Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 17
FISKIMAL
Hákarl Norður-Atlantshafsins
er brjóskfiskur af háfaættkvísl-
inni, stærð hans er venjulega 2-5
m.álengd,ener sagður geta orð-
ið allt að 7 metrar að lengd. Bolur
fisksins er sívalur, húðin eða
„skrápurinn" viðkomu líkt og
þegar strokið er með hendi yfir
sandpappír. Liturinn er grár,
stundum aðeins rauðleitur. Þetta
er mjög lyktnæmur fiskur sem
heldur sig mikið á 500-600 m.
dýpi, en er stundum líka uppi í
sjó. Hann er með afbrigðum
gráðugur, étur alla fiska sem á
vegi hans verða, en líka selkópa
og hnísur. Þetta er semsagt alæta
sem fúlsar ekki við neinu í lífríki
hafsins. Tanngarður hákarlsins
er margfaldur, hver tannröð upp
af annarri, tengdar saman með
sterkum sinaböndum. Tennurnar
eru flugbeittar og minna á hvítt
postulín. Stórir hákarlar kippa í
sundur selkópa líkt og þeir væru
skornir með hníf. Hákarlinn er
kaldsjávarfiskur sem heldur sig
mikið á 500-600 m. dýpi eins og
áður segir, en hafi hann ekki
nægilegt æti þar leitar hann bæði
á dýpra og grynnra vatn í ætisleit.
Fæðu sína tekur hákarlinn
jafnt niður við botn sem uppi í sjó
eða alveg við yfirborð sjávar.
Þegar selfangarar kasta selkjöti í
sjóinn við fláningu þá koma oft
miklir skarar af hákörlum alveg
upp á yfirborðið til að hirða kjöt-
ið.
Norðmenn og
Kanadamenn fœkka
þessum ránfiski
Norðmenn hafa á undan-
gengnum árum oft gert út á há-
karlaveiðar með línu, en aldrei á
seinni árum nema með beinum
ríkisstyrk og hefur þetta einungis
verið gert til að fækka hákarlin-
um og þarmeð minnka það tjón
sem hann veldur oft á fiskimiðum
þeirra.
f>á hef ég einnig fengið þær
fréttir frá Kanada að þar hafi ver-
ið stundaður ríkisstyrktar hákarl-
aveiðar með línu, sérstaklega við
Nýfundnaland. Upphaflega
munu þessar veiðar hafa byrjað
þar til að verja vöðuselskópana,
því hákarlinn fækkaði þeim
mikið fyrst eftir að þeir fóru í sjó-
inn af ísnum. Þetta gaf mjög góða
raun og vöðuselsstofninn fór
stækkandi. Þetta er sagt upphafið
að hákarlaútgerð frá Kanada við
austurströndina.
Síðan hef ég fengið þær fréttir,
að fiskimenn á Nýfundnalandi
álíti að útrýming (eða fækkun)
hákarlsins hafi stuðlað að aukinni
fiskisæld á miðum. Sé þetta rétt,
sem mér þykir trúlegt, þá gæti
það verið lærdómsríkt fyrir okkur
Islendinga.
Er ekki orðið
tímabœrt að
endurvekja
hákarlaveiðar?
Eins og ég sagði hér í upphafi
þessa þáttar, þá er orðið langt
síðan að hér voru stundaðar hák-
arlaveiðar. Og allan þennan
langa tíma hefur hákarlinn notið
friðunar þrátt fyrir það að hann
er einn allra mesti ránfiskur í
Norður-Atlantshafi. Það verður
að teljast trúlegt að niðurfelling
hákarlaveiðanna héðan mikinn
hluta þessarar aldar geti verið
búin að valda okkur umtalsverðu
tjóni í gegnum minni fiskisæld á
miðum. Og því skyldu Norð-
menn og Kanadamenn vera að
halda úti nkisstyrktri hákarlaút-
gerð ef þeir teldu það ekki vera
ávinning fyrir sinn sjávarútveg.
Það segir sig sjálft að menn stofna
ekki til slíkra veiða bara út í
bláinn. Það er gert í þeim tilgangi
að aðrar veiðar hlj óti af því nokk-
urn vinning.
Við íslendingar munum nú
vera eina þjóðin á norðurhveli
jarðar sem kann að verka hákarl
til manneldis. Það er því líklegt
að kostnaður við nútíma hákarla-
Hakarlinn er mesti ránfiskur Norður-Atlantshafsins
Fækkun á hákarli
er orðin nauðsyn
Hákarlinn, þessi grimma alæta í lífríki sjávarins,
hefur verið friðaður um langt skeið
og valdið miklu tjóni á fiskimiðum okkar.
veiðar með línu héðan gæti gefið
okkur meira í aðra hönd heldur
en Norðmönnum og Kanada-
mönnum sem ekki kunna nú
þessa gömlu verkunaraðferð.
Innanlandsmarkaður er nokkur í
landinu.
Á síðustu árum hefur talsvert
verið skrifað um það að selurinn
væri keppinautur mannsins um
sjávarfang til viðhalds stofninum,
auk þess sem strandselurinn væri
hýsill fyrir hringorm, sem ylli
mikilli umframvinnu í fiskvinn-
slu. Þetta hefur hér á landi orsak-
að seladráp án þess að það byggð-
ist á áður gerðum vísindalegum
rannsóknum. Hinsvegar hefur
enginn minnst á það, utan ég fyrir
nokkrum árum, að hákarlinn
væri einn allra mesti skaðvaldur-
inn á íslenskum fiskimiðum. Það
hefur ekki hvaiflað að okkar vís-
indamönnum svo vitað sé, að
þörf væri á rannsókn á
hákarlastofninum eða fækkun
hans. Síðasta hluta nítjándu aldar
og í byrjun þessarar voru hákarl-
aveiðar með handvað stundaðar í
„Ef farið verður í hákarlaveiðar héðan að nýju, sem ég tel vera nauðsyn á, þá þyrfti að bræða lifrina strax
nýja um borð, isa uggana í kassa og þurrka síðan í hjöllum í landi í von um markað í Hong Kong eða Kína.
