Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 5
Sunnudaginn 12. ágúst fóru fram kosningar til þingsins á eyjunni Korsíku, og höfðu Frakkar beðið eftir því með talsverðri eftirvæntingu hvaða vísbendingu kosningaúrslitin gæfu um fylgisbreytingar helstu stjórnmálaflokka lands- ins. Bæði í Evrópukosningun- um 17. júní og í flestum auka- kosningunum undanfarna mánuði hafa stjórnarand- stöðuflokkarnir haft byrinn í seglin og vinstri flokkarnir, einkum kommúnistar, misst fylgi, en ekki var loku fyrir það skotið að stjórnarskiptin og ýmsar aðrar aðgerðir Mitterr- ands hefðu stöðvað þá þróun. Úrslit kosninganna urðu á þá leið, að vinstri f lokkarnir bættu við sig fylgi frá síðustu kosn- ingunum til Korsíkuþings 1982 og frá Evrópukosningunum, en stjórnarandstöðuflokkarnir unnu ekki þann sigur, sem leiðtogar þeirra höfðu búist við, og eiga einnig í talsverð- um erfiðleikum vegna fylgis- aukningar hægri öfgaflokks Le Pen. En ástandið á Korsíku er þó svo sérstætt að óvíst er hvort draga megi einhverja al- menna ályktun af niðurstöðum kosninganna. Korsíkuþing Stofnun þessa Korsíkuþings, sem hefur talsvert vald í málefn- um eyjarinnar sjálfrar, var ein af þeim fjölmörgu ráðstöfunum, sem stjórn Mitterrands gerði til að bæta ástandið í Frakklandi skömmu eftir að hún komst til valda árið 1981. Tilgangurinn var sá að gera Korsíkumönnum sjálf- um kleift að leysa vandamál eyjarinnar, og fá þjóðernissinna til að falla frá hryðjuverkastefnu sinni og gerast þátttakendur í hefðbundinni stjórnmálabaráttu. Til að bæta ástandið enn var þjóðernissinnum sem sátu í fang- elsi fyrir sprengjutilræði veitt sakaruppgjöf, og stjórnin lagði talsvert af mörkum til að styðja sérstöðu Korsíkumanna í menn- ingarmálum: farið var að viður- kenna tungu eyjarskeggja og bókmenntir og stofnaður sérstak- ur Korsíkuháskóli. Talsverðu fé var varið til að styðja við efna- hagslífið. I fyrstu virtist þessi stefna ætla að bera allgóðan árangur, og má nefna til marks um það, að þjóð- ernissinnar á Korsíku gerðu eins konar óopinbert „vopnahlé" við stjórnvöldin og hættu sprengju- tilræðum um stund. En svo fór ástandið smám saman að versna. Þegar fyrstu kosningarnar til Korsíkuþingsins fóru fram í ágúst 1982, kom í ljós að þjóðernissinn- ar höfðu fremur lítið fylgi: sjálf- stæðissinnar buðu sig ekki fram, en sjálfstjórnarsinnar fengu um 10% atkvæða. En samt voru hvorki meira né minna en 17 list- ar í framboði og 14 þeirra fengu þingmenn kjörna. Af þessum ástæðum reyndist svo að segja ógerlegt að mynda starfhæfan meirihluta, og þótt svo ætti að heita að vinstri flokkar og flokka- brot hefðu fleiri þingmenn en andstæðingar þeirra, var upp- lausnin slík að þingið gat lítið gert. Öll flokkabandalög voru laus í reipunum, og stundum var „ættflokkaskipulag“ Korsíku- manna þyngra á metunum en flokkaskiptingin. Að lokum fór svo að þingið lamaðist algerlega, og menn litu svo á að það væri orðið með öllu óstarfhæft. Þá rufu þjóðernissinnar „vopnahléið“ og hófu að nýju Frakkland Þingkosningar á Korsíku Vinstri menn halda fylgi sínu Giacobbi, einn af leiðtogum vinstri manna á Korsíku, á kosningafundi. sprengjutilræði, svo að yfirvöldin urðu að láta til skarar skríða og beita lögreglunni gegn þeim. Ymislegt gruggugt var í þessum málum, m.a. benti ýmislegt sterklega til þess að tengsl væru á milli