Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 19
MINNING Björn Sigurðsson verkamaður F. 13.9. 1926 - D. 30.7. 1984 í gær 1. ágúst bárutn við stjórnarmenn í Dagsbrún Björn Sigurðsson verkamann til grafar. Hann var jarðsettur frá Fossvog- skapellu. Björn var fæddur 13. septemb- er 1926 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurður Hreinsson, verkamaður, sem enn er á lífi há- aldraður og Guðrún Björnsdótt- ir, sem er látin. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu. Þau hétu Björn Björnsson og kona hans Margrét Jónsdóttir hér í bæ. Þau bjuggu að Ásvallagötu 39 í verka- mannabústöðunum og í sömu íbúð bjó móðurbróðir Björns, Jón Björnsson sem var verka- maður hjá Eimskip og látinn er fyrir nokkrum árum, einstakur heiðursmaður. En eftirlifandi kona Jóns er Ester Högnadóttir. Jón og Ester áttu 4 börn sem öll eru uppkomin. Stundum bjó þriðja fjölskyldan í þessari þriggja herbergja íbúð og þar voru ekki deiíurnar þó þröngt væri setinn bekkurinn. Við Bjöm kynntumst ungir. Ég held að það hafi verið í byrjun stríðsins um 1940. Þá bjó hann í Verkamannabústöðunum á Ás- vallagötu 39. Björn byrjaði kornungur að vinna sem verkamaður en eina tvo vetur var hann nemandi í Verslunarskóla íslands. Ég held að hugur hans og hæfni hafi stað- ið til frekara náms, en fjárhagur- inn og aðstæður bannað. Við Björn unnum saman a.m.k. hluta úr tveim sumrum. Björn var þá þegar orðinn framámaður á sín- um vinnustað, sem var í pakkhús- um Eimskipafélags Islands í Haga. Hann hafði frábæra vöru- þekkingu, glöggskyggni og af- burða stærðfræðigáfu. Hann tók snemma þátt í störf- um Dagsbrúnar, hefur sennilega setið í trúnaðarráði Dagsbrúnar í tæp 40 ár. Ég held að hann hafi setið öll ASÍ-þing fyrir Dagsbrún allt frá árinu 1948 og ég man eftir árinu 1950, þegar við sátum þar saman hlið við hlið. En oft höfðum við setið hlið við hlið í röðum ungra sósíalista, en þar var Björn virkur félagi um árabil. Björn sat í varastjórn Dagsbrún- ar í nokkur ár, í uppstillingar- nefnd félagsins um árabil og síð- ustu 10 árin var hann endurskoð- andi félagsins. Björn var valinn af félagsmönnum strax kornungur til ótal trúnaðarstarfa fyrir Dagsbrún, en hann talaði lítið á félagsfundum og sóttist ekki eftir félagslegum frama, sem hæfni hans stóð þó til. Hann var einn af þessum mönnum, sem mynduðu kjarna félagsins, styrkur þeirra fólst ekki í ræðuhöldum eða auglýsingum í nafni sínu, en með- al vinnufélaga sinna höfðu þeir traust. Hugsjónir Björns voru ákaf- lega skýrar, hann vildi hindra að troðið væri á fátæku verkafólki, af slíku fóiki var hann kominn og með slíku fólki ólst hann upp. Hann vildi standa fast á rétti verkamannsins. Þjóðfélag bræðralags og réttlætis voru hans hugsjónir. Sjálfur var hann verkamaður allt sitt líf. Við Björn vorum nánir per- sónulegir vinir, og það er þungt að missa þennan vin sinn langt um aldur fram. Og ég skal segja sannleikann afdráttarlaust að þegar flóknir launaútreikningar vöfðust fyrir mér þá hringdi ég í vin minn Björn og bað hann ásjár. Oftast leysti hann það gegnum símann, stundum kom hann á skrifstofuna og útskýrði fyrir mér, hvernig bæri að reikna flóknustu launadæmi. Aldrei gat Björn þess hve oft ég leitaði til hans. Það var aðeins samhjálpin, þessi nafnlausa samhjálp, sem var þessum látna vini mínum svo rík í huga. Hann starfaði hjá Eim- skipafélagi íslands allt til dauða- dags að nokkrum árum undan- skildum er hann annaðist út- keyrslu hjá Kron, en hvarf eftir nokkurra ára starf þar aftur til fyrri starfa. Aldrei hefur hvarflað annað að mér eitt augnablik en að Björn hafi goldið skoðana sinna og trúmennsku við Dagsb- rún. Vöruþekking hans, trútt minni og reikningsgeta hefði að öllu eðlilegu átt að gera hann að verkstjóra. Ég veit ekki, hvort Björn hafi svo mikið grátið það, aðrar hug- sjónir voru honum ofar í huga. Árið 1959 þann 12. sept. gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Ásu Ásmundsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur barna Guðrúnu. Hún var föður sínum ákaflega kær og hann bar velferð fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Og mér