Þjóðviljinn - 05.07.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Side 6
MINNING Hjálmar var fæddur í Reykja- vík, 25, ágúst 1924. Foreldrar hans voru Olafur Einarsson, sjó- maður og síðar vörubifreiðastjóri og Dóróthea Árnadóttir. Að barnaskólanámi loknu fór hann í Ingimarsskólann og vann fyrir sér á sumrum eins og flestir urðu að gera á þeim árum. Síðan lá leið hans í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk hann þar stúdents- prófi vorið 1943, með góðum vitnisburði. Hann hóf nám við Háskóla íslands og lauk heimspekiprófi og prófi í efna- fræði 1944. Hann lagði stund á nám í ensku, dönsku og uppeld- isfræðum og lauk prófum í þeim greinum 1950. Sótti kenna- ranámskeið í dönskum bók- menntum við Lýðháskólann í Askov 1951, og stundaði nám við Kennaraháskóla Danmerkur, Emdrup 1960-61, lagði stund á danskar bókmenntir, málfræði, tungumálakennslu barna og starfsfræðslu. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæ- jar 1944 til 1960. Hann var lektor við borgarháskólann í Amster- dam 1962 og kenndi þar Norður- landamál. Þá varð hann bæjar- stjóri í Kópavogi 1962 og gegndi því embætti samfleytt í 8 ár. Hann gerðist kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1970 og konrektor til þann skóla 1972-1979. Stundakennari við Kennaraskóla íslands 1962 til 1966 og prófdómari í dönsku við samræmd Gagnfræðapróf 1962 til 1974. Hann var formaður í vinátt- ufélagi íslands og Rúmeníu 1951- 1959, og varð lögg. skjalaþýðandi og dómtúlkur í dönsku 1973. Hjálmar sat í stúdentaráði 1947- 1948. Hann var formaður Sam- taka sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi frá stofnun þessara sam- taka 1964 til 1970. Hann beitti sér fyrir stofnun Lista- og Menning- arsjóðs Kópavogs og var formað- ur sjóðsins frá stofnun 1965 til 1970. Jafnframt gegndi hann ýmsum nefndarstörfum á vegum Kópavogskaupstaðar. Hann var formaður Lionsklúbbs Kópavogs árið 1966 og formaður Norræna félagsins í Kópavogi frá stofnun 1962 til 1968 og síðan frá 1972 til dauðadags. Hann sat í framkvæmdaráði sambands Norrænu félaganna frá 1970 og hefur verið formaður Norræna félagsins á íslandi allar götur frá 1975. Af framanskráðu er ljóst að Hjálmar Ólafsson kom víða við í námi og starfi. Hann var mikill bókmenntamaður og listaunn- andi, þýddi fjölda greina um bók- menntir, smásögur og leikrit. Skrifaði fjölda greina um skólabókmenntir og sveitarst- jórnarmál. Meðal þýðingá hans vil ég nefna: „Dýrmæta líf“, bréfasafn færeyska rithöfundar- ins Jörgen Frantz Jakobsens í út- gáfu Williams Heinesens, og „Grænlensk dagbókarblöð“ eftir Tómas Frederiksen. Hjálmar var mikill vinnuhestur og ófáar nætur vann hann að skyldustörfum sínum og/eða hugðarefnum eftir erilsaman vinnudag. Hann var hugsjóna- maður af lífi og sál, mikil félag- svera. Fátt gat komið í veg fyrir að hann næði því marki sem hann setti sér þegar hann var að vinna að máli sem honum var hugstætt. f*að hefur verið sagt að Napoleon hafi látið þau orð falla að orðið ómögulegt fyndist ekki í franskri tungu. Líkt var farið um Hjálm- ar, eldmóður hans og sigurvissa var honum svo eðlislæg að hann gekk ótrauður til þeirra verkefna sem öðrum fannst e.t.v. ómögu- legt að leysa. Reyndar má segja að honum hafi fallið betur að stjórna en vera stjórnað. Hjálm- ar Ólafsson átti fleiri hliðar en að vera maður starfs og