Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 4
LEIÐARI
í vígbúnaðarklemmu
Á ráðstefnu Friðarsambands Norðurhafa
sem haldin var í Reykjavík um síðustu helgi var
að sjálfsögðu mest fjallað um vígbúnað í höf-
unum. Gild rök voru að því færð, m.a. af Carl
G. Jacobsen prófessor við Miami-háskóla í
Florida og Michio Taku prófessor í kjarneðlis-
fræði við New York háskóla, að bandarísk
hernaðaryfirvöld stefndu markvisst að slíkum
yfirburðum á hernaðarsviðinu að þau geti
innan áratugargert kjarnorkuárás á Sovétríkin
án þess að Sovétmenn fái svarað í sömu
mynt. Endurgjaldsgeta sovéska kjarnorku-
heraflans er öll bundin við þann sovéska flota
sem heldur sig í Barentshafi og Okotska-hafi,
og vígvæðing Bandaríkjastjórnar í Norður-
Atlantshafi miðar að því að geta fyrirvaralaust
hafið sóknaraðgerðir inn á þessi sovésku inn-
höf.
„Það er ekkert ósiðlegt við það að stefna að
hernaðaryfirburðum" sagði Jacobsen m.a.
„en spurningin stendur um það hvort það sé
raunhæft markmið". Hingað til hafi bandarísk
stjórnvöld látið sér nægja að vera á undan
Sovétmönnum á flestum sviðum. Gagnkvæm
og algjör eyðilegging hafi verið talin næsta
örugg niðurstaða kjarnorkustríðs og helsta
tryggingin fyrir að ekki væri lagt út í það. Með
því að stefna að algjörum yfirburðum og ógna
endurgjaldsgetu Sovétmanna telur Jacobsen
að verið sé að gera heimsfriðinn enn valtari en
hann er í dag. Málið snýst þá enn frekar um
það hvor aðilinn verði fyrri til að hefja kjarn-
orkustríð.
Þessi nýja stefna Bandaríkjanna, sem
fræðimenn þar í landi telja engan vafa á að
fylgt sé, hefur margs konar hættur í för með sér
fyrir ríki sem eiga lönd að Norður-Atlantshafi.
Bandaríkjastjórn lætur nú meira fé renna til
hermála en nokkru sinni fyrr á friðartímum.
Hluta af því fé er varið til þess að endurnýja og
tæknivæða herstöðvar á þessu svæði. Þessi
endurnýjun miðar að því að loka sovéska flot-
ann inni í Barentshafi og gera það kleift að floti
og flugher geti með samhæfðum aðgerðum
grandað endurgjaldsgetu Sovétríkjanna þar.
Það var samdóma áiit sérfræðinga á ráðstefnu
Friðarsambands Norðurhafa að allur tækni-
búnaður á íslandi, Grænlandi og í Noregi sem
tengdist viðleitni Bandaríkjanna til þess að ná
tökum á Barentshafinu væri ekki aðeins for-
gangsskotmark heldur yrði ráðist að honum
áður en skeytum yrði látið rigna yfir Washingt-
on.
Önnur hlið þessa máls er að meðan þannig
er sótt fram á Norður- Atlantshafinu eru engin
líkindi til þess að Sovétmenn hægi á hinni
miklu flotauppbyggingu sinni. Norðurfloti Sov-
étríkjanna verður eflaust efldur sem aldrei fyrr
og allt kapp lagt á að verja endurgjaldsgetuna í
Barentshafinu og halda leiðum opnum út á
Atlantshaf. Enda þótt floti Sovétmanna standi
langt að baki þeim bandaríska er þó enginn
vafi á því að hann má nota til ýmissa annarra
verkefna heldur en að verjast árásum á „sjálft
hjartað" í varnarkerfi þeirra. Hann má m.a.
nota til sóknaraðgerða gegn ríkjum sem eiga
lönd að norðurhjaranum. Og þessi hlið máls-
ins er að sjálfsögðu óspart notuð til þess að
sannfæra okkur um nauðsyn þess að vígbúast
gegn sovésku hættunni.
Hér er á ferðinni vígbúnaðarkapphlaup sem
setur Norðurlöndin í stórhættulega klemmu.
Frá íslandi séð er verið að endurnýja stjórn- og
leiðsögutæki til þess að sjá og heyra fyrir flota
og flugher Bandaríkjanna við lokun Barents-
hafsins. Senn koma tvær AWACS vélar til við-
bótar þeim tveim sem hér eru nú, birgðastöð
fyrirolíu er í byggingu í Helguvík, orrustuvélum
verður brátt fjölgað um 50% (hinar nýju eru
það langfleygar að þær geta athafnað sig í
Barentshafi sjö daga), stríðsstjórnstöð skal
hér rísa, sóst er eftir því að reisa nýjar radar-
stöðvar o.s.frv. Samhliða þessari endurnýjun
er verið að búa út flugmóðurskip og B-52
sprengjuþotur til þess að flytja stýriflaugar í
skotstöðu norður og austur af íslandi. Og þar
er ekki um að ræða flaugar með kjarnahleð-
slum í hundraðatali eins og þær sem mest var
deilt um í Evrópu heldur í þúsundatali. Að tala
um að ísland gegni eingöngu varnar- og eftir-
litshlutverki innan NATO eftir að þessar
bandarísku áætlanir hafa náð fram að ganga
er marklaust hjal.