svokallaðra „þjóðerniss- inna“ og undirheimalýðs Kors- íku, og svo kom í ljós að almenn- ingur á eyjunni var orðinn mjög þreyttur á sprengjutilræðunum. Um síðir kom upp hreyfing, sem krafðist þess að gengið yrði milli bols og höfuðs á tilræðismönnum og barðist fyrir því að Korsíka yrði áfram hluti af Frakklandi. Reyndu stjórnarandstöðuflokk- arnir að virkja þessa hreyfingu í sína þágu. Nýjar kosningar Þegar þingið var orðið óstarf- hæft og ástandið á eyjunni versnaði stöðugt, greip Gaston Defferre, þáverandi innanríkis- ráðherra Frakklands, til þess ráðs að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Til þess að reyna að losna við smáflokkana og koma því til leiðar að nýja þingið yrði starfhæft var ákveðið að eng- inn flokkur fengi mann kjörinn nema hann fengi yfir 5% at- kvæða. Ákveðið var strax í vor að kosningarnar ættu að fara fram í ágúst. En áður en sá dagur rann upp yrðu miklir atburðir í frönsku stjórnmálalífi: stjórnarf- lokkarnir biðu ósigur í Evrópuk- osningunum, harðar deilur voru um kaþólska skóla og bentu skoðanakannanir mjög til þess að meirihluti franskra kjósenda væri Sjálfstæðissinnar á Korsíku fögnuðu kosningaúrslitunum á hefðbundinn hátt með þvi að aka um bæi og skjóta upp í loftið. andvígur stjórninni í því máli, og vinsældir Mitterrands voru í lág- marki. Stjórnarandstaðan hélt því mjög á lofti, að stjórnin væri búin að missa fylgi þjóðarinnar og yrði að láta fara fram nýjar þingkosningar. Vildi hún nota öll tækifæri til að sýna fram á að stjórnarflokkarnir væru í miklum minnihluta og gekk að kosning- unum á Korsíku með því hugar- fari, þannig að málefni eyjarinn- ar sjálfrar urðu að aukaatriði. Úrslitin komu mönnum nokk- uð á óvart. Hinar nýju kosninga- reglur báru að vísu þann árangur, sem ætlast hafði verið til, að ekki voru nema 10 listar í framboði og aðeins átta fengu menn kjörna. Hins vegar biðu frambjóðendur vinstri flokkanna ekki þann ósigur sem margir höfðu búist við heldur juku fylgi sitt lítilsháttar: þeir fengu nú 25 þingmenn (af 61 fulltrúa á þinginu) í stað 23 áður, en meðal þeirra er nokkur klofn- ingur og er talið ólíklegt að for- seti þingsins verði úr þeirra hópi. Hinir „hefðbundnu“ stjórnar- andstöðuflokkar unnu heldur ekki þann stórsigur sem leiðtogar þeirra höfðu vænst: þeir fengu 24 þingmenn. En flokkur Le Pen, sem er allra yst til hægri í frön- skum stjórnmálum og kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir alvöru í Evrópukosningunum í júní, fékk 6 þingmenn. Klípa stjórnar- andstœðinga Vegna þessara úrslita eru leið- togar hinna rótgrónu stjórnar- andstöðuflokka, ’Gaullista og Giscard-sinna, í talsverðri klípu: til þess að gera sér vonir um að embætti þingforseta falli þeim í skaut verða þeir að gera bandalag við fylgismenn Le Pen (þá hefur stjórnarandstaðan sameinuð 30 þingmenn eða afstæðan meiri- hluta), en mikil hætta er á að slíkt bandalag mælist mjög illa fyrir meðal fjölmargra stuðnings- manna og jafnvel leiðtoga eldri flokkanna, því að þeir líta á Le Pen sem hreinan fasista. Jafn- framt yrði það vatn á myllu vinstri manna, sem hafa gjarnan haldið þeirri kenningu á lofti að stjórnarandstaðan í Frakklandi geti ekki gert sér vonir um að fá UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Þriðjudagur 28. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.