Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 5
MINNING In Memoriam Þorvaldur Skúlason 30.4. 1906 -=■ 31.8. 1984 Kveðja fráFÍM Þorvaldur Skúlason er látinn. Með honum er genginn sá sem er talinn hafa verið málari málar- anna hér á landi allt frá stríðslok- um. Víst er að áhrif hans á kyn- slóð yngri Iistmálara er ómæld. Þorvaldur Skúlason skilur eftir sig merkilegt ævistarf, starf listmálara. Hann skilur eftir mik- inn fjársjóð til framtíðarinnar þar sem eru myndir hans, málverk sem geyma hug og hönd eins mikilsvirtasta málara okkar. Félag íslenskra myndlistar- manna kveður látinn samherja, er var í fylkingarbrjósti félags- mála myndlistarmanna um ára- bil. Stjórn Fél. ísl. myndlistarmanna. Kveðja frá Listasafni H.Í. Á útfarardegi Þorvalds Skúla- sonar listmálara sendir Listasafn Háskóla íslands þessum mikla listamanni virðingar- og þakkar- kveðjur sínar. Safnið hefur að geyma heildstætt yfirlit um list hans, allt frá fyrstu æskumyndum og til hinna síðustu. Mun safnið hlúa að þeim fjársjóði og auka eftir föngum, svo hins mikla brautryðjendaverks Þorvalds í ís- lenskri listasögu þessarar aldar verði jafnan með sóma og virð- ingu gætt. Safnið þakkar lista- manninum alla velvild hans og ljúfmennsku í samskiptum, um leið og það sendir vinum hans og ættingjum samúðarkveðjur. Stjórn Listasafna Háskóls íslands. Listamaðurinn við málverk sitt, 1959. Ljósm.: Hermann Schlenker. Þegar Guðbrandur frelsaðist Þjóðviljinn hefur fengið leyfi Björns Th. Björnssonar listfrœðings til þess að birta tvö stutt textabrot úr bók hans „Þorvaldur Skúla- son, Brautryðjandi íslenzkrar samtíðarlistar“ sem út kom hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu 1983. „Kalla má að ákveðnu skeiði á listferli Þor- valds ljúki með sýningu sem hann heldur í Listamannaskálanum í september 1959. Mestallan þann áratug höfðu myndir hans einkennzt af mikilli kyrrð og festu. Sann- leikur formanna á fletinum byggðist ekki á neinni rás hreyfingar, heldur í samstöðu og andstöðu stöðugra forma líkt og þegar sjálf- stæðum Ijóðmyndum er teflt saman í kvæði eða lokuðum stefjum í tónlist. Því er yfir myndum þessum alvara og reisn fremur en ljúfur þokki. Stundum eru þau jafnvel all þurr og köld. Matthías Jóhannessen skrifaði af alkunnri leikni sinni dálitla frásögn af þessari sýningu Þorvalds og Iýsir listamanninum einkar vel: „Það er nýjung í mínu lífi að selja svo margar myndir á sýningu, bætti Þorvaldur við og brosti. Hann hlær aldrei, en bros hans er á við hlátur margra annarra. Hann brosir nefni- lega með augunum." Og höfundinum vill nú til óvænts happs, þar sem hann situr með Þorvaldi í hriplekum Listamannaskálanum, að verða vitni að því að sjálfur persónugerv- ingur ungmennafélagsrómantíkurinnar hreinlega frelsast fyrir augum hans yfir í „af- stræntið" og tekur næstum því að tala tung- um: „í þessu kom Guðbrandur Magnússon inn úr dyrunum, gekk inn í salinn og heilsaði okkur með djúpri lotningu. Svo kreppti hann hnefana, leit í kring um sig, dansaði brot úr gömlum valsi og sagði upp í opið geðið á mér, eins og ég væri tré en ekki af holdi og blóði: - Þetta er opinberun, sagði hann. Ég þekki það. Ég er músíkalskari gegnum augað en eyrað. Svo sneri hann sér í einn hring og sagði að hann gæti trútt um talað, því hann hefði strax séð hvað í Kjarval bjó, bætti síðan við: - Nú verða margir hneykslaðir á manni, al- veg undir drep, eins og á kerlingunum, þegar þær voru að frelsast í gamla daga. Én það gerir ekkert; það gerir ekkert, hér er margt á seyði og þú skalt vera óhræddur að nota stór orð, Matthías minn. Ég skrifa grein í Tímann á morgun um Þorvald og þar verða stór orð, þið megið hafa ykkur alla við á Mogganum!“ Og Matthías bætir við, - ekki að orsakalausu - að „stór orð í því blaði um þessar myndir, það er eitthvað nýtt“. En frelsunin rann ekki af Guðbrandi á heimleið, og andans eldfjör hans entist vel betur en í Tímagrein hans næsta dag. Hún hefst með orðum hins uppljómaða: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er!