Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 8
DOMSMAL
Isal greiði skaðabætur
Dómurinn: Óforsvaranlegt vinnuumhverfi. Ófullnœgjandi
varnarráðstafanir. Stórfelld súrálsmengun og önnur mengun
meir en líklega úrslitaþáttur um upphaf sjúkdómsins
Fyrsti dómurinn þar sem ísal
er dæmt að greiða bætur vegna
mengunar var nýlega kveðinn
upp. Starfsmaður fékk lungna-
sjúkdóm sem smám saman varð
krónískur. Hann vann í miklu
ryki við löndun úr súrálsskipum.
í dóminum er talið að vinnuum-
hverfi mannsins hafi verið ófor-
svaranlegt.
Nýlega var á bæjarþingi Hafn-
arfjarðar kveðinn upp dómur í
máli er starfsmaður er hlaut 30%
varanlega örorku af völdum
lungnasjúkdóms, höfðaði á
hendur félaginu. Hann hóf störf í
flutningadeild ísal á árinu 1969.
f ársbyrjun 1971 var honum
fengið það verkefni að vinna við
löndun úr súrálsskipum. Löndun
fór þannig fram að færiband færði
súrálið upp úr lestinni. Jarðýta
var látin síga niður í lestina og
notuð til að ýta súrálinu að færi-
bandinu. Mörg vitni báru að í
lestinni hefði verið slíkur ryk-
mökkur að menn sáu varla handa
sinna skil. Skipta þurfti um
loftsíur á vél ýtunnar á 4. klst.
fresti og mótorar entust illa.
Mengunarvörnum
ábótavant
Einu mengunarvarnirnar sem
starfsmanninum voru fengnar
voru gamalsdags heygríma. Súr-
álslöndun stóð í hálfan mánuð,
allan sólarhringinn, engir frídag-
ar. Tveir menn skiptust á á ýt-
unni, voru niðri í lestinni í eina til
tvær klst. í senn og lögðu sig til
skiptis í jafnlangan tíma í skála á
hafnarsvæðinu. Súrálsskip komu
á um þriggja mán. fresti.
Er starfsmaðurinn hafið unnið
nokkrar slíkar lotur, fór hann að
fá þrálátt nefrennsli, andþyngsli
og áreynslumæði. Éftir árið fór
hann í rannsókn á Vífilsstaði.
Reyndist hann þá kominn með
alvarlegan lungnasjúkdóm.
Hætti starfsmaðurinn þá hjá ísal
og vann við ýmis algeng verka-
mannastörf. Næstu árin milli þess
sem hann lá á Vífilsstöðum eða
var heima og frá vinnu vegna
sjúkdóms síns. Að átta árum
liðnum töldu læknar örvænt um
bata. Hér væri um að ræða krón-
ískan asthma og var starfsmaður-
inn metinn 30% öryrki varan-
lega. Fékk starfsmaðurinn
örorkutjón sitt útreiknað af
tryggingastærðfræðingi, sótti um
gjafsókn til dómsmálaráðuneytis
sem hann fékk og höfðaði síðan
mál í apríl 1983.
Varnarástœður ísal
Meðal þeirra varnarástæðna
sem stefndi, ísal, færði fram í
málinu, var í fyrsta lagi, að bóta-
skyldayrði ekki byggð á sakar-
grundvelli. Súrál sé efnafræði-
lega óvirkt (inert) efni og súr-
álsryk ekki hættulegra en venju-
legt steinryk. Stefnanda hafi ver-
ið fengin rykgríma sem hafi verið
fullnægjandi vörn. f öðru lagi, að
ekki sé orsakasamband milli
vinnuumhverfis stefnanda og
sjúkdóms hans. Asthmi sé ætt-
gengur sjúkdómur og bundinn
við þá sem hafa
sjúkdómstilhneiginguna með-
fædda.
Fyrst sé að móðir stefnanda
hafi asthma, svo og móðursystir.
Ef maður eigi nákomna ættingja
með asthma margfaldist sjúk-
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARIN
á markaðsverði.
E
x
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður
JL-GRILLIÐ
Grillréttir allan daginn
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
OPIÐ:
Mánud. -fimmtud. 9- 19.
Föstud. 9 -22
LOKAÐ LAUGARDAGA
í SUMAR
'A A A A A A v
juuuaj
w_:__JJUCn
nm
Hringbraut 121 Simi 10600
dómslíkur viðkomandi. Sjúk-
dómurinn geti komið fram hve-
nær sem er á ævinni og við hvaða
aðstæður sem er. Lífræn efni, svo
og ólífræn efni, sem hafi efna-
fræðilegar verkanir, geti e.t.v. átt
einhvem þátt í að laða sjúkdóm-
inn fram, en alls ekki ólífræn og
óvirk efni, svo sem súrálsryk,
Geta má þess að nokkru eftir
að stefnandi hætti störfum voru
teknar upp fullkomnari varnar-
ráðstafanir, þ.e. síuðu lofti blásið
inn í hús jarðýtunnar og myndað-
ur yfirþrýstingur og jarðýtustjóra
fengin fullkomnari tegund ryk-
grímu, auk þess sem þrír menn
voru settir á ýtuna og vinnutím-
inn þannig styttur.
í dómi sátu Már Pétursson,
héraðsdómari í Hafnarfirði og
tveir læknar, þeir Hrafn Túliníus,
prófessor í heilbrigðisfræðum við
H.í. og Magni S. Jónsson, sér-
fræðingur við Borgarspítalann í
lungnasjúkdómum og lyflækn-
ingum.