strits. Hann var mikill ljóðaunnandi og söng- maður góður og nánast sjálfkjör- inn til þess að leiða hópa í söng og leik. Hann hafði einstaka hæfi- leika til þess að lyfta hverskonar samkomum og mannamótum yfir á svið söngs og tóna. Hafsjór var hann af fróðleik um menn og málefni, og einstaklega natinn við heimsóknir til sjúkra og bág- staddra og jafnframt minnugur á hverskonar tímamót vina sinna og vandamanna. Hann yljaði mörgum um hjartarætur með heimsóknum og huggunarorðum og er það vissa mín að margur tregar hann sárt þegar hann nú er allur. Hjálmar kvæntist Kristínu Eyjólfsdóttur Eyfells 27. okt. 1955. Þau slitu samvistum, en áttu eina dóttur, Dóru, sem hefur nýlokið námi í verkfræði. Kristín lést fyrir fáum vikum. Eftirlifandi kona Hjálmars er hann kvæntist 18. ágúst 1962 er Nanna Björnsdóttir, meina- tæknir, dóttir Björns Gíslasonar fyrrum bónda að Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu, og Andrínu Guðrúnar Kristleifs- dóttur. Þau Nanna eignuðust 4 syni, tvíburana Björn og Ólaf, sem hófu háskólanám s.l. haust. Eirík, sem lauk stúdentsprófi á þessu vori og Helga sem stundar nám við menntaskóla. Nanna á eina dóttur Vigdísi, sem Hjálmar gekk í föðurstað. Þau Nanna og Hjálmar bjuggu að Skjólbraut 8, Kópavogi, og þar ólust börnin upp á miklu menningarheimili. Það var mér og fjölskyldu minni mikil gæfa að kynnast þeim hjón- um fyrir meira en tveimur ára- tugum, en samgangur milli fjöl- skyldna okkar hefur verið mikill allt frá fyrstu kynnum. Fjöl- skyldur okkar áttu á árum áður ógleymanlegar samverustundir og skipti þá ekki máli hvert farið var, gengið á reka, hvflst í birki- lautu eða siglt um Breiðafjarðar- eyjar. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna þegar Nanna veiktist fyrir tæpum 8 árum, svo alvarlega að hún hefur ekki borið sitt barr síðan. Það féll því í hlut Hjálmars að annast börnin, eftir að Nönnu naut ekki lengur við í því tilliti. Þeim sem gerst vita hefur það lengi verið ljóst að það álag sem þessi veikindi sköpuðu, voru næstum ofurmannleg. Hjálmar sýndi með þrautseigju og vilja- styrk hæfileika sem fáum er gef- ið, að annast heimilishald við þessar aðstæður, samfara mikilli vinnu utan heimilis og síðar með aðstoð barna sinna, sem öll eru vel gefin og hafa hlotið í arf dugn- að og festu. Með fráfalli Hjálmars Ólafs- sonar sakna margir vinar í stað. Hver verður nú forsöngvarinn á góðri stundu með kvæðakver Laxness í annarri hendi og kvæðasafn Steins Steinars í hinni? Hver man ekki þátt hans í hljóðvarpinu á s.I. vetri „Það vex eitt blóm fyrir vestan“ og svo mætti lengi telja. Við sem þekktum hann náið sitjum hnípin eftir og bíðum eftir „vegum fjalla nýjum“. Við biðj- um allar góðar vættir að styrkja eiginkonu hans, börn og alla þá sem eiga nú um sárt að binda. Genginn er góður drengur um aldur fram. Gunnar R. Magnússon. Hið óvænta fráfall vinar míns og félaga, Hjálmars Ólafssonar hrærir margar tilfinningar í brjósti og gömlu hólf minninga- bankans opnast. Það skeði tvisv- ar í júnímánuði, að dánarfrétt nánast jafnaldra minna minnti mig á mikið mannamót og stór- hátíð æsku heimsins í ág- ústmánuði Berlín 1951. Ég heyri fyrir mér hinn hrífandi friðarsöng ítölsku æskunnar; Bella tjá, Bella tjá, bella tjá tjá tjá-sem Hjálmar samdi texta við fyrir okkur ís- lensku þátttakendurna á mótinu: „Bræður, systur, systur