KUPPT OG SKORIÐ
Hon«ntlögtní6iní»t,',0*:
íta Hæstarettar á norrænu
^wtvarpi hata vakiö verö-
Jl^Vilhjálmsson sagði i
anna, Pjóöviljann. Peg
torseti Hæstaréttar aðj
ur bregöi sór i liki ntjJ
túlkun. m
IJmmæli torsetanJ
^wjnaö relsirj^ j
Ærumeiðingadónwrer
Leldú teknir aivariega
Aþnmu
kvocluöu
Vit
■-ffWSíSJn-
Vert væria^ö^
■ ummæli sin um
carkertisins. En
^k'setmn noitar i
^^jDrsondum]
menn. Islonsk löggjöt oglað!lSÍÍ^2*^35
P meiðyröi og ónnur brot tiðkuðTtjoimiGlflli
|er nefmlega meö þeim hætti aö stangast á viö
iróttarvitund almennings
: emkar
verður það áreiðanlega niður-
staða endurskoðunarinnar.
En ef siðanefndin er ekki nóg,
þá eru aðrar leiðir. T.a.m. sú að
reyna að fá leiðréttingu mála
sinna í viðkomandi blaði. Öllum
er jú frjálst að skrifa greinar og
Iesendabréf og ef svo undarlega
vill til að eitt blaðið neitar að
birta athugasemd er það nánast
gulltrygging fyrir því að næsta
blað birtir hana með ánægju!
Þegar allt um þrýtur hljóta menn
hins vegar að leita til dómstóla;
en að láta sér detta í hug að þeir
verði sjálfskipaðir eftirlitsmenn
með ritfrelsinu á fslandi er „frá-
leit“ hugmynd eins og formaður
BÍ orðaði það.
Viðbrögð fjölmiðla við um-
mælum Þórs Vilhjálmssonar for-
seta Hæstaréttar íslands á lög-
mannaþingi í Osló hafa verið
með nokkuð sérkennilegum
hætti. Það var útvarpið sem vakti
athygli á þeim ummælum dómar-
ans að það skipti íslenska blaða-
menn meira máli hvað þeir þyrftu
að greiða í skaðabætur en hvort
þeir hefðu brotið á fólki með
skrifum sínum, og það væri hans
skoðun að dómstólar þyrftu að
skipta sér meira af slíkum mál-
um. Fréttamenn útvarps ræddu
bæði við dómarann og Ómar
• Valdimarsson formann Blaða-
mannafélags íslands af þessu til-
efni. Alþýðublaðið og Þjóðvilj-
inn hafa bæði birt leiðara um mál-
ið og komist að sömu niðurstöðu:
rannsóknarréttur um ritfrelsi á
íslandi er þar afþakkaður með
öllu. Morgunblaðið birti aðeins
orðréttan inngang dómarans og
DV skýrði frá þinginu og sagði
almennt frá umræðum þar í
myndskreyttri frétt. Sjónvarpið
og NT hafa hins vegar ekkert af
málinu frétt, og HP birti á
fimmtudag yfirheyrslu yfir for-
manni BÍ í tilefni alls þessa.
Hroki
Það sem mesta athygli hefur
vakið er þó áreiðanlega viðtal
Þjóðviljans við forseta Hæsta-
réttar sem birtist á forsíðu nú um
helgina. Þar uppástendur dómar-
inn með hroka að hann sé bara
einhver „prívat persóna“ sem
geti á opnum þingum í útlöndum
úttalað sig um íslensk dómsmál
án þess að slík ummæli tengist
starfi hans fyrir Hæstarétt á
nokkurn hátt. Og þessi sami
æðsti dómari landsins og hand-
hafi forsetavalds harðneitar að
svara spurningum blaðamanns
um það hvað hann hafi verið að
fara eða nefna dæmi. „Þarf ég
nokkuð að ansa því?“ segir dóm-
arinn þegar hann er spurður af
hverju hann neiti að svara jafn
eðlilegum spurningum! Það er
kannski ástæða til að minna á að
maðurinn var einmitt að
gagnrýna blaðamenn og ritstjóra
fýrir að standa ekki ábyrgir orða
sinna!
