Þjóðviljinn - 02.08.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Qupperneq 6
HEIMURINN Ítalía: Unnusti minn, sonur og bróöir Jónatan Valgarðsson Framnesvegi 17 lést af slysförum 31. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Margrét Jónsdóttir Þórlaug Bjarnadóttir systkini. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Skarphéðinn Magnússon Hraunbæ 92 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Aðalheiður Sigurðardóttir Magnús Skarphéðinsson Reynir Skarphéðinsson Sigrún Jónsdóttir Kundak Omer B. Kundak Sig. Ægir Jónsson Helga Guðmundsdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur, afi og tengdafaðir Björn Sigurðsson Rauðarárstíg 20 fést í Landakotsspítala 31. júlí síðastliðinn. Ása Ragnheiður Ásmundsdóttir Guðrún Björnsdóttir Benedikt Harðarson Sigurður Hreinsson Ása Hlín Benediktsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Bjarna Guðmundssonar Strandgötu 10, Neskaupstað. Lára Halldórsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir Hjörtur Árnason Birna Bjarnadóttir Hjálmar Ólafsson Guðmundur Bjarnason Klara ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. • Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall Hjálmars Ólafssonar Nanna Björnsdóttir Vigdís Esradóttir Einar Unnsteinsson Dóra Hjálmarsdóttir Robert Frank Björn Hjálmarsson Herdís Haraldsdóttir Helgi Hjálmarsson Helga Waage Ólafur Hjálmarsson Eiríkur Hjálmarsson og aðrir aðstandendur Alúðarþakkir til allra sem minntust Ragnars Jónssonar með virðingu og vinarhug. Þökkum samúð og hlýju. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks B-deildar Borg- arspítalans, Reykjalundar og Landspítalans. Björg Ellingsen Erna Ragnarsdóttii Auður Ragnarsdóttir Davíð Helgasor Jón Óttar Ragnarsson Elfa Gísladóttii Edda Ragnarsdóttir Árni Guðjónssor Valva Á. Fuller Thomas G. Fullei Krataforinginn úr ráðherrastól Pietro Longo var meðlimur í leynistúkunni P-2. Hneykslismálin elta ítalska hœgrikrata. Pietro Longo, fjármálaráðherra stjórnar sósialistans Craxi á Ítalíu, hefur neyðst til að segja af sér. Nærvera Longo í stjórninni var fyrir löngu orðin mikið vandræðamál fyrir stjórnina, en Pietro Longo er einn þeirra sem eru á skrá yfir meðlimi frímúrarastúkunnar P-2, sem uppvís hefurorðið að margskonar spillingu og gott ef ekki er af henni sá samsærisþefur gegn lýðræðinu, sem einna stækastur hefur orðið á Ítalíu á seinni árum. Það er að vísu deilt um það, að hve miklu leyti megi líta á P-2 sem frímúrarastúku - því er líka haldið fram, að sá erkibófi Gelli, sem stúkuna stofnaði, hafi mis- notað skipulagsform og aðstöðu frímúrara, til að koma sér upp einskonar mafíu fínni manna í landinu. Nema hvað: nógu margt er vitað um P-2 til þess að ekki þykir lengur við hæfi að hafa mann úr slíkum félagsskap yfir fjárlagasmíð á Ítalíu. Spilltur flokkur Longo er formaður PSDI, flokks ítalskra sósíaldemókrata. Sá flokkur er upphaflega klofn- ingssamtök út úr Sósíalista- flokknum, samtök þeirra hægri- krata sem vildu ekki taka upp samstarf við kommúnista í bæjar- stjórnum og verkalýðsfélögum, sem lengi hefur verið mikið og víðtækt. Natóvinátta og and- kommúnismi hafa verið höfuð- einkenni þessa hægrikrataflokks, sem hefur lengst haft 4-5% at- kvæða í kosningum og fer það fylgi heldurfyrnandi. Flokkurinn hefur nefnilega orð á sér fyrir spillingu - og kalla ítalir ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Til að mynda hrökklaðist Tanassi, sá sem var formaður ítalskra sósí- aldemókrata á undan Pietro Longo, út úr ítalskri pólitík vegna aðildar sinnar að illræmdu mútu- máli: Það var þegar Lockheed-flugvélaverksmiðj- urnar voru að dæla peningum í áhrifamenn til að hafa áhrif á pantanir þeirra fyrir heri og ríkis- rekin flugfélög. Öðruvísi stjórn Aðild Longo að P-2 er eitt af mörgum málum sem hefur hrjáð stjórn Benedettos Craxi að und- anfömu. Meðal annars hafa ýms- ir áhrifamenn úr hópi atvinnu- rekenda látið að því liggja að stjórninni muni ekki takast að ná neinum tökum á fjármálum og verðbólgu ef stjórnað sé áfram í fjandskap við þann flokk Ítalíu sem nú er stærstur - Kommún- istaflokkinn. Fréttaskýrendur eru mjög að velta því fyrir sér, hvort einhver flötur sé á því að taka kommúnista í samstarf um stjórn - annaðhvort með bland- aðri stjórn „heiðarlegra manna“ - sérfræðinga og stjórnmála- manna, sem taki að sér ákveðin verkefni og kerfisbreytingar, eða með „forsetastjórn“ um svipuð verkefni. Hitt er víst, að hinn litli flokkur sósíaldemókrata á Ítalíu er jafnan andvígur hverskyns samvinnu við kommúnista. áb. Pietro Longo sýnlr sig í sjónvarpsþætti. Verslunarmannahelgin 3. — 6. ágúst 1984 Mótsstjóri: Valdór Bóasson. Dagskrá: Föstudagur 3.ágúst. kl. 22.00 Diskótek á palli til kl. 01.00. Plötutekið DEVO. Laugardagur 4. ágúst. kl. 13.00 Kajakróður á Rangá. kl. 15.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. 16.00 Ökuleikni í umsjá Bindindisfélags ökumanna. kl. 16.00 Barnadansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Stefán Baxter dansar breakdans í upphafi dansleiks. kl. 17.00 Leikir fyrir börn á öllum aldri á fjölskyldusvæðinu. kl. 20.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. 21.00 Mótssetning. Stefán Jónatansson, umdæmistemplar. kl. 21.10 Dansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Diskótek í stóra tjaldi. Plötutekið DEVO. kl. 24.00 Varðeldur og flugeldasýning. Dagskrá lýkur kl. 03.00. Sunnudagur 5. ágúst. kl. I4.00 Messa. Séra Björn Jónsson prestur á Akranesi. kl. 15.00 Barnaskemmtun í umsjá Jörundar, Sigurðar og Arnar. kl. 16.00 Barnadansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Stefán Baxter dansar breakdans í upphafi dansleiks. kl. 17.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. 20.00 Hátíðarræða. kl. 20.15 Kvöldvaka: Jörundur Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason skemmta með aðstoð og undirleik hljómsveitar Ólafs Gauks. kl. 22.10 Dansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Diskótek i stóra tjaldi. Plötutekið DEVO. Hátíð slitið kl. 02.00. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.