Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Álviðrœður Vildi helst það yrði 40! 18 millidalir ekki langtfráframleiðslukostnaði, segir iðnaðarráðherra við upphafnýrrar állotu í Ziirich, - „núförum við að knýja á með öllu móti((. Fréttirnar frá Ghana og Grikklandi œttu að vera samninganefndini lyftistöng. aður er að vona að það dragi fljótlega til úrslita, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra við Þjóðviijann í gær. Enn ein lotan er hafín í álviðræð- unum og þriggjamannanefndin undir stjórn Jóhannesar Nordal er nú í Zúrich í Sviss að möndla við Alusuisse. - Ég vonast til að það fáist ein- hver fótfesta í góðu orkuverði, sagði Sverrir, - að eitthvað skýrist í því efni, og að fljótlega dragi til úrslita. Það er annar fundur ákveðinn í London 5. og 6. september, og þá fæst vonandi fast undir fæti í þessum mikil- verðasta þætti, orkuverðinu. Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við Pjóðviljann að verðið mœtti ekki vera undir 18 millidölum? - Sagði hann það, já? Ég vildi helst að það yrði 40. Maður vonar hið besta og vissulega eru 18 mill ekkert langt frá okkar fram- leiðslukostnaði. Ég bind miklar vonir við að við getum fengið enn hærra verð fyrir nýju verksmiðj- una, ef hún verður samþykkt. En það kemur fljótlega í ljós hvert við náum. Og við höfum fengið nýjar fréttir sem ættu að lyfta undir okkur, frá Ghana og Grikklandi. Ég þekki forsendumar nú ekki nægilega vel fyrir þessum frétt-' um, en þær ættu allavega að vera lyftingur og stuðningur fyrir okk- ur. Steingrímur gaf í viðtalinu við Þjóðviljann grœnt Ijós á að sleppa deilumálum í gerðardómunum. Ertu sammála því? - Nei. Það er ég að vísu ekki. Við sleppum engum hlut. Við semjum ekki um að láta neitt nið- ur falla nema meta það sem við fáum í staðinn. Þegar þar að kem- ur er það svo matsatriði hvort þær kröfur sem fallist verður á eru nægjanlegar til þess að við mun- um meta á móti stöðuna varðandi deilumálin. Þeir hafa þegar boðið bætur en við þurfum að meta það og vega þegar lengra er komið í umræðunum um verðið sjálft hvort við þykjumst hafa náð þeim árangri að við getum slakað eitthvað á fyrri kröfum okkar og þá samþykkt önnur vinnubrögð um lúkningu deilumálanna en við höfum undanfarið tíðkað. Þannig að deilumálin eru sam- kvœmtþér og Steingrími einskon- ar skiptimynt í þessum samning- um? Skiptimynt og skiptimynt, - við vegum og metum hvort við þykjumst hafa náð þeim árangri sem við getum verið fullsæmdir af. Þá kemur þetta allt til álita. Nú hefur þessi kafli viðrceðna staðið yfir í rúmt ár og menn eru farnir að rifja upp yfirlýsingar þess sem einusinni var stjórnar- andstaða um frammistöðu fyrr- verandi iðnaðarráðherra í þessum efnum.. - Hverju náði hann í fimm ár? Ég man það nú ekki reyndar. En það er eðlilegt að menn séu óá- nægðir með ganginn. Þetta er óskaplega þungt í vöfum og ég er að verða mjög óánægður ef ekki fer að rakna úr mjög fljótlega. Maður batt vonir við að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig, eins dómnefndirnar. En nú förum við að knýja á með öllu móti. Er alger samstaða um gang þessara mála innan ríkisstjórnar- innar? Nú sagði Steingrímur til dœmis við Þjóðviljann að hann vœri óánœgður með þessar við- rœður. Óánægður með þær? Hvað þær dragast á langinn, já. Við erum óánægðir með það. Við erum sammála að því leyti og nú hljót- um við að knýja mjög harkalega á um úrslit í málinu. - m FRÉTTIR Friðardagarnir Enn fjölgar þátttakendum Undirbúningur ráðstefnu Friðarsambands Norðurhafa hefur gengið nyög vel, sagði Vig- fús Geirdal starfsmaður