Þjóðviljinn - 05.07.1984, Side 16
MANNLIF
Austfirðir
Enn er myndað eystra
Karl Hjelm í Neskaupstað:
Alltaf haft áhuga fyrir landinu og náttúrunni
Hefurðu sýnt myndirnar þín-
ar?
Ljósmyndaáhuginn lifir enn
á Austfjörðum, sem kalla má
vöggu Ijósmyndunar á Islandi
(sjá viðtal við Ingu Láru Bald-
vinsdóttur).
Því slógum við á þráðinn til
eins áhugaljósmyndara þar ey-
stra, Karls Hjelm í Neskaupstað.
Hvað vakti áhuga þinn á Ijós-
myndum?
„Ég hef alltaf haft áhuga fyrir
landinu og náttúrunni. Um ferm-
ingu eignaðist ég nokkuð góða
vél og fór þá að taka myndir. Svo
eignaðist ég vandaða vél um
1974. Ég hef alltaf tekið litmynd-
ir.
Hvert er þitt uppáhaldsmynd-
efni?
„Ég hef mestan áhuga á því
smáa í náttúrunni eins og blóm-
um, pollum, litlum lautum,
steinum, ísnálum og öðrum klak-
amyndunum."
„Ég hef tvisvar haldið sýningar
íEgilsbúðíNeskaupstað, 1977 og
1982. Svo hef ég tekið þátt í land-
kynningarsýningum, t.d. í Sví-
þjóð. Einnig hef ég tekið myndir
á allmargar forsíður tímarita".
Hvernig fllmu notarðu?
„Ég tek eingöngu á Kodak
filmur, mest á Kodachrome 25 og
Á sjó. Ljósm. Karl Hjelm.
fremstur meðdl jafningja
db
7
David Pitt & co. h.f.
Klapparstíg 16, Sími 13333, Pósthólf 1297, Reykjavík.
Ný tölva
Fyrir skömmu fór fram kynn-
ing á nýrri tölvu hjá Heimilis-
tækjum h/f, en fyrirtækið er með
umboð fyrir Wang Computers,
sem nú hafa sett á markaðinn
nýja tölvu sem er einstök sinnar
tegundar í heiminum. Aðeins ein
tölva er hér á landi og á kynning-
unni gafst blaðamönnum tæki-
færi til að berja þetta undraverk
augum. Pessi tölva er svo ný af
nálinni að til þessa hafa aðeins
verið pöntuð 400 eintök í öllum
heiminum. íslendingar fá tæki-
færi til að panta sér gripinn í sept-
ember, en þá mun hefjast inn-
flutningur á henni af fullum
krafti.
Pað sem tölvan hefur fram yfir
aðrar tölvur er ljósmyndavél eða
„lesari“. Lesarinn er tengdur
tölvunni og gerir mönnum kleift
að fá myndefni á skjáinn. Þetta
tæki opnar því nýja möguleika
við tölvunotkun, m.a. er hægt að
„klippa og líma“, þ.e.a.s-. færa
myndir eða texta til eftir þörfum
en tölvan geymir samt frumritið í
minni sínu.
Húsgagnasýning
Um þessar mundir stendur yfir húsgagnasýning í verslunarhúsnæði
Axis hf, þar sem kynnt eru ný húsgögn sem vöktu mikla athygli á
alþjóðlegri húsgagnasýningu í Bella Center sl. vor. Þar vakti MAXIS-
stóll sem Pétur B. Lúthersson hannaði einna mesta athygli. Pétur er
höfundur MAXIS-línunnar sem þekkt er víða um lönd. Húsgagnasýn-
ingin er opin daglega frá kl. 14-18 til 8. júlí í versluninni Smiðjuvegi 9,
Kópavogi.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júlí 1984