Sök skipt
til helminga
Þeir skiptu sök til helminga,
þ.e. dæmdu ísal til að greiða hálf-
ar bætur, en helming tjónsins
verður viðkomandi starfsmaður
að bera sjálfur. Virðist sú niður-
staða, að stefnandi fær aðeins
hálfar bætur, byggð á því að
fylgni sé milli asthma í ætt og
sjúkdomslíka hjá einstaklingi,
sjúkdómur stefnanda, og þó
einkum það hvað hann reyndist
alvarlegur, verði ekki með eins
öruggri vissu og ella rakið til
vinnuumhverfis stefnda vegna
þess að nákominn ættingi hans
hafði asthma.
Dómsniðurstaðan
í niððurstöðu dómsins segir
m.a.:
„Sjúkdómur stefnanda er skil-
greindur og sjúkrasaga stefnanda
rakin í framlögðum læknisvott-
orðum og sjúkraskrám. Þessum
gögnum ber saman um að stefn-
andi sé haldinn asthma bronchi-
ale. Ekkert kemur fram í þessum
gögnum sem bendir til þess að
stefnandi sé haldinn ofnæmi fyrir
súráli (sem er óvirkt steinryk), né
ofnæmi fyrir öðrum efnum eða
efnasamböndum á umræddum
vinnustað. Tryggvi Ásmundsson
telur sjúkdóm stefnanda flokkast
undir intrensic asthma en svo eru
nefnd þau tilfelli asthmasjúklinga
þar sem ekki er vitað um neitt
ofnæmi í öndunarvegum til að-
greiningar frá extrensic asthma
þar sem slíkt ofnæmi er þekkt.
Stefnandi fær sín fyrstu ein-
kenni um asthma er hann er við
störf hjá stefnda við súrálsupp-
skipun. Versnun á einkennum
hans fer í fytstu saman í tíma við
þau tímabil sem stefnandi vann
við súrálsuppskipun, en einkenni
hans verða síðar krónisk og ekki
eingöngu bundin við súrálsupp-
skipun. Þessi sjúkdómsgangur er
algengur hjá asthmasjúklingum
án tillits til þess hvort þeirra sjúk-
dómur er ofnæmisbundinn eða
ekki. Stefnandi á nákominn ætt-
ingja með asthma.
Það er sannað með framburði
vitna að súrálsryk í vinnuum-
hverfi stefnanda í lestum súráls-
skipa var slíkt að menn sáu varla
handa sinna skil. Það er álit dóm-
enda, birt á framlögðum gögnum
og vitnaframburðum í málinu að
ráðstafanir til að verja umræddan
starfsmann, stefnanda, gegn um-
ræddri rykmengun, hafi verið alls
kostar ófullnægjandi og langt
undir því sem ætlast var til af
stefnda.
Hvað vinnutíma viðkom þá
verður stefnanda, sem var
óskólagenginn verkamaður ekki
lagt það til lasts þótt hann hlífði
sér hvergi og legði dag við nótt
við verk sem húsbóndi hans fól
honum og miklir hagsmunir voru
tengdir við að gengi sem fljótast
og best. Það var hinsvegar skylda
stefnda, sem hafði og bar að hafa
í þjónustu sinni trúnaðarlækni,
öryggisfulltrúa og aðra nauðsyn-
lega sérkunnáttumenn um holl-
ustuvemd að sjá svo til að skað-
væni bersýnilega heilsuspillandi
vinnuumhverfis væri eigi marg-
faldað með alltof löngum vinnu-
tíma.
Vinnutíminn gersam-
lega úr hófi
í þessu tilfelli keyrði svo ger-
samlega úr hófi að ekki væri ein-
asta að stefnandi væri í súr-
álsmekkinum í lestum í meira en
12 klst. á sólarhring, heldur vom
hléin milli vinnulota svo stutt, 1-2
klst. að viðkomandi starfsmaður
var í raun undir samfellu meng-
unarálagi þann hálfan mánuð
sem súrálslöndun stóð.
Niðurstaða dómsins um bóta-
skyldu mun byggjast á þessu
mati:
1. Læknisfræðilega er ósannað
að upphafið að sjúkdómi stefn-
anda verði rakið til vinnuum-
hverfis þess sem stefndi bjó hon-
um.
2. í læknisfræðinni eru orsakir
asthmasjúkdóms svo lítt þekktar
jafnframt því sem þær eru taldar
bæði fjölbreytilegar og einstakl-
ingsbundnar að ekki er hægt að
útiloka að samverkandi áhrif
stórfelldrar súrálsreykmengunar
í umhverfi stefnanda sólarhring-
um saman og annarrar mengunar
á verksmiðjusvæðinu hafi verið
úrslitaþátturinn um upphaf sjúk-
dóms stefnanda.
3. Lækisfræðilega er það meira
en líklegt að vinnuumhverfi
stefnanda hafi valdið versnun
sjúkdóms hans og ennfremur lík-
ur á að umrædd rykmengun hafi
beinlínis ráðið úrslitum um það
að sjúkdómur stefnanda komst á
það stig að hann varð krónískur.
4. Með tilliti til stigs súr-
álsmengunar, ófullnægjandi
vamarráðstafana og lengdar
vinnutíma þá telst vinnuumhverfi
það sem stefnandi bjó stefnda
hafa verið algerlega óforsvaran-
legt. Hefur þetta úrsiitaáhrif um
lögfræðilegt sönnunarmat í mál-
inu.
Á þessum grundvelli verður
það niðurstaða dómsins um bóta-
skyldu að stefnda beri að bæta
stefnanda tjón hans vegna 30%
varanlegrar örorku að hálfu.
SS
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júlí 1984