En sjálfur fiskurinn yrði svo verkaður með hinni gömlu íslensku aðferð", segir Johann J.E. Kúld.
ríkum mæli fyrst á opnum skipum
en síðan þilskipum. Hákarla-
veiðar Geirs Zoéga á þilskipum
héðan frá Reykjavík síðast á nítj-
ándu öldinni og í byrjun þessarar
aldar gáfu góða afkomu enda var
hákarlalýsið þá í góðu verði. Á
þessum tíma voru þessar veiðar
stundaðar mikið frá Vesturlands-
höfnum, Vestfjörðum og Norð-
urlandi, og voru Eyfirðingar þar
enn fremstir í flokki. En svo
lækkaði hákarlalýsið í verði og
smámsaman dró úr veiðunum þar
til að þær lögðust alveg niður.
í stað hákarlaveiða kom þorsk-
veiði í vaxandi mæli, hún varð
arðvænlegri eftir að lýsið lækkaði
í verði. Á meðan hákarlaveiðar
voru stundaðar hér á landi var
ekki aðeins Iifrin hirt, heldur líka
hákarlinn sjálfur sem var kæstur
en síðan þurrkaður í hjöllum til
innanlandsneyslu, og þótti þá og
þykir enn herramannsmatur.
Ég hélt lengi vel að verkun á
hákarli væri íslensk uppfinning,
en svo er líklega ekki. Mikil lík-
indi eru á því, að hákarlsverkun
hafi flust hingað til lands strax á
landnámsöld með mönnum frá
norður Noregi. Fyrir nokkrum
árum fundust í norskum skjala-
söfnum bréf frá yfirvöldum á
Finnmörku sem voru skrifuð á
fimmtándu eða sextándu öldinni
til ríkisstjórnar Noregs. Þar er
lýst yfir, að enginn bjargar-
skortur sé þá í nyrstu héruðum
Noregs og allir fiskhjallar á Finn-
mörku séu fullir af hákarli sem
verið sé að þurrka. Þetta sannar
að á þessum tíma hafa menn í
Norður-Noregi kunnað að verka
hákarl þó þeir kunni það ekki nú.
Eina hákarlsverkunin utan ís-
lands sem ég veit um var á vestur-
strönd Afríku eftir síðustu heims-
styrjöld. Þar þurrkaði norskur
kaupmaður allan hákarl sem
hann komst yfir í hjöllum, en
þurfti ekki að kæsa hann fyrir
þurrkun sökum hitans. Hákarl-
inn seldi hann síðan fyrir gott
verð til Kóngóríkisins.
Á árunum milli 1920-1930
gerðu útgerðarmenn á Sunnmæri
út nokkurn flota línuveiðara á
hákarlaveiðar við Svalbarða og
víðar í Norður-íshafi. í stað
handvaðanna sem hér voru áður
notaðir við hákarlaveiðar, beittu
Norðmennirnir út línu með vír
eða grönnum keðjutaumum þar
sem hákarlinn klippti í sundur
venjulega tauma. Norðmenn
gerðu út á hákarlinn eingöngu
vegna lifrarinnar, sem var brædd
strax ný um borð. Þessar veiðar
gengu nokkuð vel þar sem lýsi var
þá í sæmilegu verði. Norðmenn
munu vera ein af fáum þjóðum
sem ennþá gera út á beinhákarla-
veiðar, en lifrin úr beinhákarl-
inum fylgir ekki venjulegu lýsis-
verði þar sem hún er nær ein-
göngu notuð í lyfjaframleiðslu.
Beinhákarlsveiðar er annars ólík
venjulegum hákarlaveiðum þar
sem hann er venjulega skotinn
þegar hann sólar sig við yfirborð
sjávar í ládauðu og góðu veðri.
Én því kem ég inn á beinhákarls-
veiðina hér, að uggar þessa risa-
fisks eru nú seldir þurrkaðir til
Hong Kong fyrir gott verð og því
ekki ólíklegt að þannig mætti
einnig finna markað fyrir ugga af
venjulegum Norður-Atlantshafs
hákarli, og vafalaust væri hægt að
auka söluna væri hráefnið í vör-
una fyrir hendi.
Ef farið verður í hákarlaveiðar
héðan að nýju, sem ég tel vera
nauðsyn á, þá þyrfti að bræða lifr-
ina strax nýja um borð, ísa ugg-
ana í kassa og þurrka síðan á
hjöllum í landi, í von um markað í
Hong Kong eða Kína. En sjálfur
fiskur hákarlsins yrði svo verk-
aður með hinni gömlu íslensku
aðferð. Ég tel það ómaksins vert
og reyndar sjálfsagt, að ríkið veiti
styrk í upphafi nokkrum fáum
skipum til hákarlaveiða, til að
endurvekja þessar gömlu veiðar
að nýju og þar með rjúfa þá löngu
friðun sem hákarlinn hefur notið
hér við land, þessi mesti ránfiskur
Norður-Atlantshafsins.
Jóhann J.E. Kúld.
Fimmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17