Þjóðviljinn - 24.07.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Side 4
LEIÐARI Einkaframtak í sjávarútvegi íslendinga Um helgina varði Morgunblaðið þremur megingreinum til að fjalla um hina hrikalegu stöðu sem nú blasir við í málefnum útgerðar og fiskvinnslu um allt land. í ítarlegri fréttaskýringu kom fram að verulegur fjármagnsflótti setur nú svip á sjávarútveginn, mörg einkafyrirtæki sem áður voru vel stæð eru að komast í þrot og innan tíðar gæti einkarekstur í sjávarútvegi lagst niður. í vetur og sumar hefur Þjóðviljinn hvað eftir annað birt fréttir, viðtöl og frásagnir sem fela í sér ábendingar um hina ískyggilegu þróun í sjávarút- veginum. Nú virðast æ fleiri vera að átta sig á því hvert braut ríkisstjórnarinnar og forysta Fram- sóknarflokksins í útgerðarmálum íslendinga get- ur leitt. Það hefur ávallt verið stefna Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins að framtak og frumkvæði einstaklinga ætti að gegna mikilvægu hlutverki í þróun sjávarútvegsins og atvinnumálum byggð- arlaganna. Eðli útgerðar og fiskvinnslu í landinu er með þeim hætti að einokun stórra rekstrar-í forma, þótt þau séu bundin í félagslegar skipu- lagsreglur, getur staðið þróun greinarinnar fyrir þrifum og hlaðið of miklu valdi í hendur skrifstofu- stjóra og miðstjórnarveldis í Reykjavík. Þegar litið er yfir sögu margra byggðarlaga kemur í Ijós að oft hefur atvinnumálum verið bjargað með því að sjómenn og forsvarsmenn launafólks í fiskvinnslu hafa orðið að taka rekst- urinn í sínar hendur. Síðan hafa fyrirtækin stækk- að og orðið myndarleg einkafyrirtæki. Þá vill stundum gleymast hvernig þau erðu til og eigna- myndun þessara einstaklinga verður aðalum- ræðuefnið. Að vísu hefur það líka gerst að sumir 1 eigendur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hafa flutt gróðann brott og að lokum fyrirtækið sjálft svo að atvinnumál byggðarlagsins hafa á ný ver- ið í óefni. Slíkir menn hafa komið óorði á einka- framtakið. Það er hin æskilega stefna að rekstrarform í sjávarútvegi íslendinga séu margbreytileg. Þar geti bæjarfélög og samvinnufélög gegnt mikil- vægu hlutverki ásamt fyrirtækjum dugmikilla ein- staklinga sem bera hag heimabyggðar sinnar fyrir brjósti. Á síðari árum hafa einnig komið til sögunnar fyrirtæki þar sem hópur einstaklinga, samvinnufélag, sveitarfélagið og stundum einnig verkalýðsfélagið hafa tekið höndum saman um reksturinn á breiðum grundvelli. Það er margt í eðli, og sögu starfsskilyrðum sjávarútvegsins sem mælir eindregið með því að slík blanda rekstrarforma sé vænlegasti jarð- vegurinn fyrir framtíðarþróun þessarar höfuða- tvinnugreinar. Það getur haft fjölmargar hættur í för með sér að útrýma einkafyrirtækjunum á þessum vettvangi. Einkaframtakið veitir aðhald og skapar farveg fyrir nýjungar sem ella kynnu að eiga erfitt uppdráttar. Viðhorf ýmissa forráðamanna ríkisstjórnarinn- ar og skortur á nýrri stefnu innan stjórnarráðsins í málefnum sjávarútvegsins benda hins vegar til þess að framtíð einkaframtaksins í sjávarútvegi sé í verulegri hættu. Útrýming þess í höfuð- atvinnugrein þjóðarinnar væri alvarleg mistök. KLIPPT OG SKORIÐ Farþegaþota skotin niÖur Fyrir tæpu ári skaut sovésk or-- ustuþota niður kóreska farþega- þotu af gerðinni Boeing 747 í sovéskri lofthelgi og fórust með henni um 270 manns. Þetta þótti að sjálfsögðu ódæði hið versta, þeim mun frekar sem því var haldið fram, að farþegaþotan hefði blátt áfram villst inn í so- véskalofthelgi. Sovétmenn héldu því aftur á móti fram, að farþega- þotan hefði verið að stunda 'njósnir fyrir Bandaríkin. Þeir töpuðu málinu fljótlega í fjöl- miðlum og í almenningsálitinu. í fyrsta lagi vegna þess, að vegna eigin laumuspilshefða neituðu Sovétmenn í fyrstu að hafa skotið þotuna niður. í öðru lagi þótti það athæfi, að skjóta niður far- þegaþotu, langtum þyngra á metunum en allar vangaveltur um ástæður fyrir því að flugvélin var stödd langt inni í viðvöru- narkerfum sovéska hersins á Kyrrahafsströndum. Kenningin um njósnaflug Fljótlega fóru að heyrast frá flugmönnum og fjarskiptasér- fræðingum efasemdir um að far- þegaþotan kóreska hefði getað villst það væri, tæknilega séð, tal- ið næstum óhugsandi. Ennfrem- ur urðu upplýsingar um banda- ríska njósnaflugvél með svipaðar útlínur og Boeing-þotan sem var á sveimi á svæðinu og hugsanlegt samspil við bandaríska njósna- hnetti og geimskutlu til þess, að æ fleiri trúðu því, að ekki hefði allt verið með felldu við flug farþega- þotunnar. Og enn er málið ofar- Iega á dagskrá, eins og sjá má á athyglisverðri frétt í Morgun- blaðinu á sunnudaginn. „Kór- eska þotan í njósnaleiðangri...?