bræður tökum á, tökum á, tökum á, á, á, fyrir friðinn, bræður systur, full- um sigri munum ná“. Þetta var meðal mestnotaðra texta í Berlín og lengi á eftir. Það var sungið af eins mikilli einlægni og hugsjón- akrafti að ég held og það besta sem við fengum frá Róm um alla okkar katólsku tíð og reyndar allt fram til tíma söngs okkar: Avanti Populo, eða Fram allir verka- menn. Að hugsa sér hve tíminn hefur liðið fljótt frá gleðidögum syngjandi æsku á Alexandersp- latz 1951, þar sem oft mátti sjá formann heimssambands æskunnar Enrico Berlinguer, sem lést í byrjun júní. Einkunnarorð heimsmóts æskunnar í Berlín 1951 var Vin- átta. Þetta orð verður manni hug- leikið, þegar atburðir og við- fangsefni, sem tengjast lífshlaupi Hjálmars Ólafssonar, eru rifjuð upp. Það hafði Hjálmar tileinkað sér löngu áður en hann tók þátt í því móti og það var honum skær- asta leiðarstjarna í lífi og starfi til hinsta dags. Hjálmar var maður söngs og æskugleði og átti stærstan hlut að vali texta í hina ágætu söngbók, sem gefin var út af bókaútgáfunni Árgalanum 1953. Hún var í upp- hafi mikið notuð af þátttakend- um í alþjóðamóti æskunnar í Bucharest í Rúmeníu 1953 og hefur verið leiðandi í söng ís- lenskra sósíalista síðan. Hjálmar er meðal þeirra sem hlaut unglingamenntun í Gagn- fræðaskóla við Lindargötu, Ingi- marsskólanum. Við unglingarnir úr alþýðustétt kreppuáranna, sem sóttum menntun í skóla séra Ingimars og margra ágætra kennara hans, berum ennþá í brjósti hlýjar til- finningar til skólans, sem lagði grunn að farsælu lífshlaupi margra alþýðubarna. Hjálmar kenndi í þessum ágæta skóla, þegar hann hafði verið fluttur í vegleg húsakynni í Skólavörðu- holti og kallaður Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Með kennslustarf- inu þar og síðar í Menntaskólanum við Hamrahlíð finnst mér Hjálmar hafa endur- goldið fræðslukerfinu vel fyrir sig og marga aðra. Hjalmar var meðal þeirra vina sem maður þráði hvað mest að hitta til að geta rifjað upp liðna tíma og skipst á fréttum af nýlegri reynslu sem hann var óvenju rík- ur af vegna félagsstarfs síns. Fyrir þrem mánuðum eða svo hittum við hjónin Hjálmar stund- arkorn í kaffístofu Norræna húss- ins. Þá stóð yfir grænlensk sýn- ing, sem hann hafði unnið við að koma upp. Honum var mikið niðri fyrir, þegar hann útskýrði sjónarmið sín um, með hvaða hætti íslendingar gætu best orðið Grænlendingum að liði við upp- byggingu þjóðfélags á komandi árum. Grænlendingar hafa misst góðan stuðningsmann við fráfall Hjálmars. Á leiðinni frá Norræna húsinu minnti Erla mig á sterlingspund- ið, sem Hjálmargaf okkur, þegar hann kom til að kveðja okkur, áður en við fórum til langrar dval- ar í Englandi 1955. Ég hafði gleymt því, eins og mörgu öðru, sem hann gerði fyrir mig og marga fieiri. En í framtíðinni, þegar ég heyrir nöfn eins og Sam- ar, Álendingar, Færeyingar og Grænlendingar mun nafn hans rifjast upp eins og líka margt fleira, sem því er í huganum tengt. Olafur Jensson Hjálmar Ólafsson lést snögg- lega á heimili sínu í Kópavogi 27. júní s.l., tæplegasextugur. Hann skildi víða eftir sig spor og verða eflaust ýmsir til að minnast hans að leiðarlokum. Ég læt öðrum, mér þar um fróðari, eftir að rekja ættir hans og uppruna og ýmis störf, en vil með nokkrum orðum minnast hans sem samstarfs- manns. Hjálmar réðst kennari í dönsku