Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Blaðsíða 11
LESENDUR ísfilm og hugsjón samvinnuhreyfingarinnar Höfuðlaus her ÞJÚÐVIIJINN Það er augljóst að mjög skiptar skoðanir eru meðal sam- vinnumanna um þá ákvörðun meiri hlutans í stjórn S.Í.S. að Sambandið gangi til samstarfs um fjölmiðlun við fyrirtækið ís- film h.f. í ísfilm h.f. sem Reykjavíkur- borg, Almenna bókafélagið, Morgunblaðið og Dagblaðið eru meðal hluthafa, er ekki líklegt að hugsjónir samvinnuhreyfingar- innar komi til með að eignast marga talsmenn. Þvert á móti er líklegt, og reyndar alveg víst, að fjrjáls- hyggjan og hin steinblinda markaðshyggja eiga svo volduga talsmenn í Isfilm h.f. að sú stefna mun verða þar alls ráðandi, og þá ekki síst fyrir tilstilli hinna langsterkustu fjölmiðla hér- lendis, Morgunblaðsins og Dagblaðsins. Auðvitað er ekkert undarlegt við að þeir sem saman eiga, stofni með sér samtök af ýmsu tagi. En samvinnumenn sem vilja vera trúir hugsjónum samvinnu- og félagshyggju, hljóta að staldra hér við og spyrja ýmissa spurn- inga. Er t.d. ekkert athugavert við þá málsmeðferð að örfáir menn geti í krafti valds síns og án allrar umræðu í samvinnufélögunum, ráðstafað fjármunum Sambands- Júlíus Kr. Valdimarsson talar um það í síðasta helgarblaði Þjóðviljans að efnahagslegt of- beldi og lág laun séu undirrót margs iils. Það er staðreynd að kjör starfs- fólks samvinnuhreyfingarinnar, að minnsta kosti þeirra sem vinna ins til styrktar málstað and- stæðum hreyfingunni? Finnst mönnum ekkert furðu- legt, að við, óbreyttir félagsmenn í kaupfélagi, bændur og lands- byggðarfólk, erum með einu pennastriki orðin samherjar frjálshyggjunnar í Reykjavík, með Moggann og Dagblaðið í broddi fylkingar? Það vita allir sem vilja vita, að sú breyting sem illu heilli stendur til að gera á núverandi útvarps- lögum er ekki síst hugsuð til hags- bóta fyrir hin sterku öfl frjáls- hyggjunnar. Isfilm er tæplega tilviljun í því sambandi og gerir það málið enn alvarlegra fyrir Samvinnuhreyf- inguna. Fyrir rúmu ári fóru fram umræðurámilliS.Í.S. ogM.F.A. (Menningar- og fræðslu- sambands Alþýðu) um hugsan- lega samvinnu þessara aðila um fjölmiðlun. Sambandið taldi sér þá ekki fært, m.a. vegna fjár- skorts að standa að slíku með M.F. A. M.F.A. var að sjálfsögðu ekki boðin aðUd að ísfilm h.f. Það er hinsvegar hart til þess að vita, ef menn neyðast til að trúa því að meirihluti stjórnar Sam- bands íslenskra Samvinnufélaga hafi valið sér samstarfsaðila í þessu máli af hugsjónaástæðum. Jón St. Árnason Finnsstöðum. hjá kaupfélögunum úti á landi, eru mjög bág. Júlíus er fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Ætlai hann að beita sér fyrir því að bæta kjör starfsmanna samvinnu- hreyfingarinnar? Hansína Stefánsdóttir, Selfossi. Atlantshafsbandalagið er ekki bangið. Það afmunstraði Jósep gamla Lúns framkvæmdastjóra sinn á föstudegi (22. júní) og lét sér í léttu rúmi liggja, þótt eftir- maður hans, Carrington lávarð- ur, kæmi ekki til vinnu fyrr en á mánudegi. Þetta furðulega and- varaleysi Natómanna varð tilefni þessa limruteturs: Hjá Nató varð höfuðlaus her í heila tvo daga - trú mér - frá því Lúns gekk burt