“ - en hún er á þessa leið: „Lundúnum 20. júlí.AP. Stjómendur sjónvarpsþáttarins „TV Eye“ færðu fyrir því rök í síðasta þætti sínum, að farþega- þotan kóreska sem Sovétmenn skutu niður á sínum tíma með 269 manns kunni að hafa verið send í ógöngur fyrir tilstilli einhverrar leyniþjónustu. Hlutverk hennar hafi verið að kanna ratsjárkerfi Sovétmanna. í þættinum var rætt við Ernie Volkman, sérfræðing í málefnum bandarisku leyniþjónustunnar. Hann sagði að í sjálfu sér hefðu allar vestrænar leyniþjónustur haft mikið gagn af því að þotan villtist af leið, því allar ratsjár- stöðvar Rússa á 11.200 ferkíló- metra svæði hefðu farið í gang og hægt hefði verið að staðsetja þær og kanna styrk þeirra. I þættinum var þess einnig getið að bandarísk ratsjárstöð á Aluteaeyjum hefði ekki getað yfirsést á tækjum sín- um að þotan hefði viilst af leið og því hefði átt að vera hægur vandi að kalla hana upp og benda flug- manninum á skekkjuna. Það hefði hins vegar ekki verið gert. John Kettle, fyrrum banda- rískur stjómarerindreki, veitir forstöðu rannsókn mikilla slysinu í Japan um þessar mundir. Hann sagði í samtali við bresku sjón- varpsmennina, að hann teldi að þotan hefði verið að njósna og hvatti til þess að skipuð yrði þing- nefnd heima fyrir til að rannsaka málið.“ í sjónvarpsþættinum sýnast menn hafa verið á svipuðum slóð- um og Mann nokkur (mun vera dulnefni) sem skrifaði fyrir skömmu grein í breskt tímarit um vamarmál, „Defense attache". Þar segir einmitt á þá leið, að menn hafi ekki trúað á að far- þegaþotan væri í njósnaflugi vegna þess, hve fátt almenningur veit um njósnatækni nútímans. Mann vitnar í bók J. Schlesingers. „Undirstöðuatriði rafeinda- stríðs", en þar segir á þessa leið: „Upplýsingum má safna.. .með því að setja af stað varnarkerfi einhvers ríkis og fýlgjast svo ná- kvæmlega með því hvernig þessi kerfi starfa. Þetta er hægt að gera með því að senda flugvél eða nokkrar flugvélar inn á fram- varnaviðvörunarkerfi andstæð- ingsins. Þessar aðgerðir em háskalegar, bæði í hemaðarlegu og pólitísku tilliti“. Mann rekur það einnig, hvern- ig Bandaríkjamenn hafa áður sent herflugvélar (sem vom skotnar niður) og farþegavélar inn í sovésk radarkerfi, og hvern- ig þróun þeirrar tækni kemur saman við áðstæður í september- byrjun í fyrra, þegar kóreska þot- an var skotin niður.Hann segir m.a.: „Það hefur líka komið fyrir áður að farþegaflugvélar vom notaðar í njósnaskyni. En flug- vélarnar sjálfar sluppu alltaf. Má vera að þessvegna hafi menn í Bandaríkjunum talið, að þótt flugvél væri á gmnsamlegu flugi mundi það engu að síður tryggja öryggi hennar að hún er farþega- vél“. Glœpsamlegur póker Sovétríkin sitja sem fyrr uppi með sinn hluta af þeirri glæfra- legu tortryggni milli risavelda, sem leiðir til þess að þeir skjóta niður 270 manns í farþegaflugvél. En það er heldur engin ástæða til að Reagan og hans menn sleppi undan sínum hluta ábyrgðar. Greinar og athugasemdir sér- fræðinga benda til þess, að bandarískar leyniþjónustur hafi lagt út í glæpsamlegt hættuspil með mannslíf- sumpart til að afla nýrra upplýsinga um sovésk við- vömnarkerfi, og kannski var stundin í fyrra einnig valin með tilliti til þess, að Reagan þurfti á því að halda að píska upp mikla reiði í garð Sovétmanna, til að auðveldara væri að kveða niður andstöðu gegn nýjum eldflauga- kerfum í Evrópu. Væri ekki nema mátulegt að þetta mál kæmi núna illa aftan að honum í kosningaslag tvísýnum - sem nú fyrst em vaxandi Iíkur á að hann tapi. ÁB DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Biaðamann: Áffheiður Ingadóttir, Guöjón Friðriksson, Halldóra Sigurdórs- dóttir, Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Víðir Sigurðsson (íþróttir).össurSkarp- hóöinsson- Liósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttír, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guöjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Simavarsta: Ásdís Kristinsdóttir. Sigrfður Kristiánsdóttir. Húsmóðlr: Bergljót Guðjónsdóttir. BHstjóri: óiöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuðí: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 24. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.