Þjóðviljinn - 05.07.1984, Síða 23

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Síða 23
ÍÞRÓiriR Jón Páll keppir í Glasgow. Keppt við Skota íslenska landsliðið í kraftlyftingum er á förum til Glásgow þar sem á sunnudag verður háð landskeppni við Skota. Þetta er fyrsta lands- keppni íslands í þessari íþrótt ef Norðurlandamót eru und- anskilin. íslenska liðið skipa eftir- taldir kraftakarlar: Jón Páll Sigmarsson, Torfi Ólafsson, Hjalti Árnason, Víkingur Traustason, Óskar Sigurpáls- son, Hörður Magnússon, Baldur Borgþórsson, Freyr Aðalsteinsson, Halldór Ey- þórsson og Kári Elísson. -VS Valur-KA í kvöld Áttundi og síðasti leikurinn á dagskrá 16-liða úrsUtanna í bikar- keppni KSÍ verður háður á Vals- veUinum í kvöld. Þar mætast 1. deUdarlið Vals og KA og hefst viðureignin kl. 20. Þrfr leikir fara fram í 1. deild kvenna í kvöld kl. 20. ÍA og Valur leika á Akranesi, ÍBÍ og KR á fsa- firði og Breiðablik-Víkingur á Kópavogsvelli. Þá verður leikin heU umferð í 2. deild kvenna. Skuldir í stað ágóða Heimaleikur gegn 1. deildarliði Þórs frá Akureyri í 16-Iiða úrslit- um bikarkeppni KSI varð 3. deildarliði Austra, Eskifirði, ekki sú tekjulind sem vonast hafði ver- ið eftir. Þórsarar samþykktu ekki að dómaratríó af Austurlandi dæmdi leikinn og því kom tríóið, Baldur Scheving, Guðmundur Haraldsson og Gunnar Jóhanns- son, með leiguflugvél frá Reykja- vík. Þegar búið var að greiða þann kostnað og bflferð þre- menninganna til og frá Neskaup- stað þar sem vélin lenti, var allur ágóði Austramanna af stór- leiknum horfinn og vel það - þeir sitja nú uppi með skuldirnar. -VS Skíðasvæði við Langjökul í sumar verður opnað nýtt skíðasvæði við rætur Langjökuls, í Þjófakrók. Verður það fyrst um sinn opið um helgar og verður opnað laugardaginn 7. júlí og hverja helgi eftir það til 12. ágúst. Ýmislegt verður gert til að auka á fjölbreytni fyrir skíðafólk. Þar verður boðið uppá skiðakennslu sem Tómas Jónsson fþróttakenn- ari og skíðaþjálfari sér um. Einnig verða sérstakar barnaþrautir, þar sem reynir á hina ýmsu þætti skíðaíþróttarinnar. Tvær eins brautir verða fyrir þá sem vi|ja spreyta sig í þeim. Leiðin frá Reykjavík á skíða- svæðið er um 100 km löng ef ekið er um Kaldadal og er hún greiðfær öllum bílum. Á HúsafelU sem er stutt frá er góð tjaldað- staða með þjónustumiðstöð, sundlaug, gufubaði og Ijósum. Fimm KR-mörk! Vesturbœingar gjörsigruðu nœstefsta lið 1. deildar, ÍBK, í bikarkeppninni í gœrkvöldi. KR sigraði Keflavík í þræl- fjörugum leik sem háður var á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Úr- slit leiksins urðu 5-1 eftir að stað- an hafði verið 1-1 í hálfleik. KR hefur þarmeð tryggt sér miða í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ en Keflavík er úr leik. Það voru Keflvíkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 9. mínútu, Ragnar Margeirson átti þá skot sem Stefán Jóhannsson markvörður KR-inga náði að verja en hann hélt ekki boltanum sem barst aftur til Ragnars sem afgreiddi hann örugglega. Rúmri mínútu síðar jöfnuðu síðan KR-ingar, Ágúst