Þjóðviljinn - 02.08.1984, Side 1

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Side 1
Forsœtisráðherra Ríkisstjórnin Allt í óvissu Ágreiningur ogfálm setur svip á útfœrslu ráðstafananna. Stórbyggingar halda áfram Ekkert talað við lífeyrissjóði Húsnœðislán í óvissu Fordæmið frá 1953 Sjálfstæðismenn sem nú vilja fá. forsætisráðherraembættið tU flokksins í kjölfar samninga um nýjan stjórnarsáttmála vitna í fordæmið frá 1953. Þá höfðu Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn verið saman í ríkisstjórn nokkurn tíma og sam- ið var um nýja stjórnarstefnu. Liður í þeim samningum var að Framsóknarmaðurinn Steingrím- ur Steinþórsson lét forsætisráð- herraembættið í hendur Ólafs Thors formanns Sjálfstæðis- flokksins. Innan Sjálfstæðisflokksins vex nú fylgi við þá kröfu að fylgja þessu fordæmi nú. Árið 1953 fékk Framsóknarflokkurinn embætti utanríkisráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við for- sætisráðuneytinu. Enn er allt í þoku um fyrirhug- aðar ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í peningamálum sem kynntar voru á mánudag og ber talsmönnum stjórnarinnar engan veginn saman í túlkun þeirra. Gífurlegur ágreiningur er uppi innan og á milli stjórnarflokk- anna um einstaka ráðstafanir og greinilegt að ekki hefur verið haft samráð við þá sem með málin fara. Meðai þess sem boðað var á mánudag var,150 miljón króna niðurskurður á ríkisframkvæmd- um. Þrennt var nefnt: Seðla- bankabyggingin, útvarpshúsið og framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli. Nú hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að ekki verði dregið úr flugstöðvarbyggingunni, en hins vegar eigi að stöðva fram- kvæmdir við flugskýli, sem kan- inn er að byggja þar fyrir eigið fé! ' Seðlabankastjóri hefur lýst því yfir að nýbygging Seðlabankans komi ríkisfjármálum ekki við og staðfesti Magnús Pétursson, hagsýslustjóri, í samtali við Þjóð- viljann í gær að byggingin væri alfarið utan fjárlaga. Eftir stend- ur þá útvarpshúsið, þar sem möguleiki er á að skera niður 24 miljónir á þessu ári. Engin svör fást við því hvar taka eigi hinar 126 miljónirnar. Samkvæmt yfírlýsingunni er lífeyrissjóðunum ætlað að „fullnægja fjárþörf íbúðalána- kerfisins“ með kaupum á skulda- bréfum og að auki eiga þeir að kaupa skuldbreytingarbréf sem útgerðinni var lofað í sömu yfir- lýsingu. Ekkert samráð hefur verið haft við lífeyrissjóðina sem vegna fjárskorts hafa dregið úr kaupum sínum hjá byggingasjóð- unum þannig að í óefni stefnir hjá Húsnæðisstofnun. ÁI Sjá bls. 3 Forseti Nýtt kjörtímabil Igær sór frú Vigdís Finnboga- dóttir forsetaeið fyrir annað kjörtímabil sitt. Dagskráin í gær hófst með því að gengið var til kirkju klukkan 15.25.15.30 hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni, séra Olafur Skúlason flutti ræðu. Áður var sunginn sálmur. Úr kirkjunni gekk forsetinn ásamt fylgdarliði til Alþingishúss. Þegar þangað kom söng Dómkirkjukór- inn „Land míns föður, landið mitt“. Því næst lýsti forseti Hæstarétt- ar forsetakjöri og útgáfu kjör- bréfs og mælti síðan fram eiðstaf- inn, sem Frú Vigdís undirritaði. Eftir að forseti íslands hafði undirritað eiðstafinn, gekk hann fyrir forseta Hæstaréttar, sem af- henti honum kjörbréfið. Að því loknu gekk Frú Vigdís út á svalir Alþingishússins og minntist ætt- jarðarinnar. Síðan flutti forseti Islands ávarp, þar sem hann minntist meðal annars fyrirrenn- ara sinna. Að síðustu söng Dóm- kirkjukórinn þjóðsöng íslend- inga. Mikill fjöldi manna var saman kominn í gær til að fagna forseta íslands, fyrir utan Alþingishúsið og var Frú Vigdísi klappað óspart er hún gekk fyrir mannfjöldann. Ekki spillti fyrir, á þessum há- tíðardegi, að eindæma veður- blíða var í Reykjavík í gær. Mikill fjöldi gesta var viðstadd- ur athöfnina innandyra, inn- lendir sem erlendir. Alþingis- menn voru þar, klæddir kjól- fötum, þ.e. flestir. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra var ekki við- staddur athöfnina en Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra var fulltrúi hans í gær. HS Frú Halldóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú óskar hér Vigdísi til hamingju, séra Ölafur Skúlason horfir á. Mynd - eik. ÆM Stigahlíðin Bundnir þagnarskyldu Skattalögreglan getur ekki tjáð sig um rannsókn einstakra mála Við erum bundin þagnar- skyldu“, sagði Guðmund- ur Hannesson, fulltrúi hjá rannsóknardeild Ríkisskatt- stjóra, er ÞjóðvUjinn spurði hvort skattalögreglan hefði kann- að framtöl kaupenda að lóðunum frægu við Stigahlíð. En margur spyr, eðlilega, hvernig fólk, sem hefur um eða innan við 300 þús- und í tekjur á síðasta ári getur fjárfest í miljónalóðum, svo sem raunin er um helming lóðakaup- enda. Fjórir þeirra eru tekju- skattslausir með öllu. Guðmundur sagði að starfs- menn rannsóknardeildarinnar, eða skattalögreglunnar, eins og hún er oftast kölluð, gætu ekki tjáð sig um rannsókn einstakra mála, eða hvaða mál væru tekin fyrir. Slíkt gerðist með ýmsu móti, svo sem eftir ábendingum frá skattstofum. Rannsóknar- deildin tekur auk þess reglulega „stikkprufur“ og rannsakar mál, sem grunsamleg þykja. Skattskráin segir ekki endilega allan sannleikann um fjárfesting- argetu fólks. Skýringar geta legið í framtölunum. Guðmundur kvað heimildir þeirra rannsókn- armanna æði víðtækar, ef leita þyrfti skýringa, sem ekki finnast í framtölum. Þær gætu náð til bók- halds fyrirtækja, kalla mætti til þriðja aðila til þess að ná fram upplýsingum og raunar væru flestir aðilar skyldugir að veita þeim upplýsingar. Guðmundur sagði að engin sérstök áhersla væri lögð á rann- sóknir um það leyti sem skatt- skráin kæmi út. Þessi mál væru í athugun allt árið og á rannsóknardeildinni vinna nú 17 manns, en sá fjöldi er dálítið breytilegur. Áhugi almennings á starfi þeirra skattlögreglumanna hlýtur hins vegar að vera mestur um það leyti sem skattskrá birtist og menn fara að velta fyrir sér spumingum, eins og t.d. Stiga- hlíðardæminu. jh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.