Þjóðviljinn - 08.08.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Síða 5
OL-íslendingar Verðlaunum frestað til 1988 Einar sjötti í spjótinu, gott hjá Oddi í 400 metrum en Kristján og Iris komust ekkert Spjótkastarinn frækni Einar Viihjálmsson var fyrirfram helsta von íslands um verðlaunasæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Keppnin fór fram aðfaranótt mánudags og var æsispennandi og um tíma hafði Einar forustu. Keppninni lyktaði þó með því að Einar hlaut sjötta sætið sem er í sjálfu sér dágóður árangur, en lengsta kastið átti Finninn vin- sæli, Harkonen. Þess má geta að Islandsmet Einars, 92,42 metrar, er talsvert lengra en vinningskast Harkonens. Sjötta sæti Einars dugði þó til þess að ísland fékk stig á Ól- ympíuleikunum, en þetta er ein- ungis í annað sinnið sem við náum þeim árangri. Það var ein- mitt faðir Einars, þrístökkvarinn góðkunni, Vilhjálmur Einarsson núverandi skólameistari mennta- skólans á Egilsstöðum, sem náði þeim árangri í fyrsta skiptið. Það var á Ólympíuleikunum í Melbo- urne í Astralíu 1956, þegar Vil- hjálmur spjótkastarafaðir hlaut silfrið í þrístökki. Annar íslendingur tók þátt í spjótkastkeppninni, Sigurður Einarsson. Hann komst hins veg- ar ekki í úrslitakeppni og kastaði raunar ekki nema tæpa sjötíu metra sem er allnokkuð frá besta kasti hans. Gott 400 metra hlaup Oddur Sigurðsson keppti í 400 metra hlaupi og stóð sig vel. Áttatíu keppendur kepptu í tíu riðlum, átta menn í hverjum og Oddur hljóp í fjórða riðli, ásamt heimsmeistaranum, Bert Camer- on frá Jamaica. Oddur varð ann- ar í riðlinum og komst í aðra um- ferð. Þar hijóp hann í þriðja riðli, sem var allerfiður og varð sjöundi og komst því ekki í undanúrslit. En tími hans þar nægði eigi að síður til að tryggja 21. sætið í 400 metra hlaupinu sem verður að teljast góður árangur. íris langt frá sínu besta Þrátt fyrir strangar æfingar að undanförnu náði Iris Grönfeldt ekki að komast í úrslit í spjótkasti kvenna og var langt frá sínu besta. Þess má geta að allar stúlk- urnar voru langt frá sínu besta, og var duttlungafullum misvindum inná leikvanginum kennt um. 22. sætið í langstökkinu Kristján Harðarson lang- stökkvari náði ekki að komast í úrslit í langstökkskeppninni, en hlaut þó 22. sætið í keppninni sem er ágætur árangur. Þess má geta að í riðli með honum keppti Carl Lewis, sem síðar hlaut gullið í langstökkinu. -ÖS/m OL-spjótkast OL-handbolti Slappt! Naumur sigur gegn Japan og Alsír. Is- lenska liðið verður að standa sig betur á móti svissurum í dag. Afsaka ekkert Mistök við upphitun, segir Sigurður Frá Jóni Jenssyni fréttaritara Þjóðviljans í Los Angeles: íslenska landsliðinu í hand- knattleik hefur stundum verið líkt við furðudýrið kameljón sem hefur þá náttúru að skipta litum eftir umhverfi sínu. Þessi samlík- ing á ekki illa við það lið sem nú klæðist bláhvíta búningnum í Los Verðlaun skiptust þannig eftir