ráðstefn- unnar í samtali við Þjv.. „Okkur er enn að berast þátttökutilkynn- ingar erlendis frá, m.a. er vænt- anlegur á ráðstefnuna fulltrúi helstu friðarhreyfingar Japans, Gensuykio. Enn sem komið er hefur tekist að fínna húsnæði handa öllum sem eftir því hafa óskað, en það er aldrei að vita nema einhverjir skjóti upp kollinum á síðustu stundu sem vilja fá gistingu í heimahúsum, og því væri gott ef einhverjir gæfu sig fram sem gætu : veitt ráðstefnugestum húsaskjól ef þörf krefði. Þá vil ég einnig undirstrika mikilvægi þessarar ráðstefnu og þessa samstarfs sem er að hefjast milli mismunandi friðarhreyfinga í N.-Ameríku og V.-Evrópu fyrir okkur íslendinga, en þetta er kostnaðarsamt verkefni og því skora ég á alla herstöðvaand- stæðinga og aðra friðarsinna að leggja þessu máli lið, bæði með því að sækja Friðardaga í Félags- stofnun stúdenta og styrkja það fjárhagslega. Fjárframlög má greiða inn á ávísanareikning 45735 í Alþýðu- bankanum og þeir sem gætu veitt húsaskjól ættu að hafa samband við skrifstofu Samtaka her- stöðvaandstæðinga í síma 17966. Ég vil jafnframt koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra mörgu sem hafa tekið að sér að hýsa ráðstefnugesti og unnið sjálfboðaliðsvinnu við þetta verkefni“, sagði Vigfús Geirdal að lokum. Fulltrúar 50 aðila sitja ráðstefnu á Loftleiðahótelinu um slys og slysavarnir. Mynd - eik. Landlœknir Grœnmeti Útsala á blómkáli Mikið seldist af blómkáli í gær. Verðið hefur sjaldan verið lægra því vegna mikillar uppskeru er það nú á útsölu. Kostaði kflóið 30 krónur í gær, lækkaði úr 45 krónum. Fyrst í sumar þegar blómkál kom í verslanir var heildsöluverð á þvi 110 krónur. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna fékk Þjóðviljinn upplýsingar um að allt stefni í metuppskeru á grænmeti og kartöflum í ár. Heildsöluverð á hvítkáli er t.d. lágt nú, eða 30 krónur kílóið. Margt er hægt að matreiða úr blómkáli. Einnig geymist það vel í frysti en rétt er að snöggsjóða það í 3 - 4 mínútur áður en fryst er. -jP 13 dauðaslys í heima- húsum-8 í umferðinni Heimaslys tíðari og alvarlegri en áður vitað. Tölur Umferðarráðs um slys í umferðinni ekki réttar. Marmiðið er að fá fólk til að vinna saman og gera tiilögur um samræmdar aðgerðir til varn- ar slysum, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir sem Þjóðviljinn hitti í gær í upphafi ráðstefnu sem full- trúar 50 aðila víða að sitja. í gær var fjallað um ýmsar slysateg- undir og höfuðáhersla lögð á heimaslys en tíðni þeirra er mun meiri en áður hefur verið álitið. í dag verða síðan gerðar tillögur um laga- og reglugerðarbreyting- ar um slysavarnir og nefnd skipuð til að fylgja þeim eftir. „Því hefur ekki verið sinnt að safna góðum upplýsingum og þá vita menn ekki um umfang slysa“, sagði landlæknir. „Við rannsókn hefur komið í ljós að heimaslys eru meðal alvarlegustu slysum og tíðnin há en það vissu menn ekki um áður. Á sama tíma og 8 deyja í umferðaslysum látast 13 í heimahúsum af slysförum. Tölur frá Umferðarráði um slys í umferðinni eru rangar því þær eru komnar frá lögreglu. Okkar tölur eru frá slysadeildinni sem tekur yfír 50% slysanna.“ Ólafur Ólafsson sagði einnig að alvarleg- ustu slysin gerðust til sjós því af- leiðingar þeirra meiðsla væru oft mjög varanlegar. „Fækkun umferðarslysa á ár- inu 1983 er áberandi dæmi um að aukin fjárveiting til fyrirbyggj- andi aðgerða margborgar sig og er í hæsta máta undarlegt að ekki sé meira fjármagni varið til fækk- uriar slysum“, sagði landlæknir í gær. -jp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.