Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 2
Akranes FRÉTTIR Uppsögn 1. september Aðalfundur verkalýðsfélagsins: Pakkar verkalýðsfélögum sem sniðu verstu agnúana affebrúarsamkomulaginu. Engir taxtar verði lœgri en lág- markslaun. Konurnar á sjúkrahúsinu náðu 40% eftirvinnu og 80% nœturvinnu Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn nýlega. Á fundinum var samþykkt að segja upp launaliðum samning- anna 1. september og senda út eftirfarandi ályktun: ,A ðalfundur Verkalýðsfélags Akraness samþykkir að senda þeim verkalýðsfélögum þakkir sem risu upp í vetur og sniðu verstu agnúana af samningum ASÍ og VSÍ, þannig að öll önnur félög innan ASÍ hafa nú fengið viðurkennt það sem þau náðu fram. Jafnframt beinir fundurinn því til forystu verkalýðshreyfing- arinnar, að það hljóti að verða verkefni hennar í komandi kjaras- amningum að ná því fram, að engir taxtar verði lœgri en lág- markslaunin, eða dagvinnutekj- utryggingin, svo að eitthvert sam- rœmi náist á ný í eftir- og nœtur- vinnu og eðlilegar starfsaldurs- hœkkanir". Samið um rauntaxta Samningum hefur verið Iokið fyrir starfshóp kvenna á Sjúkra- húsi Akraness, sem er í kvenna- deild Verkalýðsfélagsins. Tókst þar að semja um rauntaxta, þannig að lágmarkstekjutrygg- ingin er lægsta kaupið með 40% eftirvinnu og 80% nætur- og helgidagavinnu. Þannig hefur sjúkrahúskonum tekist að hrinda þessum tvöföldu töxtum sem í gangi hafa verið undanfarin ár og mögnuðust mjög í samningunum í vetur. Þeir náðu yfir mestalla launa- og aldurshækkanataxta Verka- mannasambandsins, án þess að eftirvinna og næturvinna fylgdi með og röskuðu þannig um- sömdu og viðurkenndu hlutfalli milli eftirvinnu og nætur- og helgidagavinnu. Starfshópurinn taldi þetta góð- an og stefnumarkandi sigur fyrir verkalýðsfélögin, að geta vitnað til þannig samninga, og lýsti ánægju sinni yfir því að þurfa ekki að lúta hinum tvöföldu töxt- um. Á undanförnum árum hafa konurnar unnið mjög á í því að ná upp ýmsum réttindum, þannig að nú hafa þær 30 orlofsdaga eftir 12 ára starfsaldur, eða við 50 ára aldur. Geta þær náð 6 dögum meira í orlofi en eftir samningum Verkamannasambandsins. Byrj- unarlaunin og lægsti taxti urðu 12.913 kr. á mánuði. En margs- lags prósentuálög fylgja með í samningnum og kannað hefur verið að flestar konurnar vinna á 15.741 kr. og 16.336 kr. á mán- uði, fyrir utan vaktaálag og greiðslu v/25 mín.. Hæsta kaupið í taxtanum er þó 17.756 kr. á mánuði, en fáar konur eru þó á því kaupi. í frétt frá Verkalýðsfélagi Akraness segir, að þótt ekki hafi unnist mikið á í kaupi, annað en rauntaxtar og starfsaldurshækk- anir, á þessu ári, megi vel við una miðað við það sem hefur gerst í samningamálum á þessu ári. S.S. Steingrímur Hermannsson tók glaður í bragði við Samhygðarmönnum í gær og minnti á að Eysteinn hefði líka mikið talað um manngildið. (Mynd - eik). Forsœtisráðherra Markmiðin vilja nú gleymast Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í gær að hann fagnaði því að það væri bara lítið atvinnuleysi hér þrátt fyrir efnahagsráðstafanir stjórn- arinnar. Prestaköll Tveir sóttu um Dalvík Nýlega voru auglýst laus til um- sóknar nokkur prestaköll og hafa umsóknir borist um tvö þeirra. Um Dalvíkurprestakall sækja þeir sr. Jón Þorsteinsson sóknar- prestur á Grundarfirði og sr. Jón Helgi Þórarinsson fríkirkjuprest- ur í Hafnarfirði. Um Staðarprestakall í Súg- andafirði sækir séra Bjarni Rögnvaldsson sóknarprestur á Djúpavogi. Þessi yfirlýsing ráðherra féll er forystumenn úr röðum Samhygð- TORGIÐ Hvað er helv... Þjóðvlljinn að birta hvað ég borgaði fyrir smá lóð... ar afhentu honum formlega undirskriftir 40.056 íslendinga gegn atvinnuleysi og vottorð frá borgarfógeta uppá þá tölu. 2 miljónir Evrópubúa hafa tekið þátt í þessum víðtæku undir- skriftasöfnunum. Ráðherra tók við vottorði fógeta, en Samhygð- arfólk tók pappakassann með undirskriftalistanum með sér heim aftur. Um stefnumið Samhygðar- manna, að menn ættu að meta manngildi ofar auðgildi, sagði forsætisráðherra, að það væri ekki nýtt fyrir sér. „Ég man að Eysteinn talaði mikið um þetta í gamla daga og þetta drakk maður með móðurmjólkinni. En oft vilja slík markmið víkja fyrir öðr- um og þetta unga