Þjóðviljinn - 09.08.1984, Qupperneq 2
FRETTIR
Skatturinn
Gjaldþrot heimila blasir við
Samtök kvenna á vinnumarkaði: Þessi ríkisstjórn hefur harðastgengið fram í að skerða kjörin.
Samtök kvenna á vinnumark-
aðinum mótmæla harðlega
nýjustu aðgerðum ríkisstjórnar-
innar sem skerða kjör launafólks.
Vaxtahækkanir þyngja afborg-
unarbyrði þeirra sem eru að
tryggja sér þá frumþörf að hafa
þak yfir höfuðið. Við konur á
vinnumarkaðinum njótum þess
jafnréttis að borga óskerta skatta
af iaununum okkar. Sumar hafa
lagt trúnað á ioforð ríkisstjórnar-
innar um skattalækkanir,
minnkandi verðbólgu og bætt lífs-
kjör. Nú þegar við tókum við
fyrstu launaumslögunum okkar
eftir að skattskrá var lögð fram
þá blasir við eitt allsherjar gat og
gjaldþrot heimilanna, því þessi
ríkisstjórn hefur harðast gengið
fram í að skerða kjörin.
Aldrei hafa Stigamenn þjóð-
félagsins notið þvílíkra hlunninda
og nú. Ríkisstjómin hefur með
aðgerðum sínum unnið rösklega
að því að auka stéttaskiptinguna í
þjóðfélaginu svo að engum getur
nú dulist lengur að í landinu búa
tvær þjóðir. Þeir sem ráða fjár-
magninu annars vegar og hins
vegar hinir sem vinna myrkranna
á milli og ná þó ekki endum sam-
an.
Nú er mælirinn fullur og þess
vegna hafa Samtök kvenna á
vinnumarkaðinum ákveðið að
efna til aðgerða föstudaginn 17.
ágúst. Við skorum á allar konur
að hafa samband við okkur í
Kvennahúsinu í síma 21500 frá og
með 9. ágúst milli klukkan 6-8
sfðdegis og vera með í aðgerðun-
um. Einnig munu Samtök
kvenna á vinnumarkaðinum efna
til funda síðar í ágúst til að ræða
aðgerðir í haust.
Samtök kvenna á vinnumarkað-
inum.
Félagsmálastofnun
25 sóttu um
2 íbúðir
Sigríður Stefánsdóttir hjá Fé-
lagsmálastofnun Akureyrar
sagði í samtali við Þjóðviljann að
mikil ásókn væri í íbúðir stofnun-
arinnar þegar þær losnuðu. Til
dæmis voru tvær íbúðir auglýstar
nýlega og sóttu 25 manns um þær,
fyrst og fremst einstæðar mæður
og öryrkjar. Sigríður sagði að í
svona 20 manna hóp væri í mesta
lagi 3-4 sem maður gæti sagt við
sjálfan sig með góðri samvisku að
hlytu að spjara sig á eigin spýtur.
Að því er hina varðaði væri ákaf-
lega erfltt að gera upp á milli
þeirra við úthlutun íbúðanna því í
rauninni þyrfti fólkið aðstoðar
við. Þetta fólk réði hreinlega ekki
við leiguna á hinum almenna
markaði.
Sigríöur sagði að Félagsmála-
stofnun ætti nú 71 íbúð og væri
það mest allt góðar íbúðir og
hefði verið gert stórt átak á síð-
ustu árum til að útrýma heilsu-
spillandi húsnæði í bænum. Fyrir
tveggja herbergja íbúð væri
leigan 2500-3000 kr., fyrir
þriggja herbergja íbúð 3200-3700
kr. Þá er miðað við leiguna eins
og hún verður eftir 15% hækkun
1. september nk.
þá
Akureyri
Byrjað á
23 íbúðum
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Geirs Ágústssonar bygging-
arfulltrúa hefur verið byrjað á 23
íbúðum á Akureyrí á þessu ári.
Á síðasta ári var byrjað á 22
íbúðum, 1982 var byrjað á 97,
1981 var byrjað á 56, 1980 var
byrjað á 165 og 1979 var byrjað á
187 íbúðum. Af þessu má ráða
það hrun sem orðið hefur í bygg-
ingariðnaði á Akureyri. Enda
hefur félögum í Trésmíðafélagi
Akureyrar fækkað um 40-50
manns síðan 1982 að sögn Guð-
mundar B. Friðfinnssonar for-
manns félagsins.
