Þjóðviljinn - 28.08.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Síða 15
Kvennaknattspyrna Akranes varð á laugardaginn íslandsmeistari í kvennaknatt- spyrnu í fyrsta skipti. Skagastúlk- urnar, sem sigruðu í A-riðli 1. deildar í sumar, léku til úrslita gegn Þór frá Akureyri, sem sig- ruðu í B-riðlinum. Leikið var á Valbjarnarvelli í Laugardal og ÍA vann öruggan sigur, 4-1. Ekki var það þó neitt auðvelt lengi vel. Skagastúlkurnar virtust ansi sigurvissar í byrjun og þær komu hressilega niður á jörðina á 12. mínútu. Þá gerðu þær sig sek- ar um hroðaleg varnarmistök, Anna Einarsdóttir nýtti sér þau til hins ýtrasta og skoraði fyrir Þór. Aðeins þremur mínútum síðar slapp Vanda Sigurgeirsdótt- ir innfyrir vörn Þórs og skoraði af öryggi, 1-1. Þannig stóð í hléi, fyrri hálfleikur var daufur en bar- átta Þórsstúlknanna mikil. Á2 . mín. síðari hálfleiks komst Ragna Lóa Stefánsdóttir alein innfyrir vörn Þórs en skaut í stöng. Sjö mínútum síðar náði í A fallegri skyndisókn, Laufey Sig- urðardóttir stakk inná Ástu Ben- ediktsdóttur sem komst ein upp- að Þórsmarkinu og lyfti skemmti- lega yfir markvörðinn, 2-1. Á 22. mín. sendi Ásta fyrir frá hægri, yfir markvörðinn, Ása Pálsdóttir og Laufey voru aleinar fyrir opnu marki og Laufey kom boltanum yfir línuna, 3-1. Þarna voru úrslit- in ráðin og aðeins spurning um hve sigurinn yrði stór eftir það. Á 25. mín. komst hin 15 ára gamla Ásta ein í gegn og skoraði sitt annað mark, 4-1. Þremur mínút- um síðar fékk ÍA vítaspymu en Halldóra Gylfadóttir skaut hátt yfir Þórsmarkið. Það kom ekki að sök, Skagastúlkurnar fögnuðu langþráðum sigri. ÍA var betra á öllum sviðum knattspyrnunnar og sýndi framá muninn sem er á riðlunum tveimur. Barátta Þórsstúlknanna setti liðið þó talsvert útaf laginu. Ásta var best á vellinum, geysi- legt efni þar á ferðinni. Vanda lék mjög vel og mikið spil myndast í kringum Kristínu Aðal- steinsdóttur á miðjunni. Þórsliðið var jafnt og kraft- mikið en stúlkurnar að norðan stóðu andstæðingum sínum tals- vert að baki hvað varðaði bolta- fslandsmeistararnir í kvennaknattspyrnu 1984 - ÍA. Mynd: -eik. meðferð og auga fyrir samleik. Laufeyju allan tímann og hélt Díana Gunnarsdóttir átti einna henni í skefjum. bestan leik, hafði góðar gætur á —VS Laufey Sigurðardóttir á fleygiferð í úrslitaleiknum - Díana Gunnarsdóttir er skammt undan að vanda. Mynd: -eik. V-Pýskaland Slakur leikur Stuttgart Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V- Þýskalandi: Almenn ánægja er ríkjandi með fyrstu umferð „Bundeslig- unnar“ í knattspyrnu sem fram fór á föstudagskvöld og laugar- dag. Margir góðir leikir og knattspyrnuáhugamenn hungr- aðir í fótbolta eftir stanslausa Ol- ympíuumfjöllun undanfarið. Stuttgart, meistararnir, komu á óvart fyrir slakan leik í Kaisers- lautern og töpuðu 2-1. Heimalið- ið kom jafnmikið á óvart, við engu var búist af því vegna lé- legra æfingaleikja undanfarið. Franz Beckenbauer landsliðs- einvaldur sá Andreas Brehme í banastuði, Brehme skoraði tvö mörk á 18. og 19. mínútu og kom Kaiserslautern í 2-0. Stuttgart sótti mjög eftir hlé en varnar- menn Kaiserslautern vörðust eins og berserkir og köstuðu sér hvað eftir annað fyrir skot Stutt- gartmanna. Einn fékk þrumu- fleyg frá Ásgeiri Sigurvinssyni í höfuðið og vissi hvorki í þennan heim né annan fyrst á eftir! Það var svo Ásgeir sem skoraði mark Stuttgart úr vítaspyrnu 10 mín. fyrir leikslok eftir að hann hafði sjálfur verið felldur. Spyrnan var óverjandi, negling með ristinni í homið. Ásgeir fékk 3 í einkunn hjá Kicker eins og flestir aðrir hjá Stuttgart, en liðið varð fyrir gífur- legu áfalli strax á 4. mínútu er Guido Buchwald meiddist ilia. Hann getur ekki byrjað að æfa á ný fyrr en eftir þrjá mánuði. Ger- hard Ehrmann átti stórleik í marki Kaiserslautem, hann var keyptur í sumar frá Köln þar sem hann var ætíð í skugga Toni Schumachers. Úrslit í fyrstu umferð: Bremen-Bayer Uerdingon............1-0 Blelefeld-Bayern Munchen..........1-3 Braunschweig-Köln.................1-3 Kaíaerslautern-stuttgart:::::::::::::::::: % an,di- nnHoimqúist íék mjög Eðvaldsson