stúrinn eftir langastríðs-kúrinn, þar til Carrington sá loks að sér. Alrekur. Þakkir fyrir nýtt og betra blað Margrét hringdi og var glöð: Ég vil koma á framfæri þökkum til starfsmanna Þjóðvilj- ans fyrir nýtt og betra blað. Það er orðið fjölbreyttara og skemmtilegra án þess að pólitíkin fari forgörðum. „Flokksmálgagnssvipurinn“ er ekki lengur jafn yfirþyrmandi og hrútleiðinlegur og hann var hér áður fyrr, þegar jafnvel þing- ræður „okkar manna“ þóttu boð- legt forsíðuefni. Hafið öll þökk fyrir. Kjör starfsfólks samvinnuhreyfingarinnar Námsmenn í N-Kaliforníu Opið bréf til Ragnhildar Fyrir nokkrum dögum barst okkur frétt um að samþykkt hefði verið á Alþingi frumvarp sem fel- ur í sér mikinn niðurskurð á lán- veitingum til námsmanna. Vegna þess að ljóst er að þessi ákvörðun setur námsferil fjölda náms- manna í verulega hættu, óskum við eftir að gera grein fyrir skoð- unum okkar á námslánastefnu og jafnframt greina frá hvernig mál horfa við fólki sem er við nám í Bandaríkjunum. Um námslánastefnuna almennt. 1) Um alllangt skeið hefur það verið ríkjandi skilningur í ís- lenskum menntamálum að menntun fólks sé nauðsynleg fyrir framþróun í nútíma þjóðfé- lagi. Menntun er orðin nauðsyn- legur og óaðskiljanlegur hluti af vexti og viðgangi alls þjóðfélags- ins. Þess vegna hefur sú stefna smám saman mótast að ríkið hvetji ungt fólk til náms. Sú að- stoð hefur verið í formi lána til að mæta þeim beina fjárhagslega kostnaði sem ungmennin leggja í til að byggja upp þann menntun- arforða sem landinu er nauðsyn- legur á komandi árum og ára- tugum. Okkur er fullvel ljóst að efna- hagsástand á fslandi er mjög slæmt nú og einnig að horfurnar, lítið til næstu framtíðar, eru dökkar. Við drögum það hins-_ vegar í efa að það sé rétt stjórnar- stefna að draga verulega úr fjár- festingu í menntun, því að mjög miklar líkur er á að lífsafkoma þjóða verði í auknum mæli í beinum tengslum við menntunar- stig þeirra. Því er það, að þjóð sem van- rækir að styðja uppvaxandi kyn- slóð til að afla sér góðrar menntunar er að dæma hana til samkeppni við ódýrt lág- menntunar vinnuafl þróunar- landanna. 2) Annar megin þáttur í þróun íslenskrar menntastefnu síðustu áratugi er að stefnt hefur verið að því að gera ungmennum kleift að afla sér menntunar burtséð frá því hver fjárhagur foreldranna er. Þessi stefna hefur byggst á tvennu: í fyrsta lagi þeirri mannúð sem íslendingar eru kunnir að og í öðru lagi þeim skilningi að andlegir og verklegir hæfileikar æskufólks séu svo mikilvæg og dýrmæt auðlind að tryggja verður að hún nýtist, óháð því hvort foreldrar hafi þau peningaráð sem þarf til að láta það verða að veruleika. Sú staða sem upp er komin. Hverjai eru nákvæmlega af- leiðingar af niðurskurði fjár- veitingar til Lánasjóðsins kemur væntanlega ekki fram fyrr en í ágúst eða september. Helstu málsatvik eru eftirfarandi sam- kvæmt upplýsingum fulltrúa okk- ar á íslandi. 1) Nú er þegar búið að úthluta lánum fyrir meirihluta ársins 1984 út frá þeim lögum sem í gildi hafa verið um lánaaðstoð við námsmenn (þ.e. lán fyrir u.þ.b. 95% námskostnaðar). 