Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 10
FLOAMARKAÐURINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vestfjörðum - kjördæmisráðstefna Kjartan Ólafsson. hefst kl. 13.30 laugardaginn 25. ágúst. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. Reikn- ingar kjördæmisráðs. 2) Málefni Vestfirðings. 3) Kynning á forvalsreglum. 4) Kosning nefnda. 5) Stjórnmálaviðhorfið, framsaga Kjartan Ólafsson. Sunnudagur, kl. 10.00:1) Nefndastörf. 2) Umræður. 3) Afgreiðsla nefnda- álita. 4) Stjórnarkjör og tilnefning fulltrúa til miðstjórnar. 5) Kl. 18.00 eru ráðstefnuslit. - Stjórnin. _______________________________ AB - Kópavogi - Stefnuskármál ABK boðar til fundar í Þinghóli, fimmtudaginn 23.8. kl. 20.30. Dagskrá: Umræða um endurskoðun stefnuskár. Fulltrúi úr samráðsnefndinni mætir á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. - Stjórn ABK. Félagar í Alþýðubandalaginu Vinsamlegast sendið strax samningseyðublaðið um flokksgjaldið til skrifstofunnar Hverfisgötu 105 Reykjavík. -Flokksskrifstofan. Vestfirðir - Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á (safirði dagana 25. og 26. ágúst. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn 31. ágúst - 2. september á Akureyri. Dagskrá: 1. Leið Alþýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumálum. Kjaramál. 2. Stefnuumræða Alþýðubandalagsins. Fundurinn hefst föstudagskvöldið 31.8. kl. 20.30. Þá verða fluttar fram- söguræður. Fundarslit eru áætluð á hádegi sunnudaginn 2.9.. N0NNI KJÓSANDI Þetta er reikningur frá Pelsabúðinni, hvað varstu að kaupa? Copyright 1984 The Register ond Tribune Syndicate, lr 6-2.0 Tónleikar 0XSMÁ í Safari Stórrokkhljómsveitin OXSMÁ mun halda tónleika í Safari í kvöld, fimmtudagskvöld 23. ágúst. Þessa skemmtilegu hljómsveit skipa sem fyrr: Keli stórsöngvari, Seli gítarleikari, Kommi trommi, Skari Saxi, og Sgrímur bassi. Meðal verka á efnisskránni er „Maðurinn á bryggj- unni“, „La mafía“, „Rokksúpan" ofl. Eins og þeir sem fylgst hafa með hljómsveitinni vita má hafa ótrúlega skemmtun af tónlist þessarar hljómsveitar. Á ekki einhver notaðan ísskáp sem hann vill láta fyrir lítinn pening? Stærðin aukaatriði, upplýsingar í síma 10634. 9 ára stúlka óskar eftir að kaupa eða leigja píanó. Upplýsingar í síma 77786. Skrifstofuhúsgögn óskast Óska eftir að kaupa skrifstofuhús- gögn (skrifborð, stóla og hillur). Upp- lýsingar í síma 39109 e.kl. 17. Dagmamma óskast til að gæta 10 mánaða drengs þriðju hverja viku í vetur, þarf helst að búa í Þingholtunum. Upplýsingar i síma 17333. Furuhjónarúm til sölu 2x2 með dýnum. Upplýsingar í síma 32243. Bamapössun Er ekki einhver skólastúlka eða barngóð kona sem vill gæta 14 mán- aða drengs frá kl. 12.30 til 16 frá 1. sept? Upplýsingar í síma 84158. Hjúkrunarkona óskar eftir lítilli íbúð í um það bil eitt ár. Barnagæsla kemur til greina. