Þjóðviljinn - 24.07.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þriðjudagur 24. júlf 1984 164. tölublað 49. árgangur DJOÐVIUINN Harðbakur Mikið skemmdur - Sovéska skemmtiferðar- skipið Estonía sigldi á togarann Harðbak frá Akureyri laust fyrir kl. 11. sl. fðstudagskvöld á Strandagrunni, um 50 mflur frá landi. Engin alvarleg slys urðu á mönnum en togarinn skemmdist mikið eins og myndirnar sína. Skemmtiferðaskipið sigldi framarlega á Harðbak bakborðs- megin og gekk talsvert inn þar sem eru klefar vélstjóra og skip- stjóra. Ein kojan í vélstjóraklefa gereyðilagðist og var mesta lán að þar var enginn maður. Harð- bakur hallaðist um 60° eftir á- reksturinn og allt lauslegt í borðs- al og víðar fór að sjálfsögðu á fleygiferð. Skipverjar héldu flest- ir að þeir hefðu rekist á ísjaka, allir nema þá Steinþór Ólafsson annar vélstjóri sem vaknaði af ljúfum draumi í koju sinni með stefni sovéska skipsins við kodd- ann (sjá viðtal). Skipin sigldu til Akureyrar þar sem sjópróf fór fram á laugardag- inn. Ekki bar skipstjómar- mönnum saman um aðdraganda árekstursins en mikil þoka var þegar þetta gerðist og skyggni um 20 metrar. Mikið ísrek var einnig á þessum slóðum og hugsanlegt að skemmtiferðaskipið hafi verið að krækja fyrir ísjaka þegar það breytti um stefnu með áður- nefndum afleiðingum. Það er samdóma álit allra að enn verr hefði getað farið ef skemmtiferðaskipið hefði siglt á Harðbak eitthvað aftar. Tjónið á togaranum er talið nema miljón- um króna og menn voru að giska á að viðgerð tæki a.m.k. mánuð. Estonía hélt frá Akureyri að loknum sjóprófum á laugar- dagskvöldið. þá Lífsreynsla Skip uppí koju „Ég vissi ekki hver djöfullinn var að ske þegar ég heyrði fyrst hroðalegt brak og bresti og svo splundraðist veggurinn hjá mér“, sagði Steinþór Ólafsson annar vélstjóri á Harðbak þegar Þjóð- viljinn innti hann eftir þeirri óvenjulegu lifsreynslu að fá stefn- ið á sovésku skemmtiferðaskipi inn í klefann til sín. „Þetta gerðist um tíu mínútum fyrir ellefu. Ég var sofandi í koj- unni og átti að fara á vakt kl. tólf. Ég hrökk upp við það að það var allt að springa við hliðina á mér. Það var eitthvað fyrir dyrunum svo ég gat ekki opnað þær strax en mér tókst svo að rífa þær upp og komast út. Skipið hallaðist svo mikið að ég hélt um tíma að það væri bara að fara yfir um og ætlaði að fara að gera mig kláran í bátana. Eg sá eiginlega ekki nema hluta af stefni rússneska skipsins. Ég sá ekkert meira í það fyrir þoku. Svo hvarf það bara strax út í sortann. Þannig að ég efast um að þeir hefðu getað gert nokkuð þótt við hefðum farið í sjóinn. En það er náttúrlega heldur nöturlegt að fá þetta svo að segja upp í koju til sín. En ég hafði engan tíma til að sjokkerast í fyrstu. Það var svo mikið að gera hjá okkur. Það sprungu allar vatnslagnir þarna og ýmislegt fleira sem þurfti að kippa í lag. Það var kannski seinna um nótt- ina að maður varð eitthvað þreyttur“, sagði Steinþór Ólafs- son að lokum. þá Sovóska skemmtlferðaskipiö Estonía skemmdlst töluvert. Estonía kom Inná Akureyrarhöfn um helgina. Á Innfelldu myndlnni má sjá skemmd- Imar á Harðbaki. „Ég sá eglnlega ekk- ert nema hluta af stefni rússneska skipsins. Svo hvarf það strax úti sort- ann“, sagði Steinþór Ólafsson vél- stjórl sem varð fyrir þeirri lífsreynslu að fá rauðu stjörnuna inná gaf I tll sín í bókstaflegri merklngu. Estonía sigldi frá Akureyri í gær, en talið er að so- véska skipið hafi verið í algerum óréttl vlð áreksturlnn. (Mynd Guðm. Svans- son). ísrael Báðir misstu fylgi Þegar fjórðungur atkvæða hafði verið taiinn í þingkosning- unum í ísrael í gær var (jóst að bæði Verkamannaflokkur Peres- ar og hægrabandalagið Likúd undir forystu forsætisráðherr- anns Shamirs höfðu tapað fylgi. Báðum flokkunum voru spáð 43 þingsæti, Likud hafði áður 46 og kratar 49. Litlum flokkum fjölgar við þessar kosningar á Knesset, þingi Israelsmanna. Áður áttu níu flokkar fulltrúa á þinginu en verða nú fjórtán. Þessi úrslit gætu leitt til lang- dreginna stjómarmyndunarvið- ræðna þarsem stóru flokkana skortir nú enn fleiri þingmenn á meirihluta en áður. Staða Likúd- bandalagsins er talin ívið betri en Verkamannaflokksins í sam- keppninni um hylli smáflokka og er bent á að sú stjórnarsamsteypa sem rofnaði í vor hefur nú eins atkvæðis meirihluta ef spár ganga eftir. í kosningabaráttunni bauð Shamir Verkamannaflokknum að taka þátt í samsteypustjóm að kosningum loknum en Peres vék þeirri hugmynd frá sér sem kosn- ingabrellu hægrimanna. Úrslitin nú gætu breytt afstöðu verka- mannaflokksforingjans sem nú tapar kosningum í þriðja skiptið. Fyrstu viðbrögð fréttaskýr- enda vom að úrslitin í kosningun- um hefðu verið þau sem ísraels- menn þurftu síst á að halda í meira en 400 prósent verðbólgu að öðrum vanda ógleymdum. - m Blöndustífla Átta tilboð Átta tilboð bámst í gerð botnrásar í Blöndustíflu en þau vom opnuð hjá Landsvirkjun á föstudag. Um er að ræða það verk að sprengja skurð og steypa botnrás og lokuvirki. Lægsta til- boðið átti Amardalur sf í Kópa- vogi, 54.968.900 krónur en kostnaðaráætlun ráðunauta nam rúmlega 65.000.000 kr. í örðu sæti varð Hvítserkur h.f. Blöndu- ósi með 55.395.160 kr en hin til- boðin vom nokkuð hærri. Öll til- boðin vom undir kostnaðaráætl- un. Austfirðir Togararnir að stöðvast Ekkert hevrst frá stiórnvöldum enn. ólafur kvaðst ekki hafa tölu á því hversu margir togarar stöðvast nú fyrstu dagana. Enn sem komið væri hefði ekki orðið vart neinna viðbragða frá stjórnvöldum, þrátt fyrir langan aðdraganda þessarar stöðvuna. Margir togaranna koma inn í byrjun vikunnar - og fara ekki út í vikunni meðan ekkert gerist af hálfu stjórnvalda. -óg Þetta er að gerast þessa dagana, togararnir eru að koma inn hver á fætur öðrum, sagði Ólafur Gunnarsson í Neskaupstað er Þjóðvilj- inn hafði samband við hann i gær. Togararnir hafa fengið fyrirskipun um að hífa upp og sigla í land um kvöldmat á miðvikudag (á morgun) verði ekki búið að hafa samband við þá áður.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.