Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 6
LANDÐ FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir meö bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góöa viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Starf skólamála- fulltrúa KÍ Kennarasamband íslands óskar eftir aö ráða skólamálafulltrúa er sinni skólamálaþætt- inum í rekstri skrifstofu KÍ og verði starfsmað- ur skólamálaráðs. Um er að ræða 1/2 starf frá 1. sept. n.k. og þarf viðkomandi að hafa kennaramenntun og reynslu í kennslu. Skriflegar umsóknir sendist stjórn KÍ, Grettisgötu 89,105 Reykja- vík fyrir 1. ágúst n.k. Stjórn KÍ. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg óskar að ráða skrif- stofustjóra. Krafist er stjórnunarmenntunar, helst á háskólastigi, og starfsreynslu. Upp- lýsingar gefur hafnarstjóri í síma 28211. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9 VI hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 9. júlí 1984. Vísindastyrkir Atlants- hafsbandalagsins 1984 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni nemur um 560.000. kr. og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellowships" - skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina svo og upplýs- ingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 28. júní 1984. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Hjáfmar Ólafsson Skjólbraut 9 Kópavogi verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl' 13 30- Nanna Björnsdóttir Dóra Hjálmarsdóttir Ólafur Hjálmarsson Björn Hjálmarsson Eiríkur Hjálmarsson Helgi Hjalmarsson Vigdís Esradóttir tengdabörn og barnabörn. mál þannig að bestu samningar nást með sjálfstæðum aðgerðum smærri eininga. En núna held ég til að mynda að heildarsamningar gefi besta raun. Svo mætti líka hyggja betur að kröfugerðinni, taka sér meiri tíma og leita breiðar út með undirbúninginn". Ofskipulag Ég spyr Kolbein þá hvort hann hafi leitt hugann að breyttu skipuiagi í verkalýðshreyfing- unni? „Sko, þessi mál hafa verið til umræðu nú undanfarið og reyndar svo lengi sem ég man eftir í verkalýðshreyfingunni. Það hefur aldrei neitt komið út úr þeirri umræðu, sem reyndar er nauðsynleg. En það sem ég þekki til hér er nú þannig að flest vinn- andi fólk er í þessu eina félagi, sem aftur er deildaskipt, þannig að hver starfsgrein hefur sína eigin deild. Ég hygg að skipulagið geti nánast ekki verið öðru vísi en það er og það varð til að fenginni reynslu og hentar til að halda uppi öflugu félagi í kaupstað af þessari stærð. Einhverjar breytingar sem ákveðnar væru ofanfrá, á þessu skipulagi, ganga ekki. Og hvað sem líður talinu um breytingar í 'heild eða annars staðar, þá þarf okkar skipulag ekki að henta alls staðar, og ég gæti vel ímyndað mér annað skipulag henta í Reykjavík. Að mínu mati er orðin til ofskipu- lagning innan hreyfíngarinnar í þeirri merkingu að við erum með félögin skipulögð í svæðasamb- öndum, ein sex sambönd, svo eru það sérgreinasamböndin þvert á þetta og Ioks allt skipulagt innan ASÍ. Þetta er full þunglamalegt og óþarflega flókin skipulagning. Svæðasamböndin sum hver eru sama sem dauð; bara gjaldstofn- ar. Þetta á t.d. við um Alþýðu- samband Norðurlands, en síður kannski um t.d. Alþýðusamband Vestfjarða. Það hefur að nokkru leyti annast samningana, en þó hefur oftast verið um það að ræða að semja eftirá“. Pólitík og flokkapólitík Undir hvæsi hraðsuðuketilsins og kaffilögun númer tvö færi ég talið að pólitík og verkalýðs- hreyfingunni. Kolbeinn hugsar sig vel um og byrjar á því að minna á mun á pólitík almennt og flokkapólitík. Hann segir: „Það gefur auga leið að verka- lýðshreyfingin getur aldrei verið annað en pólitísk í aðra röndina, rétt eins og önnur þjóðfélags- samtök. Hún þarf ekki né á að vera flokkspólitísk, enda eru flokkspólitísku viðhorfin jafn mörg og fjölbreytt innan hreyfingarinnar eins og í þjóðfé- laginu almennt. Viðhorf minna félagsmanna eru jafn fjölbreytt og t.d. kosningaúrslit í al- mennum kosningum og það er ekki hægt að afgreiða mál út frá flokkspólitískum viðhorfum. Hitt er svo annað mál að mér finnst vera mikill munur á stefn- umálum flokkanna í landinu að því leyti til að viðhorf flokkanna eru ýmist í samræmi við hagsmuni vinnandi fólks eða því gjörsamlega andsnúin. Einhver annar félagsmaður hefur gagn- stæðar skoðanir á þessu. Það yrði upplausn í hreyfingunni ef flokkspólitísk skipting væri inn- leidd þar. Nú er ég sósíalisti, en sá flokkur, sem ég hef starfað lítillega fyrir og þá aðallega á öðr- um