að Menntaskólanum við Hamrahlíð sumarið 1970 og starf- aði þar síðan, þegar frá er talið eins vetrar orlof. Hann var vel búinn undir kennslu við mennta- skóla, með próf í ensku, dönsku o.fl. frá Háskóla íslands og veru- legt viðbótarnám við norrænar menntastofnanir. Auk þess hafði Hjálmar langa starfsreynslu að baki sem kennari við gagnfræða- skóla. Þegar Hjálmar kom til starfa í Menntaskólanum við Hamrahlíð var þar hafinn undirbúningur að nýju skipulagi skólans, sem síðan hefur sett mark sitt á marga fram- haldsskóla aðra. Guðmundur rektor Arnlaugsson fékk þá heimild ráðuneytis til að ráða að- stoðarskólastjóra, konrektor, og tók Hjálmar það starf að sér, fyrstur manna við menntaskóla hérlendis. Þegar staða konrekt- ors var skilgreind með lögum var Hjálmar formlega skipaður í starfið haustið 1972 og gegndi því síðan um árabil. Árið 1972 tók til starfa við skólann kvöldskóli fyrir full- orðna, öldungadeild. Daglegur rekstur deildarinnar var fyrstu árin að mestu í höndum Hjálmars Ólafssonar, og margir nemendur deildarinnar frá þessum árum minnast hans með hlýju og þakk- læti. Nokkru eftir að Hjálmar kom að Menntaskólanum við Hamra- hlíð varð hann fýrir því þunga mótlæti að eiginkona hans veiktist snögglega og alvarlega og hefur síðan ekki gengið heil til skógar. Aldrei hygg ég að dreng- lyndi Hjálmars hafi komið betur í ljós en þá, svo vel reyndist hann konu sinni í erfiðum sjúkleika. Þau hjón eiga fjóra mannvænlega syni, sem stóðu við hlið föður síns í þessum þrengingum, þótt ungir væru að árum. Minntist hann þess stundum við mig, þegar talið barst að högum fjölskyldunnar. Síðustu árin hvarf Hjálmar frá stjórnunarstörfum við skólann, en var þar dönskukennari til dauðadags, eins og fyrr segir. Hann hafði þá með höndum auk kennslunnar önnur trúnaðar- störf, einkum á vegum Norræna félagsins. Ég á margar minningar af sam- starfi okkar Hjálmars. Á erfiðri stund í mínu lífi sýndi hann mér og mínum hlýju og samhyggð, sem ég mun aldrei gleyma. Á fyrstu starfsárunum í Mennta- skólanum við Hamrahlíð var Hjálmar Iöngum hrókur alls fagnaðar á samkomum kennar- anna, þegar hann hafði kannski grafið upp sönglag við einhvern góðan texta íslenskan og stýrði svo söngnum. Þannig vil ég helst minnast hans. Ég veit að ég rita fyrir hönd alls starfsliðs Menntaskólans við Hamrahlíð og' nemenda skólans eldri og yngri, þeirra er kynntust Hjálmari Ólafssyni, þegar ég votta samúð konu hans, Nönnu Björnsdóttur, sonum þeirra hjóna, Ólafi, Birni, Eiríki og Helga, dótturinni af fýrra hjóna- bandi, Dóru, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldunni allri. Örnólfur Thorlacius. Alltaf öðru hvoru kom Hjálm- ar Ólafsson í heimsókn hér á blaðið og alltaf var hann að reka áróður fyrir norrænu samstarfi. Blöðin máttu aldrei gleyma því hve mikilvægt það var, og það var vitanlega ekki nema rétt hjá Hjálmari. Við lifum í heldur köldum heimi, og þar er meira en nóg af þjóðlegri sérgirni stórra þjóða og smárra. En að þessu sögðu er sjálfsagt að fagna því, að meðal Norðurlandaþjóða er þó hægt að vonast eftir því að menn skilji íslenskar vonir og áhyggjur og taki jafnvel nokkurt tillit til þeirra. Um þess hluti og marga aðra var fróðlegt að ræða við jafn inni- lega áhugasaman mann og Hjálmar Ólafsson. Og svo menn- inguna sem allir svarthausarnir vilja feiga. Reyndar var það