Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 7
t*rc* kti* CalitKiii PACIFIC Leitarskeytið, búið næmum „þreifurum" hefur hitt árasarskeytið. Lltlakortiðsýnirþá miklu vegalengd sem fara þurfti til að „kúla hltti kúlu“ 170 km uppi i háloftunum. Stefnt á stjörnu- stríð? Eldflaug skaut niður eldflaug úti í geimnum „Stjörnustríö" - meö öörum orðum aukin vígvæðing úti í geimnum, erafturmjög ádag- skrá. Ástæöan er ekki síst sú, aö fyrir skömmu tókst Banda- ríkjamönnum aö láta eldflaug granda eldflaug úti í geimnum eða „hitta bysskúlu meö byssukúlu" eins og komist var að orði. í annan staö hefur Reagan forseti á kosningaári nýveriö tekið upp vinsamlegri tón í garö Sovétmanna og lagt til aö æöstu menn hittist, ekki síst til þess að ráöa vopn sem nota mætti gegn gervi- hnöttum og annað þesshátt- ar. Nú síðast um helgina hafa Sovétmenn hafnaö þessum hugmyndum í bili, aö líkindum vegna þess aö þeir vilja ekk- ert gera sem komi sér vel fyrir Reagan rétt fyrir kosningar. Eldflaugatilraunin sem fyrr var nefnd er talin verulegt tækniaf- rek. Skeytin, sem mættust hátt yfir Kyrrahafi, voru ekki nema svo sem metri á lengd og 18 þuntl- ungar í þvermál. Annað skeytið kom frá einni af bækistöðvum bandaríska flughersins í Kalif- orníu og átti að tákna kjarnork- uskeyti. Hitt skeytið, vopnað „þreifurum“ sem líktust einna helst regnhlífargrind, fór af stað 50 mínútum síðar frá Kwajalein á Marshalleyjum, um 7000 km frá Kaliforníu. Skeytin stefndu hvort í veg fyrir annað með meira en 30 þús km hraða á sekúndu - og rák- ust á eins og ráð var fyrir gert. Vafasöm vopn í þessum atburði sjá margir upphaf þess, að Bandaríkin komi sér upp óbilandi vörnum til að granda sovéskum eldflaugum - en urn slíkar varnir flutti Reagan forseti stjörnustríðsræðu sína í marsmánuði í fyrra. í þeirri ræðu taldi Reagan, að betra væri að koma upp slíkum „skildi" gegn kjarnorkuvopnum en treysta á „gagnkvæma fæl- ingu“ eins og núna. En sérfræð- ingar og stjórnmálamenn í austri sem vestri hafa síðan andmælt þessari kenningu með mörgum rökum. Þeir segja að eldflauga- varnir af þessu tagi verði óhemju dýrar og það sé ólíklegt, að það takist að gera þær öruggar. Og kannski verði þær í sjálfu sér til að auka líkurnar á því tortímandi allsherjarstríði sem menn þykjast ætla að koma í veg fyrir með þeim. Ef allt fer af stað Það er ekki svo ýkja mikill vandi að skjóta eldflaug niður með eldflaug, sem rennur á hit- ann frá hinni. En allt annað verð- Reagan á lítið á hættu Þegar hann nú býður Tsjernenko til fundar Fréttaskýrendum ber sam- an um að þaö hafi verið snjallt bragö hjá Reagan á dögun- um, aö breyta mjög um tón í garö Sovétríkjanna og bjóöa upp á fund æöstu manna sem tæki ekki síst fyrir takmarkanir vígbúnaðar. Hann hafi nefni- lega ekki þurft aö óttast þaö, aö sovéskir leiötogar kæmu honum í vanda meö því aö taka hann á orðinu og sjá hver alvara væri í orðum hans. Þeir séu nu í „vetrardvala" og vilji aö svo komnu ekkert það gera sem gæti litið svo út sem þeir treystu Reagan talandi um frið. Þannig segir fréttamaður breska blaðsins Observer í Was- hington til dæmis, að „það sýnast þá vera þeir í Moskvu en ekki þeir í Washington sem séu þráir og þverir og Reagan getur hirt hinn pólitíska ábata af því að vera samvinnuþýðari án þess að þurfa að gjalda fyrir með verði, sem dregur úr þeim orðstír harðsnú- ins andstæðings Sovétmanna sem hann nýtur meðal sinna trú- föstu.“ - í sömu grein segir á þá leið, að Reagan hafi að undanförnu orðið fyrir nokkrum þrýstingi af hálfu ýmissa „hófsamari" Repúblik- ana, sem óttast um endurkjör sitt á næstunni. En að öðru leyti eru það hyggindi sem í hag koma hjá Reagan að sýnast nú sáttfús við Sovétmenn. Eins og bent var á í leiðara í Guardian fyrir skömmu, þá er áróðursstríðið nú með þeim hætti, að Reagan getur í kosning- aslagnum notið góðs af svo til öllu sem Sovétmenn gera eða gera ekki. Ef þeir hefðu tekið undir við hann núna síðast þá hefði hann getað veifað því að stefna hans að undanförnu hefði borið árangur. Og þegar þeir í Moskvu láta sér fátt um bros hans finnast - þá er hægt að nota það sem sönnun fyrir því að ekki þýði að tala við Rússa nema með tveim hrútshornum. Og sem annarsstaðar hér á síð- unni segir: hann stenst ekki þá freistingu að veifa stjörnustríðs- ógnuninni yfir andstæðingnum, og það er áreiðanlega ekki hepp- ilegasta byrjunin á friðarviðleitni eins og á stendur. -áb Umsjón: Árnl Bergmann □EFfcWCt ONEMkN ■ AND ONEMAN ONLY COULD SAVE THE UNIVERSE RöNNia Þriðjudagur 3. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.