Þjóðviljinn - 23.08.1984, Page 13

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Page 13
U-SIÐAN Sunnudaginn 26. ágúst verður haldið í Hljómskálagarðinum Reykjavíkurmót barnanna. Er þetta í þriðja skipti sem skátafé- lagið Árbúar stendur fyrir Reykjavíkurmóti barnanna. Nú í ár er sérlega vandað til dagskrár- innar og hún þannig úr garði gerð, að allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal dagskráratriða má nefna: 1. Keppt er í 10 íþróttagreinum sem flest allir krakkar hafa mikla þjálfun í. Þær eru: 1. Sippa, 2. Snú-snú, 3. Skjóta bolta í mark, 4. Húllá, 5. Reiðhjólakvartmfla, 6. Spretthlaup, 7. Kassabfla- rallý, 8. Skalla bolta á milli, 9. Labba á grindverki, 10. Halda bolta á lofti. í kassabflarallýinu og að skalla bolta á milli, keppa 2 og 2 saman, en allt hitt er einstaklingskeppni. Keppt er í 2 flokkum í öllum greinum. Yngri flokkur 7-8 og 9 ára. Eldri flokkur 10-11 og 12 ára. 20-30 keppendur geta tekið þátt í hverjum flokk svo heildar- fjöldi í keppnisflokka gæti orðið allt að 600 manns. 2. Keppt verður í brjáðfjörugri Fimmtarþraut og Tugþraut. Fimmtudagur 23. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Fjörið Úháði vinsældalistinn Lp plötur 1 (1) KUKL: Augað 2 (2) ROBERT GÖRL: Night full of Tension 3 (3) COCTEAU TWINS: Head over heels 4 (7) MODERN ENLISH: Richet days 5 (-) MISTY IN ROOTS: Live 6 (6) ÍKARUS: Rás 5-20 7 (-) IN PROGRESS: Various 8 (8) MALCOM McLAREN: Scratchin’ 9 (9) PIL: This is what you want 10 (-) AZTEC CAMERA: High land, hard rain 45 snúninga 1 ( 2) COCTEAU TWINS: The Spangle maker 2 ( —) AFRICAN BAMBAATAA: The Jazzy five 3 ( 1) AFRICAN BAMBAATAA: The soul sonic 4 (3) THE SMITHS: Heaven knows I’m miserable now 5 ( 5) BAUHAUS: The singles 6 ( 6) SIX SED RED: Shake it right 7 (4) JOY DTVISION: Love will tear us apart 8 ( -) BA UHA US: Ziggi Stardust 9 (10) 23 SKIDOO: Colip 10 ( 7) FRANK CHICKEN: We are ninja verður í Hljómskála- garðinum Allir mótsgestir geta tekið þátt í þrautunum þegar þeim hentar, því þær verða í gangi allan mótstímann. Hvorki er aldurshámark eða lágmark í Fimmtar- og Tugþrautirnar. Sem sagt, verkefni fyrir alla og þátttakendur ráða í hvaða röð og á hvaða tíma þeir leysa þrautirnar. 3. Siglingar á Tjörninni. Öllum er frjálst að fara í róðratúr á Tjörninni. Kostar ekki neitt og reynslan hefur sýnt að þetta eru hinar ákjósanleg- ustu fjölskylduferðir. 4. Júdósýning. Félagar úr júdó- deild Ármanns sýna júdó og kynna júdóíþróttina og starfs- semi júdódeildarinnar. 5. Glímusýning. Glímukappar úr Glímudeild KR kynna þjóðaríþrótt íslendinga, með sýningu og tilsögn. 6. Karatc-sýning Félagar úr Karate-félagi Reykjavíkur kynna og sýna karate. 7. Kraftlyftingar - Lyftingar- menn úr lyftingadeild KR kynna starfssemi sína. Mót- sgestum verður gefinn kostur á að reyna krafta sína undir leiðsögn lyftingarmanna úr KR. 8. Þjóðdansar Yngri deild Þjóð- dansafélags Reykjavíkur sýnir þjóðdansa og félagar úr Þjóðdansafélaginu kynna starfssemi sína. 9. Björgunarsveitir Félagar úr Björgunarsveitinni Ingólfi sýna og kynna starfssemi Björgunarsveita Slysavarna- félags íslands. 10. Talstöðvarkynning -Félag farstöðvaeigenda á íslandi kynnir starfssemi sína og gef- ur þeim sem vilja kost á að tala við þátttakendur í nág- rannabyggðunum. 11. Dúfur - Bréfdúfufélag Reykjavíkur og Dúfnarækt- arfélag íslands kynna starfs- semi sína og sýna nokkrar af bestu bréfdúfum landsins. 12. Kajakróður - Keppni í kajak- róðri, keppt verður í 3 flokk- um: 10 ára, 11 ára, 12 ára, en auk þess verður boðið upp á sérstakan kynnisflokk þar sem þátttakendur fá leiðsögn í kajakróðri. 13. Break-dans - Ungir og stór- efnilegir Break-dansarar sýna listir sínar. 14. Útieldun - Grill á hlóðum. Gestum er boðið upp á að grilla sér gómsætar pylsur á hlóðum. 15. Rokktónleikar-Satt - 6 þræl- góðar rokkhljómsveitir spila úrval laga af stórgóðum nýút- gefnum SATT plötum. 16. Oli prik - Björgvin Gíslason og Gísli Guðmundsson syngja nokkur af alskemmtilegustu lögunum af Óla prik plötunni. 17. Flugdrekasýning - Þátttak- endur eru hvattir til þess að hafa með sér flugdreka og láta þá svífa um loftin blá. Margt margt fleira verður á dagskrá og engin hætta á að það finni ekki allir eitthvað við sitt hæfi. Skráning í keppnirnar hefst kl. 14.05 og síðan fer allt í gang kl. 14:3o. Hvert atriði rekur svo ann- að þar til kl. 16.30 að verðlauna- afhending hefst og Reykjavík- urmeistarar verða krýndir. Rétt er að taka fram að að- gangseyrir er enginn og þátttöku- gjald í kcppnir, þrautir og sýning- ar ekki neiU.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.