svo, að fyrst þegar ég sá Hjálmar, þá var það norður á Akureyri þar sem haldið var þing ungra sósíalista. Ég lenti í húsi með honum hjá ágætu fólki, og hann sýndi strax velvilj- aðan áhuga piltskjátu af Suður- nesjum, sem var allt í einu kom- inn í stórhættulegan félagsskap og var feiminn. Ég man að við töluðum dálítið um Stalín karl- inn, og Hjálmar var fyrsti maður- inn í þessum hópi, sem útskýrði fyrir mér, að það væri eitthvað meira en lítið bogið við allt það tilstand sem gert var með karlinn. Ég skildi þetta náttúrlega ekki þá, en þeim mun betur síðar. Og nú er ekki lengur von á Hjálmari Ólafssyni í heimsókn með vinsemd og ágæt menningar- áform og það er mikill missir í svo góðum dreng. Öllum aðstand- endum hans og vinum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Árni Bergmann. „... vinir berast burt með tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt“ Það mun hafa verið sumarið 1951 að undirritaður kynntist Hjálmari Ólafssyni fyrst. I ágúst það ár sóttum við æskulýðsmót í Berlín ásamt allmörgum öðrum íslendingum. Við vorum flest einlægir sósíalistar, og við hrif- umst með af þeim krafti og lífs- gleði, sem geislaði af þessu unga fólki mitt í rústum Berlínarborg- ar. Og þá vorum við sannfærðir um að þetta fólk mundi leiða sósí- alismann til heilbrigðari þróunar á komandi árum. Og lái okkur það hver sem vill. Þó var það annað sem brann okkur flestum enn heitar í geði á þessum árum. Land okkar var setið erlendu herliði - hafði gengið í hernaðarbandalag og flækt sig í hernaðarátök stór- velda. Við vorum ofurseld nýrri hættu - hættu sem reynst hefur augljósari með hverju ári þeim sem sjá vilja. Þetta er það fyrsta, sem mér kemur í hug, þegar ég rifja upp kunningsskap okkar Hjálmars. En þar er svo margs annars að minnast, og verður drepið á fátt. Þær voru margar ánægjustund- irnar, sem við áttum saman, við ferðalög, útivist, söng og vín f hópi góðra félaga. Hjálmar var mikill gleðimaður og jafnan hrókur alls fagnaðar á vina fund- um. Vafalaust munu margir verða til að rekja æviferil Hjálmars og störf hans sem kennara, konrekt- ors, bæjarstjóra o.s.frv. Einnig þau margvíslegu félagsstörf önnur, sem hann sinnti, en þar var hann áreiðanlega á réttri hillu. Hann var mikill áhugamað- ur um norræna samvinnu, og eins og flestir munu vita, var hann for- maður Norræna félagsins hin síð- ustu ár. Þar iét hann sig ekki minnst skipta hlut hinna smáu í norrænni samvinnu, svo sem Færeyinga, Grænlendinga og Sama. Ég held það hafi verið í Berlín- arferðinni að Hjálmar kynntist fyrst fyrri konu sinni, Kristínu Éyfells, en þau gengu í hjóna- band 2 árum seinna. Kristín var mikil ágætiskona, en samt munu þau ekki hafa átt skap saman og skildu eftir fárra ára sambúð. Þau áttu eina dóttur. Síðari kona Hjálmars varNanna Björnsdóttir frá Sveinatungu í Borgarfírði. Þau eignuðust 4 syni og sambúð þeirra var með miklum ágætum. En fyrir nokkrum árum veiktist Nanna alvarlega og hefur verið sjúklingur síðan. Þetta var mikið áfall fyrir Hjálmar, og hann var ekki samur maður eftir. Að leiðarlokum ber að þakka samfylgdina. Og til þess eru þess- ar línur ritaðar. Nönnu og börnunum sendum við Valborg innilegar samúðar- kveðjur. Eiður Bergmann. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINK Fimmtudagur 5. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.