Már átti þá fast skot utan vítateigs sem hafnaði í bláhorni ÍBK marksins, 1-1. Magnús Garðarsson var síð- an tvisvar nærri því að koma Keflvíkingunum yfir. í fyrra skiptir skaut hann yfir innan markteigs en í seinna skiptið var langskot hans slegið í horn. KR-ingar áttu síðan mun meira í seinni hálfleiknum og á 19. mín- útu hálfleiksins uppskáru þeir mark, Gunnar Gíslason lék á vamarmann rétt utan vítateigs og reyndi síðan skot, skotið var laust en Þorsteinn Bjarnason var of seinn að átta sig og boltinn hafn- aði í bláhorninu og KR-ingar höfðu því náð forystu. Þriðja mark KR kom síðan tveimur mínútum seinna. Elías Guð- mundsson átti þá sendingu inn í vítateig Keflavík þar sem Sæ- björn Guðmundsson kastaði sér á eftir boltanum og skallaði hann stórglæsilega í markhornið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði KR sitt fjórða mark, Sverrir Herbertsson átti þá skalla að markinu sem Þorsteinn varði, hann hélt hinsvegar ekki boltan- um sem barst til Agústs Más sem átti ekki í neinum erfiðleikum að pota boltanum yfir línuna, 4-1. Varamaðurinn Jón G. Bjarna- son átti síðan síðasta orðið, ein- leikur hans frá miðjum velli og inn í vítateig keflavíkur endaði með því að hann sendi boltann framhjá Þorsteini í markinu. Þessi leikur er tvímælalaust sá besti sem KR hefur spilað í sumar enda uppskáru þeir eins og til var sáð. Ágúst Már Jónsson barðist mjög vel allan leikinn. Þeir Sæ- björn Guðmundsson og nýliðinn Sævar Leifsson áttu mjög góðan kafla. Keflvíkingar urðu fyrir nokkru áfalli í byrjun síðari hálfleiks er Valþór Sigþórsson þurfti að yfir- gefa völlinn, hvort það hafi skipt sköpum í leiknum skal ósagt látið en eitthvað hefur vörn þeirra veikst við það áfall. Ragnar Mar- geirsson og Magnús Garðarsson voru bestu meinn Keflavíkur. Frosti - Fram hafði það Stóðst pressu ÍBÍ og tryggði sér sœti í 8-liða úrslitunum með 1 -0 sigri. Sigruðu Víðismenn 5-1 í Garðinu komust í 4-0 fyrir hlé. Ágúst Már Jónsson skoraði tvö marka KR í gærkvöldi. Frömurum tókst að standast töluverða pressu 2. dcildarliðs ÍBÍ í síðari hálfleiknum og vinna sigur, 1-0, í leik liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á ísa- firði í gærkvöldi. Leikurinn var mjög hraður og fjörugur og tal- svert um marktækifæri. Strax á 6. mínútu barst knöttu- rinn útúr vítateig Fram eftir þvögu þar, Benedikt Einarsson þrumaði viðstöðulaust á markið en í þverslána og yfir Frammark- ið. Liðin sóttu til skiptis og á 13. mínútu komst Ragnar Rögnvaldsson í dauðafæri við mark Fram eftir fyrirgjöf Rúnars Vífilssonar en skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar varði Magni Björnsson markvörður ÍBf mjög vel góðan skalla Guðm- undsTorfasonar. Magni bjargaði síðan með góðu úthlaupi á 25. mínútu. Á 29. mín. forðaði Guð- mundur Baldursson markvörður Fram marki þrívegis í röð með því jað verja skot frá sóknar- mönnum jÍBÍ af stuttu færi. Sigurmarkið kom á 40. mín- útu. Ágæt sókn hjá Fram, Guð- mundur Torfason reif sig lausan frá varnarmanni af miklum krafti, komst á auðan sjó og renn- di boltanum