Atvinnurógur
„Þangað til hann nefnir ein-
hver dæmi máli sínu til stuðnings
jaðra þessi ummæli við atvinnu-
róg“, segir Ómar Valdimarsson,
formaður BÍ í HP-yfirheyrslunni.
En því harðneitar sem sé forseti
Hæstaréttar og er sú framkoma
síst til þess fallin að efla virðingu
fyrir æðsta dómstigi landsins. Það
hlýtur að vera krafa BÍ að em-
bættismaðurinn standi fyrir máli
sfnu. Það væri þokkalegt fyrir
blaðamann að eiga eitthvað undir
dómi Hæstaréttar að óbreyttu!
Meiðyrða-
löggjðfin
En þetta leiðir hugann að
öðru. Ef biaðamenn telja sig hafa
orðið fyrir atvinnurógi af hálfu
forseta Hæstaréttar, af hverju
fara þeir þá ekki í meiðyrðamál?
Af hverju notfærir almenningur
sér ekki meiðyrðalöggjöfina
meira ef hann telur á sér brotið í
dagblöðum, en það virðist ein-
mitt ástæðan fyrir því að forseti
Hæstaréttar telur nú nauðsynlegt
að dómstólar hafi uppi sjálfstæð
viðbrögð við blaðaskrifum?
Svarið er Þór Vilhjálmssyni og
félögum hans í VL-hópnum
skylt. Fyrir 10 árum upphófu þeir
nefnilega viðamestu dómsmál á
hendur einstaklingum og dag-
blöðum, sem rekin hafa verið á
íslandi fyrr og síðar. Þeir stefndu
hverjum þeim sem hafði orðinu á
þá hallað vegna undirskriftasöfn-
unarinnar og vfluðu ekki fyrir sér
að draga menn upp í Hæstarétt til
að láta dæma af þeim aleiguna og
æruna fyrir að hafa viðhaft orð
eins og „mömmudrengur" og
„mannvitsbrekka“ um forsvars-
menn VL. Þessi málaferli eru
einsdæmi í íslenskri réttarsögu,
og vegna misnotkunar þessara
refsiglöðu herramanna á
meiðyrðalöggjöfinni þá hefur all-
ur almenningur síðan sniðgengið
hana sem úrelt og hlægilegt fyrir-
bæri. Það væri nær að forseti
Hæstaréttar sneri sér að því að
láta endurskoða hana og reyndar
fleiri úrelta lagabókstafi sem
ýmsum virðast nú kærir, svo sem
lögin um guðlast og klám sem ný-
lega voru endurreist í Hæstarétti
fslands.
Aðrar leiðir
Eftir VL-málaferlin þarf engan
að undra þó menn hlaupi ekki til
dómstóla ef þeim finnst á sér
brotið í blöðum bæjarins. Og eins
og formaður BÍ benti á eru marg-
ar aðrar leiðir færar og farsælli ef
menn eru ekki aðeins að slægjast
eftir því að koma ritstjóranum í
steininn eða ná fram hefnd. Nú
hvarflar ekki að klippara að verja
siðareglunefnd BÍ. Engu að síður
er það staðreynd að þessar 20 ára
gömlu siðareglur sem nú eru í
endurskoðun veita blaða-
mönnum visst aðhald. Þar geta
menn fengið blaðamenn dæmda
á eigin vettvangi. Auðvitað væri
eðlilegast að slíkur úrskurður
væri sendur öllum fjölmiðlum og
Hæstiréttur
Fæstir borgarar hafa nokkuð af
Hæstarétti að segja á sinni lífstíð,
sem betur fer. Dómurinn og
dómskerfið allt hefur hins vegar
réttilega legið undir miklu ámæli
sökum seinagangs og væri nær að
forseti Hæstaréttar gagnrýndi
það fremur en að vera með órök-
studda sleggjudóma um blöðin.
Þess eru ófá dæmi að menn hafa
tapað stórfé á því að fara t.d. með
skaðabótamál í gegnum dóms-
kerfið þar sem verðbólgan helm-
ingaði bótaupphæðina á hverju
ári sem beðið var eftir dómi. Og
þess eru líka ófá dæmi að menn
hafi verið sendir í fangelsi fyrir
gömul brot löngu eftir að þeir eru
snúnir af braut afbrota og eru
orðnir fyrirmyndar heimilisfeður
og vinnandi menn. Þetta er ekki
til að auka hróður dómsvaldsins á
íslandi, og kannski verður þetta
og það hvernig úreltir lagabók-
stafir eru notaðir til að mala
menn og málefni næsta umræðu-
efni á lögmannaþingi í Osló. Það
væri nær.
-e.k.h.
DJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fróttastjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
hóðinsson.
Ljó8myndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Utlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Handrita- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Sfcrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgrel&sla, auglýslngar, rltstlórn:
Síðumula 6, Reykjavifc, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. ágúst 1984