“ „Þegar abstrakt-málverkin komu manni fyrst fyrir sjónir, varð andlit manns allt að einni spurn, líkt og hjá litlum dreng, sem í fyrsta sinn sá innmat úr kind og spurði: Hvað er nú þetta! Á að éta þetta? - Það verður spennandi! En sjónin þarf sinn tíma. Líka þarf hún að að- lagast kringumstæðum. Og nú er svo komið, að maður er farinn að sjá samspil í þessum samstillingum lita og lögunar, og eru slík mál- verk nú tekin að orka á mann, máttug og heillandi. Og aldrei hefur maður á abstrakt sýningu fundið þetta betur en á núverandi sýningu Þorvalds Skúlasonar, að hér er ekki lengur um viðleitni, leit að túlkunaraðferð- um að ræða, heldur er það orðin staðreynd, að form það fyrir fegurðartjáningu [svo], sem nú blasir við á veggjum Listamannaskálans, er þess megnugt að snerta strengj í brjóstum manna og valda hrifningu. Og þráin eftir því, að geta átt kost á að hafa einnig þessa ný- sköpun hið næsta sér, er tekin að verða manni aðþörf- jafnvel að ástríðu!" (Leturbr. hér.)“ Blaðsíða 159-160. Merking lífsins Niðurlagsorð bókar Björns um Þorvald eru þessi: „Áð sitja með Þorvaldi á hægu síðdegi, í rokkinni stofu hans, þar sem terpentínuilm- ur, eimur af tóbaki og langri inniveru dregur líkt og tjald fyrir tímann, er engu líkara en maður sé nálægur sjálfum lífsstrengnum í evrópskri menningu þessarar aldar. Franskar bækur hlaðast upp á hillu og borði, hálfmáluð mynd stendur á trönum í efri stofunni, haustfífa í flöskuhálsi. Ekki er von á að neinn hringi bjöllu eða í síma; allt er kyrrlátt, utan hæglátt skraf og skrjáf og hviss í eldspýtu þegar hún er borin að pípunni. Hér inni spyrði enginn um list. Rætur hennar eru miklu dýpri en svo. Þar er um að tefla sjálfa merkingu lífsins, - hið eilífa sóknar- og vam- arstríð mannsandans fyrir frjálsri tilveru sinni.“ Það sprakk út rós í stofuglugg- anum okkar daginn sem Þorvald- ur dó. Og í kvöldhúminu barst höfugur ilmur hennar um stofuna einmitt í þann mund sem við fengum fregnina um lát hans, en það kom reyndar ekki á óvart.Ég er að leika mér að þeirri hugsun að með þessu hafi heimilið okkar verið að kveðja Þorvald í hinsta sinn, þennan öðlingsmann sem var hér tíður aufúsugestur í ein þrjátíu ár. „Endurminningin merlar œ í mánasilfri hvað sem var yfir hið liðna bregður blce blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. “ Svo orti Grímur Thomsen um endurminninguna og það er gott að eiga góðar minningar um horfna vini. Minningamar um Þorvald em allar góðar, hvort heldur þær em um mislita máls- verði, maraþonsamtöl um allt milli himins og jarðar, ferðalög um óbyggðir eða heimsborgir, gistingar í tjaldi, svefnpokaplássum, sumarhúsum eða hótelum. En kannski er hún allra sterk- ust minningin um manninn sjálf- an, þetta háttvísa prúðmenni, gáfaðan og víðlesinn með þetta góða og notalega skopskyn sem aldrei brást. Það var alveg maka- laust hvað börn hændust að hon- um og þó gerði hann aldrei neitt sérstakt til að laða þau að sér, - þau fundu einfaldlega að þama var maður sem skildi þau og þótti vænt umþau. Hér var um skeið mikið'tiðMnnnðnrMHfWyMP þegar flest var, og aldrei var hægt að finna að bömin væm honum til ama nema síður væri, ekki einu sinni þegar þrír strákavösólfar létu fara mikið fyrir sér. Þegar bamabörnin fóm að birtast var þeim alveg jafneðlilegt að hlaupa upp um hálsinn á Þorvaldi og fagna honum og að heilsa afa og ömmu. Ósjaldan leitaði yngsta dóttir okkar á náðir Þorvalds á sínum tíma þegar mamma og pabbi reyndu að reka hana í rúm- ið áður en henni hentaði. Þá kúrði hún sig í fangi Þorvalds og sofnaði þar og hann sat grafkyrr og haggaðist ekki langtímum saman til að leyfa stelpunni að sofa. Hann lét meira að segja píp- una eiga sig á meðan. Það var svo óendanlega gaman að tala við Þorvald um alla skapaða hluti. Reyndar var oftar en ekki rætt um málaralist og þar kom enginn að tómum kofunum hjá honum. En hann var alveg jafn vel heima í ævi Ljósvíkings- ins og ævi Cézannes og hafði ríka ást á íslenskri tungu og mjög næman málsmekk eins og sjá má af öllu því sem hann lét frá sér fara í rituðu máli. Aðrir fjalla væntanlega um hið ómetanlega framlag Þorvalds Skúlasonar til íslenskrar my'nd- listar, en þetta áttu aðeins að vera nokkur þakkarorð í minningu hans sem persónu. Rósin í stofuglugganum ilmar ennþá, en hún er farin að blikna. Það er komið hausthljóð í vind- inn, en á minninguna um góðan mann og fjölskylduvin í bestu merkingu þess orðs ber engan skugga. Álfheiður Kjartansdóttir. Haustið 1943 héldu þeir Þor- valdur Skúlason og Gunnlaugur Scheving saman sýningu í Lista- Föstudagur 7. september 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.