Þjóðviljinn - 28.08.1984, Qupperneq 6
NSKÓLI
SIGURSVEINS D KRISTINSSONAR
Innritun og greiösla námsgjalda fyrir haustönn verður
þriöjudaginn 28., miðvikudaginn 29., fimmtudaginn
30. og föstudaginn 31. ágúst kl. 15 til 19, að Hellu-
sundi 7, alla dagana.
Nemendur sem sóttu um framhaldsskólavist á síðast-
liðnu vori þurfa að staðfesta umsóknir sínar með
greiðslu námsgjalda fyrir 1. september. Eftir það falla
úr gildi þær umsóknir sem ekki hafa verið staðfestar
og verða þá nýir nemendur innritaðir í stað þeirra
umsókna.
Upplýsingar um stundarskrárgerð og fl. verða veittar
við innritun.
Ekki verður svarað í síma á meðan á innritun stendur.
Skólastjóri
Kennarar -
Kennarar
Kennara vantar að grunnskóla Eyrarsveitar Grundar-
firði. í skólanum eru 140 nemendur, frá forskóla og
upp í 9. bekk.
Skólinn er að stórum hluta í nýlegu húsnæði með
sérkennslustofum og góðu skólasafni.
í Grundarfirði búa liðlega 700 manns.
Húsnæði er fyrir hendi.
Æskilegar kennslugreinareru: Enska, danska, stærð-
fræði, eðlisfræði, kennsla yngri barna og kennsla í
athvarfi. Upplýsingar gefur skólastjóri Gunnar Krist-
jánsson í síma 93-8619 - 8695 eða 8802.
Frá Flensborgarskóla
Flensborgarskólinn tekur til starfa mánudaginn 3.
september n.k.
Nýir nemendur komi í skólann kl. 10. Eldri nemendur
komi kl. 13.30.
Þann dag verða afhentar stundatöflur og innheimt
nemendagjald að upphæð kr. 1.000,- fyrir skólaárið.
Kennarafundur verður í skólanum föstudaginn 31. ág-
úst kl. 9.
Skólastjóri
Kvennaskólinn
í Reykjavík
Skólinn verður settur mánudaginn 3. september kl. 9
(þá verða afhentar stundaskrár og bókalistar gegn
greiðslu skólagjalds kr. 800.-).
Kennsla hefst þriðjudaginn 4. september samkvæmt
stundaskrá.
Skólastjóri
Vonarland -
Sambýli Egilsstöðum
Vegna opnunar Sambýlisins á Egilsstöðum eru laus til
umsóknar nokkur pláss til langtímavistunar fyrir fatl-
aða á Vonarlandi og Sambýlinu að Stekkjartröð 1,
Egilsstöðum.
Umsóknir sendist til Svæðisstjórnar Austurlands um
málefni fatlaðra, fyrir 10. september n.k.
!S! BORGARSPÍTALINN !S!
— *•< r+ -n
'I' 'I'
Sendill
Óskum eftir að ráða lipra manneskju til sendiferða
innanhúss sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir
Brynjólfur Jónsson í síma 81200 — 368.
Auglýsið í Þjóðviljanum
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. ágúst 1984
HEIMURINN
meirihluta nema í samkrulli við
Le Pen. En ef forystumenn Gaul-
lista og Giscard-sinna hafna allri
samvinnu við hægri öfgamann-
inn, þannig að styrkur þeirra á
þinginu takmarkast við þessa 24
þingmenn, eru þeir búnir að gera
marklausan þann háværa áróður,
sem hefur verið kjarninn í mál-
flutningi þeirra undanfarnar vik-
ur og mánuði, að þeir séu komnir
í mikinn meirihluta og allt fylgi
hrunið af vinstri flokkunum.
Þjóðernissinnar Korsíku fengu
nú sex þingmenn kjörna, og urðu
úrslitin mikill ósigur fyrir sjálf-
stjórnarsinna, sem töpuðu miklu
fylgi og fengu aðeins þrjá þing-
menn í stað sjö áður, en talsverð-
ur sigur fyrir sjálfstæðissinna,
sem buðu fram í fyrsta skipti og
fengu einnig þrjá þingmenn.
Óvíst er að svo stöddu hvaða af-
stöðu þjóðernissinnar taka á
þinginu.
Eftir þessi kosningaúrslit óttast
menn að Korsíkuþing verði
„patt“ eins og áður og við taki
aftur upplausn, flokkadrættir og
„ættbálkarígur". En niðurstaðan
er samt nokkuð uppörvandi fyrir
vinstri flokkana.
e.m.j.
Kínverjar leita
að „apamanni“
En Sovétmenn efast nú um að hann sé til...
Mikill eltingaleikur er nú á
döfinni í Kína, því að í haust á
að reyna að handsama hinn
dularfulla „apamann" eða
„snjómanninn ógurlega“ eins
og hann er stundum kailaður.
