Þjóðviljinn - 05.08.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Síða 13
AFM/ÉLI Petrína Hjörleifs- dóttir 80 ára Petrína Hjörleifsdóttir Erlu- hrauni 11 Hafnarfirði verður 80 ára sunnudaginn 5. ágúst. Petrína er fædd á Eyrarbakka en hefur átt heima í Hafnarfirði síðan 1926. Eiginmaður hennar Jón Rósant Jónsson dó 1936. Petrína verður stödd á heimili sínu í Hafnarfirði á afmælisdaginn. FERÐALÖG Kjartan Lárusson. Atján Eddu hótel Ferðaskrifstofa ríkisins rekur 18 Eddu hótel víðsvegar um landið. Rekstur hótelanna er með svipuðu sniði nú og undan- farin sumur. Þetta kom fram hjá Kjartani Lárussyni, forstjóra FRÍ, á blaðamannafundi þar sem starfsemi Eddu hótelanna var kynnt. Kjartan sagði að Eddu hótelin byðu upp á marghliða þjónustu. Fyrir það fyrsta er reynt að halda niðri verði á gistingu og fæði án þess að gæðin rýrnuðu. Það atriði er tengt því sagði hann að hvetja íslendinga til að ferðast innan- lands, skoða og kynnast sínu eigin landi. Á hótelunum er boð- ið upp á ýmsa afþreyingarmögu- leika, s.s. sund, badminton, boltaleiki, hest og hjólaleigu og veiði eftir því sem hægt væri á hverjum stað. Kjartan sagði að Eddu hótelin væru komin misjafnlega langt á leið með þjónustuna og er Lauga- vatn komið lengst í þeim efnum. Varðandi þjónustuna má benda á að aðeins þrjú hótel hafa vínveitingar, þ.e. á Laugarvatni, í Borganesi og á ísafirði. Kjartan sagði að til stæði að reyna að fá vínveitingaleyfi á fleiri Eddu hót- el en það væri frekar erfitt. Það eru ekki öll hótelin sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til að fá leyfi þar sem þetta eru skólar svo og að borga þyrfti fyrir leyfið allt árið þó að lokað væri á vet- urna. HS Bjarnfríður Leósdóttir 60 dra Bjarnfríður Leósdóttir á af- mæli á mánudaginn og dvelst vonandi í góðum fagnaði með fjölskyldu sinni. Það er gott fólk sem ég hef haft samstarf við á liðnum árum mér til ánægju og málstað okkar tii gagns. Þessu góða fólki, börnum hennar og bamabörnum, tengdabörnum, sendi ég hér með kveðjur okkar og þakklæti fyrir samfylgdina til þessa í fullri vissu þess að við verðum enn samferða lengi, lengi. Ekki verður sagt að við Bjarn- fríður höfum alltaf verið sammála um dagana né heldur að við höf- um getað sannfært hvort annað. Enn síður dettur mér í hug að halda því fram að Bjarnfríður hafi verið taktísk um of, enda er það nú siður að segja lof og löst í afmælisgreinum. Einkum þegar afmælisbarnið er á góðum aldri. Hitt þakka ég Bjamfríði fremur að hún á ríka réttlætiskennd og hún hikar ekki við að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Hún gerir það oft svo vel að eftir er tekið og munað. Það er hins veg- ar í tísku núna í hægrikuldanum að allt er gert sem hægt er til þess að reikna úr fólki réttlætiskennd- ina. Það tekst aldrei að reikna Bjarnfríði frá réttlætiskenndinni, sem betur fer. Það þarf fleiri með ríka réttlætiskennd og sterkar hugsjónir einmitt nú. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hugsjónin hiti og blási kappi í kinn. Það sem sameinar okkur í Al- þýðubandalaginu er baráttan fyrir jafnrétti og lýðræði, fyrir frjálsu og fullvalda íslandi. Sú barátta mun halda áfram meðan mannskepnan skynjar umhverfi sitt, meðan réttlætiskenndin ríkir yfir vélmennunum. í þeirri baráttu, því lífi, verður Bjarnfríður ævinlega. Svavar Gestsson. mm iiisíh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.