þióerni að loknum níunda degi Ólympíuleikanna í Los Angeles í fyrradag: G S B alls Bandaríkin 46 39 16 101 Rúmenía 16 10 7 33 Kina 13 6 5 24 Ítalía 9 3 6 18 V-Þýskaland 8 12 13 33 Kanada 7 8 7 22 Japan 7 4 8 19 Finnland 4 3 4 11 Ástralía 3 8 10 21 Bretland 3 4 15 22 Frakkland 2 2 6 10 Holland 2 2 4 8 S-Kórea 2 2 1 5 Nýja-Sjáland 2 - 1 3 Mexíkó 1 2 1 4 Belgía 1 1 2 4 Júgóslavía 1 1 2 4 BrasUía 1 1 1 3 Svíþjóð 4 5 9 Sviss 2 2 4 Danmörk 1 2 3 Noregur 1 2 3 Austurríki 1 1 2 Grikkland 1 1 2 Kolumbía 1 . 1 Perú 1 . 1 Spánn 1 - 1 Jamaica - 1 1 Portúgal - 1 1 Tævan . 1 1 Venesúela . 1 1 Angeles. Jafntefli við sterka júgó- slava í leik sem sagður er hafa verið í heimsklassa, síðan eðlilegt tap fyrir sterkum rúmenum, slak- ur sigur gegn japönsku liði sem tapaði fyrir júgóslövum með 17 marka mun, - loks naumur sigur á alsíringum eftir hörmulegan leik, eða leikleysu, hjá íslenska liðinu. Leikurinn við Sviss í dag gerir gæfumuninn og sker úr um sæti í A-riðli næstu heimsmeist- arakeppni. íslendingar náðu góðri forystu í byrjun leiksins við japani, kom- ust í 3-0 og héldu henni frammí miðjan hálfleik. Þá tókst jap- önum að jafna, 6-6 og 7-7, ís- lendingar í 9-7 en jafnt í ieikhléi, 9-9. Japan komst yfir í byrjun síðari hálfleiks, 11-10 og 12-11 og fór nú að fara um landann en fjögur íslensk mörk í röð, þaraf þrjú víti frá Kristjáni Arasyni, björguðu málunum og lokatölur urðu 21-17. Kristján Arason var maður dagsins með góðum leik í seinni hálfleik, skorði 7 mörk. Jakob skorði þrjú, Atli, Bjami, Guðmundur, Sigurður Gunnars- son tvö, Alfreð, Þorbjörn og Þorgils eitt. Eftir kléna frammistöðu gegn japönum stóð til að rótbursta als- írmenn en það fór á annan veg og má raunar hrósa happi yfir sigri. Alsíringar tóku íslensku sóknina með lágtrompi frammeftir öllum leik, léku maður á mann í vörn- inni og sú aðferð virðist hafa gleymst við undirbúninginn hjá landanum. Sóknarleikurinn fór úr böndunum og skyttur ónýttu hvert færið af öðm. Hafi leikur íslenska liðsins gegn júgóslövum verið besti leikur liðsins lengi var leikurinn við alsírmenn allra slak- astur þeirra sem elstu menn muna. Alsír hafði forystu allan fyrri hálfleikinn, en löndum tókst að jafna fyrir leikhlé, 7-7. Alsír- menn hófu síðari hálfleik vel og komust í 11-9 en íslendingum tókst aftur að jafna og sigu frammúr á síðustu tíu mínútum leiksins, úr 13-13 í 19-15. Einar stóð í markinu og varði vel á úr- slitastundu um miðjan seinni hálfleik, en íslensku leikmenn- irnir voru að öðru leyti einsog heillum horfnir og verða að taka sig duglega á í leiknum í dag. Mörk íslendinga: Sigurður Gunnarsson sex, Guðmundur fjögur, Jakob Sig og Atli þrjú, Álfreð, Kristján og Þorgils eitt. Þjóðhollum er ráðlagt að skyrpa töluvert í vesturátt um sexleytið í dag; sigur gegn svissur- um er hvergi nærri nálægt því að vera í höfn hins sveiflótta lands- liðs okkar. -m Leikir helgarinnar í handbolt- anum: A-riðill: Spánn-S.