vettvangi, hefur aðeins óbein áhrif og kannski lítil á verkalýðs- félagið hér á Siglufirði. Einhver sérstök tengsl eða stuðningur á hvorn veginn sem vera skal, er ekki fyrir hendi“. Ég spyr þá hvort vinnandi fólki sé ekki nauðsyn á því að öflugur sósíalískur flokkur starfi til hliðar við verkalýðshreyfinguna; slík spurning myndi víst teljast leiðandi og ekki samkvæmt bókum hlutlausrar blaða- mennsku. „Mér finnst ýmislegt ábótavant í þeim efnum. Frá stofnun Al- þýðubandalagsins hef ég verið óánægður með sum stefnumál þess flokks og auðvitað hefði ég kosið að hann væri heilsteyptari og róttækari og félli sjaldnar í tækifærisgildrur. Annars er þetta hreinasta samviskumál sem þú ert að hreyfa við, þarna góði minn“, segir viðmælandinn hálf afsak- andi. Eitt vil ég nefna Já, er ekki gott að þetta komi þá fram, segi ég vongóður. „Kannski það“, svarar Kol- beinn“, en maður starfar þarna nánast eingöngu af því að það hefur ekki verið til annar starfs- vettvangur, sem maður getur haft einhverja trú á. Varðandi hina ýmsu vinstri hópa, þá hafði ég alltaf þá skoðun, og hef reyndar enn, að það þýddi ekki að rífa upp starf á svo þröngum grunni sem þeir reyndu. Starfið skilaði vissulega einhverju en það náði ekki að hafa áhrif í þjóðfélaginu. Ég og fleiri völdum sem sagt skásta kostinn. Mér finnst það áberandi nú síðustu árin að hin óbeinu áhrif róttækra manna á verkalýðshreyfinguna hafa minnkað í samanburði við t.d. tíma Sósíalistaflokksins, að ég tali nú ekki um á 3. og 4. áratug- inn. Þá voru áhrifin gífurlega mikíl vegna þess að nánast sömu menn stóðu í faglegu og pólitísku forystunni. Nú veit annar armur- inn ekki oft hvað hinn er að gera. Ástæðurnar eru margar, þótt ég hafi ekki reynt að skilja það til hlítar. En eitt vil ég þó nefna. Við höfum ekki lengur jafn mikilhæfa forystumenn og áður, sérstaklega innan verkalýðshreyfingarinnar, þar sem forystan, almennt séð, er grútmáttlaus sem samvirk heild; undantekningar eru fáar.“ Ástæða til bjartsýni Þessu næst bið ég Kolbein um einhver ráð til úrbóta. „Þú spyrð stórt aftur. Mér kemur ekki í hug að ég hafi ein- hverjar patentlausnir. Eitt er nú það að þeir menn, sem við höfum kosið til að sinna ákveðnu og flóknu forystuhlutverki, hafa bara ekki sinnt því alla jafna. Af hverju ekki? Nú, sumpart eru mennirnir ekki nógu hæfir, og sumpart hefur þjóðfélagið breyst miög mikið og mennirnir með og viðhorfin eru þau að mikið meira þurfi ekki að gera en gert er. Það þarf að koma við aukinni fræðslu, eins og nú nefndir, og yfirhöfuð mun meira starf á mörgum svið- um“. Stutt er til 1. september og mér leikur hugur á að vita hvað Kol- beinn hugsar um þennan D-dag kjarabaráttunnar. „Þér að segja hef ég nýlega set- ið eina ráðstefnu ASÍ og þar heyrði ég sterkar en nokkru sinni fyrr þær skoðanir að aðstæður meðal fólks heimiluðu ekki harð- ar aðgerðir. Þetta hefur verið reglan síðan ’77-’78, en síðan þá hefur verið fjandi mikil deyfð yfir öllu og samningum fleytt nærri óbreyttum frá ári til árs, þar til hrapið varð núna. Það hefur ver- ið talið vonlítið að reyna og marg- ir sætt sig við það að fólk væri ekki tilbúið í hart. Þessi söngur hefur aldrei verið jafn aumur og nú í maí. Og ég er alveg viss' um að ef þessi tónn einkennir þessa þrjá mánuði fram að september, þá verður ekkert gert 1. spet.; ég meina ef ske á eitthvað annað en uppsögn samninga, ef takast á að ná einhverju til baka með þeirri nauðsynlegu baráttu sem fylgir. Ég er svartsýnn að tónninn breytist úr þessu og líka svartsýnn á að kjörin batni á næsta ári og kannski þarnæsta líka, þótt þau versni kannski ekki úr þessu. Sjálfur held ég að hljóðið í fólk- inu sé almennt betra en hjá for- ystunni. Það þykist ég hafa hler- að og þess vegna kunna viðhorfin að breytast og því ástæða til að vera bjartsýnni en menn almennt voru þarna á ráðstefnunni." Með þessum orðum slekk ég á segulbandstækinu og við Kol- beinn snúum okkur að umræð- um, sem ekki eiga erindi á þrykk. Svo kveð ég Kolbein Friðbjarn- arson á hlaðinu og get ekki annað en hugsað um þann mikla fjölda fólks í landinu, sem býr við þau mannréttindi að vera virt á 75- 100 krónur á vinnustund í gósen- landinu. Með frásögninni af vélakaupum Álafossmanna, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag, voru myndir af tveimur hinna nýju véla, vefstólnum og prjónavélinni. Hér sjáum við svo tvinningarvélina ásamt belgísku vélamönnunum þeim Daníel Chignesse og Marcel Guyot. Mynd: Atli. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.