þá
Á langri göngu í góðu veðri er gott að setjast ögn niður og hvíla lúin bein. Þessa mynd tók Guðmundur Svansson
Ijósmyndari Þjóðviljans á Akureyri. ,
Akureyri
Vantar peninga
Ríkisstjórnin hœkkaði útborgunarhlutfall.
15 verkamannabústaðaíbúðir í haust.
NORPASS
Nýjar hugmyndir um
félagslega þjónustu
Ihaust verður hafin smíði 15
nýrra Ibúða á vegum Verka-
mannabústaða. Að sögn Helga
Guðmundssonar formanns
stjórnar Verkamannabústaða á
Akureyri verður hér um 100 fer-
metra raðhúsaíbúðir að ræða
sem byggðar verða við Fögru-
síðu. Ibúðirnar verða auglýstar
innan tíðar en talið er að þær
muni kosta um tvær miljónir
króna.
Þar sem eitt af afrekum núver-
andi ríkisstjórnar var að hækka
útborgun kaupenda úr tíu í tutt-
ugu prósent þurfa þeir að snara út
400 þús. kr. og kann að reynast
mörgum erfitt. Þar sem ekkert
fjármagn hefur verið veitt til
Verkamannabústaða á þessu ári
gætu framkvæmdir ekki hafist í
haust nema með sameiginlegu
átaki kaupenda, banka og verk-
taka.
Fyrir nokkrur voru seldar þrjár
íbúðir hjá Verkamannabústöð-
um á Akureyri og sóttu 30 manns
um þær. Miðað við reynslu und-
anfarinna ára má gera ráð fyrir að
ekki færri en 60 muni bítast um
íbúðirnar fimmtán og segir það
sína sögu um ástandið.
þá
Fasteignasalar
Minnka útborgun
Nýjar leiðir við skipulagningu
félagslegrar þjónustu verða
kynntar á námskeiði í Norræna
húsinu á föstudag og laugardag.
Námskeiðið er haldið á vegum
NORPASS sem er norræn
kennslu- og ráðgjafarstofnun.
Þeir sem standa að NORPASS
vilja koma á framfæri nýjum hug-
myndum um eðli og framkvæmd
félagslegrar þjónustu við þá hópa
sem þarfnast sérstakrar aðstoðar.
Markmiðið er að sú þjónusta sem
veitt er mæti með sem áhrifarík-
Afmæli
80 ára er í dag, Þórkatla Bjarn-
adóttir Grundargötu 28 Grund-
arfirði. Hún tekur á móti gestum í
Gaflinum í Hafnarfirði milli kl.
15 og 18 í dag.
ustum hætti þörfum þeirra sem
hana þiggja.
Á námskeiðinu verða fyrirles-
arar frá Þrándheimi og London.
Er þegar fullbókað þessa daga en
fyrirhuguð eru fleiri námskeið.
-jP-
Fasteignasalar á Akureyri segja
að nú sé meira framboð á
húsnæði en oft áður. Ekki vildu
þeir kannast við það að ábcrandi
straumur fólks sé burt úr bænum
enda „þjóna slíkar sögur ekki
hagsmunum bæjarins“ eins og
einn þeirra komst að orði. Út-
borgunarhlutfallið í fasteignavið-
skiptum á Akureyri er 55-60% og
eftirstöðvarnar verðtryggðar til
4, 6 og jafnvel 8 ára. Einn fast-
eignasalinn á Akureyri sagði að
það væri ekki rétt hjá kollegum
sínum í Reykjavík að þeir gætu
ekki haft áhrif á útborgunarhlut-
fallið. Á Akureyri hefðu fast-
eignasalar nú í ársbyrjun staðið
að því að minnka útborgun og
auðveldað þannig kaup og sölu.
Þetta væri í bráð og lengd best
fyrir kúnnana.
Allir voru sammála um það að
leigumarkaðurinn hefði skánað
enda rykju menn ekki til og seldu
íbúðir sínar þótt þeir þyrftu í
burtu í atvinnuleit, heldur leigðu
þær til að byrja með. Þetta ætti
einkum við um iðnaðarmenn sem
„fylgja toppunurrí' þar sem þeir
eru.
þá
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. ágúst 1984