Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN Dugnaðarforkarnir Eðvald, Benedikt, Pétur, Jón Björn, Gunnar E. og Gunnar Ö. Besta vinna sem maður hefur haft Borgarráð Reykjavíkur og Atvinnumálanefnd Reykjavíkur féllust nýlega á tillögur æskulvðs- ráðs um að ráðið megi í sumar gera tilraun með vinnuhóp ung- linga í tengslum við starfsemi æskulýðsráðs. Er þetta hópur 12 unglinga ásamt 2 verkstjórum sem er til þjónustu fyrir borgar- búa, fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík. Er fólki boðið að leigja þennan flokk, eða minni hóp eftir þörfum til að leysa hin ýmsu verkefni. Síöastliðna viku voru sex úr hópnum að vinna við félagsmið- stöðina Ársel í Árbæ og við kíkt- um þangað til að athuga hvað þeir eru að fást við. Tómas Guðjónsson, verkstjórí: Allt mögulegt. Þetta er skipu- lagt á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og er aðallega fyrir unglinga sem ekki hafa fengið vinnu í sumar. Þetta er annars eðlis en unglingavinnan á vegum borgarinnar. Það er hærra kaup hérna og gert er ráð fyrir að þetta standi undir sér. Hópurinn gerir tilboð í hin ýmsu verkefni, t.d. hreinsa og gera upp lóðir og garða, hreinsa timbur og þvo glugga Hérna í Arseli er þessi sex manna hópur að reisa girðingu, hinn helmingurinn af hópnum er niðri í Þróttheimum, það eru fjórir strákar og tvær stelpur. Tómas verkstjóri. Krakkarnir koma héðan og þaðan. Það var haft samband við krakka sem við vissum að voru atvinnulausir. Nú, fimm af krökkunum eru frá Útideildinni. þetta hefur gefist mjög vel þessa fyrstu viku. Þau eru geysilega dugleg. T.d. þessi hópur, sem byrjaði hér uppi í Árseli á mánu- daginn fyrir hádegi og átti að ljúka á föstudagseftirmiðdag, er svo duglegur að hann klárar verk- efnið um hádegi á fimmtudag. Síðan er óráðið hvað þessi hóp- ur fer að gera, nema einn úr hópnum fer að höggva víra og mála fyrir fyrirtæki hér í bænum á morgun. Það er hægt að leigja frá einum og upp í tólf af þessum hóp. Það verður ekki bætt við hópinn í sumar, hann er hæfilega stór þar sem þetta er tilraun fyrir næsta sumar. Það var líka dálítið seint farið af stað. Fyrirmyndin að þessu er félagsmiðstöðin á Akranesi sem er með svona vinnuhóp í gangi í bænum. Hér er unnið eftir svip- uðu kerfi og þar - leitað að til- boðum og unnið eftir því. Strákarnir í hópnum Eðvald, Benedikt, Pétur, Jón Björn, Gunnar E. og Gunnar Ö eru á aldrinum 15-18 ára, og hvert skyldi svo vera þeirra álit á sumarstarfinu? Besta vinna sem maður hefur haft. Þetta er svo skemmtilegur hópur, að vísu latir einstaklingar inn á milli, viljum ekki nefna nein nöfn. Nei annars okkur finnst mjög gaman að vinna saman. Kaupið er líka gott, svo fær mað- ur að vinna í friði. Það er ekki alltaf verið að reka á eftir manni. Hvað hafíð þið unnið áður? Við höfum allir ýmist verið í skógrækt, byggingavinnu og ver- ið í sveit hingað til. Gunnar E: Við Eðvald vorum þingsveinar í vetur. Það var ágætt. En kaupið ferlega lélegt, 12.600 fyrir 9-5 vinnu. Hvað gerið þið um helgar? Förum út að skemmta okkur, dettum í það eða bara eitthvað. Sumir fara í Best diskótekið í Kópavogi. Gunnar E: Við Jón Bjöm erum að spila í hljómsveit. Við höfum að vísu ekki fundið nafn á hana ennþá. Við höfum bara æft saman í tvo mánuði, spilum létta dægurmúsík. Við emm því mikið á hljómsveitaræfingum um helg- ar. Við vinnum frá 8-4, þá förum við bara heim og leggjum okkur. Þetta er mjög gott. Verst að mað- ur verður að leita sér að nýrri vinnu í haust. Þá viljum við helst fá vinnu eins og þessa, annars för- um við bara að æfa breakdans eða bara gömlu dansana. Hvaða músík viljið þið helst hlusta á? Pétur: Þungarokk, svona 100 kfló. Undir þetta tók allur hópur- inn. Við viljum helst hlusta á Blackfoot, White Snake, Deep Purple, Pink Floyd og Black Sabbath. Frístund er t.d ágætur þáttur, en í honum er ekki nógu mikið þungarokk. Nú, fyrst við erum að tala um útvarp þá viljum við líka tala um sjónvarp. Það er þrællélegt. Við viljum meira af klíkumyndum, t.d. Áfram- myndir, Woody Allen og tékk- neskar teiknimyndir og að lokum viljum við fá sýningar um miðjar nætur á dökkbláum myndum með gulhvítum slettum..... Við viljum koma fleiri óskum á framfæri. Við óskum eftir stúlk- um eða Eiríki Fjalar til að stytta okkur stundir. Svo viljum við fá fleiri blaðamenn, okkur finnst svo gaman að tala. ss BEST DISKÓTEK Nýlega var opnað nýtt unglingadiskótek í Kópavogi. Það ber nafnið Best-diskótek og er til húsa í Bíóhöllinni. Húsið er eitt það sérkennilegasta að koma inn í, ósköp venjulegur bíósalur með dansgólfi fyrir framan sýningartjaldið. Enda er ætlunin að þarna verði kvikmyndasýningar á laugar- dagskvöldum, áður en diskóið sjálft hefst kl. 22. Verða þá sýnd- ar léttar kvikmyndir við hæfi tán- inga. Salurinn rúmar 460 manns, og er húsnæðið rúmgott að sjá og dansgólfið bara nokkuð stórt. Eigendur eru Guðfinnur Þórðar- son, Bjarni Þórðarson og Örn Karlsson. Þriðiudagur 3. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.