Þjóðviljinn - 28.08.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Side 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MOÐVIUINN Þriðjudagur 28. ágúst 1984 193. tölublað 49. árgangur Radarstöðvarnar Gífurleg óánægja! Allt uppíloft á kjördœmisþingi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Forsœtisráðherra kom sjálfur í veg fyrirmótmœlaályktungegnradarstöðinni. Tveirflutningsmannagenguaffundi.- Alþýðubandalagið á Vestfjörðum samþykktimótmceligegnradarstöðinni. Radarstöðvarnar víðarrœddar um helgina. Mikil óánægja braust út á kjör- dæmisþingi Framsóknar- manna á Vestfjörðum sem haldið var í Bolungarvík nú um helgina. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra breytti tillögu frá 11 fundarmönnum um andstöðu við staðsetningu radarstöðvar á Vestfjörðum og fundarstjórinn, Benedikt Kristjánsson bæjar- fulltrúi úr Bolungarvík ákvað einhliða að bera tillöguna upp eins og forsætisráðherra vildi. Tveir flutningsmanna þeir Heiðar Guðbrandsson og Guð- mundur Jónas Kristjánsson gengu út af fundinum í mótmæla- skyni við málatilbúnað þennan. Ys og þys varð uppi á fundinum og engin tillaga um þessi mál var afgreidd. Á kjördæmisþinginu voru 40 manns þannig að 11 þeirra stóðu að tillögunni. Með breytingartil- lögu Steingríms og afgreiðslu radarstöðvarsinnans Benedikts Kristjánssonar á henni reyndi aldrei á meirihlutann. „Ég tel að tillaga okkar hefði verið sam- þykkt ef breytingartillagan hefði eicki komið fram“, sagði Dag- björt Höskuldsdóttir útibússtjóri í Tálknafirði og einn flutnings- manna í viðtali við Þjóðviljann um þetta mál. Aðrir bentu og á, að þar sem engin tillaga hefði ver- ið samþykkt á þessu kjördæmis- þingi, gilti um þetta ályktun frá í fyrra, þar sem andstaða við rad- arstöð væri undirstrikuð. Um sömu helgi var kjördæmis- ráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum haldin á ísafirði. Þar var samþykkt mótmælaálykt- un við radarstöð einróma. Á að- alfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var mótmælaályktun " Herinn Vellinum lokað fyrir friðarráðstefnunni Hvergi verið neitað um aðfara inn í herstöð nema á Islandi ogí Sovétríkjunum, sagði Carl Gustav Jacobsen. Bandaríkjamennirnir fengu ekki að sjá hvernig skattpeningum þeirra er varið. Mér hefur hvergi verið neitað að fara inn í herstöð nema í Sovétríkjunum og hér á íslandi, sagði Carl Gustav Jacobson pró- fessor við Miami háskóla í Flor- ida, eftir að fulltrúum á ráðstefnu Friðarsambands norðurhafa hafði verið neitað uni að fara í kynnisferð um Keflavíkurher- stöðina. Allt lögregluliðið á Keflavíkur- flugvelli hafði verið kvatt út þeg- ar rúta ráðstefnugesta kom að Vallarhliðinu á sunnu- dagsmorgun. Lögreglan lokaði einnig veginum niður í Helguvík. Útlendingunum fannst þessi við- kvæmni hersins hin spaugilegasta og var ekki laust við að það mætti ráða af fasi íslensku lögreglu- mannanna að þeim þætti hún Brunablettirnir Ráðnar aftur Sjólastöðvarmenn báðust afsökunar og réðu stúlkurnar aftur Á fimmtudaginn voru tvær stúlkur reknar úr vinnu á Sjóla- stöðinni i Hafnarfirði vegna brunabletta í veggfóðri á kvenna- klósetti. Þær hafa nú verið ráðnar aftur. Ábending sem verkstjórar fengu um skaðvaldana reyndist haldlaus og voru hinar brott- reknu beðnar afsökunar og ráðnar aftur. Þær stúlkur sem fóru með þeim úr húsi á fimmtudag eru allar komnar aft- ur í vinnu, - en strákarnir tveir sem reknir voru um svipað leyti og stúlkurnar vinna hinsvegar ekki lengur í Sjólastöðvarfiski og halda verkstjórar því fram að brottrekstur þeirra hafi verið þessu máli óviðkomandi. -m kyndug líka. Þegar þess var fyrst farið á leit við hernaðaryfirvöld á Vellinum að ráðstefnugestir fengju að fara í hefðbundna kynnisför um her- stöðina var tekið vel í það. Var rætt um að hópurinn fengi að sjá vídeósýningu hjá blaðafulltrúa hersins, síðan yrði farið með Verð á kartöflum lækkaði í gær. Kartöflubændur fá nú um helmingi lægra verð