2) 15 til 20% skerðing á fjár- veitingunni á árinu kemur því nær öll fram á haustmánuðunum þremur sem leiðir til mjög hárrar skerðingar í prósentum talið, nema mikill fjöldi námsmanna hverfi frá námi. 3) Fulltrúi SÍNE í stjórn Lána- sjóðsins segir okkur að væntan- lega setji sjóðurinn fram tækni- lega kosti um það hvernig kjör námsmanna verði skert og kynni menntamálaráðherra. 4) Ljóst er að þeir kostir sem valdir verða geta ráðið því hverjir og hversu margir hrökklast frá námi. Þess vegna fara hér á eftir ábendingar um ýmis atriði sem við teljum að taka þyrfti til greina. Atriði sem hafa þarf í huga við niðurskurð. 1) Við teljum að forðast verði að ákveðnar námsgreinar eða námslönd verði fórnarlömb niðurskurðarins. 2) í þessu sambandi má nefna að Bandaríkin eru í hópi dýrari námslanda hvað framfærslu- kostnað varðar. Hér helst það í hendur að ef námsland er framar- lega í þróun er námskostnaður oftast hár. Við teljum það skammsýni að gera ráðstafanir sem hrekja sérstaklega námsfólk í Norður-Ameríku frá námi. 3) Það er sérkenni á Bandaríkj- unum, Kanada og Bretlandi að skólagjöld eru há, sem oft kemur til vegna þess að skólarnir eru búnir dýrum tækjum. Sú hug- mynd sem heyrst hefur fleygt, að beina niðurskurði sérstaklega að skólagjöldum, mundi því fyrst og fremst koma niður á náms- mönnum í þessum löndum. 4) Þó að við, eins og aðrið ís- lendingar, séum tilbúnirað herða sultarólina eru ekki nema fá prós- entustig möguleg til skerðingar því að námslán eru miðuð við nær því lágmarks framfærslukostnað. Reyndar komast margir í veru- legan fjárhagsvanda á hverjum vetri á núverandi lánakjörum. 5) Námsmenn erlendis eiga að jafnaði erfiðara með að mæta tekjuskerðingu en námsmenn á íslandi vegna eftirtalinna á- stæðna: Sumir geta fengið ódýrt hús- næði, fæði o.s.frv. hjá foreldrum eða kunningjum. Auðveldara er að fá ígripa- vinnu á íslandi. í Bandaríkjunum t.d. hafa námsmenn og makar þeirra ekki atvinnuleyfi, hvorki á skólatíma eða í fríum. Undan- tekning er aðstoðarkennsla við skólana, sem er ekki nærri öllum opin. Svo dýrt er að fara heim til vinnu á sumrin að harla lítil búbót er að, jafnvel þótt ferðastyrkir komi til. Félagsleg aðstoð sem getur orðið fólki til hjálpar á erfiðum tímum er tiltæk á íslandi og Norðurlöndunum. Á þessu er vöntun í Bandarísku þjóðfélagi þannig að námsmenn sem kom- ast í fjárþröng eiga erfitt með að fleyta sér yfir slík tímabil. 6) Sú leið að afla aukatekna með aðstoðarkennslu og sækja um styrki hefur verið gerð merk- ingarlaus með reglum Lánasjóðs- ins. Hann dregur upphæðir af þessu tagi að fullu frá lánsupp- hæð. Sú leið aðmæta tekjuskerð- ingu að einhverju leyti með eigin framtaki er því mönnum útilok- uð. Það er tillaga okkar að þessu verði breytt þannig að slíkar tekj- ur verði ekki dregnar frá láni meðan tekjur og lán til samans eru undir áætluðum framfærslu- kostnaði. Niðurlag Með bréfi þessu viljum við benda á að þær niðurskurðarað- gerðir sem samþykktar hafa verið á Alþingi stefna framtíð Náms- manna erlendis í mikla hættu. Við skorum því á stjórnvöld að taka þessi mál til alvarlegrar endurskoðunar um leið og gögn Lánasjóðs liggja fyrir í haust. Þriðjudagur 3. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.