fannst Björn eins og barn í gleði sinni, þegar hann sagði mér frá fæðingu dótturdótt- ur sinnar sem dóttur hans og tengdasyni Benedikt Harðarsyni fæddist s.l. vetur. Síðustu æviár sín gekk Björn Sigurðsson ekki heill til skógar. Mannskæður hjartasjúkdómur herjaði þungt á hann ásamt fleiru. Og ég held, að hin mikla vinna æskuáranna þegar hann gekk ótrauður fram í vöru- skemmum Eimskips hafi hefnt sín, því trú mín er sú að sá erfiði og langi vinnudagur stríðsáranna og eftirstríðsáranna hafi tekið sinn toll af þreki og heilsu Björns. Síðustu árin vann hann við launaútreikninga verkamanna hjá Eimskipafélaginu, þar nutu sín vel glöggskyggni hans og reikningsgáfa. Megi blessun hvfla yfir eftirlif- andi eiginkonu hans, dóttur hans og dótturdóttur hans svo og öðr- um ástvinum hans. Við Dagsbrúnarmenn bárum til grafar einn besta vin okkar, samherja og félagsmann. Hann var lagður til moldar í Fossvogs- kirkjugarði. Megi sól Dagsbrúnar verma minningu hans og megi hún lýsa ástvinum hans og félögum fram á veg. Farðu vel, Björn Sigurðsson. Guðm. J. Guðmundsson „Mannkynið hlýtur að lifa af vinnu sinni“, og fram á þessa öld vann það vart sér til matar, þótt nálega allir legðu hönd á plóginn. En flest átti og flestu réð sáralítill hópur, sem öðru sinnti. í því skyni að leiða fólk í sannleika um náttúrulegar og félagslegar or- sakir þessa var dagblað þetta forðum stofnað og í þeirri trú, að „frelsun öreiganna hlyti að vera þeirra eigið verk“. Og að svo miklu leyti sem þeir eru orðnir sjálfs sín herrar, er það fyrir til- verknað samtaka þeirra, verka- lýðshreyfingar, samvinnufélaga og stjórnmálaflokka. Mótun stefnu stjórnmála- flokka verkafólks hefur frá þriðja áratugnum færst í hendur starf- andi stjórnmálamanna, en liðs- sveit þess innan þeirra hefur með afli atkvæða og undirtektum sín- um ráðið ferðinni. Einn úr þeirri traustu liðssveit var Björn Sig- urðsson. Hann gekk á unga aldri í Æskulýðsfylkinguna (og vorum við samtíða innan hennar og eitt ár samtímis í stjórn). Síðan naut Verkamannafélagið Dagsbrún félagslegrar atorku hans. Sat hann fyrir hönd Dagsbrúnar þing Alþýðusambands Islands hálfan fjórða áratug, og síðustu ár var hann félagslegur endurskoðandi hennar. Einn kveður, annar kemur. Starfsgreinum fjölgar og þjónustustörfum, en staða launþega er söm og áður, þótt yfirbragð samtaka þeirra verði að nokkru annað. Stjórnmálaflokk- ar þeirra hljóta að laga sig að að- stæðum, en er jafnframt á þessari kjarnorkuöld enn meiri þörf en fyrr að halda stefnu sinni á stétt- laust sameignarþjóðfélag á grundvelli frelsis, jafnréttis og bræðralags, á hið fyrirheitna land verkalýðshreyfingarinnar allt frá upphafi hennar. Reykjavík, 7. ágúst 1984. Haraldur Jóhannsson Tillwnnirig til hluthafa Amarflngs Þann 15. ágúst nk. rennur út frestur sá sem hluthafar Arnarflugs hafa til að nýta sér forkaupsrétt sinn að nýju hlutafé í Arnarflugi, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins 11. júlí sl. Á aðalfundinum var samþykkt að hækka hlutafé félagsins um kr. 40.560.000 með áskrift nýrra hluta, þannig að heildarhlutafé félagsins verði kr. 48.360.000. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hinum nýju hlutum í samræmi við skráða hlutafjáreign sína, enda skrái þeir sig fyrir nýjum hlutum fyrir 15. ágúst nk. Skrifstofa Arnarflugs í Lágmúla 7 tekur við hlutafjárloforðum og veitir allar upplýsingar. Vakin er athygli á því að framlög manna til atvinnurekstrar eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum samkvæmt ákvæðum laga nr. 9/1984. Þeir hluthafar sem óska að neyta forkaupsréttar síns verða að tilkynna það skriflega til skrifstofu Arnarflugs fyrir 15. ágúst nk. og vísast í því sambandi til bréfs um hlutafjáraukninguna sem öllum hluthöfum hefur verið sent. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 29511 «ÉÉ Lausar stöður Á skattstofu Norðurlands vestra er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endur- skoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hag- fræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Miðvikudagur 8. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.