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Upp- lýsingar í síma 17519 e.kl. 18. Seljum ánamaðka. Sími 52821. Til sölu barnarimlarúm, selst ódýrt. Sími 15346. Ég er að leita að 2ja herbergja leiguíbúð í hjarta borgarinnar. Einhver fyrirframgreiðsla kemur til greina. Vinsamlega hringið í síma 11257. Hanna G. Sigurðardóttir. Barngóðir dýravinir Ef þið viljið gleðja börnin með góðri gjöf, þá eigum við aflögu þrjá fimm vikna gamla, bráðfallega kettlinga. Hringið í síma 40471 eða 93-7384. Volguvél ásamt ýmsu í Rússajeppa fæst við afar vægu verði með því að hringja í síma 77014 e.kl. 19. Gamall ísskápur til sölu fyrir 500 kr. Sími 39064. Vegna flutninga í bæinn um næstu mánaðamót vant- ar mig ódýrt og gott sófasett. Upplýs- ingar í síma 97-3825. Ungt par óskar eftir 2ja herbergja íbúð. Fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 22602 e.kl. 17. Kæru kvikmyndaáhugamenn og annað gott fólk. Við leitum stuðn- ings ykkar vegna töku kvikmyndar- innar „Hvítir mávar". Okkur vantar fatnað, skótau, veski og hina ýmsu heimilismuni t.d. í eldhús og stofu frá árunum 1958-1965. Einnig vantar okkur bíla aö láni eða til leigu frá sama tíma. Símar 14730 - 10825 - 12614. Með þökk. Búninga- og leiktjaldadeildin. Verðtryggðir lántakendur Finnst ykkur óþægilegt að borga sama lánið mörgum sinnum, ætlið þið möglunarlaust að borga fyrir frí- lánakynslóðina, er ekki tími kominn til aðgerða? Þá er að hringja í síma 31710 á kvöldin. Gítarkennsla fyrri byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Kenni einnig á rafmagnsgítar. Upplýsingar í síma 621126 á kvöldin. íbúð óskast 22 ára stúlka óskar eftir íbúð á leigu nú þegar eða fyrir 1. des. Upplýsingar í síma 31971. Alltá að seljast Olympus Linsur (Zuiko) 21 mm + 28 mm + 35-70 mm + 135 mm + 200 mm og líka Mamíya C - 220 (6x6). Svo og Sumpak 3400 klass. Sími 11611 e.kl. 18. Barnagæsla Dagmamma óskast í Heimunum fyrir hádegi handa 2ja ára dreng. Upplýsingar í síma 687209 e.kl. 20. Felgur Til sölu 5 stk. felgur undir Volvo. Sími 621126. Til sölu Sófasett, sófar, kommóða, styttur eftir Guðmund frá Miðdal o.fl., sími 10541, eftir kl. 18. Vil geyma píanó Ég er í söngnámi og bráðvantar pí- anó. Er reglusöm, barnlaust heimili. Upplýsingar gefur Steinunn í síma 621161. Á sama stað fæst gefins ís- skápur. Þvottavél og fl. til sölu. Sanusi eldri sjálfvirk þvottavél á kr. 2.500,- stálgrindasófasett með strigaáklæði á kr. 1.500.- 2ja og hálfs árs Beta videótæki ásamt nokkrum spólum á kr. 23.000.- leðurhornsófi á kr. 25.000.- Einnig Solaríum sólar- lampi lítill á kr. 8.000.- Upplýsinga rí síma 46395. Saab 99 GLS árgerð 78 ekinn tæplega 90 þús. km. Nýlegt lakk og 2 dekkjagangar. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Verð kr. 205 þús. Upplýsingar í síma 46395. Ný Pentax linsa Til sölu af sérstökum ástæðum splunkuný Pentax linsa 35 -105 mm. F. 3,5. Einnig Zoom linsa ónotuð á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 25306 milli kl. 8 og 12. Sjálfvirk þvottavél til sölu. Verð kr. 4.000.- Upplýsingar í síma 686318 e.kl. 19. Sænskur barnavagn til sölu. Ljósblátt poplín- efni. Verð kr. 5.000.- Ný veggklukka úr Ijósri furu, gengur fyrir rafhlöðum (Quartz klukka), verð kr. 600.