fyrir uppskeru sína því sex manna nefndin hefur ákveðið nýtt bráðabirgðaverð þangað til endanlegt haustverð kemur á kartöflur. Heildsöluverð Græn- metisverslunarinnar hefur verið 32 krónur til verslana en lækkar nú í 19,23 krónur fyrir kflóið. Sex manna nefndin hefur ákveðið verð til bænda sem nem- ur 17 krónum fyrir kíló af 1. flokki en það eru kartöflur yfir ákveðinni lágmarksstærð. Áður fengu þeir 30 krónur fyrir kílóið. hann í bílferð undir stjórn leiðsögumanns og loks gæfist tækifæri til þess að leggja fram nokkrar spurningar. Þegar stað- festa átti þessa Vallarför var ann- að hljóð komið í strokkinn og upplýstu hernaðaryfirvöld það, að herinn hefði ekki áhuga á að hitta þetta fólk og það gæti Fyrir smærri kartöflur fá þeir nú 13 krónur í stað 25 króna fyrir kílóið. „Þetta er bráðabirgðaverð þangað til endanlegt haustverð verður ákveðið og það er líklegt að meðalverð á kartöflum verði ekki fjarri þessu í haust“, sagði Ingi Tryggvason formaður Stétt- arsambands bænda sem situr í 6 manna nefndinni og er stjórnar- formaður Grænmetisverslunar landbúnaðarins. „Uppskeran er fljótt á ferðinni í ár og komið að því að menn vilja fara að taka upp. Þá hefur verðið ávallt verið lækkað. Endanlegt haustverð skoðað „basana“ í eigin Iöndum. Bandaríkjamennirnir sem sóttu ráðstefnuna vildu halda því fram að þeir hefðu að minnsta kosti rétt á því að aðgæta hvernig þeirra skattpeningum væri varið í herstöðinni. Þeim rökum var einnig hafnað. kemur aftur á móti ekki fyrr en hægt verður að flokka kartöflur eftir stærð og gæðum. Það verður gert í september en ekki er hægt að bjóða kartöflunum meðferð flokkunarvélanna um leið og þær koma úr garðinum“ sagði Ingi Tryggvason. Gunnlaugur Björnsson for- stjóri Grænmetisverslunarinnar sagði Þjóðviljanum í gær að mjög sæmileg sala hafi verið á kart- öflum þeirra í ágúst. Þær komu á markað 1. ágúst en venjulega hafa nýjar íslenskar ekki komið fyrr en um 20 ágúst í sölu. -jP -ekh Rútan með fulltrúum og fyrirlesurum á ráðstefnu Friðarsambands norðurhafa var stöðvuð í Vallarhliðinu. Ekki fékk hún að fara niður í Helguvík heldur, en þrátt fyrir rigningarveður var gott útsýni inn á Völlinn og til tóla hersins og þótti Suðurnesjaferðin fróðleg. Kartöflur Helmings verðlækkun við staðsetningu radarstöðvar á Norð-Austurlandi felld með naumum (þriggja atkvæða) meirihluta. Á friðarráðstefnunni í Félagsstofnun í Reykjavík var nokkuð fjallað um radarstöðvar og þýðingu þeirra í hernaðarneti stórveldanna. -óg Sjá bls. 3. ísafold Sveinn R. meðal hluthafa? Hulduherinn tengist ísfilm Sveinn R. Eyjólfsson stjórnar- formaður Frjálsrar fjölmiðlunar mun einnig vera meðal hluthafa í málgagni Hulduhersins, ísafold, samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans. Sveinn R. Eyjólfsson er út- gáfustjóri DV, og einn aðal hlut- hafa Frjálsrar Fjölmiðlunar. Hann tengist þannig fleiri blöð- um og tímaritum. Þá er á að minna að Frjáls fjölmiðlun á hlut í ísfilm sem stærstu fyrirtæki á íslandi mynda. Þannig tengist ísafold ísfilm, samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans. -«g Námsmenn Stærsta skerðing til þessa Stúdentar hóta Ragnhildi aðgerðum „Með afstöðu sinni og augljósu viýaleysi til að leysa fjárhags- vanda Lánasjóðs íslenskra náms- manna, ber menntamálaráð- herra ábyrgð á einni stærstu skerðingu sem námsmenn hafa mátt þola til þessa“ segir í afar harðorðri ályktun frá Stúdenta- ráði Háskóla íslands. í ályktuninni er ríkisstjórnin og menntamálaráðherra fordæmd sérstaklega fyrir afnám víxillána til 1. árs nema og kallað „ein gróf- asta aðför að LÍN og náms- mönnum, sem gerð hefur verið lengi", enda stangist hún á við þá grundvallarhugsun að allir hafi jafnan rétt til náms, óháð efna- hag, búsetu eða kyni. í lok álykt- unarinnar segir: „Stúdentar hafa verið seinþreyttir til vandræða en við svo búið verður ekki lengur unað“. —óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.