Þjóðviljinn - 24.07.1984, Page 5
Mjólkurdagsnefnd, eða Agnar
Guðnason framk væmdastj óri
hennar og blaðafulltrúi bænda-
samtakanna, hefur þann ágæta
sið að bjóða fjölmiðlafólki stund-
um f ferðalög út á land. Kannski
er tilgangurinn öðrum þræði sá,
að glæða skilning okkar á því, að
vfðar búi lifandi fólk en á þeirri
skák, þar sem Útvarpið, Sjón-
varpið og dagblöðin eiga heimili.
Og Ifklega veitir okkur ekkert af
því, að það sé stundum rifjað
upp. í þessum ferðum eru heim-
sóttar ýmsar stofnanir og fyrir-
tæki landbúnaðarins og stundum
líka einstök bændabýli.
Ekki man nú blaðamaður hvað
hann hefur farið í margar svona
ferðir með Agnari, (sem er til-
þrifamikill og fjörugur farar-
stjóri), - og fleiri góðum
mönnum, og jafnan sér til líkam-
legrar og andlegrar heilsubótar,
en nú er einni slíkri nýlokið. Var
þá Mjólkurbúið í Borgarnesi
heimsótt, Bændaskólinn á
Hvanneyri og býlin Bóndhóll og
Belgsholt.
Eftir að hafa setið höfðinglega
veislu hjá þeim mjólkurbús-
mönnum var farin skoðunarferð
um búið og litið á starfsemi þess,
við leiðsögn þeirra Indriða Al-
BORGARNES ^
Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi og umhverfi þess.
Landbúnaður
Veitir 800 manns lífsframfæri
Sagt frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga
bertssonar, mjólkurbússtjóra,
Birgis Gíslasonar, verkstjóra og
Jóns Finnssonar, mjólkureftir-
litsmanns. Fara hér á eftir nokkr-
ir fréttamolar um fyrirtækið og
forsögu þess.
Mjólkurskólinn
Ærinn tími er nú liðinn síðan
mjólkuriðnaður hófst í Borgar-
firði. Er upphaf hans að rekja til
þess, að um aldamótin var stofn-
aður þar mjólkurskóli. Skyldi
ungum stúlkum kennd þar með-
ferð mjólkur og mjólkurvinnsla
svo þær yrðu færar um að veita
forstöðu rjómabúum. Mjólkur-
skólinn tók til starfa í einu kjall-
araherbergi á Hvanneyri haustið
1899. Nemandinn varð í fyrstu
aðeins einn en úr því rættist brátt.
Eftir 3 ár var skólinn fluttur frá
Hvanneyri að Hvítárvöllum.
Starfaði hann þar um langt skeið.
Átti skólinn verulegan þátt í
blómlegri starfsemi rjómabú-
anna, sem allvíða risu upp á
næstu árum og voru merkur kap-
ítuli í sögu íslenskrar mjólkur-
vinnslu Rjómabúin framleiddu
smjör, sem flutt var á Englands-
markað. Sá markaður lokaðist á
styrjaldarárunum fyrri og náði
sér ekki á strik á ný. Skólinn á
Hvítárvöllum var því lagður nið-
ur árið 1921.
En Borgfirðingar voru ekki af
baki dottnir með mjólkuriðnað-
inn. Nú tóku þeir að sjóða niður
rjóma, stofnuðu um þá starfsemi
mjólkurfélagið Mjöll og reistu
verksmiðju á Beigalda. Salan
gekk svo greiðlega að verksmiðj-
an hafði naumast undan að fram-
leiða.
Mjólkursamlag
Borgfirðinga
Árið 1925 brann verksmiðju-
húsið á Beigalda. Flutti Mjöll þá
starfsemi sína til Borgamess.
Árið 1931 keypti Kaupfélag
Borgfirðinga hús og vélar Mjallar
og stofnaði Mjólkursamlag Borg-
firðinga. Var þá hafist handa um
nýbyggingar og vélakostur
aukinn og endurbættur.
Samlagið hóf starfsemi sína 10.
febrúar 1932. Var innvegið
mjólkurmagn fyrsta árið 273.836
ltr. Á næstu árum jókst starf-
semin stöðugt að magni og fjöl-
breytni. Bamið vex en brókin
eklri og því rak að því að huga
varð að nýbyggingu. Var henni
valinn staður á Engjaási í Borgar-
nesi. Sigurður Guðbrandsson
fýrrverandi Mjólkurbússtjóri,
tók svo fyrstu skóflustunguna 1.
nóv. 1975 og þar með hófust
framkvæmdir við bygginguna.
Byrjað var að taka á móti mjólk í
hinu nýja húsi 15. maí 1981. Er
bygging þessi hin vandaðasta að
allri gerð og lögðu þar margir
hönd að verki svo sem frá var
greint hér í blaðinu er húsið var
tekið í notkun.
Víðlent fram-
leiðslusvœði
Framleiðslusvæði Mjólkurbús-
ins nær yfir 17 hreppa eða allt frá
Andakílshreppi til Breiðavíkur-
hrepps að báðum meðtöldum.
Flutningskostnaður er því eðli-
lega nokkuð hár. Stundum eru
menn að bera kostnað hér saman
við það sem hann gerist erlendis,
t.d. í Danmörku en láta sér þá
gjaman sjást yfir það, að þar
þjónar hvert mjólkurbú miklu
minna svæði.
Mjólkursamlagið tekur á móti
um 10 milj. ltr. á ári en árstíða-
sveiflur em minni á framleiðslu-
svæði þess en annarsstaðar gerist.
Mikill meiri hluti framleiðslunn-
ar selst sem nýmjólk eða 80-85%.
Úr afgangnum em unnir ostar,
skyr, smjör, og sýrður og ósýrður
rjómi. Mjólkursamlagið í Borg-
arnesi er eitt um framleiðslu á
sýrðum rjóma á fyrsta sölusvæði.
Og nú hefur Samlagið hafið fram-
leiðslu á tvennskonar grautum, -
jarðaberja- og sveskjugraut - og
nýjum ídýfum. Við það nýtast
Indríði Albertsson, mjólkurbússtjóri.
betur bæði vélar, vinnuafl og hús-
rými.
35 manns vinna hjá Mjólkur-
samlaginu auk bílstjóra. Mjólk-
urinnleggjendur em um 200. Er
naumast offlagt þótt sagt sé að
700-800 manns hafi lífsframfæri
sitt af mjólkurframleiðslu þess-
ara 200 bænda. Mætti vera
sumum umhugsunarefni.
Mjólkursamlagið lýtur í meg-
inatriðum stjóm Samlagsráðs en
það skipa: Indriði Albertsson,
mjólkurbússtjóri, Ólafur Sverris-
son, kaupfélagsstjóri og þrír
bændur: Guðmundur Þorsteins-
son, og er hann formaður ráðs-
ins, Bjami Guðráðsson og Ólafur
Egilsson.
-mhg
Þrlöjudagur 24. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5