af öryggi í netið, 0-1. Framarar byrjuðu betur í síðari hálfleik en heimamenn tóku öll völd þegar korter var liðið og sóttu linnulítið til leiksloka. Framarar vörðust vel en af hörku og fengu á sig mikið af auka- Blikar í banaformi átti Vilberg Þorvaldsson gott færi en skaut yfir. Á 68. mínútu bættu Blikar fimmta markinu við, eftir skyndi- sókn og varnarmistök Víðis- manna tóks Þorsteini Geirssyni að skora af vítapunkti, 0-5. Eftir þetta var leikurinn þófkenndur en Víðismenn gáfust ekki upp og tókst að skora á 88. mínútu. Guð- mundur Jens Knútsson var þar að verki eftir hornspymu. Guðmundur Jens og Grétar voru bestir hjá Víði. Sigurjón Kristjánsson lék mjög vel hjá Blikunum þó honum tækist ekki að skora og Ómar átti einnig góð- an leik. Loftur Ólafsson og Breiðabliki, og Vilhjálmur Ein- arsson, Víði, fengu gul spjöld í fyrri hálfleik. Dómari var Ragnar Óm Pétursson og dæmdi vel. -SM/Suðurnesj um. í rigningarsudda og roki lagði Breiðablik Víði að velli 5-1 í bik- arkeppni KSÍ í Garðinum í gær- kvöldi eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4-0. Fyrsta markið var skorað á 6. mínútu og var þar Jón Einarsson að verki. Þrátt fyrir harða sókn Blika tókst þeim ekki að skora aftur fyrr en á 35. mínútu og var þá Jón Gunnar Bergs á ferðinni. Fjómm mínútum seinna skoraði Ómar Rafnsson með skalla eftir hornspyrnu, 0-3. Skömmu fyrir hlé bættu Blikar fjórða markinu við eftir aukaspyrnu frá hliðar- línu. Benedikt Guðmundsson skoraði með skalla. Víðismenn ætluðu sér greini- lega að minnka muninn og átti Grétar Einarsson tvö gót skot sem Friðrik Friðriksson varði mjög naumlega í horn. Einnig spyrnum, en voru skæðir í skyndisóknum. Tíu mínútum fyrir leikslok fengu ísfirðingar tvö góð færi, fyrst skallaði Bene- dikt rétt yfir mark Fram og síðan tók Kristinn Kristjánsson auka- spyrnu; boltinn barst til Jóhanns Torfasonar sem skaut en Guð- mundur varði vel í horn. Það var síðasta hættulega færið í leiknum og Framarar hrósuðu sigri og sæti í 8-liða úrslitunum. Lið ísfirðinga var jafnt yfir heildina. Magni lék þarna sinn fyrsta leik í marki ÍBÍ og stóð sig mjög vel. Guðmundur varði Fra- mmarkið af stakri prýði og Guðmundarnir í framlínunni, Torfason og Steinsson voru frísk- ir. -GK/Isaflrði Eins og fram hefur komið, stóðu íslensku þátttakendurnir á Ólympíu- lelkum fatlaðra í New York sig framar öllum vonum. Haukur Gunnarsson var þar framarlega í flokki, hlaut tvenn bronsverðlaun, og hér er hann á verðlaunapalli eftir 400 m hlaupið ásamt Rudi Kocmut frá Júgóslavíu sem sigraði. Robert Mearens frá Kanada sem varð annar í hlaupinu var ekki viðstaddur afhendinguna. Guðmundur Torfason tryggði Frömurum sigur á (safirði. Þriðja til- raun í kvöld Ekki gátu ÍBV og ÍA leikið í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi fremur en í fyrrakvöld. í gær reyndist ekki unnt að fljúga til Vestmannaeyja en leikurinn hef- ur verið settur á kl. 20 í kvöld. Vonandi verður þá spakmælið góða I fullu gildi - allt er þá þrennt er. Fimmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.