Fyrst um sinn verða veiðarnar
takmarkaðar við miðhéröð
Kína, Hunan, Guizhou og Gu-
angxi, og fær hver sá sem get-
ur handsamað apamann lif-
andi 10.000 yuan, eða um
157.000 krónur, í verðlaun, en
helmingi minna ef um hræ er
að ræða. Síðar verða einnig
gerðar tilraunir með slíkar
veiðar í öðrum héröðum, þar
sem menn telja sig hafa séð
apamenn, svo sem Hubei og
Yunnan og að sjálfsögðu Tí-
bet, þar sem fornar heimildir
eru til um „snjómanninn ógur-
lega“ eða yeti.
Kínverjar líta málið mjög al-
varlegum augum. Árið 1981
stofnuðu þeir félag til að rann-
saka apamanninn, og var þá haf-
ist handa um að safna saman
öllum „sönnunum" og vitnis-
burði um tilveru þessarar dular-
fullu skepnu. í janúar 1983 hafði
dagblað í Shanghai það eftir ein-
um framámanninum í félaginu að
300 sjónvitni, þar á meðal margir
vísindamenn, hefðu séð apa-
menn undanfarin ár, og hefðu
leiðangrar fundið 2000 spor, sem
eignuð væru apamönnum.
Ein skaðsöm skepna
Frásagnir vitnanna eru svo ná-
kvæmar að kínversk blöð hafa
getað birt lýsingar á apamannin-
um. Samkvæmt þeim er hann
mjög hávaxinn (um tvo metra á
hæð), alþakinn gráum eða brún-
um hárum, sem geta verið um 12
sm á lengd, með 35 sm langa il og
einhvers konar klær. Apamaður-
inn er að sögn mjög sterkur en
ákaflega fælinn og kastar gjarnan
steinum á þá sem reyna að nálg-
ast hann. Einnig er sagt að hann
sé auðþekkjanlegur úr talsverðri
fjarlægð vegna þess megna þefs
sem af honum er. Telja Kínverjar
að þessi vera sé millistig milli
órang-útan apa og manna.
Ýmsar sögur eru til um sam-
skipti apamanna og mennskra
manna: Tíbetbúi að nafni Poqu
skýrði nýlega frá því að apakona
hefði komið í heimsókn í kofann
til hans að kvöldlagi og reynt að
nauðga honum en lagt á flótta
vegna neyðarópa hans. Á sama
hátt átti ung bóndakona í Hubei
fótum fjör að launa þegar síð-
hærður og tveggja metra hár apa-
maður reyndi að fá hana til lags
við sig. Árið 1960 dó ungur mað-
ur, sem talinn var vera afkom-
andi apamanns og bóndakonu.
Þeir sem trúa á tilveru apa-
manna hafa á reiðum höndum
skýringu á því hvernig þeir hafi
getað lifað í einangrun á þessum
slóðum öldum og jafnvel árþús-
undum saman: í vesturhluta Hu-
bei er fjallið Shennungjia, og á
hásléttunni umhverfis það er
mikill fjöldi af æfafornum dýra-
og jurtartegundum, sem eru
löngu horfnar á öllum öðrum
stöðum á jörðinni. Það er á þess-
um stað sem mestar heimildir eru
til um apamenn, og telja Kínverj-
ar að þeir hafi getað lifað þar í
hellum í óratíma. Á fundi sem
nýlega var haldinn í Félaginu til
rannsóknar á apamönnum var
einmitt skýrt frá því að slíkir hell-
ar hefðu nýlega fundist.
Sovétmenn
vantrúaðir
En meðan verið er að undirbúa
þessar miklu apamannaveiðar í
Kína kveður við annað hljóð í So-
vétríkjunum. Eftir að hafa boðað
það árum saman að „snjómaður-
inn ógurlegi“ sé til í raunveruleik-
anum snúa sovéskir vísindamenn
nú við blaðinu: „Snjómaðurinn
er ekki til“ fullyrti Vadim Ranov,
sérfræðingur frá Pamir, nýlega.
Hélt hann því fram að enginn
hefði nokkurn tíma getað fundið
minnstu verksummerki um snjó-
manninn í Pamír eða í Himalaja-
fjöllum, hvorki bein né annað, og
hin svokölluðu „spor snjó-
manna“ væru af öðrum uppruna.
Ranov hafnaði einnig með öllu
þeirri kenningu að snjómaðurinn
gæti verið afkomandi Neander-
thals-manna, því hún væri í alg-
erri andstöðu við allt sem vitað
væri um þróun mannsins. Vadim
Ranov taldi að lokum að allur
vitnisburður um apamenn væri
ávöxtur taumlauss ímyndunar-
afls. Fyrir þremur árum vakti það
þó miida athygli, þegar málgagn
æskulýðssamtaka sovéska kom-
múnistaflokksins, Komsomol-
skaya Pravda, skýrði frá því að
leiðangursmenn í Pamir hefðu
rekist á apamann í fjöllunum þar.
Greinilegt er að Sovétmenn og
Kínverjar geta ekki einu sinni
haldið apamanninum utan við
deilur sínar...
(eftir Libération).