-. Upplýsingar milli kl. 17 og 19 í dag og á morgun, I síma 82249. Komdu og kíktu í Dúllu á Snorrabraut 22, þar færðu ýmislegt á krakka á aldrinum 0 til 10 ára fyrir lítinn pening. Dúlla Snorrabraut 22. Kostaboð Nokkuð ungur og heldur svona áreið- anlegur, heiðarlegur og sanngjarn einhleypingur óskar eftir 3ja her- bergja íbúð. Reglusemi vel í freku íneðallagi og þar yfir. Starfar á há- fekólastofnun og vill vera í gamla bænum, helst í Vesturbæ. Upplýsing- arísíma 17077 frá kl. 19. Hjónarúm til sölu á góðu verði. Upplýsingar á auglýsingadeild Þjóðviljans. Barnavagn Til sölu notaður barnavagn. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 41492. Ný Pentax linsa Til sölu af sérstökum ástæðum splunkuný Peritax linsa 35 - 105mm, F. 3,5. Einnig Zoom linsa ónotuð á mjög góðu verði. Upplýsingar í sima 25306 e.kl. 20. Verðtryggðir lántakendur Finnst ykkur óþægilegt að borga sama lánið mörgum sinnum, ætlið þið möglunarlaust að borga fyrir fríl- ánakynslóðina, er ekki tími kominn til aðgerða? Þá er að hringja í síma 31710 á kvöldin. Get geymt píanó Píanó óskast til geymslu á gott heimili í vetur. Upplýsingar gefur Valgerður í síma 39104. Veiðimenn Stangaveiðifélag Bogarness selur veiðileyfi I Langavatni. Góð hús, vatnssalerni. Traustir bátar. Verð með aðstöðu kr. 300.- án aðstöðu kr. 150,- Hver stöng. Upplýsingar í síma 93-7355. 7 KR. Kílóið Viljið þið losa ykkur við gömul slitin sængurver eða föt, ég get nýtt allt þvílíkt í vefnað og borga 7 kr. fyrir kílóið. Upplýsingar í síma 19244 og 13297. Tuskumottur Tek að mér að vefa tuskumottur. Breidd 75 cm, lengd eftir pöntun. Gott verð. Upplýsingar gefur Berglind í síma 39536. Auglýsing Trésmiður til taks. Sími 34832. Tíl sölu vegna flutnings: barnabílsæti KL Jeenay verð kr. 1100.- handlaug með blöndunar- krana hvítt 46x32 verð kr. 1000.- handlaug frekar gömul 50x38 með krana verð kr. 500.- Vasatölva-Casio Alio verð kr 500.- Kíkir „Kobica" 12x50 verð kr. 1000.- Rafmagnsmót- or 1425 snúningar á mínútu, 4ra hes- tafla, 1 fasa verð kr. 300.- Linsa Nikkor-P Auto 1:2,5 f = 105 mm verð kr. 2000.- Linsa fyrir Canon, Hi- denon Wide Angle 28 mm 2,8, verð kr. 600 - Á sama stað óskast litasjónvarp á góðu verði. Upplýsingar í síma 73990. Að gefnu tilefni Flóamarkaðurinn er ókeypis þjón- usta við áskrifendur okkar ágæta blaðs. Aðrir þeir sem hafa hug á að auglýsa í „Fló“ eru beðnir að koma hingað í Síðumúla 6 þar sem blaðið er til húsa og staðgreiða auglýsinguna. Kveðja auglýsingadeildin. 14 19 12 21 16 17 13 18 20 10 15 11 KR0SSGÁTAN Lárétt: 1 heiðarleg 4 virki 6 svif 7 bundið 9 úrkoma 12 mundaði 14 bjargbrún 15 giska 16 reikningar 19 hreyfist 20 kvabba 21 flanar Lóðrétt: 2 óreiðu 3 styrk 4 bakki 5 baktal 7 skemmtileg 8 blundar 10 ráfir 11 skelfur 13 söngrödd 17 gruna 18 kvenmannsnafn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlýr 4 rist 6 öli 7 sigg 9 form 12 aumur 14 Eir 15 kær 16 parta 19 taug 20 iður 21 rifni Lóðrétt: 2 lái 3 rögu 4 rifu 5 súr 7 svelti 8 garpur 10 orkaði 11 merkri 13 múr 17 agi 18 tin 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.