Þjóðviljinn - 05.08.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Side 5
Albert safnar pappakössum Á undanförnum mánuðum hefur Albert off endurtekið hótun sína um að láta af störf- um sem fjármálaráðherra. Hótunin hefur verið endur- tekin það oft að engin tekur orðin lengur alvarlega. Samkvæmt heimildum í Fjármálaráðuneytinu ákvað Albert því nú í kjölfar síðustu ráðstafana ríkisstjórnarinnar að gefa hótuninni aukinn þunga og hagaði svo fyrir að safnað yrði saman pappak- össum svo hann geti búið sig til brottfarar. Ýmsir forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa lengi verið þreyttir á Albert og segja sumir að hinn raunverulegi til- gangur efna- hagsráðstafanana hafi ein- mitt verið sá að storka Albert þannig að hann geri alvöru úr hótunum sínum.B Denni kúreki Það var eins gott að forsætis- ráðherrann hafði með sér nafnspjöld þegar hann fór til Ameriku. Ekki bara svo hann kæmi vandamönnum sínum inn á opnunina á ólympíuleik- unum og fengi svolítið af bugti og beygjum, sem hann fær víst ekki í því landi sem kaus hann forsætisráðherra um árið, heldur einkum og séri- lagi vegna þess að ella hefði víst enginn trúað hver hér var á ferð. Eða hverjum skyldi detta í hug að maður í þessari múnderingu væri forsætis- ráðherra lslands?B Og enn um Steingrím Menn velta því fyrir sér, hvort kúrekastæll Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- herra og formanns Fram- sóknarflokksins muni breiðast út meðal framsókn- arbænda. Kúrekahatturinn þótti fara forsætisráðherra einkar vel, þar sem tekið var við hann viðtal í sjónvarpi vestur í Los Angeles um dag- inn. Forsætisráðherra mun hafa keypt nokkra kúasmala- hatta í viðbót þar vestra og ætla að hafa með sér heim. Má fullvíst telja að formaður þingflokks Framsóknar, Páll bóndi Pétursson á Höllustöð- um, fái fyrsta hattinn hjá Steingrími. Páll hefur sem kunnugt er stundað mikinn bófahasar norður í Húnaþingi og átt í illdeildum við sherriff- inn á svæðinu, sýslumann Húnvetninga, út af hrossum. Verður gott fyrir Pál bónda að hafa hatt eins og Steingrímur, þegar hann fer að smala hross af heiðunum núna seinnipartinn í ágúst.B Þrjár mestu seldu vasabrotsbækurnar í sumar. „Elenl“ eftlr Nlcholas Gage er á hraðri upplelð upp vlnsældallstann. „The Name of the Rose“ eftir Umberto Eco er geysivlnsæl um allan helm og miklð tískulesefni. „ Cry in the night“ eftir Mary Hlggins er einnig mjög mlkið seld. Mynd-elk. Mest selda lesefnið Hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar var fjöldi fólks að kaupa sér lestrarefni fyrir ferðalagið þegar Þjóðviljann bar að garði. Var okkur sagt að karlmennirnir kaupi sér skák- og bridgeblöð en kon- urnaroft og tíðum ástarsögur. Erlendu vasabrotsbækurnar eru einnig mikið keyptar í sumar. Afgreiðslufólk sagði að margir færu eftir vinsælda- listanum sem hangir upp á vegg. Mest selda bókin er „The Name of the Rose“ eftir Umberto Eco. „Enda góð“ sögðu þau í bókabúðinni, höfðu lesið hana vandlega. „Hún er um munka sem hverfa úr klaustrinu á dular- fullan hátt og finnast í slæmu ástandi". söaðu bau. Víkingar æfa Víkingasveitarmenn gráir fyrir járnum sáust á æfingu á dög- unum, endaþurfaþeiraðvera tilbúnir til að taka á móti ýmsu óvæntu ef þeir yrðu kallaðir út. Voru þeir kallaðir út vegna „hryðjuverkamanns" og ekki látnir vita að hér væri aðeins um æfingu að ræða. Barst leikurinn út fyrir bæinn. En lík- lega hefur þeim ekki veitt af æfingunni, því sagan segir að þegar einn víkingurinn tókst á við hryðjuverkamennina, sem lék hlutverk sitt af mikilli rögg- semi og hélt víkingnum föst- um í greip sinni, hafi víkingur- inn bleytt buxurnar af hræðslu....H HAGKAUP Skeifunni Akureyri Njarðvik Endurtekur ævintýrið. 5 þriggja tíma vhs myndsegulbandsspólur í pakka á aðeins spólan. Ekki kasta krónunni og spara aurinn veljið það besta frá Panasonic, stærsta VHS framleiðanda heims.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.