Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 15
r Helgar- sportið Knattspyrna Frá 1. deild er sagt annars staðar á síðunni en í 2. deild er einnig leikin 17. og næst síð- asta umferð og þar er geysi- hörð barátta um hverjir fylgja FH uppí 1. deild. Vfðismenn standa best að vígi, þeir eru með 27 stig og fara austur á Vopnafjörð þar sem þeir mæta föllnum Ein- herjum. Tveir skæðustu keppinautar þeirra, ÍBÍ og ÍBV, mætast á ísafirði. Það er stórleikurinn, bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda. ÍBÍ er með 26 stig og ÍBV 25. Völsungur og Skallagrímur leika á Húsavík. Hvorugt lið á orðið teljandi möguleika á að fara upp en vissara þó að af- skrifa ekki neitt. Tindastóll og KS, gömlu erkióvinirnir, leika á Sauðárkróki og KS verður að sigra til að lifa f voninni um 1. deildarsæti. Allir leikirnir hefjast kl. 14 á morgun, laug- ardag. Fyrri úrslitaleikurinn um meistaratitil 3. deildar verður á Ólafsfirði á morgun kl. 14. Þar mætast Leiftur og Fylkir, sem leika bæði í 2. deild að ári. Næstsíðasta umferðin í úrslitakeppni 4. deildar er einnig á dagskrá, Léttir og ÍR mætast á Melavellinum og Reynir Á. og Tjömes á Ár- skógsströnd. Handknattleikur Riðlakeppni karla á Sumar- móti HSÍ fer fram í Hafnar- firði og Digranesi í Kópavogi um helgina. Keppni hefst kl. 13 á laugardag og sunnudag. A-riðiIlinn er leikinn í Hafn- arfirði en hann skipa Valur-b, Haukar, ÍR, FH og Fram. B- riðillinn fer fram í Digranesi og þar eigast við Fylkir, Valur-a, Grótta, Stjaman og HK. Úrslitaleikimir um fjögur efstu sætin fara síðan fram sunnudaginn 16. sept- ember. Golf Tvö opin mót eru á dagskrá um helgina. Sveitakeppni GSÍ fer fram á Hólmsvelli í Leiru á vegum Golfklúbbs Suður- nesja, laugardag og sunnu- dag, og sömu daga fer fram Nissan-Datsun keppnin í Grafarholti á vegum Golf- klúbbs Reykjavíkur. IÞROTTIR 1. deild Slæm úrsl'rt fyrir báða Jafntefli Fram og Vals heldur Frömurum ífallslagnum og veikirvon Vals um UEFA-sœti Grímur Sœmundsen rekinn afleikvelli Einn leikur var háður f 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á ValbjarnavöUum í gærkvöldi. Reykjavfkurfélögin Fram og Val- ur skUdu jöfn 1:1. Það voru tvær vítaspyrnur sem gefnar voru með stuttu miUibUi í fyrrí hálfleik sem réðu úrslitum. Grfmi Sæmund- sen var vikið af veUi er fimmtán mfnútur voru Uðnar af síðarí hálfleik og spUuðu Valsmenn því einum færrí það sem eftir var leiksins. Þessi úrslit veikja nokk- uð vonir Valsmanna um UEFA sæti og hjá Fram má ekkert útaf bregða, æUi liðið að halda sér í 1. deUd. Valsmenn fengu fyrsta hættu- lega tækifærið er Hilmar Sig- hvatsson átti gott skot á markið sem Guðmundur Baldursson varði meistaralega. Á 18. mínútu dró síðan veru- lega til tíðinda, eftir þvögu inn í vítateig Fram skoppaði boltinn í hönd eins varnarmanns Fram og Þóroddur Hjaltalín mistækur dómari þessa leiks dæmdi um- svifalaust vítaspymu. HilmarSig- hvatsson skaut boltanum hægra megin á markið, Guðmundur Baldursson náði að slæma hend- inni á boltann, en inn fór hann. Aðeins þremur mfnútum seinna fengu Frammarar síðan víta- spymu. Guðmundur Torfason átti þá í baráttu við þrjá Vals- menn og engin vemleg hætta virt- ist vera á ferðum, Þorgrímur Þrá- insson ætlaði að teygja sig í knött- inn en kippti þess í stað löppun- um undan Guðmundi. Úr vítasp- ymunni skoraði síðan Guðmund- ur Steinsson með föstu skoti neðst í vinstra homið. Valsmenn vom síðan öllu hættulegri eftir markið og fengu þrjú tækifæri til að komast yfir