Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 11
FRA LESENDUM
Stnvturinn stingur
hausnum í sandinn
Páll Hiídiþórs skrífar:
Ég hef skrifað þó nokkrar
greinar hér í lesendadálkinn til að
minna á þá hættu er lands-
mönnum stafar af umsvifum og
hemaðarbrölti dátanna á Kefla-
víkurflugvelli.
Stækkun flugstöðvarinnar,
ásamt mannvirkjagerð við Helg-
uvík er ekki til neins annars en að
framkalla árás á landið, og nú síð-
ast áform um að setja upp nýjar
hlustunarstöðvar víðs vegar um
landið. Auðvitað er allt þetta gert
til að egna Rússann, enda hafa
þeir í Sovét tekið þetta óstinnt
upp og mótmælt því að ísland
verði gert að ósökkvandi virki
sem yrði notað í árás. Þetta var í
frétt í útvarpinu um daginn.
Og nú spyr fólk: Hvemig ætlar
Kaninn að verja okkur ef bomb-
an verður notuð? Búast Kanar
við að skotið verði fram hjá
landinu ef þessi hræðilegu vopn
verða notuð? Er nokkur vissa
fyrir því að Rússar hlífi okkur þó
að við höfum átt góð viðskipti við
þá í gegnum árin, ef stríð skellur á
milli risanna? Það væri fávíslegt
að treysta þeim. Heimurinn er að
komast á heljarþröm með þessi
kjarnorkuvopn, og innan tíðar
verða æ fleiri þjóðir komnar með
þessi vopn og þá gæti farið svo að
þeim sem haldið hefur verið niðri
af auðvalds- og iðnaðarveldum
fengu að kenna á því hvar Davíð
keypti ölið.
Þegar maður hlustar á erlendar
fréttir svo að segja daglega bæði í
útvarpi og sjónvarpi, þá sér mað-
ur hvar kreppir að, það er auðvit-
að hjá vanþróuðu þjóðunum sem
hafa nýfengið frelsi, en það vant-
ar allt til þess að staðfesta það,
fjármagn tækniþekkingu og um-
fram allt góðan vilja og þolin-
mæði hinna fjársterku ríkja er
hafa sem nýlenduherrar stjómað
þessum þjóðum. Þetta er mein-
semd sem ríku þjóðimar verða að
leysa, annars fer allt í bál. Það
þýðir ekki að stinga hausnum í
sandinn eins og strúturinn, og
telja sér trú um að hættan sé liðin
hjá, hættan hefur aldrei verið
meiri á þessari jarðkringlu okkar
heldur en nú, svo það er betra að
vera alsjáandi á þessum tímum.
Það virðist svo vera að Nató-
sinnar með Kanann í broddi fylk-
ingar séu ákveðnir í að láta her-
væða þetta land okkar og gera
það að óvinnandi virki hvað sem
það kostár. Það þarf ekki mikinn
herfræðing til að sjá að ef bomb-
an verður sprengd þá verður her-
virkið ísland fyrir árás með þeirri
ógn og skelfingu er enginn mann-
legur máttur fær hindrað. En
landið gæti hæglega orðið ein-
hverskonar stuðpúði fyrir Banda-
ríkin, það er vitanlega sú hemað-
arlega hugsun er liggur á bak við
hina fyrstu árás m.a.
Við eigum að mótmæla þessu
hemaðarbrölti Natósinna og gera
upp við samvisku okkar og leyfa
aldrei hervirki í landi vom, og
halda vöku okkar gagnvart þess-
um hemaðarbrjálæðingum.
ÞANGAÐ LIGGUR LEIÐIN í DAG
SKOLAVORUR
í FJÖLBREYTTU
ÚRVALI
FYRIR ALLA ALDURSHÓPA
FJOLBREYTT
ÚRVAL GÓÐRA
BÓKA OG
RITFANGA
VIÐ MINNUM EINNIG Á MARKAÐSHUS BÓKHLÖÐUNNAR
MIÐSTÖÐ ÍSLENSKRA BÓKA SÍMI1618«
Laugavegi 39 sími 16031
Glæsibæ sími 30450
Alltaf
í leiðinni
' Ath. Opið Glæsibæ á föstudögum kl. 9-20
og Laugavegi iaugardaga 9-12
(
HUSIÐ
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARINS
Allt í
helgarmatinn
Allar vörur á markaðsverði
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
Húsgagnadeild
c' ím i OQCA1
sími 28601
Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar
Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
JQJOJ
JUOIJQjj
j juuiri
Jon Lottsson hf i 111 111 1' ITI'f'rial
Hringbraut 121 Simi 10600
Opið á morgun laugardag kl. 9 -16