Þjóðviljinn - 09.08.1984, Side 9

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Side 9
UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Fimmtudagur 9. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Saft sultur Mannlíf margra heimila mótast af saft og sultugerð um þessar mundir I ár virðist ætla að vera góð berjaspretta víðast hvar um landið, er eins víst að þetta séu viðbrögð náttúrunnar við alltof hárri verðlagningu á vörum, kaupráni, og þar af leiðandi rýrn- andi kaupmætti fólks, sem að sjálfsögðu er af manna völdum. Nú er semsagt kominn sá tími árs að við getum flætt út og suður um landið og tínt ber. Og fátt er það sem borgar sig betur fyrir okkur en að búa til okkar eigin saft og sultur, bæði er það ódýrt og gæðin eru langt umfram það sem maður á að venjast hjá alls- konar efnagerðum. SAFT Sólberjasaft 1 kg sólber 300 g sykur í hvern lítra af safti rotvarnarefni (t.d. Betamon) Sólberin verða að vera vel þroskuð, nánast svört til þess að saftin fái rétt kröftugt bragð og dökkrauðan lit. Byrjið á því að skola berin vandlega og hreinsið burt alla stilka og blöð. Setjið síð- an berin í sultupott með dálitlu vatni og látið ná suðumarki við vægan hita, og látið síðan malla í 20 mínútur undir loki. Síið því- næst saftina frá berjunum. Mælið hana síðan út í pott og bætið við- eigandi magni af sykri út í, sjóðið í 8-10 mínútur í opnum potti. Takið pottinn af hitanum og bæt- ið rotvarnarefninu út í. Setjið síð- an saftina í hreinar flöskur og lok- ið strax. Jaröarberja, hindberja- eða ribsberjasaft 1-2 kg af berjum 150-250g sykur íhvern lítra af saft rotvarnarefni Skolið berin og hreinsið grein- ar og blöð af þeim. Af ribsberj um þarf þó ekki að hreinsa stilkana. Setjið berin í pott með litlu vatni. Hitið hægt upp að suðumarki og sjóðið f 15-20 mín. við lágan hita undir loki. Síið saftina vel frá berjunum út í pott með við- eigandi magni af sykri og látið sjóða vel, í 5-7 mín. Bætið þá 2 tsk. af rotvarnarefni út í hvern lítra af saft. Setjið síðan saftina í hreinar flöskur og lokið strax. Blönduð saft J/ó-% kg rabarbari 4-5 epli ca. V2 kg ribsber ca. 250 g sykur í hvern lítra afsaft rotvarnarefni Hreinsið rabarbarann og eplin vandlega og skerið í litla bita fjarlægið kjarnana ekki úr eplun- um. Skolið síðan berin vandlega. Setjið síðan ávextina og berin í pott með vatni (þannig að vatnið nái upp að u.þ.b. helmingnum af ávöxtunum og berjunum). Hitið upp að suðumarki og látið malla við vægan hita í 20 mín. undir loki. Síið saftina frá og mælið í pott og bætið viðeigandi magni af sykri út í. Sjóðið í 6-8 mínútur án loks. Hrærið síðan rotvarnarefn- inu út í skv. leiðbeiningum á pakka. Setjið saftina í hreinar flöskur og lokið strax. SULTA Sultugerð úr ávöxtum og berj- um er góð og auðveld geymsluað- ferð. Það má sulta hverja tegund út af fyrir sig eða blanda saman tveimur tegundum eða fleiri. Ýmsar aðferðir eru viðhafðar en besta aðferðin er að snögg- sjóða berin og ávextina. Þá að- ferð má nota við alls konar ber og ávexti og sultan verður mjög bragðgóð. Það sem helst ber að hafa í huga við sultugerð er: Hafið hrein glös eða leirkrukk- ur af mátulegri stærð undir sult- una. Sjóðið ávextina hæfilega langan tíma og alls ekki lengur en nauðsynlegt er. Hellið sultunni heitri í glös eða krukkur og það er nauðsynlegt að ílátin séu full. Látiö strax lok á glösin eða bindið fyrir krukkurnar. Einnig má kæla sultuna eilítið og hella bræddu vaxi ofan á hana í krukkunni. Geymið sultuna á þurrum, köld- um en frostlausum stað. Sólberjasulta 1 kg af sólberjum 3 dl vatn 3/t kg sykur rotvarnarefni e.t.v. sultuhleypir e.t.v. 2 msk af rommi Skolið og hreinsið berin og hit- ið varlega í vatninu upp að suðu- marki. Mallið þá í 5 mínútur við vægan hita og hrærið sykrinum út í. Látið síðan malla við vægan hita án loks í 10 mín. Takið pott- inn af hitanum og hrærið rotvarn- arefninu út í. Ef notaður er sultuhleypir til að sultan verði þykkari og þéttari skal hleypirinn settur út í sultuna að hún hefur mallað með sykrinum í 5 mínútur og þá má sleppa rotvarnarefninu. Fylgið nákvæmlega leiðbeiningum á sultuhley pispakkningu. Ef þið svo eigið rommdreitil er mjög gott að bæta 2 msk út í sult- una áður en hún er sett á krukk- ur. Bláberjasulta 1 kg bláber eða aðalbláber 500-700 g sykur Látið ber og sykur í lögum í pottinn. Sjóðið sultuna í 5-10 mínútur. Rabarbarasulta 750 g rabbarbari 250 g gráfíkjur 800 g sykur Sjóðið rabarbarasultuna á venjulegan hátt: Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags. Sjóðið sultuna fyrst við mikinn hita, en síðan við vægan hita þar til hún er mátulega þykk. Sultan verður fínni ef rabarbarinn er saxaður. Látið þá suðuna koma vel upp á maukinu og saxið það í kjötkvörn. Sjóðið sultuna, þar til hún er hæfilega þykk, eða í 10-20 mínútur. Saxið fíkjurnar og sjóðið þær með. Sveskjur eða aðra þurrkaða ávexti má hafa í staðinn fyrir fíkj- ur. Rabarabara- og krœkiberjasulta 1 kg rabarbari 1 kg krœkiber IV2 kg sykur Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags. Sjóðið maukið með krækiberjunum í 20-30 mínútur. Þessum hlutföllum má breyta og hafa meiri eða minni krækiber í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.