fyrir leikhlé. Fyrst Valur Valsson dauðafrír inn í teig en skot hans fór í utanvert hlið- ametið, skömmu seinna bjargaði vamarmaður Fram skoti Guð- mundar Þorbjömssonar og síðan átti Hilmar Sighvatsson skalla rétt framhjá. Fyrri hálfleikur náði því aldrei að verða neitt skemmtilegur á að horfa og sfðarí hálfleikur var enn síðri. Sérstaklega virtust Fram- leikmennimir hafa lítinn áhuga á að reyna að spila fótbolta. Yfir- leitt var boltinn sendur aftur til markvarðar sem síðan átti að sjá um að mata sóknarleikmennina og þær tilraunir gáfu engan ár- angur. Á 15. mínútu braut Frammar- inn Hafþór Sveinjónsson illa áfyrirliða Vals, Grími Sæmund- sen með þeim afleiðingum að sá síðamefndi brást ókvæða við, hristi Hafþór og skók og fékk að launum rauða spjaldið. Hárrétt- ur dómur en Hafþór hefði að ó- sekju mátt fylgja með, margar tæklingar hans í leiknum höfðu verið í meira lagi vafasamar, en hann slapp í þetta sinn með gula spjaldið. Það sem eftir var leiksins leit síðan aðeins eitt vem- lega hættulegt færi dagsins ljós. Guðmundur Torfason átti þá góða sendingu yfir á nafna sinn Steinsson en skot hans fór í vam- armann og afturfyrir... Þorgrímur Þráinsson, Hilmar Sighvatsson og Guðmundur Þor- bjömsson vom bestir Vals- manna. Þá átti Guðni Bergsson góðan leik að vanda. Hjá Fram vom þeir nafnar Guðmundur Steinsson og Torfa- son bestir þótt þeir fengju ekki mikið úr að moða. Þá var Þor- steinn öruggur í vörninni. Þóroddur Hjaltalín fékk það lítt öfundsverða hlutverk að dæma þennan leik og réði hann ekki við þann starfa. Hann leyfði leikmönnum liðanna að komast upp með ljót brot sem síðan á- gerðust er leið á leikinn. - Frosti 2. deild Njarðwik úr leik Tveir Njarðvíkingar bornir útafog einn rekinn útaf og FH vann 2:3! Njarðvfldngar hafa nú misst af 1. deildarlestinni, þeir töpuðu 2:3 fyrir FH á Njarðvíkurvelli í gær- kvöldi. Þó FH-ingum tækist að ná forystunni strax á 20. sekúndu gáfust Njarðvfkingar ekki upp og jöfnuðu fyrir hálfleik. Seinni hálfleikinn byrjuðu þeir mjög vel og komust yfir en þurftu að láta f minni pokann eflir að einum leik- manni þeirra, Jóni Halldórssyni, var vikið af leikvelli fyrír að slá til andstæðings. Eins og fyrr segir skoruðu FH- ingar strax í upphafi. Var þar að verki Karl Hjálmarsson sem náði knettin- um eftir að markvörður Njarðvíkinga hafði misst hann frá sér. Á 15. mín. jafnar Hermann Hermannsson með föstu lágskoti frá vítateigshorni f homið fjær. FH-ingar áttu meira í fyr- ri hálfleik en í upphafi þess seinni Ísland-Wales Forsalan á fullu Forsala aðgöngumiða á landsleik íslands og Wales næsta miðviku- dag er á fullu þessa dagana. Mikið hefur verið selt, og í dag verða miðar seldir f Austurstræti frá kl. 12-18 og um helgina verða þeir á boðstólum á Heimilissýningunni í Laugardal. Mánudag og þriðju- dag verður selt f Austurstræti frá 12-18 og á miðvikudag frá 10-16 en miðasala á Laugardalsvellinum hefst kl. 12 á miðvikudaginn. náðu Njarðvíkingar góðu spili og á 51. mín. skoraði Haukur Jóhannsson annað mark þeirra, með skalla eftir sendingu frá Hermanni. Skömmu síð- ar munaði minnstu að Hauki tækist að skora þriðja markið en hann átti hörkuskot í utanverða marksúlu. Eftir þetta fer að síga á ógæfuhliðina hjá Njarðvíkingum. Skúh Rósants- son er borinn af leikvelli og nokkru síðar var Jón rekinn útaf. Einum fleiri fóru FH-ingar að verða ágengari uppvið markið og á 73. mín. jafnaði Ingi B. Albertsson með skalla af stuttu færi. Sigurmark FH skoraði svo Hörður