað. Ég ákveð að fylgja svar- inu eftir: „Þú segir: „Ef ekkert annað skeður samhliða...“ Viltu þá leysa málin pólitískt?" Nú hlær Kolbeinn: „Gæti ég það í fáum orðum, væri ég stælt- ari en ég er. Eitt veit ég þó: Að kjaraskerðingin kemur jafn þungt á alla, sem þýðir að fólk með mjög lág laun tekur hlut- fallslega þyngstar byrðar. Auðvitað hefði mátt framkvæma þetta á annan veg og taka minnst neðst í skalanum, hlutfallslega af laununum. Hækki nú laun, þyrfti það að ske þannig að hækkunin yrði mest hjá fólki með lægstu launin. Hvort það leysir allan vanda, veit ég ekki. Til viðbótar kemur svo náttúrulega þetta með verðhækkanir í kjölfar launa- hækkana. Hafa menn ekki verið að glfma við verðbólguvandann í áratugi? Án árangurs. Núna er verðbólgunni þrykkt niður með því að skerða launin; sama að- gerðin og áður, nema bara með öfugu formerki. Enginn hefur bent á annað og ég hef allra síst hina réttu lausn. Vantar meiri umfjöllun „Vantar þá ekki meiri umfjöll- un meðal vinstri manna um hvernig koma megi í veg fyrir að atvinnurekendur hafi alltaf síð- asta orðið og geti tekið launa- hækkanir aftur með verðhækk- unum,“ spyr ég. „Jú, svo sannarlega og ég hef einmitt hamrað á því á þingum verkalýðshreyfingarinnar að hún verði sjálf að leggja fram svör við verðbólguvandamálinu. Við- brögðin við kaupkröfum er sama síbyljan um víxlhækkanir verð- lags og kaupgjalds; það gengur bara ekki frá okkar hendi. En enn sem komið er hafa tillögur hreyfingarinnar verið svo gott sem engar“. Talið berst að verkalýðsforyst- unni. Hana segir Kolbeinn spegla innra ástand og vilja félagsmanna á hverjum tíma, frekar en annað og spurningu minni um lýðræði í verkalýðshreyfingunni nær Kol- beinn ekki að svara nema á hlaupum, því síminn truflar. Hann hefur eitt og annað við lýð- ræðið að athuga í smáatriðum heyrist mér úr fjarlægð og ég á- kveð að spyrja hann nánar út í fáin atriði meðan ég virði fyrir mér reykskýið eftir Kolbein. Við byrjum á kröfugerð og samning- um þegar hann sest aftur. „Það er ákaflega erfitt að segja að það hafi ávallt átt að fylgja þeirri stefnu að hafa samflot í samningum; á stundum standa Þriðjudagur 3. júlí 1984 ÍÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.