-Kórea 31:25 V.-Þýskal.-Svíþjóð 18:17 Danmörk-Bandar. 19:16 V.-Þýskal.-S.-Kórea 37:25 Spán-Bandar. 17:16 Danmörk-Sviþjóð 19:16 B-riðHl Ísland-Japan 21:17 Júgóslavla-Alsír 25:10 Rúmenía-Sviss 23:17 Ísland-Alsír 19:15 Júgóslavía-Svlss 25:11 Rúmenía-Japan 28:22 Staðan í riðlunum fyrir síðustu umferð: A-riðill Danmörk..........4 4 0 0 97:79 8 V.-Þýskaland....4 4 0 0 94:77 8 Sviþjóð..........4 2 0 2 93:85 4 Spánn............4 2 0 2 80:80 4 Ég afsaka ekki neitt, sagði Sig- urður Einarsson eftir að hafa fall- ið úr keppni í spjótkasti á laugar- daginn, - en held að reynslulcysið hafi átt stærstan þátt í hvernig fór. Ég tek þetta ekki nærri mér, en þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem stóð á bakvið mig. Besta kast Sigurðar í undan- riðli var 69,82 metrar, langt frá því sem búist var við af honum. Sigurður hafnaði í síðasta sæti í sínum riðli, og varð í 26. sæti af 28 keppendum. - Ég er ekki eins vonsvikinn og við væri að búast, sagði spjótkast- arinn við fréttaritara Þjóðviljans, - ég gerði mistök í upphituninni, og þau mistök stöfuðu af reynslu- leysi. Ég hitaði upp á öðrum velli en keppt var á, og þegar ég kom á OL-handbolti Rúmenar og danir í úrslit? Bandaríkin.4 0 0 4 69:78 0 S.-Kórea...4 0 0 4 101:135 0 Danir eiga eftir að leika við V- Þjóðverja, Svíar við Spánverja, Bandaríkjamenn við S- Kóreumenn; úrslitaleikir um 1., 3. og 5. sæti í riðlinum. aðalvöllinn hélt ég að ég hefði 45 mínútur til að kasta í upphitun- inni. Þegar ég var búinn að kasta í fimm mínútur var ég kallaður í biðherbergið, „call room“, og sat þar í einn og hálfan tíma fyrir keppnina sjálfa. Ég leyni því ekki að ég stefndi á úrslit og var bjartsýnn um árang- ur. En mér finnst ég vera rétt að byrja í íþróttinni og veit að ég á mun meira inni í greininni en þetta. Ég get ekki skýrt hvað gerðist, ég er í góðu formi og var vel upp- lagður. Ég lít ekki á þetta sem ósigur fyrirmig. Ólympíuleikarn- ir eru langstærsta mót sem ég hef tekið þátt í og þetta var mér ómetanleg reynsla. Ég vissi til dæmis ekki hvernig ég virkaði undir pressu, - en var ekki tauga- veiklaður. Ég gerði mistök, sagði Sigurður, - en ég afsaka ekki neitt. B-riðill Rúmenía...........4 4 0 0 102:72 8 Júgóslavia........4 3 1 0 104:58 7 fsland............4 2 1 1 79:80 5 Svlss.............4 2 0 2 67:79 4 Alslr.............4 0 0 4 59:88 0 Japan............4 0 0 4 67:101 0 Leikir eftir: Rúmenía- Júgóslavía, Ísland-Sviss, Alsír- Japan. Júgóslavar þurfa að vinna Rúmena til að komast í leikinn um gullið, Rúmenum nægir jafn- tefli. Júgóslavar hafa prýðilega markatölu og þurfa ekki að óttast að lenda neðar en í öðru sæti þótt þeir tapi og íslendingar vinni Svissara. Jafntefli nægir íslend- ingum gegn Sviss til að ná þriðja sætinu og keppa um fimmta, við Spán eða (sem er sennilegra) Sví- þjóð. K lÁnwn HkUI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.