fólk á sennilega því miður eftir að reyna það“, sagði forsætisráðherra og þakk- aði mönnum fyrir komuna. -*g- Stigahliðin Hér er leynilisti Davíðs Margar fjölskyldur kaupa fleiri en eina lóð Eftir hálfan mánuð tæpan, eða 15. júlí n.k., þurfa hinir nýju lóðahafar í Stiga- hlíðinni að reiða fram þriðjung af kaupverði því sem þeir buðu í þessar milj- ónalóðir. Við undirritun kaupsamnings þurftu þeir að greiða 70 þúsund krónur hver og afgangurinn verður síðan á skuldabréfum á hæstu löglegum vöxtum með síðustu afborgun í aprfl á næsta ári. Það sem vekur hvað mesta athygli, þegar skoðaður er listi yfir kaupverð einstakra lóða í Stigahlíðinni, er að rúmar 600 þúsund krónur skilur að hæsta og lægsta tilboð sem tekið var. Á þriðja hundrað tilboða bárust og um 70 aðilar treystu sér til að reiða fram yfir 1 miljón fyrir hverja lóð. Hér á eftir er birtur listi yfir þá sem buðu hæst í lóðimar og getið um kaupverð hverr- ar lóðar og sögð deili á kaupendum. Þá er einnig bent á ýmisleg tengsl kaupenda í millum og sagt hverjir skjólstæðingar á- kveðinna kaupenda em. Pessir buðu hæst 1) Helgi Þ. Jónsson Mýrarási 12 Reykja- vík. Kaupverð 2.150 þús.. 2) Þór Ingvarsson Drápuhlíð 17 Reykja- vík. Kaupverð 1960 þús.. Þór er 33 ára gamall sonur Guðlaugar Þórarinsdótt- ur sem einnig keypti lóð. Hún er gift Ingvari Sigurðssyni sérleyfishafa. 3) Hörður Þorgeirsson Stuðlaseli 21 Reykjavík. Kaupverð 1.752 þús.. Hörður er trésmíðameistari. 4) Hafsteinn Sigurðsson Mímisvegi 4 Reykjavík. Kaupverð 1.721 þús.. Haf- steinn er hæstaréttarlögmaður. 5) Jón G. Zoega Reynimel 29 Reykjavík. Kaupverð 1.707 þús.. Jón er lögfræð- ingur. Hann hefur lýst því yfir í viðtali við HP, að þessa lóð hafi hann keypt fyrir Gest Jónsson lögfræðing Skapta- sonar borgarfógeta. Kona Jóns G. Zo- éga, Guðrún Björnsdóttir, keypti einn- ig lóð í Stigahlíðinni og er hún að sögn Jóns keypt fyrir Gunnar Jóhannsson kjúklingabónda Holtabúinu Rangár- völlum. Þetta vill Guðrún ekki kannast við en eiginkona Gunnars kjúklinga- bónda, Vigdís Þórarinsdóttir, keypti lóð í Stigahlíðinni. Dálítið flókið, ekki satt? 6) Kristín Árnadóttir Skjólbraut 18 Kópavogi. Kaupverð 1.705 þús.. Kristín er gift Einari Sindrasyni háls-, nef- og eymarsérfræðingi. 7) Guðbjörg Antonsdóttir Hraunbæ 174 Reykjavík. Kaupverð 1.692 þús.. Guð- björg er 27 ára gömul. 8) Þórður Óskarsson Furugerði 10 Reykjavík. Kaupverð 1.675 þús.. Þórður er flugumsjónarmaður. 9) Hörður Jónsson Birkigrund 54 Kópa- vogi. Kaupverð 1.666 þús.. 10) Jón Zalewski Asparfelli 2 Reykjavík. Kaupverð 1.652,900 kr.. Hét áður John Francis Zalewski og starfar sem húsasmiður. 11) Bragi Ragnarsson, búsettur í Rotter- dam. Kaupverð 1.611,600 kr.. Bragi starfar sem sölustjóri Hafskipa í Rott- erdam. 12) Vigdís Þórarinsdóttir Ásmundarstöð- um Rangárvöllum. Kaupverð 1.611.000 kr.. Vigdís er eiginkona Gunnars Jóhannssonar kjúklinga- bónda, Holtabúi, sem Jón G. Zoéga lögfr. segist hafa keypt lóð fyrir. 13) Eggert Sævar Atlason Hjálmholti 10 Reykjavík. Kaupverð 1.607 þús.. 14) Indriði Pálsson Safamýri 16 Reykja- vík. Kaupverð 1.600 þús.. Indriði er forstjóri Skeljungs. Kona hans, Elísa- bet Hermannsdóttir, keypti einnig lóð. 15) Guðlaug Þórarinsdóttir Drápuhlíð 17 Reykjavík. Kaupverð 1.576 þús.. Móðir Þórs Ingvarssonar sem einnig keypti lóð. 16) Elísabet Hermannsdóttir Safamýri 16 Reykjavík. Kaupverð 1.550 þús.. Eiginkona Indriða Pálssonar sem einnig keypti lóð. 17) Jón Ólafsson Háaleitisbraut 38 Reykjavík. Kaupverð 1.550 þús.. Verslunarmaður og hljómplötuútgef- andi í Skífunni. 18) Guðrún Björnsdóttir Reynimel 29 Reykjavík. Kaupverð 1.515 þús.. Eiginkona Jóns G. Zoéga lögfr. og á að hans sögn að hafa keypt lóðina fyrir Gunnar Jóhannsson kjúklinga- bónda Holtabúinu. 19) Sævar Sigurgeirsson Suðurlandsbraut 20 Reykjavík. Kaupverð 1.511 þús.. Sævar er löggiltur endurskoðandi. 20) Jónas Sigurðsson Neðraleiti 16 Reykjavík. Kaupverð 1.500 þús.. 21) Ólafur Björnsson Seljugerði 8 Reykjavík. Kaupverð 1.432,640 kr.. Ólafur er trésmíðameistari og einn eigenda byggingarfélagsins Óss sem m.a. stendur í stórræðum í Hamars- húsinu. -•g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 5. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.