Magnússon, nýkominn inná, með föstu skoti úr mikilli þvögu, 2:3 - alveg óverjandi fyrir Ólaf Birgisson sem kom í markið skömmu áður fyrir örn Bjamason, en öm var borinn í roti af leikvelli! Hjá Njarðvík vom Haukur og Her- mann H. bestir og hjá FH þeir Ingi Bjöm og Dýri. - ÞBM/Suðumesjum Guðmundur Steinsson stefnir óð- fluga á markakóngstign 1. deildar. Grindavík sigraði Grindavík sigraði ÍK 3:1 í opn- um og fjörugum leik í Grindavík í gærkvöldi. Þetta var síðarí leikur SV-ríðils 3. deildar. Símon Al- freðsson, Hjálmar Hallgrímsson (vfti) og Sigurður Ólafsson (með skalla!) skoruðu fyrír Grindavtk en Ólafur Petersen fyrir ÍK. - VS Mjólkur- bikarinn Nú í vikunni voru leiknir síðari leikir 1. umferðarinnar í enska mjólkurbikarnum í knattspyrnu. Úrslit urðu þessi - samanlögð úrslit í svigum: Boumemouth-Aldershot.....0-1 (0-5) Brlstol R.-Swindon.......0-1 (5-2) Bury-Port Vale...........2-1 (2-2) (Port Vale áfram á útimörkum) Cambridge-Brentford......1-0 (1-2) Cardiff-Exeter.................2-0 (2-1) Chester-Blackpool..............0-3 (0-4) Chesterfld.-Hallfax............1-2 (2-3) Colchester-Glllingham..0-2 (2-5) Crewe-Bumley.................0-3 (2-4) Hartlepool-Derby.........0-1 (1-6) Hull Clty-Lincoln..............4-1 (6-1) Mlddlesbro-Bradford C....2-2 (2-4) Millwall-Reading...............4-3 (5-4) Newport-Bristol Clty...........0-3 (1-5) Northampton-Cr.Palace...0-0 (0-1 Oldham-Botton................4-4 (5-6) Oxford-Hereford..............5-3 (7-5) Preston-Tranmere...............2-2 (5-4) Rochdale-Stockport.............1-2 (2-5) Rotherham-Darlington.....4-0 (6-1) Southend-Orient..............0-0 (1-2) Torquay-Plymouth.............0-1 (0-2) Walsall-Swansea..............3-1 (5-1) Wlgan-Wrexham................2-0 (5-0) Wlmbledon-Portsmouth...1-0 (1-3) YorkClty-Doncaster............50 (8-2) Önnur umferð fer fram 26. sept. og 10. okt. en þar koma til leiks 1. deildarliðin og 14 efstu lið 2. deildar frá í fyrra. -VS 1. deild Fallslagur í Kópavogi Nœstsíðustu umferð lýkur um helgina Fyrir tveimur árum vom Breiðablik og KA í svipaðri aðstöðu og nú, léku nánast hreinan úrslitaleik um fall í 2. deild. Breiðablik vann 2-1 og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sem KA-menn áttu erfitt með að sætta sig við - hór mótmæla þeir úrskurði Guðmundar Haraldssonar dómara. Hvað gerist í Kópavoginum í kvöld? í kvöld kemst fallbarátta 1 deildarinnar í knattspyrnu í há mark. Tvö neðstu liðin, Breiða blik og KA, mætast á Kópavogs velli og hefst viðureignin kl 18.30. Hvorugt lið má við því að tapa leiknum, slíkt jafngildir nán- ast falli. Jafntefli er líka mjög slæmt fyrír báða aðila. Þór og Víkingur leika á Akur- eyri kl. 14 á laugardag. Bæði lið eru enn á hættusvæðinu og þau verða ekki fullskipuð, Þórsaram- ir Nói Bjömsson og Sigurbjöm Viðarsson em í leikbanni ásamt Víkingnum Ragnari Gíslasyni. ÍBK og KR mætast í Keflavík á sama tíma. Þar er Evrópusæti í húfi fyrir Keflvíkinga en KR er í talsverðri fallhættu og má mjög illa við ósigri. Þróttur og íA leika á Laugar- dalsvelli kl. 14 á laugardag. Ak- umesingar hafa ekki að neinu að keppa, þeir em þegar orðnir ís- landsmeistarar, en aðra sögu er að segja af Þróttumm. Þeir em í talsverðri fallhættu og ekki bætir úr skák að nýliðinn í landsliðinu, Ársæll Kristjánsson, er í leikbanni. Að loknum þessum leikjum er aðeins ein umferð eftir - spennan er því að komast í algjört há- mark. -VS Föstudagur 7. september 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.