hafði misst knöttinn á eigin vallarhelmingi. Atli fékk 4 í einkunn og hefði sjálfsagt fengið betra ef þetta atvik hefði ekki komið til því hann átti góðan leik, hirti alla skallabolta í vítateig Le- verkusen og var geysilega ógn- Leverkusen-Dusseldorf.........4-3 Bochum-Frankfurt..............3-3 Mönchengl.bach-Schalke........3-1 Dortmund-Hamburger SV.........1-2 Leikur helgarinnar var viður- eign Leverkusen og Dusseldorf, opinn og fjörugur og bæði lið léku stífan sóknarleik. Dussel- dorf var mun betra en getur sjálfu sér um kennt, öll mörk Leverkus- en voru mjög ódýr. Bum-Kun Cha skoraði sigurmarkið fimm mín. fyrir leikslok eftir að Atli vel og skoraði fyrsta markið fyrir Dússeldorf strax á 2. mínútu. Hin mörkin gerðu Manfred Bocken- feld og Gúnter Kuczinski. Slakasti leikurinn var í Bremen á föstudag þar sem heimaliðið vann Uerdingen 1-0 og skoraði sigurmarkið á 86. mín. Lárus Guðmundsson lék ekki með Uer- dingen vegna meiðsla en framlína liðsins var ákaflega slök og ólík- legt annað en Lárus geti hleypt krafti í hana. Magnús Bergs lék ekki með Braunschweig sem lá heima gegn Köln. Klaus Allofs skoraði eitt marka Kölnar og hef- ur gert mark í hverjum leik síðan 7. apríl í vor. Hinn gamalreyndi Klaus Fisc- her er komin til Bochum og átti snilldarleik gegn Frankfurt í 3-3 jafnteflinu, skoraði tvö mörk og var útnefndur maður dagsins hjá Kicker. Schalke hafði í sumar ekki áhuga á að fá Fischer frá Köln, vildi frekar Schatz- schneider frá Hamburger. „Ég heiti því að skora fleiri mörk en Schatzschneider í vetur!“ sagði Fischer eftir leikinn á laugardag. Skotinn Mark McGhee hóf fer- il sinn hjá Hamburger með gulu spjaldi, hljóp niður markvörð Dortmund! 2. deild kvenna Keflavík meistari Keflavík varð ú laugardaginn meistari í 2. deild kvenna í knatt- spyrnu, sigraði Fylki 3-2 í úrslita- leik á Melavellinum. Þessi lið unnu sinn hvorn riðilinn í 2. deild og leika bæði i 1. deild að ári. Sex úr aðalliði sumarsins vant- aði hjá Fylki en samt komust Ár- bæingar í 2-0 fyrir hlé. í síðari hálfleik tóku hinsvegar Suður- nesjastúlkurnar öll völd. Quð- laug Sveinsdóttir skoraði fyrst, þá jafnaði íris Ástþórsdóttir úr vítaspyrnu og sigurmarkið gerði Guðný Magnúsdóttir átta mínút- um fyrir leikslok. Guðlaug var fremsti markaskorari Keflavík- urliðsins í sumar, skoraði 15 mörk í 11 leikjum. Frjálsar „Alagið var mikið“ ísland í þriðja sœti í Wales „Þetta var erfið keppni og við erum þokkalega ánægð með árangurinn. Allar greinarnar fóru fram á sama degi, laugardeg- inum, sem er sjaldgæft og álagið á keppnisfólkið var mikið. Stefán Stefánsson keppti t.d. i fjórum greinum og fjögur tóku þátt í þremur. Þetta er svipað og fyrir knattspyrnumann að leika tvo heila leiki sama daginn“, sagði Birgir Guðjónsson, fararstjóri ís- lenska landsliðsins í frjálsum íþróttum sem tók þátt í fjögurra landa keppni í Wales á laugardag- inn. Wales vann stigakeppnina á 207,5 stigum, hollenska unglingalandsliðið 22 ára og yng- ri hlaut 198 stig, ísland 161,5 stig og N-írland 159 stig. ísland vann tvöfalt í spjótkasti karla. Einar Vilhjálmsson kast- aði 80,42 m og Sigurður Einars- son 74,50 m. Kristján Harðarson sigraði í langstökki karla, stökk 7,59 m, og Stefán Stefánsson varð þriðji með 7,30 m sem er hans besti árangur. Oddur Sig- urðsson sigraði í 400 m hlaupi karla á 46,80 sek. og hann hljóp glæsilega lokasprettinn í 4x400 m boðhlaupi og tryggði íslandi sigur. Var þó 20 m á eftir Holl- endingnum þegar hann tók við keflinu. Oddný Árnadóttir náði öðru sæti í 100 m hlaupi kvenna á 12,6 sek. og einnig í 200 m hlaupi en þar fékk hún tímann 25,7 sek. Oddur varð annar í 200 m hlaupi karla á 22,3 sek, Aðalsteinn Bernharðsson í 400 m grinda- hlaupi karla á 52,2 sek, Helgi Helgason á kúluvarpi karla með 15,85 m, Kristján Gissurarson í stangarstökki með 4,80 m og Eggert Bogason í kringlukasti karla, kastaði 52,14 m. Þá varð Þorvaldur Þórsson þriðji í 110 m grindahlaupi karla á 15,0 sek. og Unnur Stefánsdóttir þriðja í 400 m hlaupi kvenna á 57,1 sek. -VS Þriðjudagur 28. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.